Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 2

Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 17. júlí 1964 ‘X f •% |gga mmmmmmmmm NATO-þingrmenn og fylgdarmenn þeirra á Þingvöllum í gær. Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, sagði sögu staðarins. íif'-'iv.#; Þessi mynd var tekin á Lögbergi í gær, er NATO-þingmenn heimsóttu Þingvelli í boði fulltrúa ís. lands í þingmannasambandi Atlantshafsbandalagsins. Á henni eru, talið frá vinstri: Sögárd, þing 4050 tonn á rúm- um 4 mánuöum 1 BLAÐINTJ í gær var frá l>ví skýrt að mælingar hefðu ver- ið gerðar á nokkrum bátum á hljóði í skrúfunni með til- liti til síldveiðanna. Mbl. hafði samband við Sturlaug Böðvarsson, útgerðarmann, og spurði um reynslu skipverja á Höfrungi III af þessu, en hahn mun hafa samskonar skrúfu. Hann sagði að samskonar skrúfa væri í Höfrungi og í nýju bátunum, sem mældir voru. En þetta virtist í lagi þar. Báturinn hefði fiskað mjög vel. Hörfungur veiddi 9000 tunnur í maímánuði hér fyrir sunnan eg hefur nú fengið 15000 mál fyrir norðan. Áður var búið að veiða á honum 900 tonn af þorski, svo aflinn síðan 11. marz er orð- inn 4050 tonn alls af síld og Iþorski. — Þetta vandamál með skrúfuna hefur ekki komið til hjá okkur, því Höfrungur er búinn að fiska svona vel, meira en nokkur annar af okkar bátum, sagði Sturlaug- ur. Um mælingu á skrúfuiþyt bátanna hefi ég ekkert heyrt og er alveg ókunnugt um það máL —• Höfrungur III er útbú- inn tveimur öðrum skrúfum, er það ekki? — Jú, hann hefur tvær aðr- ar og það hefur reynzt mjög vel. Við byggjum ekki skip í framtíðinni nema hafa 3 skrúf ur á því líka. Sæmileg veiði Frá klukkan 7 á miðvlkudags- morgun til jafnlengdar á fimmtu dagsmorgun fengu 43 skip 28.300 mát' og tunnur af all bland aðri síld. Þoka var á Austfjarða- miðum I gær, en allgott veiði- veður og skipin á veiðum. Síldin virtist heldur fara batrtandi. Nokkur skip komu síðdegis í gær með söltunarhæfa aíld til Raufar hafnar. . . NESKAUPSTAÐ, 16. júli. — Sl. sólarhring hafa þessir bátar kom- :ð hingað með síld: Víðir II. 560 mál og tunnur, Fram 500 tunn- ur, Faxaborg 600 tunnur, Blíð- — síldin balnnr fari 600 tunnur, Stapafell 500 tunnur, Heimaskagi 500 tunnur, Eldey 300 tunnur, Sigurkarfi 400 tunnur, Björg NK 750 mát, Guðbjörg GK 200 mál, Manni 200 mál, Árni Geir 900 mál, B riðbert Ólafsson 100 máL Síldarverksmiðjan hefur þá tekið á móti 133.000 málurru Saltað hefur verið í 3.746 tunn-,. ur, miðað við miðnætti á mið- vikudag. í dag er saltað á fjór- um plönum, en síldin er enn slæm til söltunar; úrkast 40—50%. Gott veður er nú hér, sól og hiti. — Ásgeir. maðor frá Danmörku, Labberton, aðalritari samtakanna, frá Hollandi, Sigurður Bjarnason, forseti Neðri deildar Alþingis, Matthías Á. Mathiesen, fulltrúi Islands í þingmannasambandi NATO, og Ingvaldsen, þingmaður frá Noregi. — Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M. 20 félagsdeildir hjarta- og æðasjúkdómafélaga stofnaðar lindirbijnivigsstaffi miðar vel STJÓKN Hjarta- og æða- sjúkdómafélags Reykjavíkur kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði frá starf- semi félagstns til þessa. Pró- fessor Sigurður Samúelsson Iiafði orð fyrir stjórnarmönn- um. Hann hefur í vor og sum- ar ferðazt um allt landið og staðið fyrir stofnunum félags- deilda í öilum fjórðungum. Hefur hann unnið mikið og fórnfúst starf í sjálfboða- vinnu fyrir þetta merka mál- efni. Fréttatilkynning stjórnar fé- lagsins hljóðar svo: „Stofnuð hafa nú verið 20 svæðafélög í öllum landsfjórð- ungum. Ætlunin er, að stofn- fundur landssambands Hjarta- og æðasjúkdómavarnarfélags ís- lands verði haldinn í október n. k. Stjórn Hjarta- Og æðasjúk- dómavarnarfélags Reykjavíkur hefur undirbúið útgáfu blaðs, sem mun bera nafnið „Hjarta- vernd“, og kemur út um miðjan ágúst n.k. Ritstjóri Snorri P. Snorrason, læknir. Blaðið mun fíytja ýmiskonar fræðslu um bjarta- og æðasjúkdóma. Stjórn Hjarta- og æðasjúk- dömávarnarfélags Reykjavíkur hefur fengig vilyrði banka og sparisjóða til að veita viðtöku árstíllögum, og getur fólk snúið sér til þessara stofnana og úti- búa þeirra og gjörzt stofnfélagar, borgað um leið ársgjald sitt og fengið kvittun fyrir. Fyrst um sinn verða veittar upplýsingar allar um starfsemi félagsins á lögfræðistofu Sveins Snorrasonar, Klapparstíg 26, dag lega nema Iaugardaga kl. 2—5 s.d. í síma 22681. Félagið veitir þakksamlega móttöku minningagjöfum og liggja minningaspjöld frammi í fiestum bókabúðum í Reykjavík og á Klapparstíg 26. Félagið veitir einnig með þökk um viðtökum fjárhæðum frá ein- staklingum, og fyrirtækjum og stofnunum og hefur fengið leyfi yfirvalda, að gefandi megi sam- kvæmt lögum, draga upphæðina frá skattskyldum tekjum". Prófessar Sigurður Samúels- son minnti á að menn gætu gerzt stofnfélagar í hverri hinna ný- stofnuðu deilda allt til þess tíma er landsSamband yrði stofnað í cktóbermánuði n.k. Hann kvað fundina úti um land hafa verið mjög vel sótta og sýndi það glöggt áhuga manna fyrir félagsskjap þessum. Ekki væri vafi á því að áður en þétta ár liði myndu þúsundir manna hafa gerzt félagsmenn. Reykja- víkurfélaginu hafa þegar borizt góðar gjafir frá einstaklingum t. d. 26 þúsundir frá fleirum en einum og allmargar lægri upp- hæðir, sa aem kunnugt er árs- gjald 100 kr., en æviíéiagsgjald 1000 kr. Prófessor Sigurður sagði að auðvitað væri það landssam- bandsins að marka stefnu sam- takanna og ákveða hvað gert yrði. Hins vegar hefði félagið hér í Reýkjavrk markag sér slefnu með lögum sínum. Ekki væri ósennilegt að lands- sambandið myndi í fyrsta áfanga leggja megináherzlu á fræðslu- starfsemi svo sem með útgáfu blaðs. Fyrsta hefti „Hjarta- verndar“ yrði gefið út af Reykja- víkurfélaginu, en líklega myndi sambandið yftirtaka það á sín- um tíma. Þá yrði reynt að fá fræðslukvikmyndir um þessi mál, er sýna mætti um allt land og loks yrði reynt að fá rræðsluerindi frá læknum um þessi efni. Annar þáttur starfsemi sam- takanna myndi beinast ag hinni beinu læknisþjónustu við fólk. Það væri geysimikil vinna að skipuleggja það starf. Rann- soknir myndu beinast að heil- brigðu fólki á bezta starfsaldri þ.e. 30—50 ára óg þannig heil- brigðu að það hefir ekki enn kennt sér meins af sjúkdómin- um, en gengi þó ef til yíll með bann á byrjunarstigi. Hjálpin myndi því beinast að því að bægja sjúkdóminum frá, Loks væri svo þriðji þáttur starfseminnar þar sem væri at- hugun á því, hvað hægt væri að gera frekar, fyrir þá, sem þegar hefðu orðið fyrir áföllum af völdum sjúkdómsxns, t, d. með aúknu eftirliti og bættri með- ferð. Benti prófessorinn á að það þyrfti að „sentralisera“ starf- semina, en ekkert heilsuhæli væri til hér á landi fyrir sjúkl- inga, er gengju með þesssa sjúk- dóma. H4',ti það að verða snar þáttur væntanlegs landssam- bands hvernig það brygðist við þessum vanda. Tii þessarar starf- semi allrar þyrftu samtökin 4 gífurlegu fjármagni að halda. Ekki væri enn vitað hverjar leiðir yrðu farnar í því efni, hvort samtökunum tækist að afla sér sérstakra tekjustofna með tilstuðlan hins opinbera eða með beinum fjárveitingum ríkis- valdsins. Hitt væri ljóst að allt yrði starfið auðveldara ef miktll fjöldi íól'ks stæði á bak vxð samtökin. Prófessor Sigurður Samúels- son sagði að lokum að það værl gott og ánægjulegt ag vinna að málum sem þessum hér á iandL Skilningur fólks væri mjög rík- ur á málefninu og hann kvaðst þess fullviss að undirtektir hér væru í alla staði betri én hjá nágrannaþjóðunum, sem flest, fyrir alirhörgum árum, hefðu komið á fót hliðstæðum félags- skap. Lengst væri þessum málum komið í Bandaríkjunum, enda væri félagsskapurinn þar meira en 30 ára og hefði yfir miklu fjármagni að ráða. m Á myndinni eru stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Hjarta- og æðasjúkdómavarnafélags Reykja- víkur, frá hægri: Pétur Benediktsson bankastjóri, Sigurður Sauiúeisson prófessor, Ólafur Jons- :wn fulltrúi lógreglustjora og Sveion Snorrason lögfræðingur. Ljósm. Mbl.: ÓI.KJH,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.