Morgunblaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ i Fostudagur 17. júlí 1964 ijiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiuiiiiiiii ítiiiHiiiiifimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiitiiiiimiiiiiiiHiMiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii | — /Víeð hattprjón . , , Framhald af bis. 1 S tók að sér að stjórna kosningabaráttu 5 repúblikana á sínum tíma, og síðustu = árin hefur hann mjög látið til sín taka 3 innan flokks síns, og gegnt þar áhrifa- = miklum embættum. Hann hefur verið H þingmaður í 14 ár. S Hér eru nokkur dæmi um málflutn- S ing Millers: H — 1961, er Kennedy, þáverandi for- S seti, hélt til fundar við Krúsjeff, for- H sætisráðherra, i Vín, sagði Miller: „Ég = get aðeins vonað, og beðið þess, að = hann (Kennedy) sé ekki þar til þess að reyna að koma í kring einhverjum leynisamningum, sem geti aukið á álit hans, en úr því dró, vegna Kúbumáls- ins (Svínaflóainnrásin)". — 1962, er öldungadeildin felldi stjórnarfrumvarpið um sjúkratrygging- ar handa öldruðum, sagði Miller, að Kennedy hefði látið eins og „lítið skælandi barn“. — f apríl sl. fór Miller þannig orðum um stjórn Johnsons, forseta: „Það eru aðeins tvær atvinnugreinar, sem standa nú betur að vígi, en þegar repúblikan- ar létu af völdum. Annars vegar þau fyrirtæki, sem framleiða öryggisbelti fyrir bifreiðar, hins vegar þeir menn í Washington, sem hafa atvinnu af því að hvítþvo þá, sem eru undir opinberri rannsókn". Hér átti Miller við aksturssiði John- sons, forseta, við búgarð hans í Texas (forsetinn þykir stundum aka hratt), en hins vegar við Bobby Baker málið, svonefnda. Einn samherja Millers, John W. Byrnes, frá Wisconsin, hefur lýst Miller þannig, að hann sé „sinasterkur bar- áttumaður". „Honum líkar vel að vera orðmargur, og það er ekkert „namby pamby“ — veiklulegt — við hann. Miller er tæplega sexfetungur, skart- maður í klæðaburði, og skozkt viskí er uppáhaldsdrykkur hans (af áfengi). | Hann er mjög góður golfleikari, og I skarar fram úr í bridge. Hann er rómversk-kaþólskur, og telja 1 margir repúblikanar, að af þeim sökum § kynni þann, ef hann verður varafor- = setaefni, að draga til sín mörg þeirra 1 atkvæða, sem féllu til Kennedys á sín- 1 um tíma. | Miller sat á sínum tíma í Notre Dame i háskólanum. Hann barðist í síðari | heimsstyrjöldinni, og var þá gerður að i liðsforingja. Hann er giftur, og á fjög- | ur börn. 1 Aðalslagorð hans er: „Ég er repúblik- | ani, sem elskar flokk sinn“. = 4JllillMlllllllilMIMIIIIIIIMIIIIMMIIIIIIIIIIIilillllllMIMIilMllllilllMMIIIIIIIilllllllMIIIMMIIIMIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIi;illllllllllMIIIIIMIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIM|IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllilllllllMIIIIIMIIIIIilinillllMIMIIIIIIIIIIli Skálholts um næstu ar. Altarisganga. Skálholtskór syngur undir stjórn Guðjóns Guðjónssonar. Kl. 2 sd. syngur kirkjukór Akraness, stjórnandi Haukur Guðlaugsson. Þá flytur Páll Kolka læknir erindi. Séra Jón M. Guðjónsson, Akranesi flytur ávarp. Kl. 4 eru orgeltónleikar Hauks Guðlaugssonar, Akranesi. Kl. 5 er guðsþjónusta. Dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup pré- dikar. Orgelleikari er Guðjón Guðjónsson. Kirkjukór Akranesa og Skálholtskór syngja. Kl. 9 ep kvöldbæn með hugleiðingu, sem séra Sigurður Pálsson, Selfossi, flytur. HÁTÍÐ verður haldin í Skálholti um næstu helgi og hefst með klukknahringingu og morgun- bæn í Skálholtskirkju kl. 9 ár- degis á laugardag. Síðar um dag- inn setur biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, há- tíðina, sem stendur fram á sunnu dagskvöld og lýkur með kvöld- bæn og hugleiðingu, sem séra Sig urður Pálsson á Selfossi flytur. Á fundi með blaðamönnum sagði herra Sigurbjörn Einars- son, biskup, að uppistaða hátíð- arinnar væri fyrst og fremst helgihald. Skálholtshátíðir hefðu verið haldnar á árunum 1949— 1955 og kom þá í ljós, að fólki var ljúft að koma til Skálholts og 1*. SRPTKMBER. Kanaríeyjar Portúgal Lonflon á útleið — Líssk bon. — Dvöl á baöströn< í Estoria. — Ferð t* Kbnaríeyja, — Heim unr London. 19 dager — Kr. 20.755,00, Fárarstjóri: Jóimm Árna son. LÖND LEIÐIR ArfaIstrœti 8 simar — KHM 4 GtRB JHKISINS M.s. Herjólfur Perðaáætlun um næstu helgi: Laugardagur 18/7 Frá Ve. kl. 13.00 til Þorlh. og þaðan aftur kl. 18.00 til Ve. Miðnæturferð frá Ve. kl. 23.00 að Surtsey, og er nauðsynlegt að fólk tryggi sér farmiða hjá afgr. skipsins á staðnum fyrir hádegi á laugardaginn. Sunnudagur 19/7 Frá Ve. kl. 05.00 til Þorlh. og þaðan aftur kl. 09.00 til Surts- eyjar og Ve.-hafnar, þar sem skipulögð verður kynnisferð fyrir þá sem óska. Frá Ve. kl. 20.00. til Þorlh. kl. 23.30, en síðan heldur skipið áfram til Rvíkur. ATHUGIB að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. rifja upp minningar, sem við staðinn væru tengdar þó aðstæð- ur væru ekki sem æskilegastar. Árið 1956 var níu aldar afmælis biskupsstólsins á íslandi minnzt í Skálholti og þá jafnframt lagður hornsteinn að kirkjunni, sem vígð var 21. júlí sl. og afhent Þjóðkirkju íslands til umsjár og umráða. Nú væri ákveðið að taka upp þráðinn sem frá var horfið 1955 og halda hátíð í Skálholti á ári hverju og miðað við að hátíðin verði haldin sem næst Þorláks- messu á sumar, sem er 20. júlí og var að fornum sið almennur há- tíðisdagur um allt Suðurland. DAGSKRÁIN Dagskrá Skálholtshátíðarinnar nú er á þessa leið: Kl. 2 árdegis verður klukkum hringt og morgunbæn í kirkj- unni. Kl. 12 verður klukkum hringt á ný. Kl. 3 síðdegis leikur Lúðrasveit . Selfoss undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar, þá setur biskup íslands hátíðina. Þessu næst flytur sr. Guðmundur Óli Ólafsson erindi um Skálholts- stað og kirkjan síðan sýnd gést- um. Kl. 9 siðdegis verður guðs- þjónusta, sr. Guðmundur Óli Ól- afsson prédikar, Skálholtskór syngur, organleikari er Guðjón Guðjónsson, stud. theol. Hátíðin á sunnudag hefst kl. 9 árdegis með klukknahringingu og morgunbæn, sem séra Gunnar Jóhannesson, prófastur flytur. Kl. 10,30 leikur Guðjón Guðjóns- son, stud. theol., á orgel. Kl. 11 er messa. Biskup íslands prédik- Fastur messutími í Skálholti BISKUP ÍSLANDS bað blaða- menn að koma því á framfæri til ferðafólks, sem hefur hug á að heimsækja Skálholt, að fastur guðsþjónustutími í Skálholti er á sunnudögum milli kl. 3 og 4. Er fól'k beðið að hafa það hug- fast og koma ekki á þeim tíma, sem messa stendur yfir. Ennfremur beindi biskupinn þeim tilmælum til ferðafólks sem óskar eftir að skoða Skálholts- kirkju, að koma fyrir háttatíma, helzt fyrir kl. 9 á kvöldin. Nokk ur brögð væru að því að jafnvel heilir hópar kæmu seint að kvöld lagi og vekti upp fólkið á staðn- um. Tjaldstæði eru heimil á staðn- um. Aðgangur að hátíðinni er ó- keypis, en merki verða seld og kosta kr. 10,00. Léttar veitingar verða á boðstólum. Ferðir úr Reykjavík verða á laugardag kL 13, á sunnudag kl. 8,30 og kl. 12 frá Bifreiðastöð íslands. Reglusamur mabur vanur þungavinnuvélum og bifreiðastjórn óskar eftir vinnu og 2—3 herb. íbúð til kaups eða leigu í Rvík eða Hafnarfirði. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nafn sitt á afgr. Mbl., merkt: „Mikil vinna — 4979“. — Heimsblöðin Framh. af bls. 1. ekki auðveldlega kveðin nið- ur.“ „The New York Daily News“ (Nixon): „Margir frjálslyndir repúblikanar fella nú tár .... sumir hafa heitið því að leggja ekki neitt fé til kosningabaráttu Goldwaters; aðrir hafa lýst því yfir, að þeir muni kjósa Lyndon Baines Johnson, demokrata, 3. nóvember. Hvorugt getur orðið repúblikanaflokknum til góðs — og allra sízt frjálslyndum innan flokksins. Fáir kunna að meta þverhaus, eða vilja hlýða á kvein, kvart anir og öskuryrði.“ „Chattanooga News Free Press“, Tennessee, (Nixon): „Goldwater, öldungadeildar- þingmaður, hefur látið hljóma skýra rödd grundvallarreglna .. Goldwater, öldungadeildar- þingmaður, er eini stjórnmála maðurinn í Bandaríkjunum, sem býður upp á nokkuð val í baráttunni gegn einræði ríkisstjórnarinnar heima fyr- ir, og einræði kommúnista er- lendis.. Bretland „Daily Sketch“ lýsir sigri Goldwaters með þessum orð- um: „Maðurinn, sem getur umbreytt heiminum”. Síðan segir biaðið: „Hann er áhrifa maður, og kallar til sín fylgi tveggja óheillavænlegra hópa — en einlægra í trú sinni — Vonleysisfólks — í 19 ár hafa Bandaríkin verið vold- ugasta þjóð heimsins. Þó get- ur hún ekki með öllum kjarn- orkumætti sínum kveðið nið- ur uppreisnarmenn umhverfis Saigon. Kyniþáttahatara — í augum þeirra hvítra manna í Banda- ríkjunum, sem óttast kyn- þáttajafnrétti, er hann sá maður, sem myndi halda uppi baráttunni gegn blökkumönn- um.“ „Cassandra“ (einn kunnasti dálkahöfundur í Bretlandi) skrifar í „Daily Mirror" frá Kýrhöll: „Það bezta, gáfað- asta og umburðarlyndasta í bandarísku þjóðfélagi hefur verið kistulagt. Það á aðeins eftir að festa líkkistunaglana. Goldwater hefur unnið, vegna þess, að stefna hans finnur hljómgrunn hjá milljónum vonlausra Bandaríkjamanna, sem telja sig óánægða, vegna vanlþakklætis erlendra þjóða; hjá þeim, sem eru veikir, og hræðast kommúnisma, og þeim, heima fyrir, sem eru óánægðir með aukin mann- réttindi blökkumanna.“. „Daily Telegraph“. Frétta- rltarj blaðsins í Kýrhöll skrif- ar: „Það væru engar ýkjur að segja, að frjálslyndir repú- blikanar séu eins hneykslaðir og Evrópumenn eru bersýni- lega. Þeir gera sér grein fyrir, að stefnuskrár gleymast næst um því eins fljótt og þær eru skrifaðar, og að enginn ber meiri fyrirlitningu fyrir þeim en Goldwater, öldungadeildar Iþingmaður. Þeir (frjálslyndir repúblikanar) horfa með meiri hryggð en reiði á stefnu skráratriðin varðandi kyn- þáttamálin. Þeir hryggjast yf- ir því, að þau atriði kunni að verða vatn á mylnu demo- krata. Hryggastir eru þeir þó yfir stefnuskránni í utanríkis- málum.“ Að lokum varpa brezku blöðin fram þessari spurn- ingu: Getur Goldwater unnið forsetakosningarnar? — og svara þannig: „Daily Sketch": „Hann hef- ur einu sinni komið stjórn- málaspámönnunum á óvart — og hann getur gert það aftur. Hann gæti unníð“. „Daily Mirror“: „Annað ber að hafa í huga — heilsu Johnsons, forseta. Kæmi eitt- hvað fyrir hann — hann hef- ur þegar orðið fyrir einu hjartaáfalli — þá kynni Gold- water að hafna í Hvíta hús- inu. — Það yrði dökkur dagur fyrir Bandaríkin og dökkur dagur fyrir Evrópu og Bret- land, en á þau lönd hefur ekki verið minnzt í þessu óljósa og hrikalega hættu- spili.“ Sovétríkin „Pravda“, málgagn sovézku stjórnarinnar, segir, að Gold- water byggi fylgi sitt á „íhaldssömústu, herskáustu og ábyrgðarlausustu kosninga- stefnuskrá í sögu Bandaríkj- anna.“ „Sovetskaya Rossiu“ lýsir því yfir, að stuðningsmenn Goldwaters séu „herskáar kapitalistaklíkur, kynþáttahat arar, andstæðingar verkalýðs- félaga, and-kommúniskir bar- áttumenn og meðlimir Ku- klux-klan. Danmörk „Ekstrabladet“ í Kaup- mannahöfn segir: „Svart- asta afturhaldið gekk með sigur af hólmi í Kýrhöll. Frjálslyndu öflin, sem ráðið hafa innan repúblikanaflokks ins frá því 1940, voru troðin undir hófunum í morgun.“ „B.T.“ í K-höfn segir: „Hug myndir Goldwaters eru heim- inum svo fjarlægar, svo aftur haldssamar, svo íhaldssamar, að menn eru furðu slegnir, að hann skuli hafa komizt svo langt.“ „Information“ í K-höfn seg ir: „Það virðist allt benda til þess, að flokkur Abrahams Lincolns hafi framið sjálfs- morð í San Francisco11. Blaðið segir ennfremur: „.. það verður að minnast um mæla De Gaulle, Frakklands- forseta, er hann sagði, að ekki sé á Bandaríkin treystandi, vegna þess, að aldrei sé að vita, hver geti orðið forseti." Síðan segir, að afstaða Gold- waters til kommúnista muni mynda hyldýpi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Svíþjóð „Expressen“ segir: „..verði Goldwater forseti, mun hann á stuttum tíma útrýma öllum þeim góðvilja, sem ríkt hefur í garð Bandaríkjamanna með- al sanaherja þeirra.“ Þá segir blaðið: „Hann mun steypa Bandaríkjunum í von- lausa alheimsaðstöðu, þar sem kjarnorkustyrjöld er ekki að- eins hugsanleg, en reyhist e.t.v. eina leiðin.“ „Aftonbladet“ segir: „Heim urinn er undrandi og óróleg- ur, og tíminn er nú kominn fyrir önnur öfl í Bandaríkj- unum að láta að sér kveða.“ Frakkland „Combat“ í París segir, að Goldwater sé „ábyrgðarlaust forsetaefni, sem hætti á að sprengja heiminn í loft upp.“ „France-Soir“ í París segir, að útnefningin sé „skreí aftur á bak, sem renni stoðum und- ir þá kenningu, að Bandaríkja menn vilji raunverulega ekki afvopnun.“ Pólland „Slowpowszechne" 1 Varsjá segir: „Ástæðan fyrir sigri Goldwaters er sú staðreynd, að hann á fylgi þeirra, sem óttast breytingar." T ékkóslóvakía „Rudo Prado“ skrifar: „Verði kosningabaráttan háð í anda Goldwaters, verður erf- itt fyrir Johnson, forseta, að fylgja skynsamlegri, raun- hæfri stefnu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.