Morgunblaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ 13 Fostudagur 17. júlí 1964 VIÐ forsetakosningarnar í nóvember berjast Lyndon B. Johnson, núverandi forseti, og Barry Goldwater, öldunga- deildarþingmaður frá Ari- zona. Sagt er, að í 50 ár hafi bandarískir kjósendur ekki fengið tækifæri til þess að velja milli jafn ólíkra manna og málefna. Þessa hálfu öld hafi oft verið erfitt að þekkja Sundur repúblikana og demó- krata, svo lítill munur hafi verið á stefnu þeirra. * \ 1 Eftir sigur Goldwaters á lands j þingi Repúblikana er ljóst, að hinir íhaldssömu innan flokks- ins hafa náð yfirhöndinni, og allt þykir benda til þess' að mikilla breytinga sé að vænta á stefnu hans á næstunni. Rætt er um „nýjan Repúblikanaflokk“, í- haldssaman, í anda Goldwaters. En hver verður stefna þessa flokks? Einn fulltrúinn á lands- þingi Repúblikana í San Fran- cisco svaraði spurningunni á þessa leið: „Aukin áherzla verð- ur lögð á þjóðernisstefnu og harð ari afstaða tekin í utanríkismál- um. Lítil áherzla lögð á samstarf innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna, en samstarfið við banda- i menn vora aukið. Krafizt verður aukinnar virðingar fyrir hernaðar i mætti Bandaríkjanna, meira fjall | að um tortryggni í garð Rússa og | raddir andkommúnista verða há [ værari“. I Fullyrðingum um, að eftir sig- 1 ur Goldwaters muni flokkur , Repúblikana taka upp einangr- j unarstefnu, mótmæla ýmsir leið- i togar hans harðlega. Þeir, sem fylgt hafi Goldwater vegna þess að þeir telji rann einangrunar- | BANDARÍSKA vikublaðið g „U.S. News and World Report’ = birti eftiríarandi lista yfir = heiztu málin, sem Johnson og S Goldwater greinir á um, og E stuttlega er skýrt frá hvað á = milli ber. = = 1 • SAMBÚÐIN Vlö SOVÉXRÍKIN £ Goldwater er andvígur öl:l- H um tilraunum til samkomu- p laigs við Sovétríkin og vill p ekki selja þeim hveiti nema g þau bjóði „tilslakanir” í stað- g inn. Johnson er hlynntur því É að sambúðin við Sovétríkin g verði bætt smám saman með M samningum á ýmsum sviðum. = T.d. hafa að undaniförnu verið É gerðar tilraunir til þess að ná É samkomulagi um flugsamgöng i ur. sinna, verði fyrir miklum von- brigðum. Stjórnmálafréttaritarar segja, að „hinn nýi Repúblikanaflokk- ur“ muni leggja áherzlu á einka framtak sem meðal við ýmsum efnahagslegum kvillum. Minna verði treyst á sambandsstjórn- ina, en meira á stjórnir hinna einstöku ríkja. Skiptar skoðanir eru um hvort „hinn nýi flokkur Repúblikana" verði áð veruleika, sigri John- son Goldwaler með yfirburðum í nóvember. Sumir segja, að Goldwater og stefna hans hverfi í skuggann á einu til _ tveimur árum, tapi hann forsetakosning- unum. Mun fleiri eru þeirrar skoðunar, að Goldwater haldi völdum innan flokksins, þótt hann tapi fyrir Johnson. Benda þeir á, að undanfarið hafi stuðn ingsmenn öldungadeildarþing- mannsins frá Arizona verið kjörn ir í fjölda flokksembætta og það tryggi völd hans. Talið er, að „hinn nýi Repúblik anaflokkur“ geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Demókrata. . í helzta vígi þeirra, Suðurríkjun- um, fellur íhaldssemi Goldwaters í góðan jarðveg og margir Suð- urríkjamenn urðu fyrir vonbrigð um með afstöðu Demókrata til kynþáttamálanna. Þetta tvennt getur orðið til þess að opna Repu blikönum nýja leið til áhrifa og sigra. Önugur sigurvegari. Eftir sigur Goldwaters á lands þingi Repúblikana í San Fran- cisco ætlaði fagnaðgrlátum stuðn ingsmanna hans aldrei að linna. Sigurvegarinn stóð brosandi en dálítið óþolinmóður frammi fyr ir fagnandi mannfjöldanum, sem hrópaði: „Við 'viljum Barry“. Eft • KÚBA Goidwater telur æskilegt að herða viðskiptabannið á Kúbu og vill auka aðstoðina við kúbanska útlaga, sem ráðast vilja á föðurland sitt. Johnson er andvígur árásum á Castro nema því aðeins að Kúlbubúar skjóti niður bandarískar flug- vélar eða riki S.-Ameríku taki þátt í árásum með Bandaríkja mönnum. 'i • VIETNAM Goldwater segir, að Bánda- ríkjamenn eigi að sýna aukna hörku og stöðva framsókn kommiúnisla í Vietnam og Laos. Johnson vill helzt ekki senda fleiri bandaríska her- menn til þess svæðis. • VOPN Goldwater heldur því fram, ir nokkrar mínútur þraut þolin- mæðina og hann hrópaði önug- lega: „Þið fáið hann aðeins ef þið þegið“. Þessi viðbrögð frambjóðanda ti lforsetakjörs í Bandaríkjunum eru sennilega einsdæmi, en Gold water er ólíkur öðrum frambjð- endum. . Þegar hann sigraði Nelson Rockefeller í Kaliforníu, þakk- aði hann stuðningsmönnum sín- um með fáum orðum, en laumað- ist út um bakdyr- til þess að forð- ast fagnandi fjöldann, sem beið við aðaldyrnar. Hann hefur enn ekki komizt upp á lagið með að taka í hendur fjölda manna á ótrúlega stuttum tima, en það er siður frambjóðenda í Bandaríkj unum og þykir Nelson Rockefell að Bandaríkin hafi gefið Rúss um forskot í framleiðslu nýrra og öflugra vopna. Hann viil eyða meira fé í framleiðslu sprenigjufiugvéla og er and- vígur því að dregið sé úr út- gjöldum til landvarna. Hann er andvígur afvopnun og banni við tilraunum með kjarnorkuvopn. Johnson full- yrðir, að hernaðarmáttur Bandaríkjanna sé mun meiri en Sovétríkjanna, og segir, að sprengj uflugvélar séu að verða úreltar. Hann vill draga úr útgjöldum til landvarna til þess að geta veitt fénu til um- bóta innanlands t.d. baráttu gegn fátækt. • MANNRÉTTINDI Goldwater var andvígur á- kvæðunum í mannréttindalög inum um aðgang blökku- manna að öllum opinberum stöðum og jafnrétti þeirra á vinnumarkaðinum. Segir hann, að þessi ákvæði sam- rýmdust ekki stjórnarskránni. Þó hefur Goldwater lýst því yfir, að verði hann fonseti muni hann sjá um að mann- réttindalögunum verði fram- fylgt. Johnson er fylgjandi mannréttindalögunum. • EYÐSLA Goldwaíer segir, að sam- bandsstjórnin sé of umfangs- mikil og mannmöng. Hann vill að stjórnin hinna einstöku rfkja fái rrieiri völd á kostnað sambandsstjórnarinnar. John- son telur þenslu sambands- stjórnar nauðsynlega til á- hrifa á viðskipti, félagsleg- og efnahagsleg vandamál. • ERLEND AÐSTOÐ Goldwater vill hætta allri aðstoð nema tæknilegri og starfsemi friðarsveita. John- son segir, að aðstoð við er- lend ríki megi ekki minnka frá þvi sem nú er. er snillingur í þeirri list. Gold- water kýs fremur að ræða nokkra stund í rólegheitum við einhvern úr hópi stuðningsmannanna, sem safnazt að honum. Fyrir próf- kosningarnar í New Hampshire ræddi hann íhaldsstefnu í 20 min Útur við unga konu á kosninga- fundi, meðan aðstoðarmenn rans reyndu að fá hann til þess að ganga um og heilsa mönnum með handabandi. Þegar Gold- water kvaddi konuna, sagði hún, að hún væri frá Rhode -Island og kysi ekki í New Hampshire, en honum virtist standa á sama um það. Margir eru þeirrar skoðunar að hinir íhaldssömu stuðnings- menn Goldwaters hafi með ákafa sínum att honum út í kosninga- baráttuna án þess að hann kærði sig um. Hann mótmælir þessu og segir að hann hefði alls ekki gefið kost á sér, hefði honum verið það á móti skapi. En bent er á ummæli hans fyrir rúmu ári, svohljóðandi: „Ég hef aldrei gert neitt til þess að hljóta út- nefningu sem forsetaefni, en skyndilega vilja allir þröngva mér til þess að gefa kost á mér“. Einn aðstoðarmanna Goldwat- ers segir, að öldungadeildarþing- maðurinn hafi ekki mikinn á- huga á forsetaembættinu. Teldi hanrf annan íhaldssaman Repú- blikana hæfan til að gegna því, myndi hann láta honum eftir tækifærið til framboðs. ^ Boðskapur, ekki ræðusnilli. Goldwater heillar- ekki áheyr- endur, þegar hann flytur ræður. Hann dregur úr áhrifum árása sinna á andstæðingana með óþörf um smáorðum og árerzlusnauð- um framburði. Stuðningsmenn hans hlýða ekki á hann vegna ræðusnilldar hans heldur vegna boðskaparins, sem hann flytur þeim. Þrátt fyrir fyrrnefnda galla á ræðuflutningnum hitta harka- legar árásir hans á Johnson í mark og loforðin um eflingu Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi fá góðan hljómgrunn. Föðurafi Goldwaters var pólsk ur Gyðingur. Hann kom til Banda ríkjanna, fór yfir auðnina frá Kaliforníu til Arizona og stofn- aði verzlun í Phoenix. Sonarson ur frumbyggjans elskar heima- haga sína ogsegir sér mjög á móti skapi að flytjast þaðan. ★ Ekki kaffi, ekki reykingar. í kosningabaráttunni hefur Goldwater setið fjölda kaffisam sæta, en hann bragðar ekki þenn an vinsæla drykk. Hann segir, að móðir sín hafi varað sig við og sagt, að hann yrði ekki stór, ef hann reykti og drykki kaffi. „Sem betur fer nefndi hún ekki whisky“ bætir Galdwater við, en það er eftirlætisdrykkur hans. Goldwater er hávaxinn og hraustlegur. Hann er mikið fyrir ferðalög og vill ógjarnan sitja lengi á sama stað. Hann hefur mörg áhugamál og tvö þeirra hafa komið við sögu í kosninga- baráttunni, flug og ljósmyndun. Á leið á framboðsfundi settist hann oft undir stýri flugvélar sinnar, af gerðinni DC3. Segist hann gera það til þess að hvíla sig. Hann hefur tekið fjölda mynda af landslagi Arizona og íbúum og fyrir skömmu var gef- in út bók með úrvali þessara mynda. Upplagið var mjög lítið enda kostaði eintakið af bókinni tæpar 50 þúsund íslenzkar krón ur. Ágóði af sölunni rann í kosn- ingasjóð ljósmyndarans. Fossaniður í svefnherberginu. Menn, sem heimsótt hafa Gold water í Phoenix og ekið með honum í svörtu bifreiðinni hans, hafa veitt því eftirtekt hve öld- ungadeildarþingmaðurinn hefur safnað að sér mörgum handhæg- um smáhlutum t.d. er í garði hans lítil rafknúin vél, sem dreg ur fána að húni og niður aftur. í svefnherbergi sínu hefur öld- ungadeildarþingmaðurinn látið koma fyrir tæki, sem gefur frá sér fossanið, þegar kveikt er á því. Goldwater er háttsettur í varnarsveitum flughersins og ann ar tveggja öldungadeildarþing- manna, sem flogið geta herþot- um. Faðir Goldwaiters, Baron Goldwater, tók við verzlun föð- ur síns í Phoenix og þar fæddist hann 1909. Móðir hans, Josep- hina Williams Goldwater, hjúkr- unarkona. Hún fékk á unga aldri berkla, sem taldir voru ólækn- andi, og fór tll Arizona frá Nebraska eftir að henni hafði verið - sagt, að hún myndi í mesta lagi lifa sex mánuði. En læknar hennar höfðu rangt fyrir sér og nú er Josephina 90 ára. Hún er mótmælendatrúar og í þeirri trú voru Barry Goldwater og systkin hans, Robert og Caro- line, alin upp. Faðir þeirra var Gyðingur. Barry Goldwater .stundaði skólanám í Phoenix, skaraði fram úr í íþróttum og tók virk- an þátt í félagslífinu, en þótti ekki góður námsmaður. Síðan sendu foreldrar hans hann í her- skóla í Virginiu og þaðan lauk hann prófi 1928. í eitt ár nam hann við háskólann í Arizona, en hætti því námi skömmu eftir lát föður síns og hóf störf í verzl un fjölskyldunnar. Verzlunin blómgaðist og Goldwater stjórn- aði henni þar til hún var seld 1963. í síðari heimsstyrjöldinni flaug Goldwater biirgðaflugvél milli herstöðva bandamanna á Indlandi. Fimmtán ár eru liðin frá þvl að Goldwater hóf afskipti af stjórnmálum, en þá var hann kjörinn í borgarstjórn Phoenix. Ári síðar stjórnaði hann kosn- Framh. á bls. 12 luiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiMiiiiiimtiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiw ! nimmmmimmmimimmmmimmmmimimmmimimmmimmimmimmimimmimmimmmmimmimmimmmmmmmimmmimmmmimmmmimmm Johnson og Goldwater. |Johnson og ooidwater Ólíkustu frambjóðendur í hálfa öld i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.