Morgunblaðið - 09.10.1964, Page 12

Morgunblaðið - 09.10.1964, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. okt. 1964 Sigurður. iVSagnússon, fulitrúi: oftleiðiríspennitreyju J-~"GUNBLAÐI9 hefur beðið j. j að gera grein fyrir þeim o úurixálum SAS og Loftleiða se.n nú eru efst á baugi. Loítleiðir hafa nú leitað sam- þ- ' .;is skandinavískra flugmála- j rvalda á þeirri fyriraetlun að h-ida uppi sama ferðafjölda til o " ’á Skandinavíu og verið hef- ir cð undanförnu. Hyiggst félag- i' b óða til ferðanna sömu flug- vj'atsgund og þá, sem notuð hef- ir verið undanfarin fjögur ár, og ,g rir ráð fyrir að fargjöldin verði ójreytt. Áætlað er að vetrarferð i ;irr hefjist 1. nóv. n.k., en til :3s dags er Loftleiðum heimilt aö halda uppi flugferðum. Vagna þess að skandinavísk fk jmálayfirvöld hafa enn ekki heimilað Loftleiðum að halda uþpi ferðum eftir 1. nóv. n.k. þ :ir rétt að rifja nú upp nokkr ar staðreyndir, er varða flug L:. Uleiða til og frá Skandinavíu: í rúmlega undanfarinn ára- tug hefir ferðafjöldi Loftleiða til og frá Skandinavíu verið cbreyttur. Farnar hafa verið fimm vikulegar ferðir að sumar- a lagi, en þrjár á tímabili vetrar- aætlunar. Árið 1960 verður á sú breyting, að í stað Skymasterflugvélanna tóku Loftleiðir í notkun flugvél ar af gerðinni DC-6B og jókst þá sætaframboðið en ferðafjöld- jnn var óbreyttur frá því, sem íyrr hafði verið. - Allt frá því er Loftleiðir hófu reglubundnar flugferðir milli íslands og Ameríku hefir félag- ið einungis notað flugvélar, sem hafa ekki verið jafn hraðfleygar og þær, sem IATA-félögin hafa notað til flugferða yfir Norður- Atlantshafið. Bilið hefir ekki alltaf verið jafn breitt, en til ctæmis um hvernig nú er komið má geta þess, að þota af gerð- irmi DC-8 fer frá Kaupmanna- höfn til New York á um 8 klst., en flugtími DC-6B um Kefla- vík er 16 klst., en verður um 13 klst. ef flogið er með DC-6B frá Kaupmannahöfn til Keflavík urflugvallar og þaðan með RR-400 til New York. Loftleiðir hafa frá öndverðu talið, að þessi mismunur á hraða réttlætti tvenns konar gjöld, hærri með hraðfleygari flugvélum, lægri með þeim, sem hægar fara. Loftleiðir hafa alltaf talið, að þessi meginregla ætti einnig að ríkja í fargjaldamálum milli ís- lands og annarra Evrópulanda, en þar hefir félagið keppt og keppir enn um markaði við þá, sem hafa á að skipa hraðfleygari flugvélum en Loftleiðir, og má þar t.d. minna á það tímabil er Viscountflugvélarnar voru fljótar í förum en þáverandi flugkostur Loftleiða og nú þotuflugin viku- iegu. >ar að auki telja Loftleið ir, að þó ekki væri um neinn hraðamismun að ræða þá séu fargjöldin milli íslands og meg- inlands Norður-Evrópu óþarflega há. Loftleiðir hafa aldrei fengið að lækka þessi gjöld vegna þess að LATA-félögin hafa gert það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir lendingarleyfum í Evrópu að Loftleiðir byðu einungis IATA- fluggjöld á leiðinni milli fslands og annarra Evrópulanda. Þau hafa þannig haldið uppi óþarf- lega háum fluggjöldum milli íslands og hinna Norðurland- anna, aukið með því dýrtíð og lagt þungan stein í götu norr- ænnar samvinnu, og þess vegna fceinlínis unnið gegn yfirlýstum vilja Norðurlandaráðs til þess að auðvelda samgöngur milli ís- lands og annarra Norðurlanda. Með sérstöku samkomulagi við flugmálayfirvöld Bandaríkj- anna íékkst sjónarmið Loftleiða um lægri fargjöld viðurkennt á flugleiðinni milli íslands og Bandaríkjanna, en fyrir því geta þeir, sem ferðast vilja milli Skandinavíu og fslands og það- an til Bandaríkjanna fengið lægri fargjöld en þau, sem í boði eru með þeim flugvélum, sem fljúga beint milli Skandin- avíu og Bandaríkjanna. Þessi mismunur IATA og Loftleiðafar- gjaldanna hefir verið breytileg- ur og farið minnkandi. Má í því sambandi t.d. geta þess, að fyrir nokkru var hann sem hér segir, þegar saman eru lögð fluggjöld á allri flugleiðinni milli New York og Skandinavíu: Kaupmannahöfn/Gautaborg Osló/Stafangur Kaupmannahöfn/Gautaborg Osló/Stafangur Til dæmis um það hve litlu munar raunverulega má benda að það er ekki nema 38 Bandaríkjadölum ódýrara að fara með Loftleiðum frá Kaup- rnannahöfn um ísland en að fljúga beint þaðan með SAS-þotu til New York. Allt frá því er Loftleiðir hófu fastar flugferðir yfir Norður- Atlantshafið hafa forystumenn SAS verið fremstir í flokki þeirra, sem vildu láta Loftleiðir bjóða IATA-gjöld á allri flugleið- inni milli Evrópu og Ameríku, en það jafngildir því, að eyði- leggja starfsemi félagsins, þar sem það hafði ekki þá og hefir ekki enn á að skipa flugvélum, er samkeppnisfærar væru á jafn- virðis grundvelli. Fyrirliðar SAS hafa einkum haldið upp baráttunni gegn Loftleiðum á tveim vígstöðvum, annars vegar með því að reyna að láta flugmálayfirvöld draga plóg sinn heima fyrir, en hins vegar með forystu í alþjóðasam- tökum IATA-flugfélaganna um að reyna að kreppa kjör Loftleiða. Hefir mörgum íslendingi þótt hér skjóta nokkuð skökku við, að Loftleiðir hafa annars vegar aldrei átt önnur skipti en vin- samleg við fulltrúa þjóða, sem óskyldar eru taldar okkur, t.d. Luxemborgara, en ekkert fund- ið nema fjandskap tóman frá þeim, sem hafa að baki sér ríkis- stjórnir þeirra^ þriggja þjóða, sem næstar Islendingum eru taldar að skyldleika, og uppi hafa á öðrum mannfundum hin n^estu blíðmæli um nauðsyn á eflingu norrænnar samvinnu og bróðurlegra samskipta frænd þjóða. Þegar forráðamönnum SAS virtist ljóst, að hvorki myndi þeim auðunninn sigur á Loft leiðum heima fyrir né á alþjóða- vettvangi hurfu þeir til þess ráðs í síðastliðnum nóvember- mánuði að bjóða flugferðir milli Skandinavíu og Bandaríkjanna með sömu fargjöldum og Loft leiðir, en notuðu þá til þess hrað- fleygari flugvélar til þess að tryggja með aflsmuninum sigur urinn. Ekki var þá rætt um neina þá samvinnu við Loftleið ir, sem SAS, eitt félaga, virðist stundum telja sig eiga heimtingu á Því var þvert á móti lýst yfir ar þáverandi aðalforstjóra SAS, að þessar ferðir myndu gera hvort tveggja í senn, færa SAS hagnað og kæfa Loftleiðir („der samtidig kvæler det islandske selskab“) og aðrir málaliðar SAS tóku í sama streng, þegar um þessa nýju samkeppni var talað („som man hoppas definitivt skall knacka Loftleiðir"). Enda þótt Loftleiðir teldu þessa samkeppni SAS fullkom- lega réttmæta, þá fór samt svo, að hún reyndist SAS hvorki jafn ábatasamleg og vonað hafði ver- íð, né sá banabiti Loftleiðum, er ætlaður var, og má telja senni- iegt að þar hafi miklu ráðið sá ótti viðskiptavina Loftleiða á Norðurlöndum, að SAS myndi, ef unnt yrði að koma Loftleiðum á kné, hækka fargjöldin að nýju, enda fór svo að SAS hætti þessum ferðum og bauð aftur háu fluggjöldin ein. Fullvissa fjölda fólks beggja vegna Atl- antshafsins um brautryðjenda- störf Loftleiða um hófleg flug- gjöld veldur því, að tugþúsund- miklu vinsældir, sem Loftleiðir hafa aflað sér að undanförnu vegna góðrar þjónustu, þá er hætt við að flugfarþegum þyki mismunur flugtímans annars vegar of mikill en bil fargjald- anna hins vegar of lítið til þess að þeir kjósi ekki fremur þotu- ílugið en flugvélar Loftleiða. Rétt er að vekja á því athygli, að með kröfunni um aukin far- Sumarfargj. 25,4% 28,0% Sumarfargj. 15,8% 18,21% Vetrarfargj. lægri en IATA 14,4% 18,0% Vetrarfargj. lægri en IATA 13,1% 15,79% ir manna standa vörð um, ð félagið geti haldið áfram að bjóða þau, til tryggingar því, að þeir, sem ekki hafa fullar hend- Sigurður Magnússon Ux' fjár, geti komizt leiða sinna landa í milli. Á því hefir verið vakin athygli, og rétt er að minna á það enn, ð í þessum hópi viðskiptavina Loftleiða er þá að finna, sem einungis fljúga yfir Atlantshafið vegna hinna lágu fargjalda Loft- leiða, og myndi Skandinavía og önnur viðskiptalönd Loftleiðða því missa af stórum hópi ferða manna ef háu fargjöldin ein væru í boði til flugferðanna yfir N orður-Atlantshafið. Undanfarna mánuði hafa flugmálastjórar SAS-landanna setið á fundum með flugmála- stjóra íslands og borið fram xröfur SAS vegna flugs Loftleiða til og frá Norðurlöndum. Loka tillögurnar, er fram voru bornar á fundi í Reykjavík 21. f.m. voru þessar: Loftleiðum sé heimilt að fljúga RR-400 milli Skandinavíu og Bandaríkjanna um ísland og verði fargjaldamismunurinn þá 3%, en það nemur rúmlega 7 Bandaríkjadölum á flugfari frá Kaupmannahöfn til New York. Verði DC-6B flogið milli Skand- inavíu og íslands en RR-400 milli íslands og Bandaríkjanna, þá væri hugsanlegt að samþykkja 28 dala mismun á fari fram og til baka, en sé DC-6B flogið alla leið, eins og verið hefir, þá lækki mismunur fargjaldanna talsvert frá því, sem nú er. Allar þessar tillögur stefna að því marki einu, sem SAS hefir iöngu sett, að eyðileggja Loft- leiðir, „kvæle det islandske sel- skab“, eins og það var svo prúð- mannlega orðað í fyrra. Til þess liggja Þau augljósu rök, að far- gjaldamismunurinn er nú orð- inn svo lítill, að þrátt fyrir þær gjöld þá er SAS ekki einungis að gera tilraun til að skattleggja þá Skandinava, sem ferðast vilja með Loftleiðum til Bandaríkj- anna, heldur myndi hækkun á ílugleiðinni milli íslands og Bandaríkjanna einnig bitna á öll- um þeim öðrum, er þá leið vilja vilja fara með Loftleiðum, og þar með íslendingum, en þannig myndi útlendingum takast að skammta íslendingum bæði þau f.'uggjöld, sem greidd eru nú til ferða innan Evrópu og einnig hin, sem greiða þarf fyrir ferðir milli islands og Bandaríkjanna. Loftleiðir hafa ekki að þessu sinni fyrirhugað neinar breyting- ar á ferðafjölda, farkosti eða fluggjöldum milli Skandinavíu og íslands, en félagið hefir hins vegar ráðgert að nota hinar nýju flugvélar milli Bandaríkjanna og íslands. Það er mál, sem í eðli sínu ætti enga aðra að varða en fiugmálastjórnir íslands og Bandaríkjanna ,og er það, væg- ast sagt, lítil kurteisi við þjóð, sem talin er sjálfstæð, að ætla sér að segja henni fyrir verkum um það hvers konar farartæki hún notar til ferða milli sín og annarrar þjóðar, sem ekki er vitað að forsvarsmenn SAS séu enn farnir að stjórna. Með því að koma í veg fyrir að Loftleiðir geti eftirleiðis boð ið hin hóflegu fargjöld milli Skandinavíu og Bandaríkjanna myndi SAS gera hvorttveggja í enn, bægja frá Skandinavíu þeim stóra hópi, sem þangað ferðast einungis vegna hinna lágu fargjalda Loftleiða og skatt- ieggja alla þá Skandinava og aðra, sem ella hefðu ferðast með Loftleiðum. Er það með hinum mestu ólíkindum ef skandinavísk ir skattborgarar kunna SAS miklar þakkir fyrir slíkar til- tektir. Hið óbreytta sætaframboð Loftleiða á Norðurlöndum frá árinu 1960 veldur því, að félagið hefir lítinn sem engan hlut feng- íð þar af hinni miklu, árlegu farþegaaukningu á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshafið. Á tíma- bilinu 1960-1963 jókst farþega- tala milli Skandinavíu og Banda- ríkjanna um að því er talið er, 43%, en farþegatala Loftleiða á þeirri leið á sama tíma ekki nema um 15%. Hefir farþega- aukning Loftleiða því verið til tölulega mjög lítil, enda sæta- framboð óbreytt síðastliðin fjög- ur ár, svo sem fyrr hefir verið greint. Hið eðlilega hefði þess vegna verið, að Loftleiðir hefðu nú óskað aukinna ferða eða fjölgunar boðinna sæta í stað þess að ráðgera enn óbreytta skipan ferðanna til og frá Skandinavíu. Fari nú svo að SAS takizt að þrengja svo kosti Loftleiða, að félagið neyðist til að hætta flug- ferðum til og frá Skandinavíu, Skólar settir á Akranesi AKRANESI, 6. okt. — Barna- skólinn var settur 1. okt. í kirkj- unni. 630 börn, er skiptast í 27 bekkjardeildir, nema í skólanum í vetur. Fjórar nýjar kennslu- stofur hafa nú verið teknar í not- kun. Engin þrísetning verður því þar í vetur. Kennarar eru 23 auk skólastjórans, Njáls Guðmunds- sonar. Gagnfræðaskólinn var settur hér fimmtudaginn 1. okt. í kirkjunni. Séra Jón M. Guðjóns- son flutti bæn. Skólastjóri, Ólaf- ur Haukur Árnason, hélt ræðu, og Magnús Jónsson stjórnaði söng. Nemendur eru 305. Áf Þeim eru utanbæjarnemendur rúm- iega 20 úr öllum landsfjórðung- um. Nemendum er skipt í þrettán bekkj ardeildir. Fastir kennarar eru 13 auk skólastjóra, og stundakennarar eru 11. í sumar hefur verið gengið frá gagn- fræðaskólalóðinni, sem er mjög rúmgóð, og er þvi verki að mestu lokið. í vetur er tvísett í sex af átta almennum kennslustofum. — Oddur. þá er stríðslukka SAS mikil ef slíkt tiltæki ætti ekki eftir að hefna sín á félagi sem þenur flugnet sitt um víða veröld og allt undir því að ferðafrelsi ríki í heiminum, og minnast mega menn þess, að enda þótt ísland sé að íbúatölu hið mesta kotríki, þegar saman er borið við Norðurlöndin þrjú, þá á SAS heldur ekki að baki sér nein stórveldi, þegar komið er á al- þjóðavettvang, og myndi SAS því hollast, sjálfs sín vegna, að gæta nú hófstillingar í samskipt- um við íslendinga. ’ SAS er sameiginlegt fyrirtæki þriggja ríkisstjórna. Þó að Loft- leiðir séu einkafyrirtæki þá er það félag í dag hæsti skattgreið- andi á íslandi. Af þessum sökum er hvorugt félaganna ríkisstjórn- unum fjórum óviðkomandi, og að því er SAS varðar verður beinlínis að telja, að ríkisstjórn- ir Norðurlandanna þriggja séu takábyrgar fyrir öllum meiri háttar aðgerðum þess félags. Það er alkunna, að undanfar- in ár hefir þátttaka íslands í norrænni samvinnu verið sívax- andi, og má telja þess ótal dæmi, að íslendingar hafa fyrir sitt leyti einungis viljað eiga góð samskipti við hin Norðurlöndin. Til dæmis um það hve langt ís- lendingar hafa gengið í þessum efnum má geta þess, að árið 1962 keyptum við vörur af Dönum, Norðmönnum og Svíum fyrir samtals 789 milljónir íslenzkra króna, og árið 1963 fyrir 1168 milljónir, en árið 1962 keyptu þessar sömu þjóðir ekki af okkur fyrir nema 537 milljónir og 1963 fyrir 519 milljónir. Á þess- um tveim árum einum saman er mismunurinn því óhagstæður íslendingum um 901 milljón króna. Það er að vísu mjög gott að eiga vörukaup við Skandinava, en naumast munu þeir hafa nokkuð að bjóða, sem ekki er unnt að kaupa annars staðar, og undarlegt má það heita ef ís- lendingar ganga jafn glaðir til vörukaupa í Skandinavíu eftir að SAS er búið að bola Loftleiðum þaðan. Sagan um skipti fslendinga við Skandinava er ekki sögð öll þó að vakin sé athygli á þeim rúm- lega 900 milljónum króna, sem við höfum á undanförnum tveim arum keypt af þeim umfram það, sem þangað hefir verið selt af íslenzkum vörum. Hér koma t.d. þar að auki greiðslur vegna skipa leigu og annarrar þjónustu, og að því er Loftleiðir varðar má t.d. minna á, að í þessum rúmum 900 milljónum eru ekki innifaldar þær rúmlega 170 milljónir ís- lenzkra króna, sem Loftleiðir bafa á þessu tveggja ára bili greitt vegna viðhalds flugvéla í Noregi. íslendingar hafa hvorki hamp- að þessum tölum að undanförnu né öðrum sönnunum hins einlæga vilja þeirra til að eiga mikil og góð skipti við hin Norð- urlöndin, en trúlegt er að nú muni þetta og fleira, er minnast má, rifjað upp áður en síðasta Loftleiðavélin er hafin til flugs af skandinavískum flugvelli. Hong Kong, 7. okt. — NTB: ÚTVAPIÐ í Hanoi sagði í dag, að bandarískar flugvélar og flug vélar frá Suður Viet-Nam hefðu varpað sprengjum á hundruð manna, sem verið hafi að veið- um á Onkeo-fljóti í Bien-Hoa héraðinu 27. september sl. og hafi þá farizt um 180 manns, en alls hafi um 400 fiskimenn verið þar að veiðum er árásin var gerð, að sögn útvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.