Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 1

Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 1
24 siður Barry Goldwater, forsetaefni repúblikanaflokksins í kosningunum 3. nóvember nk., ásamt ko'nu Binr 1, Peggy, að lokinni atkvæóagreiðslu í Kýrböll sl. nótt. — Símamynd Alt. Goldwater hlaut a geran meirihluta Kjör hans sagt tákna mikil þáttaskil í sögu repúblikanaflokksins — ágreinings- efni innan flokksins nú öll smávægileg, segir Goldwater San Francisco, 16. júlí. BARRY Goldwater, öldunga- deildarþingmaður frá Ari- zona, var í morgun kjörinn forsetaefni repúblikanaflokks ins, í kosningunum á hausti komanda. Goldwater fékk yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða kjör manna, strax við fyrstu at- kvæðagreiðslu, á landsfundi flokksins, sem nú stendur í San Francisco. Hlaut hann 883 atkvæði, eða 669 atkvæð- um meira en helzti keppinaut urinn, William Scranton, ríkis stjóri, sem hlaut 214 atkvæði. í dag tók Goldwater við forystu repúblikanaflokksins, en tilkynnti jafnframt, að hann myndi leggja til við kjörmenn í kvöld, að þeir kysu William Miller, frá New York, varaforsetaefni flokks- ins. Er gert ráð fyrir, að Mill- er nái einróma kjöri, er at- kvæðagreiðsla fer fram í nótt (sjá frétt um Miller neðar á síðunni). • Atkvæði þau, 883, sem Goldwater hlaut, voru mun fleiri en sá meirihluti, er hon- um var nauðsynlegur. Aðrir framhjóðendur fengu þessi at- kvæði: William Scranton — 214. Nelson Rockefeller —114. Margaret Chase Smith — 27. George Romney — 4. Strax, er úrslit kosninganna urðu heyrin kunn, gekk Scranton til Goldwaters, og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Mælt- ist Scranton til þess, að menn héldu einingu flokksins, og eftir tilmæli ríkisstjórans var ákveðið, að kjör Goldwaters skyldi telja einróma. Scranton sagðist alltaf hafa tal- Framh. á bls. 10 Heimsblöoin for- dæma Goldwater — telja hann ímynd einangmnar og afturhalds — segja heimsfriðnum jafnvel Ö L L stórhlöð vestan hafs og austan ’ ræða í dag á- kvörðun^ þings repúblik- ana, að Barry Goldwater verði frambjóðandi flokks- ins við væntanlegar for- setakosningar í Bandaríkj- unum. Kveður þar alls staðar við sama tón, að val öldungadeildarþingmanns- ins frá Arizona tákni mikla afturför í bandarískum stjórnmálum, og ýmis blöð telja, að stefna hans kunni að leiða Bandaríkin í ein- angrun, muni jafnvel hleypa af stað heimsstyrj- öld, nái hann kjöri 3. nóv- ember. Stuðningsblöð Goldwat- ers, einkum í Suðurríkjum' Bandaríkjanna, telja hann þó væntanlegan bjarg- vætt bandarískra stjórn- mála. „The New York Tirnes", annað þekktasta blað Bandaríkjanna, telur Gold- water gersamlega óhæfan til að gegna forsetaemb- ætti. Hann mundi leiða þjóðina í áttina til hernað- aríhlutunar. „The New York Herald Tribune" telur repúblik- anaflokkinn í hættu. Eitt brezkt blað telur það bezta í bandarískri þjóðarvitund hafa verið kistulagt. Önnur blöð þar í landi telja hugsanlegan sigur Goldwaters í forseta- kosningunum munu ger- breyta ástandinu í heims- málum, og ýmsir talsmenn brezka íhaldsflokksins hafa varpað fram þessari spurn- ingu: Getur Verkamanna- ógnað flokkurinn -brezki nú stað- ið við þá fullyrðingu, að brezk kjarnorkuvopn verði afhent NATO — það kunni að verða ’ Goldwater, sem fái valdið til að „þrýsta á hnappinn“. Dönsk blöð minna á um- mæli DeGaulle, Frakk- landsforseta, þess efnis, að Bandaríkjunum sé ekki að treysta — það sé aldrei að vita, hver verði þar for- seti. Sænsk blöð telja, að stefna Goldwaters, fái hún að ráða, muni útrýma þeim góðvilja, sem Banda- ríkin njóta meðal samherja sinna, og, að kjarnorku- styrjöld verði eina „leiðin" úr ógöngunum. H'r fara á eftir ummæli helztu stórblaða, vestan hafs og austan: Bandaríkin „The New Ywk Times": (studdi Kennedy 1960) — „Hversu aðlaðandi sem Gold- water kann að vera persónu- lega, þá er hann algerlega ó- hæfur maður til að vera for- seti Bandaríkjanna. Hann myndi stjórna á þann hátt, sem myndi leiða þjóðina burt frá samherjum sínum, í áttina til beinnar hernaðaríhlutunar gegn óvinum sínum.“ „The New York Herald Tribune" (Nixon): „Repúblik anaflokknum stafar nú mikil hætta af þeim, sem ekkert vita, þeim, sem halda á lofti hatri og trúhræsni. í>að getur orðið erfitt verk fyrir Gold-. water, öldungadeildarþing- mann, að halda þessum öflum í skefjum — en nauðsyn þess er nú meiri en nokkru sinni áður .... þau (öflin) verða Framh. á bls. 8. | „Með hattprjón og bassakylfu“ mun Miller ráðast gegn demokrötum, verði | hann valinn varaforsetaefni, segja fréttamenn vestra San Francisco, 16. júlí — AP Geoffrey Gould. s WILLIAM Edward Miller er nú H talinn líklegasta varaforsetaefni H repúblikanaflokksins. — Flestir E stjórnmálamenn telja hann ógnar- % mikinn baráttumann. p Talið er víst, að hann muni á jg næstu mánuðum taka upp barátt- una gegn demókrötum með hatt- prjón í annarri hendi og bassa- kylfu í hinni. „Vígmóður" og „Hr. Hvellur" eru nokkur þeirra orða, sem fréttamenn hafa gripið til að lýsa þessum grann- vaxna, dökka og ákafa fimmtuga manni frá New York-ríki. Hann hazlaði sér fyrst völl, er hann Framhald á bls. 8 llllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Miller með konu sinni og tveimur dætrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.