Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 13
f Laugar'dagur 19. okt. 1963 MORGUNBLAÐID 13 Betra nð veífa rangu tré...? Sjónvarpið sýnir BKKI nýjar kvikmyndir — EKKI hefur dregið úr leikhúsaðsókn heldur öfugt — Hafa íslendingar eytt 95 milljónum til sjónvarpskaupa — og hvað þá? ÞÁ ER sjónvarpiff enn á dag- skrá — að þessu sinni að visu séð í ljósi nýrra sjónarmiða. Í tveimur Reykjavíkurblaðanna í grær, þ. e. Tímanum og Alþýðu- blaðinu, er það haft eftir forráða mönnum kvikmyndahúsa borgar- innar, þó einkum forstöðumanni Háskólabíós, að sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli sé nú á góðri leið með að leggja í rúst þann blómlega rekstur, sem kvik- myndahúsin eru, en því skotið inn í, að raunar sé aðgöngumiða verðið líka of lágt og skemmt- anaskatturinn of hár. I Tímanum viðhefur forstjóri Háskólabíós þau orð um „her- mannasjónvarpið", sem hann nefnir svo, að varla mundi nokkurt siðmenntað blað hafa þau eftir honum, en raunar falla ýmsar kvikmyndir, sem sýndar hafa verið í Háskólabíói, undir þann siðgæðishatt, sem forstjór- inn nefnir, og er þá m. a. átt við myndina „Einn og þrjár á eyðieyju", sem þar var sýnd fyr- ir skömmu, og sjálfsagt hefur betur verið fallin til sýningar fyrir „kvenmannslausa her- rnenn" en það, sem i siónvarpinu sézt. Nóg um þessa hörmungar- mvnd að þessu sinni. Fregnirnar tvær, í Alþýðublað inu og Tímanum, um sama efni, eru raunar mjög óskyldar; Al- þýðublaðið fjallar um málið á þann veg, að ráða má af að blaðamaður hafi þar haldið um penna, en í Tímanum, eins og fyrri daginn, er mólið allt séð í ljósi pólitískrar tækifæris- mennsku, rangar eða vísvitandi falsaðar upplýsingar gefnar, og 6íðan að vanda lagt út af þeim. Kvikmyndahús og sjónvarp. Þeir forráðamenn kvikmynda- Ihúsa, sem Tíminn hefur átt tal við, eru sammála um að undan- farna mánuði hafi dregið úr að- sókn að kvikmyndahúsum, og kenna sjónvarpinu um. Rétt er, eð eitthvað mun draga úr að- eókn að kvikmyndahúsum vegna Bjónvarps; fyrir þvi liggur reynsla I morgum löndum. En eru e.t.v. ekki maðkar í mys- unni í þessu tilfelli? Sannleikurinn er sá, að kvik- mvndaval það, sem bíóin í Rvik hafa boðið fólki síðustu mánuð- ina hefur verið með eindæmum lélegt, svo ekki verði meiia sagt. Hver þvaðursmyndin hefur fyígt ennari, og er óþarfi að rekja nöfn þeirra, svo vel sem málið er kunnugt þeim, sem kvik- myndahús sækja, — og þá kannske ekki síður kvikmynda- húseigendum. Mundi margur ætla að þetta kvnni að hafa haft einhver áhrif á aðsóknina að húsunum. Hitt er svo annað mái, að varla getur það talizt frágangs- Bök, þótt menn vilji heldur sitja í heimahúsum, og sjá þar e. t. v. heldur lélegt „prógram". en eð gera sér ferð í kvikmyndahús og greiða þar fé fyrir að sjá lélega kvikmynd. Verður ekki í fljótu bragði séð, hver munur- inn er á því að sjá lélegheitin I sjónvarpi eða kvikmyndahúsi, nema ef vera skyldi að fólk spar nði peninga, og léttist þá að sjálfsögðu pyngja kvikmynda- húsaeigenda. T>að er raunar löngu tími til kominn, að þeir, sem kvikmynda hús reka, geri sér grein fyrir Iþví, að það dugar ekki að bera hvað sem er á borð fyrir kvik- mýndahúsagesti borgarinnar. S>eim hefur löngum haldizt það hvort tillit á að taka til kvik- myndahúsaeigenda, sem enga samkeppni hafa þurft við að eiga nema sjálfra sín í milli, og hafa þeir að auki með sér félag, og banna sjónvarpið fyrir þeirra til- uppi, með ærnum ágóða, sökum en samkv. upplýsingum þeirra, stim og/eða annarra sérihags- þess að það hefur hreinlega ekk- ert annað fyrir fólk verið að gera í höfuðborginni, en að fara í kvikmyndahús, og hafa menn oft farið í bíó, „bara til að gera eifcthvað“, Kvikmyndir eru EKKI sýndar samtímis í sjónvarpinu og í Rvík. í fregn Tímans segir m. a. að a.mJs.' þrjár kvikmyndir, sem reykvískir kvikmyndahúsaeig- endur áttu í pöntun“ hafi verið sýndar í Keflavíkursjónvarpinu. I»etta er rangt Sannleikurinn er sá, og getur hver sá fengið það upplýst, sem hið rétta vill vita, að samtök kvikmyndaleikara í Bandaríkj- unum, svo og kvikmyndafélögin sjálf, leyfa ekki sýningu kvik- mynda í sjónvarpi fyrr en þær eru orðnar 10—15 ára gamlar. Gildir þetta jafnt fyrir Keflavik- ursjónvarpið sem sjónvarp í Bandaríkjunum, enda sér hver heilvita maður hver hagnaður yrði af kvikmynd, ef hún yrði þegar sýnd í sjónvarpi. Allar kvikmyndir Keflavíkursjónvarps ins eru 10—25 ára gamlar ~af þessum ástæðum. Hitt er svo annað mál, að á Keflavíkurflugvelli er einnig rekið kvikmyndahús, og sýnir það nýjar myndir — undantekn- ingalaust löngu á undan ísl. kvikmyndahúsunum. Fá þar að- éins starfsmenn vallarins að- gang. Fyrir mistök gerðist það fyrir nokkru, áð kvikmynd, sem álti að sýna í bíói vallarins, var í misgripum sýnd í sjónvarpinu, og var það að sjálfsögðu jafn- mikið brot gagnvart hinum bandarísku kvikmyndafyrirtækj um og íslenzku kvikmyndahús- unum. Halda raunar bandarísku fyrirtækin verndarhendi yfir ís- lenzku húsunum með banni sínu á sjónvarpssýningum nýrra kvik mynda, því að það er þeirra hag- ur að leigja húsunum myndirn ar. En errare humanuim est; um- rædd mynd lenti í misgrip um í sjónvarpinu, en strangar ráðstafanir hafa fyrir löngu verið gerðar til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Er þar með vindurinn úr þessum fyrirslætti kvikmynda- húsaeigenda. Þá víkur Friðfinnur Ólafsson að leikhúsunum, og gefur út yfir lýsingu fyrir þeirra hönd á þann veg að „hermannasjónvarpið hafi einnig leitt vandræði“ yfir þau. Ljótt er ef- saR er. Samkvæmt upplýsingum Leik- félags Reykjavíkur sóttu 25.000 gestir sýningar félagsins á síð asta leikári og hafa aldrei ver- ið fleiri. Samkvæmt uppiýsingum Þjóð- leikhússins sóttu 82,717 manns sýningar þess í Reykjavík á síð- asta leikári. Árið á undan sóttu sýningar 108,370, en þess ber að geta að það ár var „My Fair Lady“ sýnd, sem sló öll aðsókn- armet, og er því samanburður við árið á undan raunhæfari. Það ár sóttu 66,226 manns þjóð- leikhúsið. Nóg um þetla atriði. 5000 tæki — 95 milljónir kr. Tíminn segir í frétt sinni að 5000 sjónvarpstæki ha.fi verið flutt til landsins. Eí þessi tala blaðsins er rétt, hafa íslenzkar fjölskyldur keypt sjónvarpstæki fyrir tvö og hálft andvirði Há skólabíós, eða fyrir 95 millj. kr., er með sjónvarpstæki verzla, kostar uppsett tæki með loftneti og öðru að meðaltali 19,000 kr. Ekki er gott að kvikmyndahús- in tapi fé, en hvað um að fjöl- skyldur tapi 95 milljónum króna? Skiptir sjálfsagt engu máli. — Hifct er svo annað mál, að tala Tímans á sjónvarpstækj-' unum er mjög ýkt, í fullu sam- ræmi við annað, sem blaðið hef- ur um sjónvarpsmálin ritað. Þá er að geta þáttar ríkisvalds- ins í þessum málum. Ríkið tekur 80% toll af innfluttum sjónvarps- tækjum, og að auki tekur Við- tækjaverzlunin 15% gjald af tækjunum f.o.b., þ.e.a.s. áður en þau fara í toll. Renna þessi 15% til Ríkisútvarpsins samkvæmt lögum, sem gildi tóku 17. maí 1962, og á það fé, sem þannig er aflað, að renna til væntanlegrar sjónvarpsbyggingar. Um áramót 1962—’63 greiddi Viðtækjaverzl- unin þannig 120 þús. kr. til út- varpsins fyrir 6 mánuði. Vera má, að menn segi að það sé sjálfskaparvíti að verja millj- ónum til sjónvarpskaupa, en svo virðist sem menningarstofnannir landsins hafi þó eitthvað gott af kaupunum. Verður það að teljast í hæsta máta óeðlilegur hugsun- arháttur, að skeyta því engu, að milljónir liggi í þessum tækjum. Er spurningin einfaldíega sú, munahópa láta Þá milljónir af fé almennings liggja óbættar hjá garði. Reikni dæmið hver sem vilL En eins og áður getur, ættu kvikmyndahúsaeigendur að geta aukið aðsóknina að húsunum, en þegar samkeppnin er fyrir hendi, þá þýðir ekki lengur að bera hvaða rusl sem er á borð fyrir fólk. Kvikmyndavalið verður að vera vandaðra, og myndu fáir gráta þó svo yrði. Hvað er „hermannasjónvarp"? Þá er komið að hugtakinu „her mannasjónvarp“, sem undirritað- ur er ekki alveg viss um hvað er. Þjóðviljinn hefur til skamms tíma haft einkarétt á þessu hugtaki, en nú hefur Tím- inn gerzt vopnabróðir komm- únistablaðsins í blekkingavaðl- inum um sjónvarpið í Kefla- vik. Fer kannski ekki illa á því. Það er einfaldlega ekkert til, sem heitir „hermannasjónvarp". Af orðinu má ráða, og ætlast er til af’ fólki að það leggi þann skilning í það, að hér sé um að ræða sjónvarpsefni, sem sérstak- lega sé gert fyrir hermenn, þó einkum „kvenmannslausa her- menn“ eins og fyrrgreind blöð nefna það oftast Sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli sýnir hins vegar að heita einvörðungu valið efni frá þremur sjónvarpsfyrir- tækjum í Bandaríkjunum, CBS, NBC og ABC, og er allt þetta efni, sem sýnt er almenningi í Bandaríkjunum (jafnt borgurum sem hermönnum trúlega!) ó- breytt að öllu, nema hvað aug- lýsingarnar hafa verið klipptar út — og eru vist engum harm- dauði. Allt í lagi — ef sjónvarpið er islenzkt! Loks örfá orð um furðulegan paradox sem fram kemur í því, sem haft er eftir forstjóra Há- skólabíós í Tímanum. „Öðru máli gegnir um íslenzkt sjón- varp. Það mál þarf athugunar við, og í sambandi við það kom Friðfinnur Ólafsson fram með þá hugmynd, að hagnaðurinn af íslenzku sjónvarpi yrði látinn renna til leikhúsa og kvikmynda húsa......“ í sambandi við þessa stór- brotnu tillögu væri gaman að heyra Friðfinn Ólafsson segja fram álit sitt á eftirfarandi: 1) Dettur honum í hug, að sjónvarp á íslandi gæti orðið arð- vænlegur rekstur? 2) Á ríkissjónvarp að greiða af hagnaði sínum (sem útilokað- ur er á íslandi) til kvikmynda- húsa í einkaeign? 3) Úr því að öðru máli er að gegna um „íslenzkt“ sjónvarp, telur Háskólabíóstjórinn að það sjónvarp yrði svo lélegt, að kvik- myndahúsin þyrftu ekki að ótt- ast samkeppni þess, eða er það e.t.v. aðeins óskhyggja forstjór- ans að svo verðL Haukur Hauksson. Hér getur að líta verkstæðisplá ss Bílaþjónustunuar í KópavogL (Ljósm. Sv. Þ.) Þar geta menn gert víð bíia sína sjálfir TEKIÐ hefur til starfa í Kópa- vogi nýtt fyrirtæki, Bilaþjónust- an í Kópavogi, Auðbrekku 53, en hér er um að ræða bifreiða- verkstæði af þeirri tegund, að menn geta þar fengið leigt verk- stæðispláss fyrir bifreiðir sínar, svo og verkfæri, til þess að ann- azt viðgerðir sjálfir. Verður hið nýja fyrirtæki opið alla daga, virka sem helga, frá kl. 9-22, og er þar rúm fyrir 10-14 bíla í senn, eftir stærð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft reynist erfitt að fá gert við bifreiðir í Reykjavilk og nágrenni og'kemur þar m.a. til stóraukinn bifreiðainnflutn- ingur á síðustu árum og að því er virðist of fiá bifreiðaverkstæði til þess að mæta þeim aukna inn flutningi. Á hinn bóginn eiga margir laghentir menn oft auð- velt með að gera sjálfir við farartæki sin, en skortir oítast nauðsvnleg verkfæri og aðstöðu o.£L Bílaþjúnustan í Kópavogi hef- ur viljað reyna að koma til móts við bifreiðaeigendur í þessum efnum, og geta menn fengið þar leigt verkstæðispláss fyrir bif- reiðir sínar fyrir kr. 30 á klst., og er þá verkfæraleiga innifalin. Auk þess mun fyrirtækið kapp- kosta að hafa jafnan á boðstól- um ýmislegt smávegis, sem nauð synlegt er til bifreiðaviðgerða, svo sem bolta, rær, olíu ofL Auk verkfæra geta menn fengið aðgang að gastækjum tiil logsuðu, og einnig hefur Bíla- þjónustan á að skipa nýtízku gufuþvottatækj um til hreinsun- ar á mófcorum ofl. Þá hefur fyrir tækið rafgeymahleðsl’U, og einn- ig geta menn fengið þar stóra og kraffcmikJla ryksugu til þess að þrífa bifreiðir sínar. Ætti sú aðstaða að koma mörgum vel í vetrarku’ldunum. Þá mun fyrir- fcækið einnig annazt hreinsun og bónu bifreiða, sé þess óskað. Eigendur hins nýja fyrirtækis eru Hinrik Karlsson, Axel Pái*- son og Halldór Þorláksson, og munu þeir sjálifir starfa við það. | Váleg hljóð í Toc fjalli Belluno 15. okt. (NTB) DULARFULL hljóð heyrðust í hliðum Toc-fjalls á Italíu i |dag og þykja þau slæmur fyrirboði. Illjóðin heyrðust úr' gilinu, sem myndaðist, er Ískriðan féll í uppistöðuvatn Vaiont-stíflunnar s.l. miðviku dag. Talið er, að falli skriða úr gilinu, muni hún ekki Ienda í uppistöðuvatninu, en stöðv- ast i hlíðunum. Eina byggðin,1 sem stafar hætta af slíkri skriðu, er þorpið Casso, en1 allir íbúar þess hafa verið fluttir á brott. **VWWW*f««*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.