Morgunblaðið - 09.10.1964, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.10.1964, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. ökt. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbr eiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innaniands. 5.00 eintakið. HA GSMUNIR SMÁÞJÓÐARINNAR Cú var tíðin, að menn gerðu ^ sér ekki miklar grillur út af því úti í hinum stóra heimi, hvað sagt var eða hugsað í kotríkjunum. Máttur hins sterka réð lögum og lofum og ástæðulaust var talið að velta vöngum yfir hagsmun- um eða þörfum annarra þjóða. Nú er þetta breytt. Menn finna í æ ríkari mæli, að fram tíð mannkynsins verður því aðeins tryggð að í samskipt- um þjóðanna ríki réttlæti og skilningur, en hagsmunir hins smáa séu ekki ofurliði bornir í skjóli valdsins. Við íslendingar höfum hvorki haft vilja né getu til að framfylgja málum okkar með valdi. En við höfum fylgt eftir sjónarmiðum okkar með rökum. Við höfum verið svo gæfusamir að eiga mest skipti við þær þjóðir, sem þroskað- astar eru og fyrstar hafa gert sér grein fyrir samábyrgð þjóðanna og nauðsyn á rétt- sýni í samskiptum þeirra. í dag er þess minnzt að Leifur Eiríksson fann Vín- land. 9. október hefur verið ákveðinn dagur Leifs heppna með tilskipun Lyndon B. Johnsons Bandaríkjaforseta. Þannig hefur löng barátta fyrir staðfestingu þess, að ís- lendingar hafi fyrstir fundið Ameríku borið árangur. Að vísu fékkst slík viður- kenning 1930, þegar Banda- ríkjastjórn gaf íslendingum styttu Leifs heppna með árit- un, sem minnti á landafundi hans, en samt hefur það fram að þessu verið almenn skoð- un erlendis, að Kolumbus hafi fyrstur fundið Ameríku, en nú er hið rétta undirstrikað. En við íslendingar gleðj- umst ekki einungis vegna Leifs Eiríkssonar dagsins. Við fögnum líka þeim vinarhug, sem berst frá Dönum, er þeir á ný leggja handritafrum- varpið fyrir þingið. Við get- um ekki ætlazt til þess ,að sér- hver einstaklingur í Dan- mörku sýni þá réttsýni og þann skilning á tilfinningum smáþjóðar, sern fram hefur komið í afstöðu meirihluta danska þingsins. Við skulum þess vegna reyna að forðast beizkju í garð þeirra manna, sem reyna að hindra afhend- ingu handritanna, en barátta þeirra eykur virðingu okkar og vinarhug í garð þeirra, sem fyrir réttlætinu berjast gegn harðri andstöðu. íslendingar fagna og þakka ummæli eins og þau, sem K. B. Andersen, fræðslumálaráð- herra Danmerkur, viðhafði í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann sagði: „Við í rík- isstjórninni vonum að frum- varpið fái góða og virðulega afgreiðslu í þinginu, svo að allt þetta mál verði úr sög- unni í eitt skipti fyrir ölL“ GÆZLA HANDRITANNA T»egar tilbúin rök og hrein ósannindi eru notuð af andstæðingum okkar í hand- ritamálinu til þess að reyna að hindra heilbrigða og rétt- láta lausn þess, hljótum við að andmæla og draga hið rétta fram í dagsljósið. Við skulum engum fölsunum beita og forð ast allt ofstæki. Það var virðulegur og rétt- mætur málflutningur, sem einkenndi fund dr. Einars Ólafs Sveinssonar, forstöðu- manns Handritastofnunarinn ar og stjórnarmanna hennar á blaðamannafundi í fyrradag. Þar var sú fullyrðing hrakin með skýrum og einföldum rökum, að við íslendingar værum ekki færir um gæzlu handritanna. Skulu þau rök ekki endur- tekin hér, en aðeins staðhæft svo ekki fari milli mála — og þar talar Morgunblaðið örugg lega fyrir munn hvers ein- asta íslendings, — að ekkert mun verða til sparað til að gæta handritanna og auð- velda vísindarannsóknir. Við erum að vísu fáir og fátækir, en við erum nægilega margir og nægilega auðugir til þess að sýna það og sanna, að hér og aðeins hér eru handritin heima. AÐSTOÐ VIÐ DREIFBÝUÐ Ckilningur manna vex ^ nauðsyn þess, að aðstoða við uppbyggingu í dreifbýl- inu, því að það er engum í hag að fólk streymi til Reykjavíkur og nágrennis. Bæði skapar það erfið vanda mál á þessu svæði og eins fara forgörðum verðmæti og dýrmæt aðstaða víða úti um landsbyggðina. Sú tilhögun, sem ungir Sjálfstæðismenn fyrst bentu á Unniö að gerð ganganna undir múrinn í hálft ár 57 tokst að flýja áður en a.—þ ýzka lög- reglan upp- götvaði þau EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, tókst 57 mönn um að flýja til Vestur-Ber- línar um göng undir múrinn um síðustu helgi. Gönginn voru 11 metra undir yfirborði jarðar, grafin úr kjallara gamals - brauð- gerðarhúsis við Bernauer- stræti í Vestur-Berlín. Fyrst var grafin ferköntuð hola 11 metra niður, en út frá henni voru göngin grafin. Voru þau um 60 crr, á hæð og urðu flóttamennirnir að skríða um þau á fjórum fótum. Mikil leðja og bleyta var í göngun- um. I Austur-Berlín korau göng in upp í gömlu saierni. Fyrstu flóttamennirnir, sem fóru um gönigin komu til hússins, sem þau lágu frá á laugardaginn. Ferðin um göngin tók ekki langan tíma, en upp úr þeim voru flóttamennirnir dregnir í stól eins og sést á meðfylgj andi mynd. Flóttamennirnir fóru um göngin í smáhópum og þau voru í notkun í tvo sólahringa en þá urðu austur-þýzkir landamæraverðir varir við tortryggilegar mannaferðir til hússins, sem göngin lágu frá. Sem kunnugt er, voru öll hús, sem eru nær múrmum en 100 m. A-megin, tæmd skömmu eftir að hann var reistur og standa nú auð. '. þessu lOOm svæði hafa Austur-Þjóðverj- ar komið fyrir gaddavírsgirð ingum og jarðsprengjum, og þess vegna urðu göngin að liggja út fyrir það. Þau voru alls 140m á lengd. Það voru stúdentar frá Vestur-Berlín, sem grófu göngin, og hafa þeir unnið að því frá aprílbyrjun. Starf- ið var erfitt og áhættusamt, því að Austur-Þjóðverjar hafa grafið hljóðnema í jörð sín megin við múrinn til þess að reyna að fylgjast með, hvort tilraunir eru gerðar til þess að grafa undir hann. Um 35 stúder.tar frá Vestur Berlín tóku þátt í gerð gang anna. Þeir fóru mjög leynt með starfið og fólkið, sem bjó á efri hæð hússins, vissi ekk ert hvað verið var að gera í kjallaranum. Meðan verið var að grafa göngin, tókst stúdentunum að gera fólki austan múrsins aðvart og var því sagt, að það mætti gera ráð fyrir að geta flúið innan skamms. Þegar göngin voru tilbúin, var boðuim kom ið til fólksins, og það kom í skyndi til borgarmarkanna. Flestir tóku ekki með sér annað en fötin, sem þeir voru í. Það voru 23 karlar, 31 kona og 3 börn, sem tókst að flýja um göngin um helgina. Þegar austur-þýzku verðirnir upp- götvuðu þau, voru enn nokkr ir flóttamenn á leið vestur, en þeir siuppu allir ómeiddir þrátt fyrir skothríð að austan. Þrír menn frá V.-Berlín voru austan rnegin að aðstoða við flóttann, þegar A.-Þjóð- verjarnir komu, en þeim tókst að komast niður í göngin. í skothríðinni, sem varð við , enda ganganna féll einn af a.-þýzku vörðunum. Er senni lega talið, að félagar hans hafi hitt hann af slysni, en einnig hafa menn , getið sér þess til, að hann hafi ætlað að flýja um göngin, en verið stöðvaður með skothríð. í Vestur-Þýzkalandi velta blöðin því fyrir sér hver innar, en talið er að hún ha.fi kostað um 300 þús. ísl. kr. hafi veitt fé til gangagerðar Sumir telja, að kristilegi Demókrataflokkurinn ha.fi kostað starfið, en þeir eru fleiri, sem telja, að það hafi verið vikublaðið „Der Stern.“ En margar flóttatilraunir um göng undir múrinn hafa ver- ið kostaðar af vikublöðum í V.-Þýzkala.ndi. Konu hjálpað úr stólnum, sem in til j'.óttan annanna. látinn var síga niður í göng- og nú nýtur almenns stuðn- ings, að koma upp byggða- kjörnum víða um land, er áreiðanlega happadrýgsta leiðin til að stemma stigu við fólksflótta úr dreifbýlinu. Til að stuðla að þessari þró- un virðist einna heppilegast að greiða fyrir því að ný fyrirtæki rísi á vegum ein- staklinga og félagasamtaka úti um hinar dreifðu byggð- ír, en ekki vafasöim ríkis- fyrirtæki. Þetta mætti gjarnan gera með því að ríkið hefði for- göngu um hagstæðar lánveit- ingar til slíkra fyrirtækja eða veitti jafnvel beinan styrk í eitt skipti, ef fyrirtækin settu sig niður á ákveðnum stöðum, í staðinn fyrir að hefja rekst- ur suðvestanlands. Við erum að vísu fjármagns litlir, en samt sem áður ætti að vera unnt að hefja slikar aðgerðir. Það er ekki nauð- synlegt að það væri fyr.it í stað í mjög stórum stíl, en brátt mundi að því koma að slíkar aðgerðir yrðu taldar svo sjálfsagðar, að frekar yrði að gert. Sjónvarpsáliugi á Eyrarbakka ERARBAKKA 5. okt. — Mikill sjónvarpsáhugi ríkir nú meðaí fólks á Eyrarbakka, og hefur sjónvarpseigendum fjölgað mjög hér upp á síðkastið. Segja má, að sjónvarpsstengurnar þjóti hér upp eins og gorkúlur. í viku hverri bætast við eitt til þrjú sjónvarpstæki í kauptúninu. — Ó. M. Hollywood, 7. okt. — NTB; LEIKARINN Theodor von Elta lézt í Hollywood í gær eftir langa sjúkdómslegu. Hann varS sjötxu ára gamalL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.