Morgunblaðið - 17.07.1964, Side 12

Morgunblaðið - 17.07.1964, Side 12
n MORGU NBLAÐIÐ Fostudagur 17. júlí 1964 Útgeíandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar:- Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. 'Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. IÞROTTIR OG ÚTIVERA Cumarið er helzta árstíð úti- ^ íþrótta hérlendis. Þá er bezt aðstaða til æfinga, flest kappmót og íslenzkir íþrótta- menn reyna sig gegn erlend- um afreksmönnum. Oft verð- ur fólk fremur miður sín, þeg- ar innlendir íþróttamenn verða að láta í minni pokann fyrir erlendum og þeim mun meiri er sigurgleðin og stoltið, þegar okkar menn bera sig- ur af hólmi. Þetta er eðlileg og heilbrigð kappgirni og er ekki sérkeinkenni á íslending um. Það má jafnvel segja, að íslendingar taki úrslitum í íþróttakeppni með meira jafn aðargeði en margur annar. Keppnissjónarmiðið, eðli- legt og íþróttunum nauðsyn- legt, getur hins vegar oft leitt til nokkurrar glámskyggni á. málefnum íþrótta og útiveru almennt. Þegar einstökum af- reksmönnum eða kappliðum gengur vel, þá er oft talið að vel sé á haldið í íþróttamál- um, en þegar ver árar með snerpuna, þá vakna gagnrýn- israddir, sem oft deyja út með fyrsta íslandsmetinu vorið eftir. Þetta mat á íþróttamálum er varasamt, enda er málefnið bæði almennara og flóknara. íþróttirnar ýta undir heil- brigða samkeppni og metnað, ekki aðeins afreksmannanna heldur einnig sveitunga þeirra og samlanda. Sam- keppnin örfar iðkun íþrótta, eykur samskipti sveita og þjóða og veitir fólki gaman og ánægju. Þegar af þessum ástæðum er sjálfsagt að styðja afreksmennina og efla að- stöðu þeirra. Það má hins veg ar ekki gleyma nytsemi í- þrótta og útiveru fyrir hinn almenna borgara, sem vill sækja sér hreyfingu og ferskt loft, ánægju og tómstunda- iðkun. Þjóðfélagshættir hafa breytzt mjög á íslandi undan- farna áratugi. Aukin tækni og flutningur úr sveitum í þéttbýli hafa í auknum mæli leitt til kyrrsetu og innisetu fleiri og fieiri. Almenn þátt- taka í líkamsmennt og úti- vera er því orðin nauðsynleg, ef þjóðin á að halda hreysti og heilsu. Þess vegna verður að leggja meiri áherzlu á að efla aðstöðu til líkamsmennt- ar og hreyfingar fyrir almenn ing og efla slíka tómstunda- iðju með því að benda á nauð- syn hennar. Þetta á vitaskuld að vera unnt, án þess að draga úr stuðningi við þá, sem meiri áhuga og hreysti hafa og vilja þjálfa sig til keppni. Kostnaður við eflingu í- þrótta og útiveru fyrir al- menning á ekki að þurfa að vera fráhrindandi. Hér má nefna lagningu og snyrtingu göngubrauta í þéttbýli eða í næsta nágrenni þess, merking gönguslóða við nálæg fjöll og bygging hressingarskála, bætt aðstaða fyrir hestahald í næsta nágrenni þéttbýlis, bygging bátabryggja á hent- ugum stöðum fyrir róðra og siglingu, golfvellir, stærri og smærri og sköpun á áhuga og aðstöðu til náttúruskoðunar, t.d. fugla og söfnun steina. Hér er fátt eitt nefnt, sem gæti verið verkefni fyrir sam tök áhugamanna og hið opin- bera. Nytsemin snertir ekki aðeins líkamlega velferð borg aranna, heldur einnig heil- brigða notkun tómstunda. BREZKA SAMVELDIÐ ¥ Tndanfarið hefur staðið yf- ^ ir í London fundur for- sætisráðherra brezka samveld isins, en ríki þess eru nú 16 að tölu. Ekki er ósennilegt að tala ríkjanna aukizt í 19, þeg- ar Malawi, áður Nyasaland, hefur gengið í samveldið, Zambia, áður Norður Ródesía, hefur verið endanlega stofn- að og gengið í samveldið og Suður Ródesíu vandamálið hefur verið leyst, en það var erfiðasta viðfangsefni fund- arins. Þau ríki, sem áður voru hórnsteinar og forráðendur samveldisins, þ.e. Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja Sjá land eru nú í miklum minni- hluta, en Afríkuríki eru nú 5 og geta orðið 8 innan tíðar, Asíuríki eru 4 og Mið Am- eríkuríki 2 og getur fjölgað, ef brezka Gínea hlýtur sjálf- stæði og verður tekið í sam- veldið. Þessi þróun hefur tekið fremur skamman tíma og breytt mjög samveldinu. — Raunar hafa landsvæði þessi öll verið talin til samveldis- ins um langan aldur, en mun- urinn er sá, að nú eru þau sjálfstæðir aðilar, en voru nýlendur áður. Þessi breyting og vanda- mál, sem hún hefur fært með sér, hefur valdið umræðum í Bretlandi um gildi og þýð- ingu samveldisins. Hafa máls metandi menn þar í landi sagt, að samveldið sé orðinn skrípaleikur. Forusta Breta fyrir hinu víðáttumikla sam- veldi.er að vísu mikill stuðn- ingur fyrir Bretland á vett- vangi alþjóðastjórnmála. Sam = Óþekktir menn og konur standa vörð um líkkistu Maurice Thorez, formanns franska kommúnista- 1 flokksins. Thorez var borinn til grafar í gær — þúsundir fylgdu honum í París París, 16. júlí — NTB. ÞÚSUNDiR franskra komm- únista og margar sendinefnd- ir erlendra kommúnistaflokka voru í dag viðstaddar útför formanns franska kommún- istaflokksins, Maurice Thorez. Hann lézt fyrir skemmstu, á leið frá Frakklandi til Austur Evrópu. Mikill mannfjöldi kom saman snemma í dag fyrir framan aðalskrifstofur komm únistaflokksins í París, en þar hékk á framhlið svart sorgarklæði, ásamt rauðum fána. Þar hékk einnig stór mynd af Thorez. Til umferðatruflana kom í borginni, er mannfjöldinn fylgdi á eftir, þegar haldið var til kirkjugarðsins „Pere Lachaise" í austurhluta borg- arinnar. • Fremstur í flokki sovézku sendinefndarmannanna v a r hugmyndafræðingurinn . Mik- hail Suslov. Suslov hélt minn- ingarræðu, þar sem hann lýsti því yfir, að Thorez hefði ver- ið einlægur Marx-Leninisti, sem hefði lagt fram margar haldgóðar kenningar í barátt- unni fyrir framgangi komm- únismans. Thores varð 64 ára. 1 maí sl. var hann leystur frá störf- um frkvstjóra franska komm únistaflokksins, en tók í þess stað við nýstofnuðu embætti, og varð formaður flokksins. Thorez var sonur námu- verkamanns, og sjálfur tók hann að vinna í námum, er hann var 12 ára. 1919 tók hann fyrst að gefa sig að stjórnmálum, og fjórum árum síðar — 1923 — var hann flokksritari í Pas-de-Calais héraði. 1930 varð hann aðal- ritari flokksins, og gegndi því embætti þar til nú í vor. Thorez átti aðild að þjóð- fylkingarstjórninni, sem kom 1936 á 40 tíma vinnuviku og öðrum bótum til handa verkamönnum. Hann sat einn ig í stjórn De Gaulle árin 1945—46. Á stjórnartíma Ge- orges Bidault var hann vara- utanríkisráðherra, og hélt því embætti, er Paul Ramadier fór með stjórnartauma í Frakklandi. Eftir 1947 sat hann ekki í neinni ríkisstjórn. llimilllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllimi Húnvetningar halda mót d Hveravöllum FYRIR FIMM árum gekkst Hún- vetningafélagið í Reykjavík, fyrir móti Húnvetninga, heima og heiman, á Hveravöllum. Mót þetta sem var það fyrsta sinnar tegundar, er haldið hefur verið í óbyggðum þótti takst mjög vel og vakti mikla athygli um allt land. Margir höfðu orð á því að slíkt mót þyrfti að halda öðru hverju, með því gæfist fólki eink ar skemmtilegt tækifæri að hitt ást á stað, sem ekki er í alfara- leið, en er þé í Húnavatnssýslu. Húnvetningafélagið hefur nú veldið hefur hins vegar breytzt mjög sem efnahags- heild. Samveldislöndin fá mikinn efnahagsstuðning frá Bretum, á meðan útflutning- ur Bretlands til þessara landa minnkar. Samveldislöndin fá einnig ívilnanir við innflutn- ing til Bretlands. Brezka samveldið er mjög öflugur þáttur í heimsmálum. Framtíð þess á eftir að hafa mikil áhrif á gang alþjóða- mála ákveðið, að gangast fyrir slíku móti, á Hveravöllum 25. júlí nk. Farin verður hópferð úr Reykja vík föstudaginn 24. júlí; kl. 2 síð degis. Á laugardagsmorgun verð ur farin kynnisferð um nágrenni Hveravalla undir leiðsögn kunn ugs manns. Síðdegis sama dag verður svo sjálft mótið. Mun þar sitthvað til gamans gert eftir efn um og ástæðum, munu norðan- menn t.d. ekkert hafa á móti því að fara í reiptog aftur, en eins og kunnugt er, unnu þeir í því, á síð asta móti. Þá mun og verða harm onika með í förinni, ef einhver vildi taka sporið á Hveravöllum. Á sunnudag verður svo haldið í bæinn. Verð farmiða verður um kr. 400,00 og þarf fólk að tryggja Sér þá í tíma. Skrifstofa féiagsins verður opin föstudaginn 17. júlí, kl. 8—10 sd. en þá eru síðustu forvöð, að tryggja sér miða, og greiða helming fargjaldsins að minnsta kosti. Við viljum geta þess að Ferða- félag íslands hefur sýnt þá sér- stöku velvild að lána sæluhús sitt í sambandi við ferðina. (Frétt frá undirbúnings- nefnd mótsins). Norskur síldveiði- sjómaður drukknar LANDHELGISGÆZLAN skýrðl Mbl. frá því í gær, að mann hefði tekið út af norska síld- veiðiskipinu „Grip“ á mánudag- inn var. Ekki er vitað, með hverjum hætti atvikið átt sér stað, en skipig var þá statt ,á veiðum um 20 sjómílur suðvest- ur af Seyðisfjarðarkjafti. — Goldwater Framh. af bls. 13 ingabaráttu Repúblikanans, How ards Pyle, sem þá var kjörinn ríkisistjórj Arizona. 1952 bauð Goldwater sig fram til öldunga- deildarinnar fyrir Arizona og bar sigur af hólmi. Síðan hefur hann verið endurkjörinn einu sinni, 1958. Kona Goldwaters og börn þeirra fjögur, tvær dætur og tveir synir, hafa öll tekið þátt í kosningabaráttu hans að und- anförnu. Peggy Goldwater hefur ferðazt mikið með manni sínum og rætt við stuðningsmenn hans, en hún segist oft vera feimin og mótfallin öllu umstanginu. (Heimildir: AP og „US. Newa and Wörld Report“).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.