Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 1
28 síður 70. tbl. 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Glæpaklíka var að taka völdin á Anguilla — segja Bretar Anguilla, London, 24. marz. AP • BREZK yfirvöld halda því fram að þau hafi tekið í taum- ana í Anguilla vegna þess að glæpaklíka hafi verið að sölsa undir sig öll völd þar og reyna að eyða brezkum áhrifum á eynni. • Því er einnig haldið fram að glæpaklíkan hafi náð yfirráðum með ógnunum og ofbeldi og þannig tekizt að halda í skefj- um þeim sem styðja Breta að málum. • Nokkrar mótmælagöngur voru farnar á eynni um helg- ina, en ekki kom til neinna átaka, þar sem Bretar vilja ekki beita valdi nema í ítrustu neyð. • Brezka stjórnin hefur til- kynnt Sameinuðu þjóðunum að hún telji eftirlitsnefnd frá þeim ekkert erindi eiga til Anguilla. Stjórnarandstaðan brezka gerði í dag harða hríð að Wil- son forsætisráðherra fyrir inn- rásina á Anguilla. Edward Heath sagði að jafnvel blindustu stjórnmálamenn hlytu að sjá að innrásin yrði misskilin af heims- bygg'ðinni. Talsmaður stjórnar- innar sagði hinsvegar að á Anguilla lékju svo mörg ódáins- öfl lausum hala að ekki hefði Ike hrnknr Washington, 24. marz, AP HEILSU Eisenhowers, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, hrakar nú stöðugt, og hann þarf á stöðugri súrefnisgjöf að halda. f stuttri til kynningu var sagt að læknar hers höfðingjans óttuðust nú mjög um líf hans. Eisenhower er nú 78 ára gamall og hefur margsinnis feng ið hjartaslag, en jafnan náð sér furðulega á nýjan leik. verið um annað að ræða en að grípa í taumana, áður en verra hlytist af. Hann sagði að glæpa- klíka hefði kúgað löghlýðna íbúa landsins svo að þeir þyrðu ekki að hreyfa mótmælum. Tony Lee, fulltrúi brezku stjórnarinnar á eynni, tók í sama streng þegar hann talaði við fréttamenn í gær. Hann sagði glæpaklíku hafa verið að hrifsa öll yfirráð á Anguilla í þeim tilgangi að reka hana sem „einka land.“ Aðspurður um hvort hann héldi að hinn sjálfskipaði for- seti Ronald Webster væri í vit- orði með gæpamlönnunum, sagði Lee a'ð það væri hann sjálfsagt að einhverju leyti. Framhald á bls. 27 LögreglumaSur frá Seotland Yard virðir fyrtr sér æsta andmælendur á Anguilla. Á stendur: Ruddalegu Bretar, fariS þið heim. spjaldinu Sambandsherinn reynir að loka Uli flugbrautinni — Kveðst hafa eyðilagt sex vélar — Vélarnar ekki taldar vera trá hjálparstofnunum Umuíhaia, Biatfra, 24. marz, AP. ♦ Sambandsher Nígeríu kveSst hafa eyðilagt sex flugvélar við Uli-flugbrautina um helgina. ♦ f fréttum frá Genf segir að það muni ekki hafa verið hjálparvélar kirkjunnar, heldur herflutningavélar. Þetta hefur þó ekki fengizt staðfest. ♦ Sambandsherinn hefur tekið upp nýja aðferð við sprengju árásirnar og reynist hún svo vel að margir flugmannanna eru hættir að fljúga og famir heim. Ekki hafa borizt neinar nán- ari fréttir af eyðileggingu vél- anna sex. Talsmaður Nígeríu- stjórnar segir að þrjár þeirra hafi verið skotnar niður í nánd Nixon ræðir Vietnam við helztu ráðgjafa sína Talið að þeir hafi m.a. verið að taka ákvörðun um hvað gera skuli ef kommún- istar hœtta ekki árásum á borgir og þorp Saigon, Washington, 24. marz. AP-NTB. • Nixon forseti ræddi við helztu ráðgjafa sina um stríðið í Vietnam um helgina. • Talið er að þeir hafi m. a. rætt hvaða stefnu skyldi taka ef kommúnistar Iinntu ekki árás- um á Suður-Vietnam. O Gagnsókn Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam gengur vel og Adams hershöfðingi segir að kommúnistar hafi ekki náð tak- marki sínu með stórsókninni. Ekki hefur ennþá verið skýrt frá niðurstöðum viðræðna Nix- ons forseta við nokkra helztu ráðgjafa sína, m.a. Ellsworth Bunker, sendiherra í Saigon og Andrew J. Goodpaster, yfirmann herráðsins, en stjórnmálasér- fræðingar telja að Bunker hafi m.a. fært forsetanum þær frétt- ir að Bandaríkin og bandamenn þeirra væru á sigurleið í Viet- nam, og myndi halda svo áfram ef ekki yrði gefið eftir. Talið er a'ð ofarlega á dagskránni hafi verið hvaða aðgerða Bandaríkin ættu að grípa til ef mannfall þeirra heldur áfram að aukast, og kommúnistar láta ekki af auknum árásum á borgir og her- stöðvar. Sumir telja að til greina komi að láta orrustuskipið New Jersey hefja aftur skothríð á N-Víetnam af sjó, þar sem það yrði ekki talið jafn alvarlegt skref og að hefja aftur loftárás- irnar, en sýndi engu að síður að Bandaríkjamönnum væri al- vara í kröfum sínum um að kommúnistar minnkuðu hernað- araðgerðir í samræmi við banda- menn. Forsetnn hefur þegar lýst því yfir að Bandarikjamenn muni hefja loftárásir á N-Víet- nam aftur, etf nauðsyn krefur. Hann er þó skiljanlega tregur til að taka svo örlagaríkt skretf og gerir það áreiðanlega ekki fyrr en allt annað þrýtur. Kommún- istar munu því nota sér þetta og ganga' eins langt og þeir Framhald á bls. 27 við völlinn, en aðrar þrjár hafi verið eyðilagðar með sprengjum þar sem þær stóðu á jörðu niðri. í fréttuim frá Genf segir að eyðilögðu vélarnar muni tilheyra þeim aðilum aem flytja hexgöign til landsins og að engar atf vél- uon kirkjunnar hafi orðið fyrir skemmdum. Hinsvegar nota báð- ir aðilar þessa fhigbraut og ef árásum verður haldið áfram er báðum 'hætta búin. Sambandsherinn er nú farinn að nota,nýja aðtferð við sprengju árásirnar. Nokkrum magnesí-um blysum er sleppt í mikilli hæð, og þau gefa sér geysi mikla birtu. Meðan þau eru að falla til jarðar geysast árásarvélarnar yfir völlinn og láta sprengjum og fallbyssuikúlum rigna yfir hann. Einnig hafa borizt fréttir atf rússnesku skipi, sem bíði út atf ströryj Sao Tome, og tilikynni um allar flugvélaferðir í átt til Biafra. Hvernig sem því er varið er það næstum óbætanlegur skaði fyrir Biatfra ef Nígeriumönnum tekst að halda flugvélum burt frá Uli, sem er eina nothæfa brautin sem þeir hatfa. Þar fara bæði bæði um herflutningavél- ar og fþjgvélar sem flytja mat- væli handa sveltandi íbúum landsins. Ný stjórn í Jórdnníu Amiman, Jórdaníu, 24. marz, AP. ABDEL Moneirn Ritfai, utan- ríkisráðherra, hefur verið falin myndun nýrrar stjórnar í Jór- daníu, en Talihouni, forsætisráð- herra, sagði af sér í dag. Elkiki er vitað um ástæðuna fyrir atf- sögninni. Rifai hefur gegnt embætti ut- anríkisráðherra um margra ára skeið og er mjög virtur stjórn- málamaður. Hann er hlynntur vestrænum þjóðum og ákveðinn talsmaður friðsamlegrar lausnar deilunmar við ísraela. Strouss vill ekki kjurnorku- vopnuluust Þýzkulund — Cagnrýnir V/illy Brandt harðlega Baden-Baden, Þýzkalandi. AP FRANZ Josef Strauss, fjármála- ráðherra Vestur-Þýzkalands, sagði í sjónvarpsviðtali fyrir helgina að Vestur-Þýzkalandi lægi ekkert á að undirrita samn inginn um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. Hann fór hörð- um orðum um Willy Brandt, ut- anríkisráðherra, sem sagði fyrir helgi að hann vonaðist tii að samningurinn yrði undirritaður áður en þingmenn færu í sum- arfrí, í júlíbyrjun. Strauss hefur hvað eftir ann- að gagnrýnt þennan samning sem miðar að því að hindra frekari útbreiðslu kjarnorku- vopna. Hann telur að með því sé verið að gera Vestur-Þýzka- land að annars flokks ríki, þar sem bannið myndi augljóslega koma niður á friðsamlegri hag- nýtingu kjarnorku í landinu. Hann telur einnig a'ð það myndi gefa Rússlandi alltof mikla stjórnmálalega yfirburði yfir Bonn. Kosavubu lútinn Kimshasa, 24. marz AP. JÓSEF Kasavubu, fyrsti forseti Kongó, lézt í sjúkrahúsi í dag, 56 ára að aldri. Hann var for- seti Kongó frá 1960 til 1965, þegar Mobutu, hersihöfðingi, hrifsaði völdin í sínar hendur. Kasavubu var fyrsti leiðtogi Kongó, sem leyfði sér að kretfj- ast opinberlega sjálfstæðis lands ins, og hann var forseti á hin- um ertfiðu fyrstu árum sjálf- stæðisins. Eftir að Mobutu tóik völdin fluttist Kasavubu til Boma, stundaði þar jarðyrkju og skipti sér ekki af stjómmálum. Kasavubu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.