Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 9. okt. 1964 Síldveðiskýrslan Morgnnblaðinu hefnr borizt skýrsla Landssambands íslenzkra útvegsmanna nm afla þeirra skipa, sem bættu við sig afla í siðustu viku, þ.e. til miðnættis 3. okt., á síldarmiðunnm fyrir Aust- fjörðum. Tölurnar sýna heildar- aflann í málum og tunnum hjá þeim skipum, sem bættu við sig í vikunni. Akraborg Aku-reyri 18.309 Amar Reykjavík 13.664 A rniirðingur Reykjavík 20.207 Ásbjörn Reykjavík 19.031 Bjarmi II. Dalvík 32.463 Björgvin Dalvík 17.631 Fagriklettur Hafnarfirfii 9.909 Faxi Hafnarfirði 28.518 Garðar Garðahreppi 13.248 Gjafar Vestmannaeyjum 20.111 Grótta Reykjavík 92.882 Guðbjartur Kristjáns ÍS 280 Isaf. 12.565 Guðbjörg ísafirði 17.966 Guðmundur Péturs Bolungarvlk 19.187 Guðmundur I»órðarson Rvik 16.469 Guðrún Jórwsdóttir ísatfirði 29.231 Gullberg Seyðisfirði 21.580 GuIIfaxi Nesikaupstað 13.184 Gunnar Reyðarfirði 19.547 Hafþór Neskaupstað 11.585 Halldór Jónsson Ólafsvik 20.100 Hajnravík Keflavík 22.902 Hannes Hafstein Dalvík 27.568 Heimir Stöðvarfirði 13.298 Helga Guðmundsdóttir Pa-treksfirði 33.710 Helgi Flóventsson Húsavík 19.900 Hóknanes Keflavík 13.365 Ingiber Ólafsson II Njarðvík 6.915 Ingvar Guðjónsson Hafnarfirði 6.881 Jón Kjartansson Eskifirði 40.317 Jón á Stapa Ólafsvík 12.818 Jörundur II. Reykjavík 17.973 Kristbjörg Vestmannaeyjum 14.771 Loftur Baldvinsson Dalvík 26 007 Máni Grindavík 5.963 Mímir Hnífsdal 5.750 Náttfari Húsavík 22.050 Oddgeir Grenivík 22.355 Ófeigur II. Vestmannaeyjum 21.021 ii . Eins og skýrt var frá í Mbl. i gær er yfirmaður danska flotans, Fontoppidan aðmíráll, og frú bans í opinberri heimsókn til Keflaviknrfiugvallar. I gær kom aðmirállinn til Reykjavíkur með þyrlu, gekk á fund sendiherra Dana og hitti islenzka embættismenn að máli. Myndin sýnir Pontoppidan aðmírál heimsækja Stjórnarráðið i fylgd með Bjarne Paulson, sendi- herra Dana. (Ejósm. Mbl.: Sv. Þ.) Bnnkamenn í Norðurlöndum loro fram ó Iaugnrdngsfrí NORRÆNA bankamarfcnasam- toandið, en meðlimir í því eru eamtök bankamanna í Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Nor- egi og Svíþjóð, hélt stjórnarfund i Kaupmannahöfn sunnudaginn 13. september sl. Tilgangur fund- arins var að samlþykkja ný lög fyrir sambandið, sem ganga í þá átt að gera samstarfið meira og ákveðnara en hingað til. For- maður danska bankamannasam- bandsins stjórnaði fundi, en fram kvæmdastjóri sambandsins P. G. Bergström frá Stokkhólmi fylgdi lögunum úr hlaði. Meðlimir í þessu sambandi eru rúmlega 45 þús. bankamenn á Norðurlönd- onum og aðildarsamböndin fimm hafa yíir að ráða samtals rúm- lega 120 miiljónum króna. Á fundinum var stofnaður sameig- inlegur tryggingarsjóður nor- rænna bankamanna til styrktar ( kjaradeilum. Samvinnan á milli sambands- tfélaganna hófst í Gautaborg 1923 og hefur síðan smám saman þró- azt upp í það, sem hún er orðin, og nú er sem sagt kominn tími tii að sameinast ennþá betur í baráttunni fyrir bættum kjörum bankamanna. Fyrsta sameigin- íega hagsmunamálið á Norður- löndanum er krafan um laugar- dagsfrí. Sænskir bankamenn hafa evo sem kunnugt er haft laugar- dagsfrí írá þvi 1961 og írá og með árinu 1964 er algjörlega lok- að á laugardögum í öllum sænsk- um bönkum á tímabilinu apríl- september. Lokunin er viður- kennd af hinu opinbera og hefur átt vinsældum að fagna í sænsku atvinnulífi. Auk Svía hafa flest lönd í Vestur-Evrópu tekið upp laugardagslokun í bönkunum og kemur það greinilega fram eftir þeim upplýsingum sém íyrir liggja, að Norðurlöndin standa töluvert að baki á þessu sviði. Stjórn norræna sambandsins var einróma sammála um að styðja kröfuna um laugardagsfrí á öllum Norðurlöndunum. Stjórni.n ákvað ennfremur, að þing Norræna bankamannasam- bandsins 1965 skyldi haldið i Osló í septembermánuði. Hluti af þinginu verður opið almenningi, en þar er m. a. fyrirhugað að ræða norræn efnahagsmál. Enn- fremur var ákveðið að gera til- raun til sameiginlegrar lausnar launamálanna á Norðurlöndum, og í því sambandi að athuga þró- un launa og kjaramála banka- mnna í samanburði við aðra laun .þega og jafnframt að gera ítarieg yfirlit um breytingar á uppbygg- ingu bankastarfsins síðustu árin. Þessar skýrslur er gert ráð fyrir að liggi íyrir í byrjun ársins 1965. (Frá sambandi ísl. bankamanna). Ólafur bekkur ÓlaísfirSi 16.883 Ofafur Fríðbertsson SúgandafirSi 24.727 Ólafur Magnússon Akureyri 25.646 Ólafur Tryggvason Hornafirði 6.159 Ólafur Haildórsson Reykjavik 7.106 Páll Pálsson Sandgerði 7.178 Páll Pálsson Hnifsdal 10.862 Seley Bskifirði 20.189 Síglfirðingur Sigiufirði 14.157 Sigurður Bjamason Akureyri 34.173 Sigurpáli Garði 36.122 Sigurvon Reykjavík 22.918 Skálaberg Seyðisfirði 5.867 Smári Húsavík 7.244 Snæfell Akureyri 37.174 Snaefugl Reyðarfirði 9.537 Stapafell Ólafwík 11.291 Steingrimur trölli Eskifirði 16.525 Súlan Akureyri 22.021 Sunnutindur Djúpavogi 16.662 Svaraur Súðavík 6.941 Vattarnes Eskifirði 19.427 Viðey Reykjavík 22.396 Viðir II Garði 21.662 Vonin Keflavík 28.485 Þórður Jónasson Reykjavík 32.046 Þráinn Neskaupstað 13.933 Frú Margaretta Rockefeller Dr. James S. Murphy Frú RockefeHer fær ekki um- ráðarétt yfir börnum sínum MARGARETTA Rockefell- er, seinni kona Nelsons Rockefellers, ríkisstjóra í New York, krafðist fyrir skömmu umráðaréttar yfir fjórum börnum, sem hún átti með fyrri manni sín- um, Dr. James S. Murphy. Frú Rockefeller afsalaði sér umráðaréttinum, þegar hún skildi við Murphy til þe#s að giftast Rockefeller. Krafa frú Rockefeller kom fyrir rétt í New York og var hafnað. Sagði dómarinn, að hann sæi enga ástæðu til að breyta úrskurði dómstólsins, sem fjallaði um skiinaðarmál Murphy-hjónanna, en þá var James Murphy veittur um- ráðaréttur yfir börnunum fjórum með samþykki Marga- rettu. í samkomulaginu var kveðið svo á, að hún hefði leyfi til þess að heimsækja börnin eins oft og hún vildi. Dómarinn sagði ennfremur, er hann ræddi kröfu frú Rockeíeller, að rétturinn væri þeirrar skoðunar, að börnunum væri bezt borgið í umsjá föður síns. Frú Rockefeller bar fram kröfuna um umráðarétt yfir börnunum etfir að Murphy hafði kvænzt á ný 10. júní sl. Sagði hún, að heilsu barn- anna væri hætta búin, ef þau yrðu áfram hjá föður sínum. Börnin eru Melinda 4 ára, sem verið hefur hjá móður sinni frá því að Murphy kvæntist aftur, Carol 8 ára, Margaretta 11 ára og James 13 ára. Þau þrjú síðarnefndu eru öll hjá föður sínum. Margaretta giftist Nelson Rockefelier, ríkisstjóra, 4. maí 1963, mánuði eftir að hún hafði fengið skilnað frá fyrri manni sínum. Hún var ekki viðstödd, þegar dómarinn kvað upp úrskurðinn um um- ráðaréttinn yfir börnunum, en hafði verið skýrt frá niður- stöðum réttarins fyrir fram. Talsmaður hennar sagði, að hún væri mjög hrygg vegna úrskurðarins. Þorgerðnr Helga Halldórsdóltlr Mivining Fædd 2. maí 1884 Dáin 19. júli 1964. ÞANN 19. júlí s.l. lézt að heimili sínu, Hörgshlíð í Reykjafjarðar- hreppi við ísafjarðardjúp, Þor- gerður Hel.ga Halidórsdóttir, 80 ára. Hún var fædd 2. maí 1884 að Bjarnastöðum við ísafjörð. Þorgerður var elzt barna þeirra hjóna Þórdísar Guðmundsdóttur og Haildórs Sigurðssonar, sem unnu það einstæða afrek að koma upp af eigin rammleik átta mannvænlegum börnum, þrátt fyrir það að örlögin buðu þeim ekki rýmri kringumstæður en húsmennskan var á þeim árum og þó ekki alltaf á sama bæ. Þorgerður ólst upp á ýmsum bæjum í fæðingarsveit sinni þar sem hún iifði mestalla æfi sína. Strax, þegar kraftarnir leyfðu, fór hún að vinna fyrir sér, enda bráðþroska og dugleg og gerðist snemma mikil verkmanneskja eins og þau systkin öll voru og eru. Árið 1910 giftist Þorgerður Jako-bi Jónssyni. Þau reistu sér bú í Þernuvík í Ögursveit. Ásamt búskapnum stundaði Jakob sjó- róðra bæði vor Oig haust og ann- aðist Þorgerður þá bústörfin ein á meðan. Lifðu þau hjón saman ham- íngjusömu iifi í sex ár, en þá lézt Jakob og Þorgerður stóð ein uppi með tvö ung börn og það þriðja rétt ófætt, sem dó svo skömmu eftir fæðinguna, og hlaut nafn föður síns Jakob þar sem það var sveinbarn. Þessi unga ekkja stóð nú í erfiðum sporum, en hún mætti örlögum sínum með festu og dugnaði. Hún seldi bú sitt, kom eidra barni sínu, Jónu, í fóstur til móðurbróður síns, Jóhannesar Guðmundssonar bónda á Selja- iandi í Skutulsfirði, en fór í vinnumennsku með yngra barnið Jón, er hún dvaidi með æ síðan þar til hún lézt á hans heimili Hörgshlíð, þar sem hann býr nú og hefur búið undanfarin ár. Um það bil að Jón fór að geta unnið fyrir sér eignaðist Þorgerður fjórða barn sitt með ástmanni sínum Þórarni Einars- syni. Það var drengur er skírður var Halldór. Ólst hann einnig upp með móður sinni o>g naut föðurins eftir því, sem til stóð og kringumstæður leyfðu. Eins og fyrr segir var Þorgerð- ur lengst af vinnuhjá annarra. Lengst var hún þó hjá þeim feðg- um séra Páii í Vatnsfirði og sonum hans Pétri í Hafnardal og Páli í Þúfum. Af því má ráða að hún hefur verið gott vinnuhjú, átt yfir að búa þeirri fornu oyggð, sem húsbóndahyllin var og er og kunnað að þjóna öðrum af þeirri snilii og með þeirri auð- mýkt, sem meistarinn sjálfur gerði og kenndi, laus við allan undirlægjuskap en gædd mynd- ugleik þeirrar manneskju, er kveikir elda hvers komandi dags án þess að hugsa um hver nýtur 'þeirra, laus við alla sérhyggju og eiginhagssmámunasemi. Það er ekkj einungis að hver dagur í lífi Þorgerðar hafi mark- azt 'af vorsólargangi við- önn skyldustarfanna og umhyggju fyrir börnunum, heldur er æfi- dagurinn allur orðinn nokkuð iangur og meira en meðalmanns- verk að baki. Á þeim árum, er hér um ræðir voru hvorki veittir styxkir til ekkna né barnalífeyrir og urðu þær konur, sem misstu menn sina, frá ungum börnum að vinna hörðum höndum fyrir tilveru þeirra ag mannréttindum. Þor- gerður brást ekki þeim vanda, sem örlögin báru henni að hönd- um. Hún kom börnum sínum til manns og afhenti þjóðfélaginu betri borgara, en það hafði veitt henni skilyrði til. Urobun verka sinna hefur hún því hlotið í þeirri ánægju, er börn hennar veittu henni með því að upp- fylla vonir hennar í því að verða nýtir þjóðféiagsþegnar. Börn Þorgerðar eru, sem fyrr segir ag upp komust: Jóna starfsstúika að Reykjalundi, Halldór kennari í Reykjavík, giftur Helgu Aifonsdóttur og Jón bóndi í Hörgs'hlíð, giftur Ás- dísi Finnbogadóttur. Hjá þeim hjónum naut Þorgerður ástúðar og umhyggju hin síðari ár allt til dauðadags að bún lézt að heimili þeirra. Hinir mörgu vinir og vanda- menn Þorgerðar senda henni hinztu kveðju, með þakklæti, yfir iandamærin ósýniiegu og biðja sálu hennar friðar og fagn- aðar á hinu nýja tilverustigi. Sér- staklega eiga þessar línur að vera kveðja frá bræðrum hennar Benedikt og Sigurði, sem búa nú á æskustöðvunum. Eitt sterkasta skaphafnarein- kenni Þorgerðar, eins og Þor- steins bróður hennar, er dó síðastliðinn vetur, var átthaga- tryggðin. Hún lifði, starfaði og lézt á æskustöðvum sinum og var iögð til hinztu hvíldar að Vatns- fjarðarkirkju iaugardaginn 25. júlí. Yfir iegstað hennar hvílir minningin um konuna, sem kynti elda móðurástarinnar og fórn- fýsinnar frá morgni til kvelds. Guð blessi minningu hennar meðal komandi kynsióða og anda hennar ó íandi hins eilífa lífs. G. Bj. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.