Morgunblaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 17. júlí 1964 Síðasti bolsévikkinn setztur í helgan steín New York, Moskvu, * 15. júlí, AP - NTB: — í GÆR tók við embætti for- seta Sovétríkjanna sá sovézkra ráðamanna er lengst hefur setið að háborði kommúnista- flokksins þeirra er nú eiga þar sæti. Anastas Ivanovich Mikoyan, hinn broshýri Armeníumaður hefur alla ævi haft einstakt lag á því að láta sér ganga allt í haginn. Það hefur gengið á ýmsu í Sovétríkjunum frá því hann fór að skipta sér af stjórnmálum og margir sam- verkamaima hans fallið í val- inn þegar barizt var um völd in í Moskvu. En jafnan fór svo og var loks hætt að koma mönnum á óvart, að þegar bú ið var að stokka spilin var An astas Mikoyan þar ofarlega í bunka, misjafnanlega ofarlega að sönnu en ofarlega þó. Og nú lýkur hann langri starfs- ævi í mesta virðingarembætti Sovétríkjanna, utan og ofan við dægurþras og valdabár- áttu flokksmanna sinna. Það geta ekki margir fyrri félaga hans hrósað slíku happi. Anastas Ivanovich Mikoyan fæddist 25. nóvember, 1895, í þorpinu Sanain, skammt frá Tiflis í rússnesku Armeníu, af efnuðu foreldri. Hann lærði til prests í Tiflis og lauk það- an prófi með ágætum vitnis- burði árið 1915, fimmtán ár- um eftir að Stalin var rekinn úr öðrum prestaskóla þar í borg, svo sem frægt var fyrir eina tíð. Ekki þótti Mikoyan sér láta vel prestsstörfin og gekk hann innan skamms í flokk bolsé- vikka og var um tíma ritstjóri málgagns þeirra. í byltingunni var hann einn foringja bolsje- vikka í Baku og skipulagði 1919 uppþot og verkföll gegn hvítrússnesku liði Denikins hershöfðingja. Eftir allsherjar verkfall, sem Mikoyan stóð fyrir var hann tekinn hönd- um en tókst að flýja til Moskvu með dauðadóm yfir höfði sér. Þar hitti hann 1 fyrsta sinn Stalin og Lenin, sem hrifust augsýnlega af hæfi leikum og áræðni hins unga bolsévikka, sem þá var 24 ára gamall. Á árunum 1920—22 var Mik oyan ritari flokksins í hérað- inu Njisní-Novgorod en hverf ur þá aftur til Moskvu og var eftir það náinn samstarfsmað- ur Stalins. Árið 1926 var Mik oyan skipaður starfsmaður verzlunarmálaráðuneytisins og hafa verzlunarmál, bæði inn anlands og utan, síðan verið innan verkahrings hans. Mikoyan varð fullgildur fé lagi í Politburo Stalins. árið 1935 og vara-utanríkisráð- herra árið 1937. Þeirri stöðu hefur hann haldið lengst af ásamt öðrum störfum sínum. Hann var ráðherra á stríðs- árunum og fór með málefni utanríkisverzlunarinnar og gerði á þeim árum marga verzlunarsamninga við vest- ræn lönd. Eftir heimsstyrjöldina hélt Mikoyan embættum sínum og þegar lát Stalins bar að hönd- um árið 1953 og Malénkov tók Rússneski sendiherrann, Alexandrov, Mikoyan, Kugenkov, blaðafulltrúi sendiráðsins og Jónas Haralz á Keflavíkurflugvelli 17. návember 1959. Mikoyan á íslandi ANASTAS Mikoyan kom við á íslandi árið 1859, er hann var varaforsætisráðherra Sov .étríkjanna. Hafði hann skamma viðdvöl, en ræddi við skipti íslands og Sovétríkj- anna við íslenzka fulltrúa við skipta- og utanríkismála, m.a. Gylfa Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, sem tók á móti Mikoyan í forföllum utanrík- isráðherra, Guðmundar í Guð mundssonar. Var Mikoyan létt ur í skapi og skálaði óspart, fyrir friðsamlegri sambúð og íslenzkum fiski og mælti með því að Keflavíkurflugvöllur yrði tekinn undir íþrótta- svæði. Um viðskipti landanna sagði Mikoyan: „Við kaupum af ykkur síld og þið af okkur vodka, það á vel saman . . . En viljið þið ekki kaupa af okkur meira?“ Sagði Mikoyan að sambúð Rússa og íslend- inga væri góð en hana mætti þó bæta, margt væri líkt með þjóðunum tveim, þær byggju báðar í harðbýlum og erfið- um löndum og væru miklir unnendur friðar. Hann lýsti stuðningi Rússa við málstað íslendinga í landhelgisdeil- unni við Breta og kvað Sovét- ríkin skyldu segja frá því þeg ar afvopnunartillögur þeirra hefðu náð fram að ganga hve- nær þau myndu senda mann að geimfar til tunglsins. „Þar verður engin herstöð", Mikoy- an, aðspurður, „við viljum leggja niður allar herstöðvar. Við gerum tunglið að ferða- mannalandi". Mikoyan við komuna til tslands 1959. við, sat hann áfram í stjórn- inni og gegndi störfum verzl unarmálráðherra og vara-for- sætisráðherra sem fyrr. Þegar svo Búlganin tók við í febrú- armánuði 1955 varð Mikoyan fyrsti vara-utanríkisráðherra og hefur síðan átt vaxandi fylgi að fagna innan flokks- ins. Hann sat áfram í embætti fyrsta vara-utanríksráðherra þegar Nikita Krúsjeff komst til valda eftir Búlganin mar- skálk. Verzlunargáfa Mikoyans varð til þess að hann var oft sendur erinda stjórnar sinnar til útlanda og þótti laginn sölumaður á stefnu Sovétríkj anna. Það var m.a. fyrir at- beina hans, að Kúba gekk í lið með Sovétríkjunum. Mik- oyan fór til eyjarinnar árið 1960 og fagnaði Fidel Castro honum mjög. Þá gerðu Rússar samning um kaup á kúbönsk um sykri og nam samningur- inn mörgum milljónum dala. Mikoyan fór aftur til Kúbu árið 1962 að hausti, þegar ó- friðvænlegast horfði í deilu Bandaríkjanna og Kúbu og Kennedy forseti krafðist þess, að sovézkar eldflaugar yrðu á brott af eynni. Meðan Miko- yan ræddi við ráðamenn á Kúbu lézt kona hans í Moskvu. Það er orðið langt síðan Anastas Mikoyan barðist með bolsévikkum ' í rússnesku byltingunni, langt síðan hann komst klakklaust frá óeirðum og götubardögum í Tiflis og flýði til Moskvu með brotið nefið og dauðadóm yfir höfði sér. Mikoyan verður 69 ára í nóvember í ár. Það er kominn tími -til að hann fái náðugt embætti að hvílast í — það hefur ekki verið tekið út með saéldinni að halda lífi í valda baráttu kommúnista í Moskvu undanfarna áratugi. Nú getur Mikoyan farið að huga að heiðursmerkjum sín- um, sem hann hefur lítt sinnt áður — þau fara vel á barmi forseta Sovétríkjanna og hann hefur úr nógu að velja: þrjár Lenin-orður (æðsta heiðurs- merki Sovétríkjanna) — rauða verkalýðsborðann, orðuna „Hetja sosíalistísku verkalýðs hreyfingarinnar“ — og fjölda minniháttar heiðursmerkja. Anastas Ivanovich Mikoyan, „síðasti bolsévikkinn“ er setzt ur í helgan stein. —Goldwader Framhald af bls. 1. ið það skyldu sína að veita for- setaefni flokksins fullan stuðn- ing, hver sem hlut ætti að máli. „Við verðum að einbeita okkur að höfuðverkefninu, þ.e. barátt- unni gegn demókrötum", sagði ríkisstjórinn. Goldwater skýrði fréttamönn- um frá því, að nú, þegar forseta- efni flokksins hefði verið valið, — KINSTAKLINGSFERÐ — N Lonrton — París — Khöfn 14 daga ferð — flugferðir gistúigar morgunverður kr. 12.855.00. Brottför alla daga Ferðina má framlengja LÖND LEIÐIR Adalstrœti 8 simar — þá ríkti enginn alvarlegur ágrein ingur lengur innan flokksins. Öll vandamálin væru smávægileg, undantekningar, ef einhverjar væru, væru mjög fáar. Við þetta tækifæri skýrði Goldwater frá því, að hann hefði í hyggju að fara þess á leit, að William Mill- er yrði gerður að varaforsetaefni. Áður hafði heyrzt, að ýmsir aðrir kæmu til greina. Scranton hafði þó lýst því yfir, að hann hefði ekki hug á að vera í fram- boði til varaforseta. Því hafði einnig heyrzt fleygt á þinginu, að Richard Nixon yrði í framboði, en hann hafði, og ekki hafa látið i ljós minnsta á- huga á því að vera í framboði í haust með Goldwater. Tímamót í sögu flokksins Flestir fréttamenn í San Franc- isco eru á einu máli um, að val Goldwaters tákni alger tímamót í sögu repúblikanaflokksins. Það bindur enda á þann tíma, er frjálslyndir menn voru í meiri- hluta, menn, sem komu því til leiðar, að Nixon, Eisenhower og Dewey komu við sögu Banda- ríkjanna. Það er eitt af stefnumálum Goldwaters, að einstök ríki fái ákvörðunarrétt yfir því, hvort komið verður á kynþáttajafnrétti. Hefur hann í því sambandi sagt, að hann vonist til þess, að at- kvæði það, sem hann greiddi gegn mannréttindafrumvarpinu í öldungadeildinni, verði ekki til þess að reynt verði að þyrla upp moldviðri. Formaður samtaka þeirra, sem berjast fyrir fullum mannréttind- um blökkumanna (NÁACP), Roy Wilkins — Goldwater var eitt sinn meðlimur samtakanna — hefur lýst því yfir, að hjá því geti ekki farið, að mannréttinda- málið verði það, sem mestan svip eigi eftir að setja á kosningabar- áttuna í ár. Hefur Wilkins sagt, að samtökin muni beita sér af alefli gegn Goldwater. Fréttastofufregnir frá Frakk- landi herma, að Goldwater hafi sagt, að hann sé við því búinn, að reynt verði að efna til mót- mæla gegn sér. Hann sé hins veg- ar ekki mótfallinn slíkum aðgerð- um, fari þær fram á mannsæm- andi hátt. Mótmæli gefa slæma mynd Til mótmælaaðgerða hefur komið í San Francisco, og um þær sagði Goldwater, að hann gerði ekki ráð fyrir, að þær yrðu til þess að fegra þá mynd, sem umheimurinn gerði sér af Banda- ríkjunum. „Þeir blökkumenn, sem fyrir þeim stóðu, hafa aðeins varpað skugga á eigiri málstað", sagði Goldwater. Hvor er fylgismeiri, Johnson eða Goldwater? Þess er getið í fréttum í dag, að allar skoðanakannanir, sem fram til þessa hafa verið gerðar vestan hafs, sýni, að Johnson, for- seti, njóti meira fylgis meðal al- mennings en Goldwater. í athug- un, sem nýlega fór fram, og sagt var frá í vikunni, sem leið, segir, að 76% kjósenda fylgi Johnson að málum, 24% Goldwater. Þó er tekið fram, að rétt sé að gera ráð fyrir því, að nýjar at- huganir nú muni sýna, að fylgi Goldwaters hafi aukizt. Nú er hann leiðtogi flokksins, en var áður aðeins helzti talsmaður hægri-arms hans. Þannig er einníg bent á, að fyrir skemmstu, hafi Scranton átt að njóta fylgis um 60% repúblik- ana í Bandaríkjunum, Goldwat- er aðeins 24%. (Sjá ummæli heimsblaðanna um Goldwater annars staðar í blaðinu). L.L FERÐIR VEIÐILEYFI ffvítá í Ðorgaríiröi (HópW) CJxavatn Reyðarvatn Torfastaðavatn 1 MiðfirW Selá 1 Steingrímsfirði Reykjavatn Norðlingafljót Á LÖND & LEIÐIR Adalstrœti 8 simar - AT HUGIÐ að borið saman við útbrei'ðslu er langtum ódýrara að auglýsa t Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.