Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N B LADSÐ Föstu'dagur 9. okt. 1964 ÚTVARP REYKJAVfK VTGNIH Guðmundsson annaðist þáttinn: „Við fjallavötnin fagur blá“, sunnudagskvöldið 27. sept. Raeddi hann um Arnarvatn hið mikla á Arnarvatnsheiði, en þangað brá hann sér í sumar , ásamt fleiri ferðamönnum. Ekki mun honum hafa unnizt tími til að mæla stærð vatnsins, a.m.k. greindi hann ekki frá henni. Hins vegar óf hann ýmsar þjóðsögur inn í frásögn sína um Arnar- vatn og Arnarvatnsheiði, svo að úr þessu varð hinn skemmtileg- asti þáttur. Vonandi fer nú að líða að þvi, að Vignir komi með þjóðsöguþátt sinn í útvarpið á nýjan leik. í hvipps og hvapps þættinum síðar um kvöldið átti Agnar Guðnason fyrst skemmti- legt viðtal við Jón Jóhannsson, foónda á Skarði í Fnjóskadal. Síðar brá hann sér í Tungna- réttir og ræddi þar við gangna- naenn, þeirra á meðal fjall- kónga yngri og eldri. Var þetta hinn ágætasti þáttur, að vanda. Andrés Kristjánsson, ritstjóri, talaði um daginn og veginn á mánudagkvöld. Hann ræddi fyrst skólamál, en það væri að bera í bakkafullan lækinn að itkja þær umsagnir hans hér. Næst tók hann til meðferðar fagrar listir. Hann vildi koma upp „skáldagarði" sem héti eftir atvikum Einarsgarður (kenndur við Einar Ben.) eða Bragatún. Hafði hann helzt auga á Klambratúni i þessu sambandi. Hann sagði, að Einar Benedikts- son og fleiri íslenzk ljóðskáld mundu heimsfræg, ef þau hefðu ort á útbreiddara tungumáli en íslenzku. Þá taldi hann tíma- bært að koma upp „Kjarvals- húsi“. Kjarval væri nú einn eftir af Fjölnismönnum islenzkrar málaralistar. Síðar á mánudagskvöld var þátturinn: Sitt sýnist hverjum. Fjórir menn sögðu álit sitt á ís lenzkri bókaútgáfu. í>að voru v foókaútgefendurnir Arnbjörn Kristinsson og Oliver Steinn svo og bókmenntagagnrýnendurnir Ólafur Jónsson og Sigurður A. Magnússon. Arnbjörn, sem talaði fyrst- ur, rakti þróun íslenzkrar bóka útgfu frá því fyrir aldamót og fram til þessa dags. Um síð- ustu aldamót komu út um 75 bækur árlega, en 350 árið 1962, ef ekki eru með- taldar skólasýrsl ur, hagskýrslur og fleira þess konar. Frá 1838 hafa alls komið út 1156 íslenzk- ar ljóðabækur. Ljóðabókaútgáfum fer nú fækk- andi, miðað við aðrar bækur. Sömuleiðis fer þýddum skáld- ritum fækandi. Hins vegar hef- ur mjög aukizt útgáfa ævisagna, sagnfræðirita og þýddra barna- bóka. Arnbjörn sagði, að ís- lendingar væru ekki einir um mikla bókaútgáíu tfyrir jól. í heild sagðist hann vera ánægð- ur með íslenzka bókaútgáfu. Fólksfæð og háir tollar á bóka- pappír háðu henni að vísu mjög. Bókin mundi þó örugglega halda velli. Ólafur Jónsson var ekki jafn- ánægður með íslenzka bókaút- gáíu. Kvað hann vera skort á klassiskum íslenzkum bókum í vönduðum útgáfum. Svipuðu máli gegndi um fræðirit, jafnvel um okkar eigin sögu. Þá væri heldur ekki nógu mikið gefið út af merkisbókum erlendum. Hann taldi, að bókaútgefendur gætu gert miklu betur, ef þeir væru djarfari og vitrari. Oliver Steinn gerði skarpan greinarmun á bókaútgáfu ein- staklinga og fyrirtækja annars vegar, en hins vegar bókaútgáfu-, félaga og ríkisins. Var hann hlynntur bókaútgáfu einstak- linga. Ríkið kvað hann ekki nógu hagsýnt í bókaútgáfu sinni, en tókaútgáfufélögin reyndu oft að sveigja skoðanir manna að ákveðnum pólitískum stefnumið- um með bókum sínum. Hann var meðmæltur frjálsum bókamark- aði. Eins og Arnbjörn var Oliver andvígur hátollum á bókapappír. Sigurður A. Magnússon var ekki myrkur í máli, fremur en endranær. Hann sagði, að furðu iegt handahóf ríkti um útgáfu bóka. íslendingar væru ekki n.esta bókmenntaþjóð í heimi, eins og sumir héldu fram. ís- lendingar gætu að vísu ekki að því gert, þótt þeir semdu lé- legar bækur, en hins vegar væru þýddar bækur útgefnar hérlend is einnig að miklum hluta hið mesta rusl. Hann sagði, að Sigurður A. Mgnússon. megnið af öndvegisritum Norður landaþjóðanna væri óþýtt á ís- lenzku. Þetta stafaði að nokkru leyti af skorti á góðum þýðend- um, en það stafaði aftur af því, hve þýðingar væru hlægilega illa greiddar. Væri hér þörf á stéttarfélagi þýðenda. Þá sagði Sigurður, að bókband hérlendis vEéri bæði dýrt og lélegt og próf arkalestur afleitur. Frá þessu væru þó auðvitað undantekning- ar. Mér fannst Sigurður ekki tala ýkja virðulega um íslenzka menningu nú um stundir. Við þetta er litlu að bæta. Gaman hefði þó verið að því, ef útgefendurnir hefðu greint meira frá fjárhagshlið bókaútgáfunnar, hversu mikill „buisness“ það er að gefa út bækur hérlendis og hvernig hlutfallið væri þar á nulli hinna ýmsu bókaflokha. Það hefði getað verið fróðlegt, ekki sízt fyrir unga, áhugasama menn, sem hafa hug á að leggja stund á bókaútgáfu. Engum þarf að koma á óvart, þótt gagnrýn- endurnir gagnrýndu bókaútgáf- una og fyndu henni ýmislegt til foráttu. Þeir standa og falla með ófullkomleika mannanna verka. Jónas Þorbergsson, fyrrum út varpsstjóri, flutti erindi, sem hann nefndi: „Við brúarsporð- inn“ á þriðjudagskvöldið. Var þetta raunar þingslitaræða, sem hann flutti á 14. þingi Sam- bands ísl. berklasjúklinga á Reykjalundi. Þetta var með beztu erindum sem lengi hafa verið flutt í útvarpið, efnis- mikið, raunsætt — bjartsýnt þrátt fyrir allt — geislandi mann viti og mannúð. Megi almættið varðveita sársauka okkar vegna þeirra, sem fara halloka í lífs- baráttunni, sagði Jónas. „Lóla með rauða hárið“ nefnd ist smásaga eftir Guðmund Frí- mann, sem Jón Aðils las upp síðar þetta kvöld. Ástin og dauð ínn toguðust þar á um sál manns og sigraði dauðinn í fyrstu lotu. En sigur hans var ekki sann- færandi, og virðist mér ástin hafa góða sigurmöguleika í næstu. Á sumarvökunni á miðviku- uagskvöldið flutti Haraldur Guðnason, bókavörður, fróðlegt erindi um jarðskjálftana miklu á Suðurlandi 1896, sérstaklega éhrif þeirra í Vestmannaeyjum, en þar ollu þeir banaslysi, auk annars tjóns. Grunur leikur á, að sama ár hafi orðið eldsum- brot í nánd við Vestmannaeyjar, en ekki reis þá neitt land úr sæ því til staðfestingar. Baldvin Hall dórsson leikari lais smásöguna „Sigurbjörn sleggja", eftir Jón Trausta. Vökunni lauk með því, að Baldur Pálmason las kvæði eftir Benedikt Gröndal, Þórodd Guðmundsson, Pál Ólafsson, Ste fán Hörð Grímsson og Vilhjálm /rá Skáholti. Á fimmtudagskvöld kynnti Jón R. Hjálmarsson söngplötur Sigurðar Birkis (1893-1960). Sig urður var Skagfirðingur, sigldi ungur og nam söng og tónlistar- fræði. Hann leysti af hönd- um gífurlegt starf með stofn- un, endurvakn- ingu og þjálfun kirkjukóra víðs- vegar um land, enda var maður ihn ekki ein- hamur við þær framkvæmdir, sem hann tókst á hendur. í mörgum byggðarlögum munu menn enn um langa hríð búa að þeirri áhugabylgju, sem Sig- urður Birkis hratt af stað með ósérplægnu starfi. Sigurður var ágætur söngvari og gaf sig einn- ig við tónsmíðum. Síðar þetta kvöld rakti Ævar Kvaran allýtarlega ævisögu Benjamíns Franklíns (1706-1790) Sigurður Birkis. Arnbjörn Kristinsson. • Fyrirspurn frá séra Árelíusi Séra Árelíus Níelsson hefur beðið Velvakanda að koma á framfæri fyrirspurn til „Einn- ar stór-hneykslaðrar“, en bréf frá henni um hjúkrunarkvenna skortinn var birt í þessum dálk um sl. þriðjudag. Fyrirspurn- in er þessi: „Hve mikið mundi það draga um að koma upp eða stækka Hjúkrunarskólann, þó að þessi eina milljón króna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt fram árlega undanfarin ár til allra kirkjubygginga í borginni, yrði lögð til skólans? Veit „Ein stór-hneyksluð“ ekki að kirkjur á íslandi eru ekki byggðar og hafa ekki verið byggðar fyrir „opinbert fé“, síðan á dögum kaþólsku kirkj- unnar?“ • Síld í austur eða síld í vestur Gamall vinur Velvakanda, P. Á., sendir honum eftirfarandi bréf. Ekki vill Velvakandi um það dæma, hvort síldarsölu til Ameríku hafi verið spillt, en heimilt er mönnum rúm hér til andsvara, svo að öllum mis- skilningi í þeim efnum væri eytt, eða skilningur bréfritara studdur Rétt er hitt að dómi Velvakanda, að viðskipti við kommúnistaríki ættu að vera sem allra minnst, meðan þau brúka úrelta og heimsveldis- sinnaða vöruskiptaverzlun við fslendinga að fordæmi dönsku einokunarkaupmannanna og imperíalista allra alda, og með- an iðnaðarvarningur þeirra er jafn lélegur og íslenzkir kaup- endur hafa fengið að reyna. En gefum nú P.Á. orðið: „Eiu markaðsmöguleikar fyrir síld til Ameríku eyðilagð- ir fyrir tómlæti eða trassaskap ráðamanna? Þessi spurning er ekki ólíkleg til að hafa flogið mörgum í hug, er þeir lásu það nýlega, að ekki yrði auðið að uppfylla sölusamninga við Ameríku vegna, ónóigs síldar- afla. Jafnframt var þess getið, að íslendingar hefðu haft góða möguleika til forustu um sölu síldar og síldarafurða til Ameríku, en nú séu þeir mögu- leikar glataðir, þegar ekki er staðið við gerða samninga. Er illt til þess að vita, að mark- aðsmöguleikum íslendinga sé spillt að þarfláusu, að þvi er bezt verðúr séð. Sýnast for- ráðamenn ekki hafa verið þar vel á verði um markaði fyrir þessa höfuðútflutningsvöru ís- lenzks sjávarútvegs. Er og ís- lendingum höfuðnauðsyn að afla sér sem víðast tryggra markaða fyrir síld og síldaraf- urðir í stað þess að binda þann útflutning að mestu við ríki, þar sem aldrei er hægt að vita, hvenær er um trygg viðskipti við að ræða. Væri nú ekki skynsamlegra og í alla staði eðlilegra fyrir íslendinga að afla sér sem við- ast tryggra markaða í frjálsum löndum, þar sem ekki kemur til, að annarleg sjónarmið verði látin ráða viðskiptum? Væri ekki einfaldasta og hins heimsfræga bandaríska hug vitsmanns og stjórnmálamanns. Ævar benti á, að þeim Benjamín 1 ranklín og Jóni Sigurðssyni for seta hefði svipað saman um margt. Lífsskoðun og ævistarf beggja var á margan hátt svip- að, og er það táknrænt, að Jón Sigurðsson varð fyrstur til að þýða ævisögu Benjamíns á ís- ienzku. Benjamín Franklín átti sem kunnugt er, drjúgan þátt í sigri Bandaríkjanna í frelsis- stríði þeirra gegn Englending- um. Hann gerði einnig merkar vísindalegar uppgötvanir og varð fyrstur til að gera sér grein fyrir nytsemi rafmagns. Benjamín lifði mjög vönduðu líferni. Hann hvatti menn til að vera orðvara, hófsama við neyzlu matar og áfengra drykkja og var andvígur samförum, nema þær þjónuðu ákveðnum tilgangi, svo sem að skapa nýtt líf. Samband islenzkra berkla- sjúklinga varpaði út klukku- tíma dagskrá á föstudagskvöldið. Meðal ræðumanna voru þeir Guðmundur Guðmundsson, Svav ar Pálsson og Þórður Benedikts son, og auk þes var mjög fróð- legt viðtal við Odd Ólafsson, yfirlækni á Reykjalundi. Oddur sagði, að þvi færi fjarri, að sig- ur hefði unnizt í baráttunni við berklaveikina, árlega dæju um 3 milljónir manna úr þeirpi veiki. Berklaveiki væri enn al- gengasta dánarorsök manna milli tvitugs ogfertugs. Hér á landi er berkla-veikin hins veg- ar á hröðu und-anhaldi, sem kunnugt er, ogeiga hin öflugu samtök berkla-sjúklinga sjálfra eigi lítinn þátt í því. Þessi dagskrá S.Í.B.S. var hin vandaðasta. Samtök berklasjúk- iinga hér á landi eru alls hins tezta makleg, því að þau hafa ekki einungis snúið vörn í sókn gegn voldugum og ógnvekjandi sjúkdómi, heldur hafa þau einn- ig veitt særðum liðsmönnum sín um þá þjóðfélagslegu og efna- Framhald á bls. 21 bezta lausnin á þessu máli að draga úr síldarútflutningi til Rússlands og annarra komm- únistaríkja? Sem kunnugt er, munu vart koma þar til greina annað en vöruskipti, og mætti þá ætla, að íslendingum muni hallkvæmara að skipta við þau ríki, sem líkleig væru til að greiða í hÖrðum gjaldeyri, s.s. í Vestur-Evrópu og Ameríku, Eftir því, sem mér hefur skilizt á þvi, sem um þessi mál hefur verið skrifað, megi alltaf bú- ast við annarlegum sjónarmið- um frá kommiúnistaríkjum, eink um Sovétríkjunum, sem komið gætu í veg fyrir nauðsynlegar framkvæmdir íslendinga. Þarf þar ekki lengra að seilast eri til boðskaps félaga Einars Ol- geirssonar, sem öllum mun kunnur. Sé eitthvað það gert, er Rússum mislíkar, er ekki ólíklegt, að þeir kippi að sér hendinni með viðskipti við ís- lendinga. Væri ekki athugandi fyrir ís- lendinga að draga sem mest úr öllum viðskiptum við kommún istaríkin, en leggja allt kapp á að auka viðskipti við Ameríku og Vestur-Evrópuríki og eink- um að leggja kapp á sem mest- um skiptum við þær þjóðir, sem oss eru skyldastar? Eink- um ætti að auka mest sem hægt er viðskipti við Vestur-Þýzka- land. P. Á.“ \ ' " C)PIB V viví-V- COPENHAGtN R A U DIJ RAFHLÖDURAIAR fyrir transitor viðtæki. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.