Morgunblaðið - 09.10.1964, Page 17

Morgunblaðið - 09.10.1964, Page 17
Föstudagur 9. okt. 1964 MQRGU N BLAÐIÐ V) Hægri eða vinstri handar akstur? eftir Eirík Ásgeirsson forstjéra SVR H I N N 10. maí 1963 samþykkti saenska þingið lög um að hægri handar urrííerð skyldi upp tekin þar fyrri hliuta árs 1967. Und- anskildar voru þó járnbrautir og neðanjarðarbrautir. Var þannig bundinn endi á 30 ára, að því er virtist endalausar umræður, um þetta mál. Það var árið 1916, sem sett voru um það lög í Svíþjóð að víkja bseri til vinstri fyrir um- ferð, sem á móti kæmi, en vinstri handar umferð hafði þá viðgengizt í landinu frá árinu 1734, að veitingamannasambandið setti þær reglur. Til fróðleiks skal þess hér getið, að á árunum 1718 til 1734 var hægri handar umferð í gildi þar, samanber skriflega tilskipun frá þeim tíma, svohljóðandi: „Þegar landpóstar mætast skulu þeir víkja til hægri, en á mjóum vegum, troðningum og brúm, nýtur sá réttarins, sem fyrri er til að blása í hornið.“ Sem fyrr segir var vinstri handar umferð lögleidd í Sví- þjóð árið 1916. Árið 1927 eða aðeins 11 árum síðar hófust á opinberum vettvangi umræður um breytingu úr vinstri í hægri umferð. Stjórnskipaðri nefnd var það ár falið að kanna málið, einkum með tilliti til þeirra út- gjalda, sem slík breyting myndi leiða af sér. Nefndarálitið var lagt fyrir og málinu slegið á frest. Á árunum 1934, 1939, 1941, 1943, 1945 og 1953 var mál þetta á dagskrá í þinginu, og árið 1954 var enn skipuð nefnd. Lagði hún til að breytt yrði úr vinstri í hægri-umferð, að járnbrautun- um einum undanskildum. Og nú upphófust verulega fjörugar um- ræður um niðurstöður nefndar- innar. Fólkið skipaði sér í fylk- ingar með og móti og þeir á- kveðnustu í hægri fylkingunni mynduðu jafnvel félagsskap um málið. Þessi greinilegi áhugi almennings olli því, að þingið ákvað að leita álits mikils fjölda sérhæfra manna, jafngilti sú málsmeðferð því, sem um þjóð- aratkvæðagreiðslu væri að ræða. Aðeins 15,5% af greiddum atkvæðum voru fylgjandi niður- stöðum nefndarinnar, en 82,9% á móti, 1.6% létu skoðanir sínar ekki í ljós. Og þar með var mál- inu enn einu sinni slegið á frest. Umferðin óx hröðum skrefum 1 landinu sem og raunar alls staðar annars staðar. Ekki að- eins vegna mikillar fjölgunar bifreiða í Svíþjóð heldur einnig vegna síaukins ferðamanna- ftraums. Taflan hér að neðan gefur nokkra hugmynd um umferðar- aukninguna í Svíþjóð frá stríðs- lokum: 1960 —• 1822 1961 — 2217 1962 — 2918 1963 — 3506 1960 — 966 1961 — 1271 1962 — 1361 1963 — 1668 Ráðamenn í Svíþjóð litu orðið alvarlegum augum á þessa stór- auknu tölu umferðarslysa, sem í mjög mörgum tilfellum mátti rekja til þess ruglings í umferð- inni, sem vinstri handar akstur Eiríkur Ásgeirsson. eins lands, á meginlandinu, veldur. Og nú var svo komið, að mál þetta var ekki lengur hreint innanríkismál. Norðurlandaráð og ráðgefandi nefnd á vegum Evrópuráðs, létu frá sér fara álit um mikilvægi þess, að sömu um- ferðarreglur væru í gildi um allt meginlandið. Þá er og þess að geta, að óánægjuraddir frá íbú- um hinan Norðurlandanna urðu æ háværari. Hafa ber þá í huga, að í hvert skipti, sem Norðmenn eða Finnar leggja leið sína suður á bóginn, þurfa þeir að aka um Svíþjóð og breyta þannig sínum akstur ven j um. Árið 1960 fól samgöngumála- ráðherra aðstoðar vegamálastjóra Svíþjóðar, Gösta V. Hall, að at- huga að nýju kostnaðarhliðina í sambandi við hugsanlega breyt- ingu í hægri umferð. I október 1961 lá þessi skýrsla fyrir, og 10. maí 1963 afgreiddi þingið lög um, að hægri handar umferð skyldi upp tekin og taka gildi fyrri hluta sumars árið 1967. Ár: Ibúafjöldi pr. bifreið: 1945 ................... 70 1950 ................... 20 1955 ................... 10 1960 .................... 5,7 1963 .................. 5 1973 (áætlað) ......... 3 Tala umferðarslysa hjá erlendu fólki í Svíþjóð og hjá Svíum utan lands óx hlutfallslega örar en umferðin svo sem eftirfarandi tölur bera glögglega með sér: Fjöldi slysa hjá sænskum bifr. erlendis: Ár: 1959 — 1770 Hjá erlendutn bifr. í Sviþjóð: Ár: 1959 — 716 Svíþjóð er ekki fyrsta landið er breytir úr vinstri í hægri um- ferð. Áður hafði breytingin átt sér stað í Kanada, Portúgal, Aust urríki, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi og Argentínu. Svíþjóð er því nú eina landið á meginlandi Evrópu með vinstri umferð. Einn ig er enn vinstri umferð í Eng- landi, írlandi og á íslandi. Að sjálfsögðu mun þetta átak í Svíþjóð verða hlutfallslega stór um erfiðara viðfangs en í þeim löndum sem þegar hafa fram- kvæmt breytinguna, vegna þess fyrst og fremst hve seint hún kemur þar til framkvæmda, og umferð orðin þar mikil. Til þess að undirbúa og stjórna þessum framkvæmdum var skip- að 7 manna ráð. Er formaður þess Bertil Fallenius, sýslumaður í Skareborgsléni. Varaformaður og framkvæmdastjóri ráðsins er Gösta Hail. Tvær ráðgefandi nefndir eru ráði þessu til að- stoðar, önnur annast tæknihlið framkvæmdanna, hin öryggismál in. Þá er og með í ráðum sér- fræðingar frá strætisvagnafyrir- tækjum, vega- og skipulagsmál- um, umferðarnefnd o. fl. stofnun- um. Einnig er séð fyrir lagalegu hlið málsins. Margs er að gæta og að mörgu að hyggja fyrir H-daginn (Hög- erdagen) eins og Svíar nefna hann. Undirbúa þarf nákvæm- lega hvert smáatriði fram- kvæmdanna, án þess að unnt sé að leita hliðstæðna og reynslu annara þjóða í þessum efnum. Alllangur tími er því ætlaður til undirbúningsstarfsins. Umfangsmbesta verkið mun vera fólgið í breytingum og end- urnýjunum á strætisvögnum, sporvögnum og langferðavögn- um. En strætis- og langferða- vagnar eru nú 6.700 talsins. — Allur þessi vagnakostur þarf að vera tiltækur einhvern morgun- inn vorið 1967 til þess að taka við sínu nýja hlutverki. Til að svo megi verða, eru þegar hafn- ar breytingar á þeim vögnum, sem nota á eftir H-daginn, og eru allir nýir vagnar í dag smíð- aðir með tilliti til þess. Að því er varðar strætisvagnana er kostnaðurinn auk færslu á hurð- um og hurðabúnaði langmestur við færslu stýris og stjórntækja frá hægri hlið yfir á þá vinstri. Gert er ráð fyrir að flytja ekki stýri og stjórntæki yfir á lang- ferðabifreiðum. Kostnaðurinn við breytingu á þeim er því aðeins fólginn í færslu á hurð- um og þá oftast á einni hurð. Reiknað er með að kostnaður við breytingu á Volvo strætis- vagni í Svíþjóð, sömu stærðar og hér er, muni verða sem næst 50 þús. s. kr. á vagn, miðað við verðlag 1961. Hvert einasta yfir- byggingarverkstæði Svíþjóðar mun verða, fram yfir H-daginn önnum kafið við þessar breyt- ingarframkvæmdir. Til þess að draga úr þeim, eftir því sem við verður komið, verða nú al- veg á næstunni teknir í notkun strætisvagnar, sem einungis verða búnir hurðum á hægri hlið. Þessir vagnar verða aðeins not- aðir í útjöðrum borganna eða þar sem lítil umferð er, og alveg sérstakar varúðarráðstafanir verða gerðar í sambandi við notkun þeirra, t.d. verður farar- tækjum bannað að aka fram úr slíkum strætisvagni sem numið hefur staðar á viðkomustað. Sama mun gilda um þá vagna, sem hafa hurðir á vinstri hlið og nota þarf fyrst eftir breyt- inguna. ----O---- Breytingar og umbætur á vega kerfinu verða umfangsmiklar og fjárfrekar, Breyta þarf umferð- artorgum og gatnamótum í borg- unum, aðkeyrslubrautum að að- alumferðaræðum og skipulagi á einstefnuakstursgötum, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Færa þarf úr stað flest öli umferðar- merki, mála upp að nýju merk- ingar á vegum og breyta götu- vitum. — ★ — Hér að framan hefur verið rædd hin tæknilega og fjárfrek- asta hlið málsins. Hefur þá ekki verið minnzt á þann þáttinn, sem án efa verður hvað örlagarík- astur. Á ég hér við öryggishlið- ina. Hver einasti rólfær borgari Svíþjóðar, verður þann morgun sem hægri umferðin gengur í gildi að tileinka sér þessa ný- skipan umferðarmála. Unnið er í því sambandi að undirbúningi feiknalegs upplýsingakerfis eða öllu heldur áróðursbákns. Árang- ursríkast er talið að hefja þessa upplýsingarstarfsemi sem næst H-deginum, en þó það tímanlega, að leiðbeiningarnar ekki aðeins komist til fólksins, heldur einn- ig að fólkið verði í tæka tíð búið að fá breytinguna á tilfinn- inguna, eins og mætti orða það. Sjónvarp og útvarp verða gjör- nýtt í þessu augnamiði. Dagblöð- in munu verja miklu rúmi til upplýsinga og leiðbeininga. Prent uðum bæklingum verður dreift um gjörvallt landið. Námskeið fyrir þá, sem þess óska, sem ef til vill yrði þá aðallega eldra fólkið, verða hald- in, og fundir þar sem þeirra er talin vera þörf. Þá verður mik- ill fjöldi manna æfður til leið- beiningastarfa. Enn hefur eigi að fullu verið tekin ákvörðun um það hvaða dag, vorið 1967, hægri umferð er ætlað að taka gildi. Ákveðin rök hníga að því að framkvæma breytinguna, áður en skólaslit hafa farið fram. Væri þá unnt að nýta þær stofnanir til að fræða skólaæskuna og jafnvel æfa í hægri umferð. Þá er miður júní einnig talinn henta vel, vegna þess hve almenningsumferð (straetisvagnaumferð) dregst þá saman. Sennilegt er, að breyting- in muni eiga sér stað snemma á sunnudagsmorgni. En nauðsyn- legt er talið að banna alla umferð í nokkrar klukkustundir þá nótt, vegna þess að flytja þarf nauð- synlegustu umferðarmerki, breyta götuvitum og koma fyrir upplýs- ingaplöggum. Þegar merki hefur verið gefið um, að hægri umferð hafi tekið gildi, hafa lögreglu- menn, hermenn og sjálíboðaliðar svo þúsundum skiptir tekið sér stöðu, þar sem þeirra er mest þörf í umferðinni. (Fregnir hafa nú borizt um, að breytingin verði framkvæmd 3. sept. 1967. Hvorki veit ég um sannleiksgildi fréttar- innar, né þá heldur af hverju þessi tími árs hefur allt í einu orðið fyrir valinu). Og hvað kostar þessi breyting? Hvenær sem hægri umferð hef- ur borið á góma í sænska þing- inu hefur kostnaðaráætlun ávallt fylgt í kjölfarið. Þannig var á- ætlað, að árið 1943 myndi breyt- ingin kosta 16 millj. s. kr., árið 1946 27 millj. og 1959 215 millj. Gösta Hall áætlar í greinargerð sinni árið 1961, að samkv. verð- lagi þá muni breytingin kosta 325 millj. s. kr. og árið 1967 400 millj. Helming þessarar upphæð- ar verður varið til breytinga og endurnýjunar á strætis- og lang- ferðavögnum, 100 millj. í vega- mál og 100 millj. í breytingar á sporvögnum, vagnakosti hersins og skógarhöggsiðnaðarins og und irbúnings og upplýsingastarfsins. Fjárins er aflað á þann hátt, að á árunum 1964—1967 greiða bifreiðaeigendur í Svíþjóð auka- skatt af fólks- og vöruflutninga- vögnum sínum og nemur sá skatt ur um 100 millj. s. kr. hvert ár. Hin ört vaxandi umferð á meginlandi Evrópu hefur leitt af sér aukna umferðarhættu og fjölgun slysa, sem í mörgum til- fellum má rekja til þess ruglings sem ríkt hefur og rikir enn í þessum málum. Árið 1960 fóru 3,7 millj. farar- tækja yfir landamæri Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir, að þessi tala verði komin upp í 10 millj'. árið 1970. Er þá ótaldur sá fjöldi út- lendinga, sem til landsins kemur með járnbrautum, í lofti eða á sjó. Sambærilegar tölur frá Eng- landi hef ég því miður ekki við hendina. Greinilegt er, að mikill ótti ríkti fyrst framan af í Svíþjóð um mikla fjölgun slysa og dauðs- falla í umferðinni fyrst eftír breytinguna. Kom þessi skoðun greinilega fram við utnræður í sænska þinginu, er mál þetta var rætt. Ýmsir eru hins vegar þeirrar skoðunar nú, að slysum muni jafnvel fækka en ekki fjölga eftir breytinguna, og færa þeir þau rök máli sínu til stuðnings, að vegna hins rriikla áróðurs og upplýsingastarfs muni allur þorri almennings ekki aðeins temja sér meiri varúð í umferðinni, heldur munu margir stjórnendur öku- tækja læra jafnvel í fyrsta skipti „á ævinni“ suma þætti umferðar- reglna, eins og t.d. rétta notkun akreina. Námskeið og aðalfund- ur Kennarafélags IMið-Vesturlands HHÐ árlega námskeið og aðal- fundur Keanarafélags Mið- Vesturlands var haldinn að Heimavistarbarnaskólanum á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði 3. og 4. október. Óskar Halldórsson, cand mag. flutti mjög gott erindi um ís- lenzkukennslu í- barna-og ung- lingaskólum. SiguPþór Þorgilsson, kennari, Reykjavík, flutti yfirgripsmikið erindi og leiðbeiningar um kennsluaðferðir almennt og starf ræna kennslu. Aðalgreining er- indis hjá Sígurþór var: 1. Undirstöðuatriði fræðslunn- ar. 2. Undirbúningur fyrir sjálf- stætt nám. 3. Æfingar til undirbúnings hópvinnu og samvinnu. 4. Skipulag námsefnis. Efnið var mjög skipulega fram sett og vandlega undirbúið af hendi flytjanda. Var þetta ómet- anlegur fengur fyrir kennara að kynnast þeim markmiðum og ný- stárlegu aðferðum, sem Sigurþór kom fram með í erindum sínum. Kennarar voru mjög ánægðir með þetta námskeið og létu þakk læti sitt óspart í ljós. Vonazt er eftir að fræðslumála stjórn stuðli áfram og í mjög vaxandi mæli að slíkum náms- skeiðum fyrir kennara sem starfa í skólum utan Reykjavíkur. Á laugardagskvöldi sátu þátt- takendur kaffiboð skólanefndac eftir að hafa skemmt sér á kvúid vöku í hinni vistlegu setustofu skólans. Næsta haust verður fundurinn haldinn á Akranesi. Formaðut stjórnar næsta árs var kjörinn Njáll Guðmundsson, skólastj., Akranesi. Þessi námsskeið hafa , verifl haldin árlega siðan 1948, fyrst i vegum Stefáns Jónssonar náms- stjóra, en síðan 1954 — á vegum Þórleifs Bjarnasonar, námsstjóra. Þessi námsskeið eru haldin til skiptis í skólunum á félagssvæð- inu. Núna í fyrsta sinni vac þetta námsskeið haldið að Klepp járnsreykjum. Á Kleppjárnsreykjum eru Borg firðingar að reisa glæsilegan heimavistarbarnaskóla fyrir 5 hreppa sýslunnar norðan Skarðs- heiðar. 1. áfanga er lokið, en í þeim áfanga eru 2 kennslustofur, smíðastofa, setustofa, annar hluti heimavistarherbergja og skólastj. íbúð. Vonazt er eftir að bygging síð- ari áfanga geti hafizt á næsta ári. í þeim hluta byggingarinnar, sem kominn er, hefur kennsla farið Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.