Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1989 LOFTPRESSUR Tökui.. að okkur alla lott- pressuvinnu. Vélaleiga Simonar Simonarsonar Slmi 33544. IBÚÐIR 1 SMlÐUM Til sölu eru 3ja og 4ra herb. íbúðir við Eyjabakka 13 og 15. óskar og Bragi sf. Sími 33147 og heimasímar 30221 og 32328. GETUM ÚTVEGAÐ heitan og kaldan veizlumat. Steikhúsið hf. Simi 42340. HANGIKJÖT Ennþá bjóðum við nýreykt sauða- og lambahangikjöt á gamla verðinu. Kjötbúðin Laugaveg 32. Kjötmiðstöðin Laugalæk. HEIMSENDiNGAR Bjóðum eitt fjölbreyttasta kjötúrval borgarinnar. Heim- sendingargj. 25 kr. Kjötmið- stöðin l.augalæk. s. 35020; Kjötb. Laugav. 32. s. 12222. ARBÆJARHVERFI - HREINSUN Fatamóttaka f. Efnal. Lindina. Pressun, frágangshreinsun, hraðhreinsum allan algengan fatnað samdægurs. Hrað- hreinsun Arbæjar, Rofabæ 7. UNGHÆNUR Hænsni 88 kr. kg., 10 stk. saman 75 kr. kg, kjúklingalæri 180 kr kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, Kjötbúðin Laugaveg 32. INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar inn- réttingar í hýbýli yðar, þá leitið fyrst tilboða hjá okk- ur. Trésmiðjan Kvistur, Súð- arvogi 42, s. 33177 og 36699. BÓKHALD - SKATTAFRAMTÖL Munið nýju skattalögin, út- vega tilheyrandi bókhalds- bækur. Bókhaldsskrifstofa Suður- lands, Hveragerði, simi 4290. HEITUR OG KALDUR MATUR Smurbrauð og brauðtertur. leiga á dúkum, glösum, disk- um og hnífap. Útvega stúlkur í eldhús og framreiðslu. — Veizlustöð Kópav., s. 41616. ÖNNUMST ALLS KONAR ofaníburðar- og fyllingarverð. Seljum 1. flokks fyllingarefni frá Björgun hf. Vörubílastöðin Þróttur. Simi 11471 — 11474. ER EINN og húsnæðislaus. Vantar 1 herb. og eldh. helzt i Miðb. Get lánað dálitla peninga- upph. gegn öryggri trygg- ingu Tilb. m. „2707" til Mbl. fyrir 1. apríl. VIL SELJA nokkur veðskuldabr. tryggð með góðu fasteignaveði. — Tilb. merkt: „2705" sendist á afgr. Mbl. HAFNARFJÖRÐUR Tveir ungir reglusamir menn vilja taka á leigu 1—2 herb. og eldhús í Hafnarfirði. — Uppl. í síma 52215 og 51718 IBÚÐ 2ja herb. ibúð óskast til leigu. Uppl. í sima 34764. Svona œtti að vera hvert einasta kútmagakvöld Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, efndi Lionsklúbburinn Ægir til Kút- magakvölds fyrir skömmu, eða 6. marz Var súlnasalur Hótel Sögu þéttsetinn karlmönnum, sem borðuðu yfir sig (velflest- ir) af kútmögum, bæði lifrar- mögum og mjölmögum, marin- eraðri síld, kryddsíld, sherry- sRd, karrysíld, hákarli, súrum hval, skötu, harðfiski, soðinni og steiktri ýsu, soðinni og steiktri hámeri, soðnum og steiktum gellum, heilagfiski, skarkola, rækjum, þorskkinn- um, hrognum og lifur, ásamt brauði, smjöri, flatkökum og kartöflum, en sem betur fer stóð ekki í neinum, því að nóg var til af allskyns munngát og miði til að skola kræsingunum niður. ingu salarkynna, sem öll er stíl uð upp á sjómennsku og fisk- veiðar. Lóðabelgir og net upp um alla veggi og loft, og neðst við stigann, stendur dyravörð- urinn algallaður í olíustakk, með sjóhatt á höfði, í klofbússum, og tekur við aðgöngumiðum manna. Geysilegt hlaðborð er á miðju gólfi, sem svignar undir kræs- ingunum, sem fyrr voru taldar, ýmsar fagurlegar skreytingar eru allt í kringum borðið, og í loftinu. Verzlun O. Ellingsen sýndi klúbbnum þá miklu vel- vild að lána allt þetta skraut endurgjaldslaust. Borðhaldið hófst, þegar menn höfðu heilsast að „baróna“-sið, þakkað hver öðrum fyrir síðast, þvi að það er staðreynd, að á kútmagakvöldi koma yfirleitt allir þeir sömu ár eftir ár, — Algallaður sjómaður tekur við aðgöngumiðunum við stigann. Nú mun einhver spyrja? Hvers vegna að borða öll þessi ósköp? Er það gert af einskærri mat- gleði? Ó, nei. Þetta er gert i góðum tilgangi. Hver sem kaup ir sig inn á slíkt kútmagakvöld fær með því tækifæri til að leggja sinn skerf af mörkum til barna heimilisins að Sólheimum í Grímsnesi, en þessi Lionsklúbb ur hefur einbeitt sér að því að styrkja þá þörfu starfsemi, sem þar er unnin undir forustu hinn ar mikilhæfu forstöðukonu, Sess elju Sigmundsdóttur. Með það í huga, vekur það enga furðu, að menn ganga þarna glaðir að matborði, smjatta sleikja út um, taka lagið og hlýða á góð skemmtiatriði með sérstakri ánægju. Strax og komið er 1 anddyr- ið, verða menn varir við skreyt Mat, og engar refjar o? þætti áreiðanlega súrt i brot- ið að missa af þessari veizlu. Og það var rösklega tekið til matar síns, eins og sjá má á myndunum, sem þessum línum fylgja. Þá var og gaman að sjá, hve nosturlega menn völdu sína kútmaga. Hófust síðan hin ágætustu skemmtiatriði, enda er þeim Ægismönnum ekki í kot vísað, því að bæði Svavar Gests og Ómar Ragnarsson, eru félag ar klúbbsins, og var Svavar veizlustjóri, en Omar skemmti. Glæsilegt happdrætti var á boð- stólum, og seldust allir miðarn- ir. Björn Pálsson alþingismaður frá Löngumýri sat fyrir svör- um hjá Svavari Gests, og flugu þá brandarar og vísur fjaðra- laust um allan sal. Ýmsir söng- kraftar tróðu upp, og ekki má gleyma almennum söng, en sér stök söngskrá var prentuð af þessu tilefni, en svo var góð stemningin, að ekki tókst að tæma söngskrána, þótt flestir diskana undir kútmögunum og fylgifiskum þeirra væru nær ger samlega hroðnir. Guðmundur Guðmundsson, for maður Ægis, setti bæði og sleit þessu fyrirmyndarhófi, á skikk- anlegum tlma, og hvort sem það er nú að kenna eða þakka því, að engin koma var þarna til staðar, — engi.n til að stíga í vænginn við, þá héldu nú allir til síns heima, — eða þvi sem næst, — án allra illinda og ó- viðurkvæmilegra geðbrigða. Og heyrðist þá víða um borgina: „Gæti ekki verið styttra í næsta kútmagakvöld í ár,“ og það var andvarpað um leið af söknuði. — Fr.S- Svavar Gests osr fleiri hlaða á diskana. Kútmaginn skal valinn af kostgæfni, jafnvel er gleraugna þörf Þetta kallast á íslenzku að taka upp í sig. (Sveinn Þormóðsson tók myndimar) Minningarspjöld Minningarspjöld menningar- og minningarsjóðs kvenna fást I bóka búð Braga Brynjólfssonar í Hafn- arstræti, hjá önnu Þorsteinsdóttur, Safamýri 56, Valgerði Gísladóttur, Rauðalæk 24, Guðnýju Helgadóttui Samtúni 16 og á skrifstofu sjóðs ins, Hallveigarstöðum. Munið ettir smáfuglunum sá NÆST bezti Mamma: „Nú hafið þið verið svo dugleg að hjálpa pabba með að þvo upp, að þið eigið sannarlega hrós skilið.“ Litli bró’ðir: „Hvað þýðir hrós?“ Stóri bróðir: „Það þýðir að við fáum ekki grænan eyri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.