Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 23

Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 23
Föstudagur 1T. júlf 1984 'MORCUNBLABIB 23 SimmimiiiiiimimmmiiimiiimiimmmiiiiiiimmiiUiinmmimuimimimuimiiiimmtimimiiimmmiiiiiimiiiiimimiiiiiiiHiiiiimimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiHiimimiimn Þetta er höll hjá hinu TÍÐINDAMENN b 1 a ð s i n s brUigðu sér vestur á Meistara- velli í hinar nýju sambygg- ingar borgarinnar, en þangað var fólk að flytja í nýju íbúðirnar í gær. Við hittum Hörð Þórðarson verkamann h,fá Sænská frystihúsinu, þar sem hann var með börnum sínum þremur að flytja fyrstu kassana inn í nýju íbúöina, sem er þrjú rúmgóð herbergi, litið eldhús og bað. — Við vorum áður í tveim herbergjum í Höfðaborg 78 með sjö börn og þar var oft iþröngt, ekki sízt þegar allir voru komnir í rúmið. Við er- um mjög ánægð yfir að geta nú flutt. Þetta er eins og höll hjá hinu. Hér er hitaveita, en innfrá var kolakynding og nú sleppur maður við að kveikja upp. Og allir þessir skápar hér. I>að er nú heldur munur. Innfrá var ekkert slíkt. Og hér er baðið. Ég er búinn að búa í Höfðaborginni í 20 ár, Hér er Hörður kominn með tvö barnanna í nýja stofuna. Hús- gögnin voru ekki komin. en við sjáum björt og vistleg húsa- kynni. — Ljósm. Ól. K. M. en ég hef aldrei fyrr búið I húsi þar sem var bað. Og munurinn þar sem börn eru mörg. — Og er ekki jnunur á leig- unní? — Að vísu. Hér er hún 1300 kr. á mánuði, en innfrá var hún tæpar 300. Hér höf- um við líka geymslu í kjall- ara. Og eidhúsið er ákaflega skemmtilegt og þægilegt. — Raunar getur maður ekki lýst þvi hvað þetta er mikil breyt- ing. Við brugðum okkur inn í Höfðaborg þar sem húsmóðir- in var að láta búsáhöld niður í kassa. —■ Maður er orðinn alveg ruglaður á þessu, sagði hún og þakkaði okkur fyrir ham- ingjuóskirnar með nýju íbúð- ina. Það yar vissulega mikill munur á þessum gamla og missigna húsi og hinu nýja. — Höfðaborgin var byggð í húsnæðishallærinu á stríðs- árunum, er aðstreymið til Reykjavikur var hvað örast, segir Hörður okkur, er við komum inn í hina gömlu íbúð hans. Þetta hefir þó bjargað ein- hverjum í bili, en vonandi er hægt hiðállrá fyrsta að Ieggja þessar íbúðir niður, að minnsta kosti eru þær alls ó- fullnægjarvdi fyfir bárna- fjöiskyldur. Fjölskylda Harðar Þórðarsonar, sem nú er að flytja i nýja íbuð. Á myndina vantar tvö börn, elztu dótturina, 12 ára, sem var að vinna, og yngsta soninn. sem er aðeins þriggja mánaða og svaf værum bluudi, meðan hinir voru í óðaönn að flytja. uiiiiiiimiitiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiHiiiHiiiiiHiiiiiiiiiiimiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiii Yfirlýsincp harma að útvarpsráð hefir »éð sig knúið til að gefa út yfir- lýsingu vegna erindis míns „Um daginn og veginn“, er ég flutti tiinn 6. júlí sl., ekki vegna þess eð ég sé að biðja afsökunar á er- indinu, þar var ekkert ofsagt og á engan hallað persónulega, held ur vegna vanrækslu útvarpsráðs. ÍÞað ætti, áður en það afsakar sig ineð ímynduðum hlutleysisregl- um að gefa þeim tækifæri til að lesa þær, sem það biður að flytja erindi í útvarpið. Ég hef aidrei séð þessar reglur en hins vegar oft heyrt og lesið ummæli útvarpsstjóra, þar sem hann tel- ur mönnum heimilt að láta í ljós sköðanir sínar án nokkurrar tæpitungu, einmítt í þáttum eins o-g þeim er ber nafnið „Um dag- inn og vegínn“. Reykjavík 16. júlí 1964 Vignir Guðmundsson. IHN stórvirka malhikunarvél, sem er nú að störfum í Reykja- vík, verður leigð Selfyssingum þrjá daiga í sumar. Vélin mun eennilega fara austur í ágúst- tnánuði. Verður þjóðvegurinn, sem liggur um þorpið, þá mal- bikaður. Átthagamót Ön- firðtnga ÖNFIRDINGAR búsettir viðs- vegar á landinu ætla að heim- sækja átthagana um Verzlunar- inannahelgina 1.—3. ágúst. Áætlað er að fjöldi verði sam- ankominn á Flateyri laugardag- inn 1. ágúst, en unnið er að undir búningi þar vestra. Móttaka verður í barnaskólanum, Búast má við, að tjaldborg verði við barnaskólann, en veit- irxgar í skólahúsinu, Á sunnudag verður farið að Kolti, og flytur sóknarpresturinn bæn í kirkjunni, en að því loknu n.ætast komumenn og heima- menn í barnaskólanum í Holti. Ferðir verða frá Bifreiðastöð íslands, með Vestfjarðarleið á föstudagsmorgun, og til baka á rránudag. Ennfremur eru flug- ferðir til Flateyrar eða ísafjarð- ar. Fjöidi mun fara með eigin bílum. Önfirðingafélagið hefur skipu- lagt ferðina, en formaður þess ec Gunnar Ásgeirsson, og með- stjórnendur Þórður Magnússon, Ragnar Jakobsson, Sölvi Ólafs- son og Kristín Finnsdóttir. \rs«A 15 hnútar 11 y Sy SOhnuíir X Sn/ÓK&na 9 0*3 \7 Skúnr £ Þrvmur ms KuUatM H Hm I ] L*Lm9i\ Veðurlag er nú óstöð'ugt. Austur-Grænlandi og önnur UM HÁDÐGI í gær var hæg yfir Labradorhafi geta þó gert vestanátt um allt land, þurrt bjartviðrið stopult á næst- veður, ag víðast hvar 12 til unnL 16 stiga hiti. Grunn lægð yfir Læsið íbúðunum !l ENN ERU mikil brögð að því, að stolið er úr ólæstum ibúð- um hér í Reykjavík, þrátt fyrir sífelldar fréttir af slík- um þjófnuðum og áminningar tögreglunnar. Ingólfur Þor- deinsson, yfirvarðstjóri hjá Rannsóknarlögreglunni, sagði Morgunblaðinu í gær, að kær- ' ur vegna slikra þjófnaða bær- ust daglega og stundum marg- ar á dag. Farið er inn í ólæst- ar forstofur og ibúðir, bæði um hábjartan da,g og að kvöldi til, og allt fémætt hirt. Virðist fóik vera undarlega hirðulaust um að læsa íbúð- um sínum. Margir virðast hafa fyrir sið að hafa íbúðina ólæsta altan daginn, t. d. vegna barna, og telja öllu óhætt, af því að einn eða fleiri fullorð- ir dveljast inni í íbúðinni. En þjófarnir eru svo biræfnir, að þeir víla ekki fyrir sér að fara inn i forstofur og hnupla. Sumir skilja eftir ólæst, með- an þeir skreppa út í búðir, en á meðan hefur þjófurinn látið greipar sópa um íbúð- ina. Oft berast kærur hvað eftir annað úr sama fjölbýlis- húsinu. Þótt skolið sé frá ein- um eða tveimur, virðast hinir ekki láta sér það að kenningu verða. Venjulega viðkvæðið hjá fólki, sem stolið hefur verið frá, er: En ég hef alltaf haft opið í öll þessi ár, og aldrei neitt kotnið fyrir! Þjófarnir virðast bæði vera djarfir oi? kænir, og ef kornið er að þeim, á>ður en þeir hafa stolið aokkru, segjast þeir hafa ver- ið að villast og spyrja gjarnan undrandi: Býr hann Jón Jóns- son ekki hérna? I Templaranám- skeið NORRÆNA góðtemplararáðið heldur námSkeið í Reýkjavík og á Akureyri dagana 17.—26. júií. 150 þátttakendur frá Norðurlönd um sækja námskeiðið, auk margra íslendinga. Námskeiðið verður sett í há- tíðasal Hagaskóla laugardaginn 18. júlí kl. 9 árdegis. Misskilningtir Á 3ju síðu Mbl. f gær er komizt þannig að orði í frétt um slys á þjóðvegunum, að enginn sjúkra- bíll sé nú í Hafnarfirði, „þar sem verið er að skipta um sjúkra- bifreið vegna ágreinings um, hversu heppilegur eldri bíllinn var“. Mbl. hefur verið tjáð, að hér sé um misskilning að ræða. Gamli bíllinn, sem kominn er á áttunda ár, er bilaður. Var hann því í lamasessi, þegar umrætt slys varð. Verið er að innrétta nýja bílinn, og er hann því ekki tilbúinn til notkunar. Vinnuslys í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 16. júlí. Það slys varð hér i morgun, að 14 ára piltur féll ofan af vinnupalli, 6 — 7 metra faU, og slasaðist allmikið. Slysið vUdi til með þetm hætti, að pifturinn, sem heitir Vigfús Vigfússon, ti. heimilis í Ólafc- vik, var að vinna uppi á vinnu- palli við uppslátt í sundlaug og íþróttahúsi, sem hér er í smíðum* og var hann að færa til tröppur á vinnupalli, er hann rak tröpp- urnar í pallinn og missti við það jafnvægið. Féll hann út af pallm um niður í sundiþró. Hann kwm niður á grúfu, en bar fyrir sig hendur. Hlaut Vigfús við þetta opið beinbrot á vinstra úlnlið, og taldi lækr.ir staðarins, að pilturinn væri jafnvel brotinn á hægri úlnlið líka. Enn fremur skrámaðist hann nokkuð á hö'fði. Vigfús var fijótlega sendur í flugvéi til Reykjavikur, þar sem rannsókn fer fram á meiðslum hans. Liggur hann í Lands-spítal- anum, — Hinrik. verði gerð út i sumar á handfæra- og línuveiðar. 13—1S ára piltar af sjóvinnunámskeiði Æskulýðsráðs sitja fyrir um skip- rúm. Geta þittarnir snúið sér til skrifstofu Æskulýðsráðs, Frí- kirkjuvegi 11, sámi 15937.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.