Morgunblaðið - 09.10.1964, Side 22

Morgunblaðið - 09.10.1964, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. okt. 1964 IV. GREIN ÚR KANADAFÖR HJIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIHIIIlimimillll!llllllllllllllllllM!lllll § NOKKRAR ungar konur § sátu í sólbaði við enda'nn á 1 sundlauginni í garðinum, s sem er umgirtur af gisti- s herbergjum Motel Pierre í s Montreal, og börn, flest sá, M léku sér þar hjá. ; ,,Þetta eru íslendingar,“ || sagði Sigurður Magnússon, 1 sem kenndi þar eiginkonur 1 nokkurra Loftleiðamann- § anna, sem þarna búa á með 1 an á þjálfun þeirra stend- | ur. — Þær voru brosmildar, ungu S frúrnar — og ekki stóð á svar- §[ inu, þegar þær voru fepúrðar = að því, hvernig væri að dvelj- = ast hér. „Dásamlegt, alveg = draumur — við gerum ekki M annað en liggja í sólbaði,“ §j sagði Edda Jóhannsdóttir. „Ég kom 10. ágúst,“ sagði = Guðiaug Magnúsdóttir, „og Í þetta er alveg yndisiegt. Ég er **fc Við sundlaugina á Motel Pierre. „Innrásarliðið“, sem var þar allsráðandi á daginn. 1 Edda Jóhannsdóttir bregður sér í gervi hárgreiðslukonu. með tvö börn. Þau una sér vel hérna. Dóttirin datt að vísu í laugina í öllum fötúm, en það hefur ekkert að segja." „Já, og einn veiddi ég upp úr henni í dag,“ sagði Édda, „en það eykur nú bara á ánægjuna svona eftir á.“ „Dagana, sem ekki er sól, er farið niður í borgina — við notum þá til að verzla. Nei, við höfum ekki yfir neinu að kvarta." „Við þurfum ekki að sinna mönnunum svo mikið,“ segir Edda. „Þeir borða í skólanum á daginn, en þá fáum við okk- ur bara hamborgara." — Þið eruð sem sagt alveg dús við tilveruna? „Já, ég segi nú ekki margt,“ svaraði Edda. „Þetta er það bezta, sem fyrir gat komið. Verst er áð það eru aðéins þrjár vikur eftir, en við kom- um við í New York á heim- leiðinni, skoðum heimssýning- una og svoleiðis. — Hvað eruð þið með mik- ið af börnum? — Ja, ætli þau séu ekki ein þrettán.“ Með sex manna f jöl- skyldu Stefán Gíslason, flugstjóri, er með fjölmennustu fjölskyld una af þeim Loftleiðamönn- um, konu og fjögur börn. Mér fannst því tilvalið að heim- sækja hann. Það gekk að venju erfiðlega að fá smáfólkið til þess að sitja fyrir. „Það var nú ekki meining- in að taka fjalskylduna með,“ sagði Stefán, „en ég var á spítala skömmu áður en farið var og hafði ekki náð mér að fullu svo konan kom eiginlega með sem hjúkrunarkona. — Og þá sló ég þessu upp í kæru- leysi og við fóru'm öil.“ Kona Stefáns er Elsa Þór- arinsdóttir. „Hvernig er að vera húsmóðir héma, Elsa?“ „Dásamlegt í einu orði sagt. Það er ákaflega þægilegt að gera .matarinnkaup í „Super- market“. Það er einn hér ná- lægt, en fyrir helgar förum við á stærri markaði þar sem úrvalið er meira.“ „Já, já, hér er hægt að fá fisk, t.d. reyktan þorsk, nýja ýsu, lax og svoleiðis,“ sagði Stefán. Hangikjötslykt lagði um íbúðina. — Og fáið þið líka hangi- kjöt hér? „Ne-ei, við fengum hangi- kjöt sent að heiman í gær og höldum veizlu í dag. Kjöt er yfirleitt dýrt hér, en fisk- urinn er ódýrari. Annars nota Kanadamennirnir miklu meira grænmeti en við.“ — Hvernig eyðið þið. svo dögunum, Elsa? „Úti við laugina — og för- um í kaffi hver til annarrar, .ef ekki er sól.“ — Þær sögðu mér nú áðan úti að þá færuð þið í búðir. „Já, stundum gerum við það, þó er það farið að minnka.“ „Það kemur nú af sjálfu sér, þegar aukapeningarnir, sem við höfðum með að heiman, eru búnir“, sagði Stefán og brosti. — En hvað gerið þið karl- mennimir ykkur til dundurs í frítímanum? „Ja, ég er nú fjölskyldu- maður, en annars er það ým- islegt. Það er fótboltavöllur hér skammt frá, tennis- og Maður verður að bleyta skrokkinn annað slagið svo maður verði brúnni, segir Guðlaug Magnúsdóttir. badmintonvöllur. Strákarnir fara þangað oft. Canadair- mennirnir eiga þessa velli, og þeir vilja allt fyrir okkur gera. Svo er lesið og horft á sjónvarp." — En krakkarnir? „Þeir leika sér mest hérna úti. Strákarnir eru að vísu verst settir, því þeir eiga enga miitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiifiiMiiiiiiiiiiiiiiiiHiMmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii.'iiiiiiiiiiMiiiiiiiiii umiiiiiumMiiiiiiiiiiiiiiMMiiiiiimiiiiii iíiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii .iimmimimiiiiiiiMiimiiiimmmmimimiiiiiMmiiiimMiiMiiiiiiiMimiiiimimiiiinB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.