Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 23
Föstudagur 9. okt. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 22 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiimi'iiiiiiimiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii!H>itiiiiiii!!iiiiiii!iuiiiiiiiiiiifl Konurnar voru ekki einar um að njóta veðurblíðunnar. jafnaldra hér, en Rósa (11 ára) hefur eignazt vinkonu.“ i — Hvað heitir hún, Rósa? 1 „Hún heitir Tvinko. Hún talar bæði ensku og frönsku." — En hvaða mál talar þú við hana? \ „Ég veit það ekki.“ / „Ætli það sé ekki íslenzka, enska og fingramál“, segir Elsa. i — Skiljið þið þá hvor aðra? I já.“ f — Ferðu stundum í laug- ina? j „Jáh.“ * ■— En mér var sagt að hún væri anzi köld. \ „Maður venst henni strax.“ Vgt Það fylgir þessu starfi Ég sneri mér aftur að Stef- áni. — Hvernig finnst þér að vera kominn í skóla á nýjan leik? „Það er ágætt, ekkert við því að segja. Það fylgir þessu starfi. Við erum í skóla eða þjálfun af og til. Það eru ekki nema þrjú ár síðan við vorum í Sexu-skólanum, þegar við fengum DC-6-vélarnar. Að vísu var það ekki eins langt nám og þetta, enda miklu minni munur á Sex-unum og Fjarkanum (DC-4) en á Sex- unum og þessum vélum. •— Já, þetta er prýðilegt.“ váw Þau töluðu öll íslenzku Mér er enn minnisstætt, hve undrandi ég var, þegar ég fór í fyrsta sinn til útlanda og vaknaði við það fyrsta morg- uninn, að börnin, sem voru að leik fyrir utan gluggann, töl- uðu framandi tungumál. Ég átti því ekki að venjast að börn töluðu annað en íslenzku. En nú varð ég jafn undrandi, þegar ég vaknaði í Motel Pi- erre og heyrði hjalið i börn- unum fyrir utan — þau töluðu öll íslenzku. Það fór ekki á milli mála — raunar staðfesting á því, sem ég hafði séð daginn áður — að þarna hafði verið gerð ís- lenzk innrás, mynduð íslenzk nýlenda. Á meðan karlmennirnir eru í skólanum á daginn leggja konurnar og börnin undir sig sundlaugina og motel-garðinn. Ef allt „innrásarlið“ væri jafnglæsilegt og það, sem ég sá þarna út um gluggann, ef- ast ég um að margar þjóðir eyddu milljörðum í landvarn- ir. Þá kemur það sér vel í Kanada, að þetta lið er alger- lega hlutlaust í deilum hinna ensku- og frönsku-mælandi íbúa — er meira að segja sama um hvernig fáninn skuli að lit og lögun. Eigum þetta fyllilega skilið Nokkrar húsmæður hafa nú bætzt í hóp þeirra, sem voru við laugina síðdegis í gær. — Og þær taka undir orð þeirra, sem ég talaði við þá — dá- sama al! *v veruna þarna. — Þið vilduð kannski helzt að Loftleiðir keyplu nýjar flugvélar á hverju ári? „Já, svo sannarlega," svör- uðu þær í kór. Og ég get sagt mönnunum þeirra það í trúnaði, hafi þeir ekki vitað það áður, að þá fengju þeir ekki að fara einir á þjálfunarnámskeiðið. „Menn irnir eru svo mikið að heim- an, að við eigum þetta fylli- lega skilið,“ segja þær. — Farið þið alltaf svona snemma á fætur? Þær voru komnar út fyrir klukkan niu. „Það er hringt til mannanna klukkan kortér fyrir átta og þeir vaktir,“ segir Jóhanna Pétursdóttir, en krakkarnir hafa nú alltaf vákið mig áð- ur. Þau vakna fyrir allar aldir.“ „Er það virkilega," segir Sigríður Kristjánsdóttir, „mín vakna ekki svo snemma. Sím- inn vekur mig oftast.“ — En leggið þið ykkur ekki eftir að maðurinn er farinn? „Nei, við gefum honum að borða, klæðum krakkana og förum svo hingað út.“ -— Hvað fær hann að borða? Þær brosa hver til annarrar. „Eitthvað fljótlegt, bakon og egg eða kornfleks.“ „En við höfum nú meira fyrir kvöldmatnum. Annars er dásamlegt að kaupa í mat- inn hérna — allt fæst tilbúið. Það er gaman að fara í stóra súpermarkaðinn.“ „Hugsið ykkur hvað þetta er mikill léttir fyrir húsmóður- ina,“ segir ein þeirra. — Já, og pyngju eiginmanns ins, skýt ég inn í. Fjölskylda Stefáns Gíslasonar var sú fjölmennasta á Mot- el Pierre. „Nei, nei, þetta er ekki svo dýrt.“ Þær fóru að velta fyr- ir sér verðlaginu og reikna út. „Nei, þetta er ekkert dýrt. Annars vitum við ekki, hvað fólki hér finnst. Það fer að sjálfsögðu allt eftir kaupinu og kjörunum.“ Við erum í fríi, maður! íbúðin, sem hver fjölskylda hefur er að vísu ekki stór, stofa, svefnherbergi, bað og eldhús, en mjög vistleg. „Við höfum' ísskáp og allt það nauðsynlegasta, borðbún- aður fylgir, pottar, pönnur og svoleiðir.“ „Og svo fataherbergið, stelpur, finnst ykkur það ekki fínt?“ segir Margrét. „Jú, sérstaklega þægilegt,“ samþykkja hinar. — Svo þurfið þið að sjálf- sögðu að taka til. „Taka til? Nei. Það er gert hérna. Við eldum matinn, það litla sem þarf og þvoum svo upp einu sinni á dag — búið. Við erum í fríi, rnaður." -— Farið þið ekki að hugsa til heimferðar, þið, sem lengst hafið verið? „Nei,“ kvað við úr öllum áttum, „við hreyfum okkur ekki fyrr en þjálfun lýkur.“ Mynd, sem mátti ekki taka Börnin leika sér á sundlaug- arbarminum. Þau hugsa ekki eins mikið um sólina og brúna litinn og mæður þeirra. Þau nota lítið laugina sjálfa. Hún er óupphituð, og þar sem álið- ið er sumars orðin nokkuð köld. Edda Jóhanna er með lítinn hvolp. — Átt þú hann? „Nei, ég er bara að passa hann. Gerður á hann.“ Pétur litli heldur sig hjá mömmu sinni. Það var hann, sem datt í laugina í gær — og það er öruggara að hætta sér ekki of nálægt henni aft- ur, að minnsta kosti ekki í dag. En þó eru önnur, sem herða sig upp, vaða svolítið út í og segja: „Sjáðu, hvað ég fer langt út i. Sjáðu, hvað ég fer. .... Sjáðu mig.“ Rósa litla Stefánsdóttir var elzt barnanna þarna við laug- ina. Hún hafði sagt mér í gær, að hún synti oft í lauginni — og nú var komið að henni að sanna það. „Ég skal fara út i,“ sagði hún, „en þú mátt bara ekki taka mynd af mér, þegar ég sting mér.“ Svo fór hún upp á stökkbrettið og stóð við sinn samning — en ég stóð ekki við minn. Krakkarnir kváðust oft horfa á sjónvarpið, þegar þau væru ekki úti. Gerður Ólafsdóttir gælir við litla seppann sinn. Hún fer með hann til Luxemborgar svo hvutti þarf ekkert að óttast bann við hundahaldi. — Og hvað sjáið þið helzt þar? „Skrípó", svöruðu þau minnstu samstundis. Vgl Af stað í búðir Skömmu fyrir hádegi dró fyrir sólu — og það stóð heima, nokkru síðar lögðu frúrnar af stað í bæinn, flest- ar þeirra að minnsta kosti. Ég fylgdist með þeim í Nor- mandie Shopping Centre — og verð að viðurkenna að það er þægilegur verzlunarstaður. — Þeir þar gætu auglýst eins og Egill Vilhjálmsson: Allt á sama stað. Það er ekkert vafamál, að íslenzku konurnar lifa þarna eins og blóm í eggi, Við skul- um bara vona að þeim verði að ósk sinni: Loftleiðir kaupi sem oftast nýjar flugvélar. — Þbj. ...............................III.I.Illllilllllllllll llllllllllllllllllllllll.1111111111.Illlllll.Illllllllllllll.111111111111.Illll.III.I.III.I...II.Illfflllllllllllllllllllllll.... 1...Illlllllll....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.