Morgunblaðið - 17.07.1964, Síða 11

Morgunblaðið - 17.07.1964, Síða 11
FöstudaguT 17. júlí 1964 MORGU N BLAÐIÐ fí Sjotugur í dag: Johan Rönning rafmagnstæknifræöingiir ÞAÐ var góSur dagur íslandi, J>egar Johan Rönning, rafmagns- tæknifræðin.gur, fæddist á eynni Hadsel í Noregi hinn 17. júlí 1894. Eyjan iiggur fyrir norðan Lofot- er. og þar eins og hér, skín sólin írá morgni til morguns á vorin og áiika tíma á vetrum er hún lít j'ð annað en bliknuð endurminn- irig. í>arna var lifsbaráttan hörð, „iæpuskaps-ódygðir" þrifust eigi og giíman við fátæktina var upp á líf og dauða. Foreldrar Johans Rönning voru Karen og Johah Pedersen, báta- tmiður. Starfaði Johan jr. í æsku eð bátasmíði með föður sínum og þóttu handtök hans þá þegar góð og var honum um daga haldið alifast að verki. Nóttina átti H ann hins vegar sjálfur og þegar isa leysti af vötnum á vorin lagði Ihann ieið sina til fjalla með sil- ungastöng sína og átti þar ein- verustund og draum. Ávallt síð- ®n hefir Johan verið iax- og sil- ongsveiðimaður, sem nýtur þess með nautnahæfileika ástríðu- mannsins að vera þar sem „Áin Ikiiðar, niðar, friðar,“ og skynjar með titrandi höndum, rjóður af epenningi snertingu laxins við önguiinn, tiifinning, sem sannir veiðimenn þekkja, en ógerlegt er »ð .lýsa, því að engin tunga er svo rík, að hún geti, nema að litlu ieiti gefia til kynna umrót og andstæður tilfinninganna. Eng inn skyldi þó halda, að J.R. hafi 1 bernsku ekki stundað annað en t/átasmíði og siiungsveiði, því *>ð fram að 14 ára aldri gekk bann í skóla í samtals 8 vikur 1 og kunni þá allvel fyrir sér í lestri, skrift, rei'kningi og landa- íiæði. Réðist hann strax eftir fermingu á skrifstofu lénsmanns- ins á eynni, fyrst sem sendi'boði og handtakamaður, en komst fl.jótlega til þeirra mannvirðinga að vera látinn lesa tilkynningar om iögtaksgerðir . í heyranda hljóði af „Kirkjutoakken". Var það ætíð gert eftir messu. Þótti enörgum þurrabúðarmönnum og Ikotbóndum þungt undir að búa, þegar J.R. lét lögtakstilkynning- í>rnar dynja. Urðu þó svo að hafa. Ekki féllu J.R. störfin hjá léns- manninum vel og eftir að hann eitt sinn, skömmu fyrir jól, hafði þurft að aðstoða við útburð á fcjónum með þrjú börn, sagði fcann upp vistinni. Góð vinátta var þó áfram með honum og léns manni og hjálpaði hann J.R. við íið fá starf við rafveitu, sem í emíðum var á eynni. Líkaði Jo- ’ Ihan starfið vel og fékk brátt á því brennandi áhuga og ákvað að í;era rafvirkjun að iífsstarfi sinu. Komst hann árið 1914 á náms- eamning hjá A.S. Eiektrisk Eureau i Osló og brautskráðist eem fuilnuma rafvirki vorið 1919. Næstu árin vann hann áfram hjá eama fyrirtæki við ýmsar stór- tframkvæmdir víða um Noreg og gegndi er á leið þýðingarmikium trúnaðarstörfum. Elektrisk Bure- «u sá á þeim árum um smíði sím etöðva viða um heim m.a, i Kairó cg Rio de Janeiro. Hafði Johan látið húsbændur sína heyra á sér eð sér myndi ekki móti skapi að etarfa erlendis um tíma. Hafði hann þegar leið á árið 1920 feng- jð veður af að einhver breyting inyndi verða á hag sínum í þá átt. Ailtaf leið þó tíminn, lengd- ist nóttin og eftirvæntingin óx. l'að var ekki fyrr en 12. desem- J.ær 1920, að Johan var kallaður á skrifstofu forráðamanna fyrir- tækisins. Fullur eftirvæntingar igekk hann þar inn og hélt að nú myndi hann áreiðanlega verða eendur til Kairó eða Rio de Ja- nero. En svo var ekki. Eftir stutt- #r viðræður hafði hann skv. ósk tframkvæmdastjórnar tekið að sér eð fara til íslands og annast teng ingar á vélum, er fyrirtækið seldi Rafmagnveitu Reykjavikur. Vann Rönnuag að þessu ásamt i tengingum á háspennustöðyum íyrir Eiiiðaárrafstöðina fram á árið 1922, en þá iauk verkinu. Á þessum fyrstu árum sínum á ísiandi kynntist J.R. Steingrími áónssyni og Goiðmundi Hliðdal, sem hann batzt ævilöngum vina- böndum. Hafði Steingrímur verk fræðilega umsjón meg smíði Ell- íðaárrafstöðvarinnar og lágu leið ir þeirra því oft saman. Rönning kom eins og áður er getíð, tíl Reykjnvikur í janúar Jóhann Rönning 1921 og ég spurði hann einu sínni, hvernig honum hefði við fyrstu sýn litist á landið. Sagði hanh að sér hefði þótt það heldur kulda- legt, enda verið dálítið timbraður eftir púnsbolludrykkju, sem nauð synleg hefði verið á leiðinni til íslands, ýmist vegna vonds veð- urs éða veðurútlits. Þettá hefði þó strax breytzt eftir góða máitíð hjá Guðmundi Hliðdal. Eftir dvölina á íslandi hélt Rönriing aftur til Nóregs og það- an áfram til Þýzkalands til fram haldsnáms. Lauk hann tækni- fræðiprófi frá Technikum Haini- chen in Sachen vorið 1925. Á þeim tima hitti hann Ludendorf hershöfðingja, hinn heiðna, nokkrum sinnum og átti við hann viðræður. Eftir námið vann J.R. síðan aftur um skeið hjá sínu gamla fyrirtæki, en hvarf siðan til íslands árið 1926 og var þá fyr ir milligöngu Steingríms Jónsson ar ráðinn verkstjóri hjá Júiíusi Björnssyhi, þar sem hann starf- aði sem slíkur frá 2. nóvemtoer 1826 til 1. júlí 1993. Það má með sanni segja, að 12. desember 1920 hafi öndvegissúl- um austmannsins Johan Rönning verið varpað. Þá var ferð hans til íslands ráðin og síðan varð ekki aftur snúið. ísland, dætur þess og synir toguðu með ósýni- legu afii í þennan efniiega son Noregs og létu hann aldrei í friði. 1. júli 1933 verða enn hvörf í ævi Rönnings. Á því ári sækir bann um og öðlast islenzkan rikis borgararétt og byrjar sjálfstæðan atvinnurekstur sem löggiitur raf- vjrkjameistari. Fyrirtæki sínu Johan Rönning breytti hann síð- an i samnefnt hlutafélag 31. jan- úar 1941 og hefir haft stjórn þess með höndum þar til nú nýlega að hann seldi rafvirkjafyrirtækið, en heidur áfram rekstri heildsöl- unnar. Er ekki að orðlengja það, að urdir hinni dugmiklu og bjart- sýnu stjórn hans varð fyrirtækið á skömmum tíma hið langstærsta í sinni grein og hefir brautskráð fieiri nemendur en nokkurt ann- að rafvirkjafýrirtæki eða miili 50 og 60. Hefir það eitt af fáum í þessari grein verið fært um að taka að sér stórframkvæmdir, s.s. raflagnir í sjldarverksmiðjur cþ.u.l. Þarf ekki að eyða orðum að hvílíkar þakkir þeim ber, er slíku fá orkað á öld rafvæðingar og tækni, sem að meira og minna leyti grundvailast á hinu fyrr- nefnda. Ég ætia ekki frekar að : ræða um fyrirtæki Johans Rönn- ings. Það er löngu þjóðþekkt. Hitt vildi ég leggja ríka áherzlu á. að J.R. hefir unnið uppbygg- ingu rafvirkjaiðnáðarins ómetan- legt gagn og á félagsmálasviðinu, j þ.e. sem félagi í F.L.R.R. og öðr- j um samtökum rafvirkjameistara 1 hefir hann ávallt verið einn af þeim, sem fús var á að leggja fram nauðsynlegt slarf. Hefir hann enda árum saman átt sæti í stjórn F.L.R.R. og Rafvirkja- öeildarinnar h.f. Johan Rönning er kvæntur Svövu Magnúsdóttir, bankastjóra Sigurðssonar og piga þau eina dóttur. Ég, sem þessar iinur rita kynnt ist J.R. fyrst fyrir 14 árum. Áð- ur hafði ég heyrt hans getið og var þá oft sagt: „Það er sannkaii aður „gentleman“ eða „sjentil- njaður". Mun orðið hér á landi yfir höfuð notað um þá, sem sér- stakir þykja að siðfágun og drengskap. Ég athugaði hvað Eng lendingar telja að í orðinu felist <j,g er það þannig á ensku: „A man of good breeding, kindly feel ings and high principles.“. Allt þetta finnst mér fullkomlega eiga við þennan hlýja og elskulega mann. Ævistarf hans hefir verið að tendra Ijós, þar sem áður var myrkur og alls staðar þar sem hann kemur vikur þras og kergja fvrir góðvild hans og mennsku, fágaðri kurteisi og glettni. Það var sannarlegur heilladag- ur, þegar Johan Rönning sté hér á land til að starfa þar að uppbyggingu þess ásamt þeim landnámsmönnum, sem á undan voru komnir. Johan Rönning. Við vinir þin- ir sendum þér og fjölskyldu þinni hjartanlegar hamingjuóskir á sjö tugsafmælinu og vonum að yfir ævikvöldi þinu skíni sólin írá morgni til morguns. Barði Friðriksson. Ódýrar ítalskar nælon regnkápur. OEeymið ekki að taka með í ferðalagið Strigaskó og Gúmmístígvél Höfum einnig létta og þægilega ferðaskó úr leðri fyrir karlmenn. — Verð kr. 221,00. Gerid góð kaup ☆ Svampfóðraðar sumarkápur Terrylene kápur Ljósar poplinkápur ☆ Vatteraðir nælonstakkar Leðurlíki: Kápur — Jakkar Skinn: Kápur — Jakkar Laugavegi 116 Léð öskast Óska eftir lóð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Uppiýsingar í síma 34138. H úsbyggjendur Tökuxn að okkur að sprengja húsgrunna og önnur verk. Goði hf. Steypustöð — Verktakar. L.augavegi 10. — Sími 22296. rn M NYJAR SENDINGAR: M 1 Enskar kápur I |F M.a. mikið úrval af heilsárskápum. Bolcesskór MARKAÐURINN Laugarveg 89. Bílaleiga BLONDUOSS ______BLÖNDUÓSI Sími 92_____ Leigjum nýja híla án ökumanns i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.