Morgunblaðið - 17.07.1964, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.07.1964, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ r FöstudagUT 17. júlí 1964 — Talstöðva- jb jónusta Framhald af bls. 3 tíma stöðvanna og frekast má. Nokkrir aðilar hafa undanfar- ið krafizt að mega nota milli- skipatíðnina 2311 kíló-rið á sek. einnig fyrir viðskipti frá lands- stöð til skipa, en þetta fæli í sér alvarlegt brot á alþjóðaradíó- reglugerðinni og því ekki unnt að leyfa það. Smástöðvar, sem samkvæmt reglugerðinni eru skilgreindar, sem stöðvar með mest 20 watta afli, hefur til þessa ekki verið taiið nauðsynlegt að tilkynna al- þjóðafjarskiptastofnuninni, og hefur póst- og símamálastjórnin því fyrst um sinn talið sér fært að heimila að nota þær á sömu tíðnum bæði fyrir milliskipa- viðskipti og viðskipti milli lands stöðva og skipa. Þeir aðilar, sem hafa fengið leyfi til að starfrækja sjálfir stöðvar í landi til afgreiðslu við fiskibáta, eiga kost á að nota 20 watta stöð á milliskipatíðni m.a. 2311 kíló-rið á sek. frá landsstöðv unum og allt að 100 watta stöð á löglegri tíðni landsstöðva (2848 kíló-rið á sek.), sem er miklu truflanaminni en milliskipa- tíðnirnar. Með þessu virðist út- veginum hér gefin fullnægjandi aðstaða, og betri en hliðstæðir að ilar fá í nágrannalöndunum, þar sem aðeins er um tiltölulega fáar , landsstöðvar að ræða, en þar er rekstur einkaaðila á slíkum stöðvum ekki heimilaðar. Hér hefur líka verið gengið það lengra, að leyfa ófaglærðum mönnum að starfrækja lands- stöðvarnar og yfirleitt gengið eins langt til að fullnægja kröf- um útvegsins og frekast er unnt, en kröfurnar virðast helzt ganga í þá átt, að öll skip noti aðeins eina og sömu tíðni fyrir öll við- skipti. Slíkt mundi valda miklum truflunum og stórminnka örygg ið á sjónum, auk þess sem það bryti algerlega í bága við alþjóð áreglur, sem eru fyrst og fremst miðaðar við öryggið á sjónum og sem truflanaminnstan rekstur. Af framansögðu er ljóst, að póst- og símamálastjórnin hefur leitast við að koma á móti ósk- um útvegsins eins og frekast er fært, með því að leyfa 20 watta stöðvar eins og áður bæði milli skipa og við land og auk þess 100 watta stöðvar á löglegri bylgjulengd (tíðni). Óskum um framkvæmdir, sem brjóta í bága við alþjóðareglur og samninga, sem íslenzk stjórnarvöld hafa skrifað undir, er vitanlega ekki hægt að verða við, enda mundu íslendingar þá ekki þykja hæfir í alþjóðasamvihnu og það skapa hættuástand í radíóvjðskiptun- um, sem mundi einnig koma út- veginum í koll. fniitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu M t GÆR, á 75 ára afmæli Nátt- S úrufræðifélags tslands, færði j| Eyþór Einarsson, formaður S þess, Erlendi Jónssyni viður-. S kenningu félagsins fyrir frá- = bæra fraxnmistöðu hans í nátt | úrufræði á landsprófi frá = Gagnfræðaskóla Austurbæjar | sl. vor. Hlaut hann einkunn- = ina 10, en í aðaleinkunn á Eyþór Einarsson, grasafræðingur, form. Náttúru fræðifélagsins, afhendir Erlendi Jónssyni bók- ina Fuglar Islands og Evrópu sem viðurkennin gu fyrir franunistöðu hans í náttúrufræði i landsprófi. neina ákvörðun enn um há- skólanám, en tel sennilegt, að ég fari í stærðfræðideild í Menntaskólanum, þegar að því kemur. — Þú hlýtur að eiga ein- hverjar tómstundir frá lestr- inum? Hlaut viðurkenningu Náttúrufræðifélagsins landsprófi 9,71, sem er hæsta landsprófseinkunn, er veitt hefur verið hér í Reykjavík. Við hittum Erlend snöggv- ast að máli i gær, en hann er sonur hjónanna Signýjar Sen og Jóns Júlíussonar, mennta- skólakennara. — Hvenær heldurðu að áhugi þinn á náttúrufræði hafi byrjað, Erlendur. — Það er erfitt að segja neitt ákveðið um það. Samt held ég, að bókin Fiske í farver, sem ég fékk, þegar ég var sjö ára, gamall hafi verið nokkur hvatning. — Hefurðu sérstakt dálæti á einhverri einni grein nátt- úrufræðinnar öðrum fremur? —• Jú. Dýrafræðin er skemmtilegust að mínum dómi og spendýraættin girni- legust til fróðleiks. — Lastu ekki feiknamikið fyrir prófið? — Ég varð að hafa mig all- an við, því að upplestrarleyfi er ekki langt, en kröfumar miklar á prófinu. Við þurftum að lesa tæpar 400 blaðsíður í náttúrufræðinni einni, og þar af var mikill frumlestur frá í vetur. Þegar lesið er fyrir próf hálfum mánuði áður en þau hefjast, er hætt við að maður sé farinn að ryðga eitt- hvað í einstökum atriðum, þeg ar þau hefjast, og dagarnir á milli prófa fara þá í upprifj- un á upplestrinum- — Þú hefur ekki átt í erf- iðleikum með svör við ein- stókum spuningum? — Nei mér gekk ágætlega í prófinu — þurfti ekki að velta vöngum yfir neinu, og tel ég það sérstaka heppni. — Fékkstu 10 í fleiri náms- greinum? — Já, í mannkynssögu. — Ertu að hugsa um fram- haldsnám í náttúmfræði eftir stúdentspróf? — Nei, ég hefi ekki tekið — Jú, jú. Þá hlusta ég aðal- lega á hljómplötur, sérstak- lega Bach. Svo hef ég stund- að nám í píanóleik við Tón- listarskólann. — Hvað starfarðu I.sumar? — Ég vinn í rannsóknar- stofu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. — Hvað rannsakið þið þar? — Við tökum sýnishorn af framleiðslunni áður en hún er þurrkuð, og mælum kalk- innihald, vatnsmagn og könn- um fínleikann. Við vinnum á vöktum og eftir hverjar 12 vaktir fáum við fjögurra sól- arhringa frí, svo að ég hvíli mig nú heima í' orlofL .........................................HIIIHI.................................................................. ........................ ..................................................niiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiHuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiÍ Guðmundur Gíslason fékk mikið lof í Danmörku En ísl. sundhópurinn var nus- jafn i keppninni við Dani ÍSLENZKA sundfólkið, sem háði landskeppni við Dani um sL helgi, bar ekki sigur úr býtum hvað stig snerti, en var á ýmsan hátt landinu til hins mesta sóma. Að vísu var frammistaða sundfólksins í ýmsum greinum langt að baki því, sem við hefðum átt að geta sýnt og á það einkum við um fyrri dag keppninnar, er keppt var í 200 m bringusundi karla og kvenna og Hrafn- hildur og Árni Kristjánsson voru svo langt frá sínu bezta og svo langt frá því að geta veitt Dönum nokkra keppni, að þau voru alls ekki þekkjan leg miðað við sýna beztu daga. ★ VAKTIATHYGLI Þess í stað sýndi sund- fólkið síðari dag landskeppn- innar slíka tilburði, að allir viðstaddir dáðust að. Þann dag var fullskipað í Hilleröd- útilauginni. Þar er 25 m Iaug, og þar naut islenzka sundfólk- ið sín og á þeim mismun sem fram kom í afrekum þess i 25 m laug og 50 m laug dagana áður má sjá hversu illa islenzk sundhreyfing er á vegi stödd að geta ekki skapað sínu sund- fólki reynslu í 50 m laugum. * GUÐMUNDUR BAR AV Dönsk blöð fóru mörgum fögrum orðum um hæfileika ís- lenzka sundfólksins, en enginn fékk slíkt lof sem Guðmundur Gislason. Hann átti það lof líka fyllilega skilið, því aldrei hefur undirritaður séð íslenzkan sund- mann takast jafn vel upp, koma jafn vel fram fyrir og í keppni og Guðmundur þessa daga. Fræki legur var hans sprettur í 100 m skriðsundi á 57.0. Stíllinn var frá bær og allt sundið svo öruggt að sigurinn var í hendi hans frá byrjun. Enn glæsilegri var sprett ur- hans í 200 m flugsundi. Að vísu varð hann ekki sigurvegari í sundinu, því norski methafinn keppti sem gestur og sigraði, en Guðmundur varð án efa til þess að hið nýja norska met varð.svo gott sem raun varð á. Og sund Guðmundar var frábært og þeir tveir voru hátt í laugarlengd á undan Dananum. Síðast en ekki sízt sýndi Guðmundur baksunds- sprett sem áhorfendur stóðu högg dofa yfir og blaðamenn lofuðu mjög. Það var í boðsundinu. — Spretturinn var góður en betur hefur þó Guðmundur gert. En þarna vann hann í annað sinn þetta sama kvöld (í 100 m skriðs. fyrr) Danann Jens Kraus Niel- sen, sem talinn er öruggur með Ólympíúferð til Tókíó. * DAVÍÐ GÓÐUR Annar, sem sérlega athygli vakti þetta kvöld, var Davíð Val- j garðsson í flugsundsspretti boð-1 sundsins. Sund hans kom öllum á óvart og var leynivopn boðsunds sveitarinnar, sem Danir reiknuðu ekki með. Tíminn, 1.02.9, talar og sínu máli og sýnir að kannski er Davíð hvergi sterkari en á flug- sundi, þó hann hafi ýmsa aðra ágæta kosti, eins og allir vita og met hans sanna. k HVAÐ BOÐA I RSLITIN? Það var re^lulega ánægju legt að vera íslendingur þetta kvöld i- Hilleröd-Iauginni. — Allt íslenzka sundfólkið sýndi fagurt sund og slíka keppnis- gleði að ánægja var að. Við sáum að það er fátækt í ís- lenzkri sundiþrótt að geta ekki keppt nema með einn í hverri grein, en bezta fólkið er afreksfólk gott. Við töpuðum landskeppninni og sá sterkari sigraði og gat sigrað betur en stigin 39—38 sýna, en þetta ætti að vera íslenzkri sund- hreyfingu til hvatningar. Það er ekki nóg að eiga fámennan hóp, sundhreyfingin verður að gera átak til að fá stóran hóp afreksfólks. Danir eiga „traditionir" í sundi. Þar hafa sundafrek oft- ast staðið hátt og með lands- keppni við þá ráðumst við ekki á garðinn þar sem hann er lægstur hvað það snertir. En samtímis okkar keppni fór fram keppni unglinga milli Dana og Norðmanna, þar sem Norðmenn áttu tvöfaldan sig- nr í flestum greinanna. I hópi unglinganna voru afreksmenn og konur, sem gætu sómt sér á hvaða alþjóðamóti sem væri. Gætum við ekki stefnt að því sem fyrsta takmarki að eignast slíkt unglingalandslið sem Noregur á. Þá yrði ís« lenzk sundhreyfing ekki fá- tæk. Vegna mistaka hafa ekkl birzt í blaðinu úrslit landskeppn- innar síðari daginn, en hér fylgja þau. — A. St. 100 m fltfgsund kvenna: 1, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ís- land, 1.13.9. MET. — (Kirsten Strange dæmd úr leik — synti á 1.13.0). 100 m baksund kvenna: K. Michaelsen, D, 1.11.2, 2. Ásta Ágústsdóttir, í, 1.25.3. 200 m baksund: Lars Kraus Jensen, D, 2.29.0, Davíð Valgarðs- son 2.37.6. 100 m skriðsund kvenna: Kir- sten Strange 1.03.0. Danskt met. 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir 1.04.5. 200 m flugsund karla: Guðm. Gíslason 2.20.8. MET. John M. Petersen, D, 2.43.8. 4x100 m fjórsund kvenna: 1. Danmörk 4.58.2, ísland 5.20.6. — (Millitímar: Auður Guðj. bak 1.26.0, Matthildur bringusund 1.25.4, Hrafnhildur flugsund 1.14.7 og Ingunn Guðm. skriðs. 1.14.3). 4x100 m fjórsund karla: ísland 4.24.2. Met. Danmörk 4.32.4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.