Morgunblaðið - 09.10.1964, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.10.1964, Qupperneq 10
10 MORGUNBLADID Föstudagur 9. okt. 1964 Henry A. Hálfdánsson: Minningardagur Leifs Eiríkssonar 9. OKTÓBER er dagur, sem héðan í frá á að vera skráður f hug oig hjarta hvers og einasta íslendings. Á þessum degi verð- ur vonandi flaggað hér hressi- lega í byggð og bæ, af öllum sem íslenzkan fána eiga og ein hver ráð hafa á fánastöng. En þessi dagur hefur fyrir at beina Lyndon B. Johnson, Banda ríkjaforseta, verið ákveðinn minningardagur þess að Leifur Eiríksson fann Vínland hið góða. Það var hann, sem með dirsku sinni og dugnaði, fyrstur Ev- rópumanna hóf landnám í Vest- urheimi, en það landnám leiddi síðan af sér fund sjálfs megin- landsins. Og hvað sem hver seg ir, þá verður það ekki hrakið, að Eiríkur rauði, Leifur sonur hans og þeir, er þeim fylgdu — voru allir ís'endingar í húð og Ihár og jafnvel uppaldir og fædd ir í sömu sveit á íslandi. Þess vegna er þessi viður- kenning á landafundi Leifs Ei- ríkssonar íslenzku þjóðinni afar mikilsvirði og Lyndon B. John- son forseti á miklar þakkir skilið fyrir þetta drengskapar- bragð sitt að draga úr öllum vafa um þetta efni. Fyrir þetta mun hann ekki einunigis hljóta heiðursrúm í huga ísjendinga, heldur hefur hann með þessari ákvörðun sinni, tryggt sér ör- uggan sess í veraldarsögunni, eins og þeir aðrir miklir valda- menn, er fella réttan úrskurð í heimssögulegu máli. Reyndar hefur stjórn ,Banda- ríkjanna áður viðurkennt þessa staðreynd um landafund Leifs Eiríkssonar, eins og er þeir sendu þjóðinni hið mikla Leifs minnismerki að gjöf, á 1000 ára afmæli Alþingis. Svo dýrmæt, sem sú viðurkenning var, þá get ur hún ekki að staðaldri vakið þá heimsathygli, sem hinn ár- legi minningardagur áreiðaniega á eftir að gera. En mestar þakkir fyrir þessa viðurkenninigu á Leifi Eiriks- syni, mun þó Leifs Eiríkssonar nefndin í Bandaríkjunum eiga. Eru það samtök manna af „nor- rænu“ þjóðerni, er með frábær- um dugnaði hafa reynt að vinna þessu máli fylgi á opinberum vettvangi. Vestur-íslendingar hafa verið þar mjög virkir í verki, meðan íslendingar hér heima hafa sýnt þessu allt of mikið tómlæti á margan hátt og engan fulltrúa átt í þessari nefnd þar til nú, að Gísli J. Johnsen stórkaupmaður og fyrv. ræðismaður hlaut sæti í nefnd inni. Mestan áhuga hafa Norðmenn sýnt í þessu máli. Rennur þeim blóðið til skyldunnar, þar sem þeir telja Eirík og Leif hafa ver- ið Norðmenn og því verður ekki neitað að það voru þeir að lang feðgatali eins og mikill hluti þjóðarinnar. En íslendingar urðu fljótt meitlaðir raeð öðrum hætti og þeir urðu fljótir til að aðskilja sig frá frændum sínum Norðmönnum á marga vegu. Allt þetta tal um „norræna" menn á Grænlandi og í Vestur- heimi hefur verið út í hött hvað Íslendinga snerti. beir notuðu orð in „austmaður" og „norrænn“ til að skilgreina það að ekki væri um íslendinga að ræða. Ekki er vitað uim neina „nor- ræna“ menn er sigldu til Vestur heims fyrstu 100 árin fram að árin-u 1100, þótt íslendingar og íslenzku landnemarnir í Græn- landi sigldu þangað nærri árlega á þessu tímabili. Þetta má ráða af ferða og landa lýsingu í Ei- ríkssögu og Grænlendingasögu sem senni ega er sambland af lýsingum frá mörguim ferðum á ýmsum tímum. Allar líkur benda til þess að það Vínland, sem Leifur fann, sé austurströnd Bandaríkjanna á Cape Cod svæðinu, enda á lýs ingin um siglingu og landgæði ekki annarsstaðar við. Löndin þar norður af eru fiundin og könnuð af Bjarna Herjólfssyni, Þorfinni karsefni og öðruim ís- lendingum og Grænlendingum er á eftir þeim kom-u. En Leifur varð fyrsti maðurinn til að stíga á land í Vesturiheimi og til þess að sanna gæði landsins. En norrænir menn voru þarna líka á ferð þótt löngu seinna væri. í Grænlendingaþætti, sem skráður er á fslandi eftir mönn Trésmíðavél óskast til kaups. Yfirtaka á verkstæði getur komið til greina. KJARTAN ÓLAFSSON, Bólstaðarhlíð 33 — Sími 10528. Dömur Tökum upp í dag GREIÐSLUSLOPPA stutta — síða. STÍF SKJÖRT — UNDIRPILS DAKRON TEPPI og PÚÐA HJÁ BÁRU Austurstræti 14. Lagheníur maður óskast Neon - Rafíjósagerð Sími 38000. u-m sem komu við sögu og voru lifandi er sagnaritun hófst á ís- landi, nær tiveimur öldum eftir fund Grænlands. Þar er eftir- f-arandi skilgreininig gerð á nor rænum mönnum: „Þeir Einar Sokkason og Arnaldur byskup lögðu af stað til Grænlands á einu skipi. Á öðru skipi bjósk Arinbjörn austmaður og n-orræn ir menn með honum“. Þar er að segja, að þarna voru hvorki ís- lendingar eða Grænlendingar um borð. Þetta skip Arinbjarn- ar, er talið var með mestu skip um er Norðmenn þá áttu, lenti í Grænlandsóbyggðum og þar varð öil skipshöfnin h-ungur- morða og er þ-að ein af hörmu- leg-ustu slysasögum 12. ald-arinn ar. Á öðrum stað í Grænlendinga þætti segir svo: „f vestri-byggð var þá an-nað kaupskip, þar var á Kolbeinn Þorljótsson, norrænn mað-ur (það er norsk-ur). Hinu þriðja skipi réði sá maður er Hermundur hét og var Koðransson og Þor- gils bróðir hans og höfðu mikla sveit manna“. Þarna er ekki ver ið að geta um þjóðernið á stýri- mönnu'm eða hinni mikl-u sveit manna, þótt í Grænlandi væru. En þetta voru íslenzkir sjómenn sem allir könn-uðust við eins og síldarkóngana okkar í dag. Bræð urnir voru synir Koðrans í Kal- mannstungu, Borgarfirði, Orms- sonar, Hermundssonar, Iljugaso-n ar svarta. Am-ma þeirra var Her dís dóttir Bolla Bollasonar og Þórdísar dóttur Snorra goða. Her mundur stýri-mað-ur var afi Inigi bjargar dóttur Snorra Sturluson ar og er óþarft að halda að at- burðirnir í Grænlendingaþætti hafi skolast í meðförum manna. Allt fram á Sturlungaöld sigdu íslendin-gar fjölmennir vestur á bóginn. Það v-akti mikinn fögnuð með al íslendinga í Græ-nlan-di er spurðist um fund Leifs. Mikill hugur var í mönnu-m að kan-na landið, svo jafnvel faðir hans lét tilleiðast að fara í könnunar ferð með heimamönnum sínum. Var sú ferð all merkile-g og sýndi þá feikna erfiðleika sem var við að stríða í váiyndum veðrum á opnum og lítt búnum skipum. Strax næ-sta vor a-fréðu Bröttu hlíðarmenn að fara í Vínlands- ferð. Glaðir siigldu þeir út Eiríksfjörð og þ-ó-tti þeim allivel horfa um sín efni. En þá velkti úti len-gi í hafi og þeir komust ek-ki á þær slóðir sem þ-eir vildu. Var þetta mikil hrakn- ingaför en heim náðu þeir í Eiríksfjörð um haustið er ve-tur gekk í garð. Þá mælti Eiríkur: „Kátari sigldum vér í sumar út úr firðinum en nú erum vér,“ og taldi hann þá þó ekki aiveg heill-um horfn-a. En í vesturför var ekki aftur haldið fyrr en Þorfinnur karls- efni og félagar hans komu frá íslandi og hugðust hefja nýtt landnám í Vesturh-eimi. Sú ferð varð all frækileg. Þorfinn karls efni má tvímælalaust telja fremstan íslenzk-a-n sigiinga- m-ann og einn mesta landkönn- uð allra tíma. Að langfeð-gatali er hann nokkuð víð-norrænn 8. maður frá Ragnari kon-ungi loð brók, 5. maður frá Kjarvali Ira- konungi og 5. mað-ur frá Þor- steini rauð Skotakonungi en afi hans var hinn mikli breiðfirzki höfðingi, Þórð-ur gellir, en í ætt við hann er hávaðinn a-f þeim íslendingum sem nú lifa. En þótt Karlsefni kannaði mest hin nýj-u lönd, væri þar búsettur um tíma og fáðir fyrsta hvíta barnsins, sem þar fædd- ist, þá á Leifur Eiríksson tví- mæ-lalaust heiðurinn af því að hafa verið fyrstur og vísað þang að veiginn þó ekki gerði hann fleiri tilraunir til að ko-mast þangiað svo vitað sé. Sagan af fundi Vínlands er stutt en snjallt framsett í Eiríks sö-gu rauða og hljóð-ar þannig: „Lætur Leifur í haf og er lengi úti og hitti á land þar, er hann vissi éð-ur enga von til. Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru þau tré er Mös-urr heita og höfðu þeir af þessu öllu nokkur merki, suim tré voru svo mikil, að í hús voru lögð. Leifur fann menn á skipsflaki og f-utti heim með sér. Sýndi hann í þessu hina mestu stórme-nnsku og dremgskap sem mörgu öðru, er hann kom kristni á landið, o-g var j-afnan síðan kallaður Leif- ur inn heppni.“ Það er þessa stórmerka dreng skaparmanns, m-annsins er fann fyrstur Vesturh-eim, sem vér minnumst nú og æfinlega fyrir þetta atvik, með því að draga fána að hún á hverri stöng í landi og á hverju fljótandi farú Verum nú einu sinni sam- taka. Henry A. Hálfdánarson, Erik Morgensen stöðvarstfóri - minning í DAG verður jarðsettur Erik Mogensen, stöðvarstjóri við Lax- eldisstöð ríkisins í Kollafirði. Hann andaðist á Landakotsspít ala hinn 4. þ.m. eftir erfiða sjúk dómslegu, aðeins tæplega fertug ur að aldri. Erik Júlíus Mogensen, en svo hét hann fullu nafni, var fædd- ur í Reykjavík 30. okt. 1924, sonur hjónanna P. L. Mogensen, lyfsala, og Ingeborg Mogensen. Hann var næstyngstur af ellefu systkinum. Erik tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1946, og fór til náms í tannlækn ingum til Dublin á írlandi, en hvarf frá því námi. Siðar fór hann til Danmerkur til þess að nema fiskeldi, og vann þar á tveimur eldisstöðvum. Vorið 1951 kom hann heim og hóf starf við klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Efri-Elliðaár, en það hafði Rafmagnsveitan starfrækt síðan 1932. Á næsta vori hóf Rafmagnsveitan laxeldi við Elliðaárnar og stóð Erik Mog ensen fyrir því jafnframt klak- starfseminni. Þegar fiskeldi er hafið á nýj- um stað, verður að yfirvinna margskonar byrjunarörðugleika, áður en það kemst í fast horf. Var Erik því mikill vandi á hönd um. En svo vel tókst til með laxeldið, að það komst á góðan rekspöl á fáum árum, og er lax- eldið nú fastmótuð starfsemi hjá Rafmagnsveitunni. Við laxeldið var lögð aðaláherzla á að ala laxaseiðin sumarlangt, og þeim síðan sleppt í árnar að haustinu. Var þessi starfsemi Rafmagns- veitunnar undir stjórn Eriks upp hafið af íyrsta reglubundnu lax eldi hér á landi og merkur á- fangi í fiskeldismálum okkar. í ágústmánuði 1961 hóf ríkið að reisa Laxeldisstöðina í Kolla- firði. Réðst Erik Mogensen til starfa við hana. Mikill fengurvar af því fyrir hina nýju eldisstöð að fá sem stöðvarsfjóra þann |s- lending, sem mesta kunnáttu og reynslu hafði á að ala upp lax hér á landi. Kollafjarðarstöðinni er ætlað að hafa miklu víðtæk- KEXVERKSMIÐJAN ^TÓn SÚKKULAÐI ara starfsvið en Eldisstöð Raf- magnsveitunnar og biðu Erik því mörg ný vandamál til úrlausn- ar, er hann tók við starfi þar, Má telja, að vel hafi rætzt úr um lausn margra byrjunarörðug- leika þó að starfstíminn hafi verið stuttur og átti Erik Mog- ensen sinn mikilvæga hluta af því. Síðustu mánuðina naut hann sin ekki í starfi, því að sjúkdóm urinn, sem dró hann til bana, þjáði hann mjög. Þrátt fyrir það bar hann sig vel og stundaði vinnu sína, þó að oft væri hann sárþjáður. Á starfstíma hans hafa veiði- málin verið í örri þróun. Var hann mjög áhugasamur um framgang þeirra mála og leituðu margir áhugamenn um fiskeldi og fiskrækt til hans með vanda mál sín. Sparaði hann þá hvorki tíma né fyrirhöfn við að liðsinna þeim, enda var hann mjög hjálp samur og ósérhlífinn. Þó að ævi Eriks Mogensen yrði ekki löng, vann hann merkilegt brautryðjandastarf á sviði fisk- eldis hér á landi. Hann var fyrsti íslendingur, sem fór utan til þess að afla sér þekkingar við að ala upp laxfiska, og sem vann óslitið við það upp frá því, með- an líf og heilsa leyfðu. Ævi- Framhald á bls. 31. , '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.