Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ \' | ' ‘ ' • ■' \ ! • Jföstudagur 9. okt. 1964 Rak níu daga stjórn- laust á litlum báti Hafði geíið upp alla von um björgun og vissi ekki hvað tímanum leið - Samtal við skipstjóra Drangajökuls MBL. átti í gær samtal við Jón Þorvaldssöli, skipstjóra á Drangajökli, sem þá var staddur í borginni St. John í Kanada. Drangajökull kom að litlum báti á reki aðfaranótt miðvikudags og var í bátnum einn maður, sem verið hafði á reki í 9 daga, var orðinn slæptur og vissi ekki lengur hvað tím- anum leið. Var maðurinn orðinn úrkula vonar um að honum yrði bjargað. „Þetta var um 100 mílur út af St. John kl. 2.20 um nótt ina“, sagði Jón, er við náðum af honum tali. „Þá sáum við Ijós blikka alllangt í burtu á stjórnborða. Stundum hvarf þetta Ijós alveg. Við þóttumst vita, að þarna væri eitthvað að, svo við breytum um stefnu og stímuðum að þessu. Þetta reyndist vera lítill bátur, lík- lega um sjö tonn, yfirbyggður að framan en opinn afturá. Um borð var einn maður.“ „Nú við lögðum að bátnum, köstuðum kastlínu til manns- ins, drógum hann að síðunni og tókum hann um borð. Síð- an létum við hann fara í heitt bað, hlúðum að honum og gáf um honum að borða. Hann var orðinn mjög þreyttur og slæptur, og engin talstöð var í bátnum, svo hann vissi ekkert hvað dögunum leið, og var nær orðinn vistalaus. Eitthvað snarl átti hann þó eftir, og smávegis brennivínssnaps til að hressa sig á.“ „Einhverjar seglatuskur hafði hann uppi á bátnum, en kunni ekkert með þær að fara, og hafði rekið stjórn- laust allan tímann. Það var vont veður hjá honum, og gaf mikið á bátinn, og hann kvaðst sjálfur hafa verið von- laus að lifa þetta af, ef við hefðum ekki rekizt á hann.“ „Var þetta fisikimaður?“ „Nei, þetta var bílstjóri, skildist mér, Júgóslavneskur að uppruna en fluttur til Kan- ada. Hann átti ekkert, þessi maður, var með 50 dollara í vasanum, og báturinn var ó- tryggður.“ „Hvaða ferðalag var þetta á honum?“ „Hann hafði víst ætlað að sigla bátnum yfir flóann þarna, til einhvers staðar þar, og vegalengdin var 100—150 mílur að okkur skildist. Nú, svo bilaði hjá honum vélin á fyrsta degi, og því fór sem fór.“ „Þið hafið komið bátnum til St. John?“ „Já, ég lét hengja hann aftaní, og dró hann í höfn. Það gekk ágætlega, og ég gat siglt með 10 mílna ferð. Báf- urinn er óskemmdur með öllu. Og við fórum ekki fram á nein björgunarlaun“, sagði Jón að lokum, og hló, „því aumingja maðurinn átti ekki neitt, eins og ég sagði áðan.“ Oli handrit skráð fyrir 1540 nauðsynleg við orða- bókargerð í Danmörku. segir Westergaard Nielsen orðabókina taki 25 ár til við- bótar?“ Kosningarnar í Iðju KOSNINGU fulltrúa til 29. þings A.S.f. er senn að ljúka í verkalýðsfélcgunum og er næsta he.’gi síðasta helgin til þess. Þá fara t.d. fram kosningar í Iðju og A.S.B. og í því tilefni kom blaðamaður Mbl. að máli við Guðjón Sigurðsson, formann Iðju, og innti hann tíðinda. Guðjón sagði m. a. að hann teldi litinn ávinning að því, að efna til kosninga í Iðju núna. í fyrsta lagi vegna þess að mjög skammt er síðan, að stjórnar- kjör fór fram í Iðju, þar sem yfirgnæfandi meirihluti félags- manna lýsti fullu trausti sínu á stjórn félagsins. f öðru lagi fer geysilega mikið starf í undir- búning slíkra kosninga, sem bet ur væri varið til þess að leysa ýmis hagsmunamál félags- manna. í þriðja lagi þá er 30 ára afmæli félagsins hinn 17. þessa mánaðar og vr búið að ræða við ýmsa í stjórnarandstöð unni í félaginu um að skapa ein ingu í félaginu af því tilefni, en iþví miður voru til nokkrir vikaliprir rnenn innan raða stjórnarandstöðunnar, sem skrif stofur Kommúnistaflokksins og Framsóknarflokksins gátu feng ið til þéssarar sundrungarstarf áemi, t.d. hefur rukkari Sósíal- istafélags Reykjavíkur, sem á að heita starfsmaður í Gólfteppa- gerðinni, verið önnum kafinn við að hnoða saman þessum sam eiginiega lista kommúnista og Framsóknar. Guðjón Sigurðsson. Samt tókst ekki betur til en svo, að þeir lögðu saman lista með fulltrúaefnum, sem voru sumpart réttindalausir eða með vafasömum réttindum í félag- inu, og lét ég bóka mótmæli mín f.h. félagsmanna allra hjá kjörstjórn gegn því virðingar- leysi, sem félaginu var sýnt með þessu. Listinn var nú að lokum tekinn gildur, eftir að þeir höfðu fengið tækifæri til að gera á honum umbætur. Að' lokum tók Guðjón fram, að hann treysti þvi, að hver félagsmaður gerði skvldu sína og kæmi á kjörstað og greiddi B-listanum atUvæði og hjálpaði til í kceningunum eftir fren-.,m I getu. „Aftonbladeí" heldur áfram að gagnrýna Einkaskeyti frá fréttaritara l Mbl. í Khöfn, 8. okt.: — KXTRABLADEX ræðir í dag handritamálið og gagnrýnir, að listanum, sem gerður hefur verið yfir handritin, er afhenda á, Erik Eriksen, formaður Vinstriflokksins “Ég er hlynntur nlhendingu" segir Erik Erikssen i Einkaskeyti frá fréttaritara . | Mbl. í Kaupmannahöfn 8. okt. I I „Sjællands Tidende“ blað \ ; Vinstrifiokksins, sneri sér í | I dag tii formanns flokksins, \ l Eriks Eriksen, fyrrv. forsætis | 1 ráðherra, og spurði hann um = ; afstöðu hans til handritamáls = 1 ins. Sem kunnugt er, hefur \ ; ritstjóri blaðsins Erhard i ; Larsen, lýst sig eindreginn \ \ andstæðing afhendingar hand | ; ritanna. I ; Við blaðið segir Eriksen: I ; „Ég hef ekki breytt afstöðu j ; minni til afhendingar hand- \ ; ritanna frá því að síðast var I j fjailað um frumvarpið. Ég er \ I hlysuxtur afhendingu.“ : Rytgárd I hafi verið haldið leyndum og dönskum vísindamönnum og stjórnmálamönnum ekki veitzt tækifæri til þess að kynna sér hann. Vitnar blaðið í 7. grein samningsuppkastsins um afhend ingu handritanna, en þar segir, að ekki skuli afhenda handrit, sem danskir málvísindamenn telji mikilvæg samningu nýrrar orðabókar, sem unnið sé að í Danmörku. Þau handrit skuli ekki afhent fyrr en þau hafi ver- ið notuð, en j síðasta lagi eftir 25 ár. Extrabladet spyr formann Árnasafns, dr. phil. Chr. Wester gaard Nieisen, við hvaða hand- rit þessi grein eigi og hann svarar: „Það eru öll handrit, sem rituð eru fyrir 1540“. Síðan spyr blaðið Westergaard Nielsen: „Er það mikill hluti handritanna, sem gera má ráð fyrir að afhenda eigi?“ „í stuttu máli sagt, eru það þau öll“. „Er hugsanlegt, að starfið við „Já, það er hugsanlegt. Starf- ið hefur þegar tekið um 25 ár, en við vonum, að því verði lokið meðan vísindamennirnir, sem nú vinna vil orðabókina, lifa. En til þess verða þeir að hafa vinnu frið. En ekki er hægt að segja, að þeir hafi haft það til þessa“. — Rytgaard. Vörubílstjóri gefi sig fram UM KL. 10:30 á miðvikudags- morgun varð drengur fyrir vöru bíl á mótum Njálsgötu og Vita- stígs. Mun drengurinn hafa lent á hlið vörubílsins, og hlaut við það brákun á vinstri olnboga. Drengurinn lýsir vörubílnum svo að hann hafi verið grænn með kastljósi á þakinu. Það eru til- mæli rannsóknarlögreglunnar að umræddur vörubílstjóri, svo og vitni að slysinu, gefi sig fram. j NA 15 hnútar W SVSOhr,^ X Snfékom* % w 9 W «/ U Skunr Z Þrjtnur y//f Kutíoskií H Hmk MrÁlklW HihM .L Lagi í FYRRINÓTT var hæg N-átt stig, á Eyrarbakka og í Búðar- um allt land. Norðan lands var dal 6 stig en í Reykjavík komst vægt frost og él en sunnan frostið ekki nema í 3 stig. — lands og vestan var stillt og Miklar likur eru á því að vind- bjart, enda allhart næt.urfrost. ur verði áfram við norðrið á Mest var það á Þingvöllum, 8 næstunni. sænsku flugmálastjórnina fyrir afstöðuna til Loftleiða Stokkhólmi 8. sept. Einkaskeyti frá AP. S Æ N S K A eftirmiðdagsblaðið „Aftonbladet" heldur í dag á- fram að gagnrýna sænsk yfirvöld fyrir, eins og blaðið segir, „að ofsækja Loftleiðir“, og hvetur þau til að hætta því. „Aftonblad- et“ kemur út í um það bil 300 þús. eintökum og er stjórnað af sænsku verkalýðsfélögunum. í gær og dag hefur blaðið varið samtals þremur síðum undir efni um Loftleiðir. f gær sakaði blað- ið sænsk loftferðayfirvöld um að þau væru „sendisveinar SAS“ og í dag gagnrýnir það flugmála- stjórnina á ný. Blaðið bendir á, að i henni eigi m. a. sæti Marcus Wallenberg, sem einnig hafi mik- il völd innan SAS og Ake Virsen, fyrrv. yfirmaður flugfélagsins „Aerotransport", sem er dóttur- fyrirtæki SAS. Blaðið segir: „Það eru engin takmörk fyrir því hve flugmála- vfirvöldin sýna mikla snilli í of- sóknum sínum á hendur Loftleið Ólöomæt prests- kosning í Hvera- PRESTSKOSNINGAR fóru fram í Hveragerði sl. sunnudag, og voru atkvæði talin á skrifstofu biskups í gærmorgun. Á kjör- skrá voru 715, en atkvæði greiddu 522. Kosningin var ólög- mæt. Sigurður K. G. Sigurðsson, guðfræðikandidat hlaut 215 at- kvæði, Einar Ólafsson, guðfræði- kandidat, hlaut 213, séra Lárus Halldórsson 124 og séra Sigur- páll Óskarsson hlaut 12 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir. — Séra Pétur Ingjaldsson afturkallaði umsókn sína, áður en til kosn- ingar kom. um, en ljóst er, að þau vilja hindra starfsemi félagsins, hvað sem það kostar.“ Gagnrýni sinni á stjórnina vegna afstöðu hennar til Loft- leiða fylgir blaðið eftir í rit- stjórnargrein. Þar segir m. a., að árásir SAS og flugmálastjórnar- innar á Loftleiðum verði æ níð- ingslegri. Blaðið heldur áfram: „Við getum vel skilið gremju SAS yfir tilveru flugfélags, sem berst heiðarlegri baráttu til þess að fá sem flesta farþega. En það er erfiðara að skilja aðgerðir sænsku flugmálastjórnarinnar í þessu máli, en hún virðist líta á sig og SAS sem eitt“ Og blaðíð spyr: „Er Henrik Winborg, forseti flugmálastjórnarinnar, aðéins leppur Karls Nilssons.“ Að lokum segir blaðið: „Hættið að ofsækja Loftleiðir, látið félag- ið í friði.“ Strákarnir íundust í GÆR hafði lögreglan upp á tveimur drengjum, 6 og 7 ára gömlum, sem fyrr í vikunni skutu steini með teygjubyssu í auga roskins manns við Álfta- rnýri, en svo sem skýrt var frá í Mbl. í gær, slasaðist maðurinn á auga. Eru menn þó vongóðir um að hann muni ná sér. Lögreglan segir, að fleiri böm í þessu sama hverfi hafi verið að leika sér með teygjubyssur, og voru tvær slíkar teknar af óvitum í gær. Vill lögreglan brýna fyrir fullorðnum, að fylgjast með því hvort börn séu með þessi tæki, og taka þau áí þeim. Fyrr í sumar varð slys af teygj ubyssu í þessu sama hverfiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.