Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 6

Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 6
6 MORGUNBLAÐID f Fostudaejur 17. júlí 19(54 Þingmannafundi NATO lokið Úr ræðu Jóhanns Hafsteins, dómsmdlardðherra, í Bifröst FtTLLTRÚARNIR á fundi fasta- nefndar þingmannasamband.s Atl antshafsbandalagsin.s hafa nú lokið fundum sínum. J»cir fóru á miðvikudag með varðskipi til Akraness og snaeddu síðan há- degisverð í boði dómsmálaráð- herra að Bifröst. Síðar um dag- inn var ekið um Borgarfjörðinn og s'ðan um Hvalfjörð til Reykja víkur. 1 gxr var m. a. farið til Þingvaila ekið að Sogi o. fl. Fulltrúarnir fara héðan á föstu- dag. í hádegisverðarboðinu í Bif- röst flutti Jóhann Hafstein dóms máiaráðherra, ávarp. Hér á eftir fara kaflar úr ávarpi ráðherr- ans: Það er oss íslendingum mikið gleðiefni, þegar nú er í fyrsta skipti haldinn fundur aðalnefnd- ar þingmannasambands NA.TO hér á íslandi. Ef nokkurt land er 1 bókstaf- legum skilningi land Norður- Atlantshafsins, þá er það ísland, trmflotið Atlantshafinu á nyrstu mörkum þess. Hingað sóttu forfeður vorir á seglknúnum bátum í leit að frjálsraeði. Þeir leituðu persónulegs frels- is. Og þeir sköpuðu þjóðfélags- legt frelsi innan ramma laga og réttar með stofnun Alþingis árið 930. Eitt af íslenzku skáldunum hefir ort um land vort: „Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd'*. Það er þessi hugsjón, sem lifað hefir og lifa mun í brjóstum ís- lendinga. íslenzka þjóðin veit að „blá- fjötur Ægis“ felur ekki aðeins í sér blíðu, unað, fegurð og lífs- björg. Hún þekkir einnig ham- farir og hrikaleik hafsins. Um aldaraðir hafa öldur hafs- ins skolað feðrum og sonum þessa iands á fjörur og sanda eða búið þeim vota gröf í djúp- inu, þegar ekkjur og munaðar- laus börn áttu einskis úrkosta utan úthella syrgjandi tárum. Við strendur íslands eru einn- ig votar grafir margra erlendra sjómanna og sjófarenda. Skammt hér frá liðaðist hið fagra franska skip Pourquoi-pas? 1 brimgarði óhemju veðurs og hafið tók vísindamanninn dr. Charqcot og sveina hans til sín. Margir brezkir togarasjómenn hafa ekki snúið aftur heim frá tslandsmiðum. Ég held reyndar, að allar þjóðir Atlantshafsbanda- lagsins hafi þurft að sjá á bak sonum sínum í hafið við ísland, þar sem þeir voru í stríði eða starfi fyrir þjóð sína, konur og börn. Þannig er það oft fleira en vér hyggjum í fljótu bragði, sem bindur okkur mannanna böm fró mismunandi þjóðum sameigin- legum örlögum. Þjóðir Atlantshafsbandalags- ins binda þaer sömu hugsjónir, *em ég gat í upphafi, að varð- veita persónulegt frelsi, — frelsi þjóða og íriðsamleg samskipti þeirra. Vér höfum átt og eigum vora erfiðleika í sambúðinni. Samt sem áður styrkjast stöðugt tengslin á milli vor, — á milli þjóða vorra, — og það er trú mín og von, að þau haldi áfram að eflast í íramtíðinni. Þér siglduð í morgun frá Reykjavík með Óðni, varðskipi íslenzku landhelgisgæzlunnar. — Þetta skip og nokkur minni, auk einnar flugvélar gæta íslenzku landhelginnar. Að gæta þessa víðáttumikla og vaxandi haf- svæðis væri ekki á færi svo fá- menns gæzluliðs á svo litlum far kostum, ef rétturinn og lögin hefðu ekki haslað sér jafn sterk- an völl og raun ber vitni í sam- skiptum vestrænna þjóða. Ég veit, að mönnum kann nú að verða hugsað til tímabundinn ar fiskveiðideilu íslendinga og Breta: Þetta er liðin saga, — leyst deila, báðum þjóðum til sóma. Ég leyfi mér að mega vænta þess að heimsókn yðar til íslands megi verða yður til gleði og gagns. Ég vildi mega vona að nánari kynni yðar af landi og þjóð verði til þess, að þér skiljið enn betur en áður lífsbaráttu þess- arar örsmáu þjóðar við nyrztu höf. Að þér farið aftur heim full vissir þess, að þessi litla þjóð óskar þess eins að fá að lifa frjáls og sjálfstæð í friði, — í skjóli réttar og laga, — og að hún vill eiga yður, — þjóðir yðar og annarra frelsisunnandi manna að vinum. Ég leyfi mér að biðja yður að sameinast mér í heillaósk fyrir framtíð og velfarnaði þeirra sameiginlegu hugsjóna, sem Atl- antshafsbandalagið grundvallast á, en í stytstu máli verður þeim lýst í tveim orðum: — frelsi og friður. Jóhann Hafstein Jón Guðmundsson í Felli Minning Jón Guðmundsson kaupm. í Felli, Grettisgötu 57 verður til grafar borinn í dag föstudaginn 17. þ.m. kl. 10.30 f.h. Hann and- aðist á Landspítalanum 8. þ.m. Jón hefur átt við mjög mikla vanheilsu að stríða fjögur síð- ustu árin áiltaf öðruhvoru á spítala þar til nú fyrir tveim- ur til þremur mánuðum að hon- um var leyft að fara heim' en var alltaf undir ströngu eftir- liti frá spítalanum. Okkur vin- um og kunningjum hans sýnd- ist hann vera á góðum bataveki, en eittihvað hefur komið til, reynt máske of mikið á sig, hann varð að leggjast inná Landsptá- alann aftur. Á þriðja degi kom sláttumaðurinn með beitta ljáinn sem aMir verða að beygja sig fyrir. Jón Guðmundsson var fæddur 20. nóvember 1898 á Óspakseyri, sonur þeirra merkishjóna er þar bjuggu, Maríu Jónsdóttur og Guðmundar Einarssonar er síð- ar bjuggu á Felli í Fellshreppi í Strandasýslu. Jón var í föð- urgarði til 20 ára aldurs. 1919 leggur Jón leið sína til Reykja- víkur, þekti þar fáa eða eniga nema Arnór bróður sinn, er þá hafði nýlega lokið prófi í Menntaskólanum. Það var ekki mikið um vinnu þá í Reykja- vík. Jón kynnti sig vel og fékk nóg að gera, var sparsamur vant aði ekki aura, þó Mtið eða ekk- ert kæmi hann með úr föður- garði- Hann var farinn að hugsa um að kaupa sér verzlun. Jón var mjög athugull og glöggur maður, hann sá að betra var að kynnast öllum verzlunarrekstri fyrst. Réði sig því í búð til , Ólafs Jóhannessonar kaup- manns, nú Grundarstíg 2 sen* verzlunarmann. Síðar varð hann útibústjóri hjá ólafi. Ég hefi heyrt haft eftir Ólafi Jó- | hannessyni að hann hafi oft haft | góða menn í þjónustu sinni, et» engan betri en Jón Guðmunds- son. Árið 1938 shofnaði Jón eigim verZiun er hann kallaði FELL*. Þá verzlun rak hann í 35 áp með lofi og vinsældum viðskifta manna. Hann var prúður maður, haifðl alltaf hárfínt spaug til reiðu, virðulegur í framkomu oa drengur góður íraun. Hinn 28. maí 1925 gifti Jón sig, hinni prúðu og trygglindu ástmey sinni, Þrúði Bjarnadóttur frá Breiðafirði. Þeirra hjónaband hefur alltaf verið til fyrirmynd- Framh. á bls. 15 Með þungan bakpoka í ræðu og riti er því oft haldið fram hér á landi, að ís- lendingar standi framar öðrum þjóðum á flestum sviðum. Mér finnst þetta alltaf broslegt — því þegar við uppgÖtvum skyndi lega, að íslendingar standa jafn fætis öðrum þjóðum á ein- hverju sviði, hrópa blöðin nefni lega, að þetta eða hitt sé á „heimsmælikvarða" hér hjá okkur og þykja mikil tíðindi. Svo mikið er víst, að við eig- um margt ólært — og við getum lært ótalmarga hluti af öðrum þjóðum. Mér kom þetta í hug, þegar ég ók vestur á firði um helgina — og stanzaði fyrir fót- gangandi ferðalang. Þetta var danskur stúdent, tannlækna- nemi, sem kominn var til þess að eyða sumarfríinu sínu á ís- landi. Hann var einn á ferð. Upp haflega höfðu tveir félagar ráð- gert íslandsferðina, en þótt ann ar tæki upp á því að gifta sig og aflýsa þar með förinni, hélt hinn ótrauður áfram — og þrammaði einn síns liðs með þungan bakpoka vestur á firði. -^- Að njóta f jallanna Þetta var hraustlegur strákur, sem notað hefur hverja stund til þess að njóta útiver- unnar. Hann ætlaði að byrja ís- landsdvölina á að ganga um há- lendi Vestfjarða, helzt að kom- ast að Glámu — og þegar ég skildi við hann uppi á Þing- mannahélði, bjóst hann ekki við að koma aftur til byggða fyrr en eftir a.m.k. viku. Ég verð að segja eins og er, að ekki vildi ég vita af neinum nákomnum einum uppi á heið- um þar sem allra veðra er von — og ég gerði pilti ljóst, að hann gæti kólnað þarna uppi og byggðin væri strjál í fjörðun- um. En hann vissi hvað hann vildi. Hann ætlaði að njóta úti- verunnar og hinnar sérkenni- lega íslenzku náttúru. Hafði tjald og mat — og var ekkert að vanbúnaði. Brennivín í flösku Það er tiltölulega fátt ungt fólk á íslandi, sem hefur dugn- að eða kjark til þess að gera hið sama og þessi danski tann- læknanemi. Mjög mörg íslenzk ungmenni fara út í sveit ein- ungis til þess að sækja dans- leik í einhverjum samkomu- staðnum ,um helgi — og það, sem þá á að gleðja hugann, er ekki fegurð fjallanna, heldur brennivín í flösku. Heimferðin er þá ekki alltaf með miklum glæsibrag. Ég held að ánægjan og endurminningin um göngu- ferð yfir heiðar og háfjöll hljóti að vera langtum ljúfari. ■Jg Á „heimsmælikvarða" Á undanförnum árum hafa margir erlendir stúdentar heim- sótt ísland og leið flestra þeirra hefur legið upp á heiðar til margs konar athugana og rann- sókna — og jafnframt til þess að njóta sumarsins hér á norð- urslóðum, safna kröftum fyrir veturinn. Flest íslenzkt skólafólk er bundið við vinnu töluverðan hluta sumars. Frístundir gefast þó alltaf, misjafnlega margar, en nógu margar til þess að flestir ættu að geta varið nokkrum dögum til fjallaferða. Unga fólkið ætti ekki að þurfa að láta erlendra jafnaldra kenna sér að njóta fjallanna okkar. Mér hefur skilizt, að þrekprófanir, sem gerðar hafa verið hérlend- is, sýnir, að okkar fólk sé svo sannarlega ekki á „heimsmæli- kvarða“ hvað líkamlegt þol snertir. Kannski bætum við þetta upp með brennivíns- þambi, sem vafalaust er hér á „heimsmælikvarða." -^- Vin í cyðimör*.- Og svo kemur bréf frá gömlum Laugnesingi: „Furðuleg er sú árátta Reyk- víkinga að þekja alla auða bletti mold og torfi, eins og hin „rétta" náttúra sé í þeirra aug- um ekki annað en sléttir tún- fletir og moldarflög. Fyrir vest- an Laugarnesskólann, austan Kirkjuteigs, hefur fyrir slysni eða ráðstöfun æðri máttarvalda varðveitzt fallegt íslenzkt holt með steinum, grastóm og ýms- um indælum jurtum, svo sem ljónslöpp, mariustakki, geld- ingahnappi og hundasúru. Þetta hefur verið eins konar uppruna leg vin í eyðimörk bygginga, gatna og annarra framkvæmda sem miða að því að rýma burt náttúrunni. Og nú er svo kom- ið, að þessi litla vin fær ekki heldur að vera í friði. Borgar- yfirvöldin hafa tekið sig til og látið aka ókjörum af mold á staðinn, og er sýnilega ætlunin að kæfa þetta fallega hoít I mold og torfi. Hvaða tilgangi þjónar slík ráðstöfun? Er eðli- legt holt minni borgarprýði en túnblettur, sem vísast verður útsparkaður, ég tala nú ekki um ef farið verður að bera á hann kjarna, svo ólíft verðue fyrir ólykt í næsta nágrenni hans á góðviðrisdögum? í borg- um erlendis er verið að bagsa við að „búa til“ slík holt, flytja náttúruna inn 1 þéttbýlið. Hée eigum við slíka prýði frá nátt- úrunnar hendi. Hvers vegna þarf þá endilega að eyðileggja hana? Ég bara spyr." Sjálfvirka þvottavélia LAVAMAT „nova 64“ Fullkomnari en nokrku sinni. Óbreytt verð. AEG-umboðib Söluumboð: H Ú S P R Ý BI H.r, Sími 20440 — 20441 Y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.