Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. okt. 1963 MORGU N BLAÐIÐ 3 -\< (WWWJfOt Sudur og vesturendi heilsu hælisins. Skjólbeltin frá 1936 hlífa umhverfinu fyrir vindinum Heimsókn í Kristnes Mbl. hefur spurt Hákon Bjarnason um tjárækt og skógrækt við Kristneshæli. Hann sagði: „Þegar Skógræktarfélag ís- lands hélt aðalfund sinn á Akureyri á s.l. sumri gafst fundarmönnum, sem voru um 100 talsins, tækifæri til þess að skoða skógrækt og trjá rækt á ýmsum stöðum í Eyjafirði. Gat þar margt að líta, sem umtals- og lofsvert er. Trjáræktin á sér lengri sögu í Eyjafirði en annars- staðar á landi hér, og því er að vænta að þar sé meiri festa og stöðuglyndi við rækt unina en víðast hvar. Eitt var þó, sem vakti at- hygli fundarmanna umfram annað. Þegar ekið var heim að Kristnesi laugardaginn 17. ágúst og komið var inn fyrir hlið Kristneshælisins var sem menn kæmu til annars lands í einni svipan. Utan hliðs voru óræktaðir tuðru- móar, en innan þess há og fögur tré, grasi grónir flet- ir og litfögur blómabeð. Öllu var smekklega og haganlega fyrir komið, þannig að trén veittu skjól um allt umhverf- ið. Kring um aðal bygging- arnar eru langar raðir trjáa einkum lerki og birki og nokk uð af reyni, en einstök tré standa á grasflötunum norð- an og sunnan aðal bygingar- innar. Grasfletirnir eru vel hirtir, sléttir og þéttir í rót, og litir sumarblómanna varpa hlýlegum Ijóma á um- hverfið. Þegar fundarmenn komu í Kristnesgarðinn var nokkur nepja og kalt veður þó að sólar nyti. En innan garðsins var logn og stilt, og var mun híýrra þar en utan hans. Menn gengu um garðinn nok’cra stund, en þegar því var 'okið var eftir að skoða meiru. Ofan við hælið hefur verið girt um 27 hektara land og þar hafa á undanförnum árum verið settar niður 50.000 trjáplöntur af ýmsum teg- undum. Þar er birki á ýms- um aldri, og sumt af því er sjálfsáið af fræi elztu trjánna, þá er töluvert af lerki, hvít- greni blágreni og nokkrar furutegundir. Þroski og vöxt- ur trjánna er yfirleitt með ágætum. Þegar þess er gætt, að elztu trén eru gróðursett 1933, og farið var hægt af stað í fyrstu er alveg undravert hve langt þetta er komið. Aðal skjól- beltið er t.d. gróðursett 1936 og er lerki hæst í því frá 5 og upp í 7 metra. En hæstu trén í garðinum eru komin í 9 metra hæð. Nú mætti ætla, að mikið hefði kostað að koma upp svo fögrum gróðri umhverfis hæl ið, en upplýsingar eru fyrir um það, að meðal árskostnað- ur í 33 ár hefur verið kr. 3. 000, — á ári. Nú hafa pening- Horft heim aS heiTsuhæUmj, í Krlstnesi að' sunnan og ofan. Æskulyðsráð Hafnarfj. er að hefja starfsemi ST/VKSTtlMAR HAFNARFIRÐI _ Æskulýðs- ráð Hafnarfjarðar, í sanwinnu við templara og Skátafélagið Hraunbúa, er að 'hefja starfsemd sína. Ákiveðið hefir verið að inn- riitun farí JCram á mánudag og þriðjudag, 21. oe 22. oikitóíber fcl. 6-9 eJh. í Góðtemiplarahúsinu. Náimskeið verða í eftirtöldum greinum: 1. Sjóvinna I (Byrjendur). Sjóvinna H (Fi-amhald). 2. Ldjósmyndun I Ljósmyndun H 3. Leðuriðja. 4. Miosaik. 5. Matreiðsla. 6. Flugmódelsmíði. 7. Frímerkjasöfnun. 8. Skáik. 9. Málmsmíði. 10. Tilsögn í samansetningu „módela“. 11. Tágar, periur, bast. 12. Fegrun og snyrting. 13. Námskeið i-hjálp í við- löguim. Ennfremur mun Æskulýðsráð standa fyrir nokkrum dansleikj arnir misst mikið af gildi sínu á þessum tíma, svo að þetta er ekki nákvæmt mark, en mikið af þessu starfi var í öndverðu unnið af sjálf- boðaliðum.' Sá maður, sem á mestan heiðurinn af þessu einstaka af reki og höfundur þess, er ráðsmaður hælisins Eiríkur G. Brynjólfsson. Hann hefur notið góðs stuðnings margra manna á ýmsum tímum. Þann ig sagði Jón Rögnvaldsson garðyrkjustjóri fyrir um það í upphafi, hvernig gera skyldi garðinn, og hann hefur ávallt síðan verið boðinn og búinn til þess að rétta fram hjálp arhönd. Þá hefur einn starfs- maður hælisins, Jóhannes Ei- ríksson, annast alla hirðingu garðanna um 30 ára skeið og blómaræktin hefur að mestu hvilt á herðum hans, en slíkt er ærin vinna, ef dæma má eftir því blómahafi, sem þar var í sumar. Eiríkur Brynj- ólfsson telur sig hafa verið mjög heppinn með starfslið sitt allan tímann. Umhverfi Kristneshælis er nú orðið þannig, að það and- ar hlýju að fólki strax og það er innan garðs. Læknir hælisins, Snorri Ólafsson, sagði við mig, að án vafa hefði það góð og bætandi á'hrif á vistmennina að geta dvalið í slíku umhverfi, en slíkt væri erfitt að meta til fjáF eða heilsubóta. Verk Eiríks G. Brynjólfs- sonar verða seint fullþökkuð. En með góðu' fordæmi hefur hann sýnt fram á, hvað megi gera og hvað eigi að gera umhverfis opinberar stofnan- ir, hvort heldur það eru hæli skólar eða annað. íslending- ar hafa alltof lengi látið af- skiptalaus umhverfi húsa sinna, og er það nokkuð að vonum. En það er ekki síður menningaratriði að umhverfi bygginga sé fagurt og hlýlegt og vel hirt, frekar en að reisa vandaðar byggingar með öll- um þægindum. Með grein þessari eru nokkr ar myndir, sem geta gefið lesendum ofurlitla hugmynd um, hvað gerzt hefur um- hverfis heilsuhælið í Krist- nesi á undanförnum 30 árum.“ úm í vetur. Einnig mun verða „opið hús“ á tveimur stöðum í bænum, Góðtemplarahúsinu og Skátaheimilinu, og verður breytt fyrirkomulag frá því sem áður var. Síðasfiliðinn vetur sóttu um 150 ungmenni námskeið Æsku- lýðsráðs. Gerður var út bátur á veguim Æskulýðsráðs fyrir þótt- takendur í sjóvinnunámskeiði, og er æfiluu.’n að því verði haldið áfram. Voru íslendingarnir valdir að harmleik? Á síðu Heimdallar, sem birtist í Vísi í fyrradag, er skýrt frá því, að islendingar, sem voru á ferð í Austur-Berlín, hafi þegið boð pilts, sem þar er búsettur, um að vera leiðsögumaður þeirra í borg inni. í greininni segir síðan: „Við spurðum piltinn, hvort lögreglan hefði ekki eitthvað við það að athuga (að hann veitti leiðsögnina) en hann hristi bara höfuðið, ennþá ákafari í að aka með okkur. Pilturinn ók svo með okkur í nokkra klukkutíma og sýndi okk ur markverðar byggingar. Allt voru þetta gamlar byggingar, þar á meðal nokkrar gamlar og fal- legar kirkjur. Einu nýju húsin sem við sáum voru stór fjölbýlis- hús við götuna, sem áður var kennd við Stalín sáluga. Piltur- inn benti á húsin og sagði: „Þarna búa flokksstarfsmennirn- ir“, og það gætti lítillar hrifning- ar í rómnum. „En ert þú ekki kommúnisti?“ spurðum við. Hann virtist hikandi, svaraði ekki — hristi aðeins höfuðið. Við ókum fram hjá kvik- myndahúsi — hann benti okkur sérstaklega á það og sagði: „Þarna er búið að vera uppselt í marga mánuði". Við spurðum hvaða mynd væri svona vinsæl. — „Þarna eru þeir að sýna einu vestrænu myndina, sem sýnd hef ur verið hér um lengri tíma, bandarisku myndina Sjö hetjur (mynd sem Tónabíó sýndi fyrir skömmu, reyndar líka við góða aðsókn)“. Tóku piltinn Greinin heldur áfram: „Fyrr um daginn hafði piltur- inn sýnt okkur hvar hann átti heima og þegar við ókum fram hjá húsinu heima hjá honum stóðu þar nokkrir piltar á hans reki, en a-þýzki vinurinn okkar í barnalegri ákefð veifaði þeim allt hvað af tók. Og nú er komið að kjarna málsins. Var einhver piltanna sem vinur vor veifaði hvað mest til harðari flokksmað- ur en hann sjálfur? Sá einhver þeirra sig tilneyddan til að til- kynna lögreglunni um grunsam- legt samneyti piltsins við útlend- inga, kannski í þeirra augum auðvaldsútsendara? Því að seinna um daginn. er við ókum piltinum heim og höfðum leyst hann út með gjöfum og kvatt hann og hann gengið skáhalt yfir götuna að húsi því, er hann bjó í, spruttu upp lögregluþjónar. og óeinkennisklæddir menn, um- kringdu piltinn og drógu hann að bifreið, sem stóð þar skammt frá. Við höfðum ekið af stað og sáum síðast út um glugga bif- reiðarinnar hvar bifreiðin með vini okkar, A-Þjóðverjanum inn- anborðs, var ekið í gagnstæða átt“. Þetta er ófögur saga, en ef tíl vill getur hún orðið til þess að opna augu einhverra þeirra, sem hér á landi hafa gerzt málsvarar hins austræna ógnarvalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.