Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 28
 AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 Fylltistafvatnioggufu MIKIÐ TJÓN Á LÆKNIS- BÚSTAÐNUM Á REYKHÓLUM Miðhúsuim, Reykhólasveit 24. marz. ÞAÐ var ófögur aðkoma í lækn- isbústaðnum á Reykhólum er Jóhann Guffmundsson lækna- nemi, sem hingaff kemur viku- lega tii læknisstarfa kom vest- ur sl. föstudag. 1 kjallara !húss- ins var 60—70 sm djúpt vatn, um 40 gráffu heitt, og í öllu hús- inu var eins og í gufubaffi. Hafði heitavatnsleiðsla sprung- ið, sennilega fljótlega eftir að læknaneminn var hér síðast fyrir um 10 dögum. í kjallara hússins eru lækna- stofur og apótek og munu lyf fyrir 20—30 þúsund krónur hafa skemmzt. Skrifborð og innrétt- ingar læknastofunnar eru ónýt og var óttazt að röntgentækin, sem eru fullkomin og mjög dýr hefðu skemmzt, en við fljótlega athugun virðist ekki svo vera. Mikil hætta er á að einangrunin sé ónýt, a.m.k. í kj allaranum. Einangrunin er tex á trégrind og er hætt við að hún verpi sig er hún þornar. Málning er ónýt í öllu húsinu vegna guifu. Er ljóst að hér hefur orðið mikið tjón og verður viðgerð kostnað- arsöm. Tvo síðustu dagana hefur verið unnið að því að þurrka húsið og í dag komu hingað tveir menn frá landlæknis- embættinu til þess að kanna skemmdir. — Sv. G. Kastaöist tólf metra ÖKUMAÐUR mótorhjóls kastað ist tólf metra eftir harðan á- rekstur við bíl á mótum Hverf- isgötu og Barónsstígs í gær. Hann meiddist á fótum en hjáimur, sem hann var með, er talinn hafa forðaff honum frá enn frekari meiðslum. Mótorhjólsmaðurinn, sem heit- ir Örn Karlsson, 25 ára, til heim Framhald á bls. 27 Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á innréttingu SKAUTAHALLARINNAR, en hún verffur opnuð n.k. laugardag. í Skautahöllinni, sem er til húsa í Iðngörðum, verffur 1400 fer- metra skautasvell með aðstöðu til ísknattleiks. Þessa mynd tók Ól. K. M. í gær er verið var að leggja plaströr frá Reykjalundi í gólfið, en um þær mun frystivökvinn renna og frysta v^-.iið, sem sprautað verður yfirrörin. Heildoiloðnunfli Sandgerði, 24. marz UM helgina bárust á land 466 lestir af bolfiski, og var það að- allega þorskur, en nokkuö af ufsa. Fékkst þessi afli í 84 sjó- ferðum. Hæsti línubáturinn var Jón Gunnlaugsson með 9,2 lestir á laugardag. Hæsti netabáturinn á laugardag var Þorsteinn Gísla- son með 17,2 lestir en á sunnu- dag var Andri hæstur netabáta með 18,6 lestir. Engin loðna barst á land um helgina þar sem bátarnir eru all- ir komnir austurfyrir. Landaði Jón Garðar t.d. um 270 lestum af loðnu á Norðfirði á laugardag. Alls hafa borizt hér á land á vertíðinni 6500 lestir af loðnu. Páll Ó. Horfur á að framkvœmdum við Búrfell og Straumsvík verði hraðað: Búrfellsvirkjun og álverið starfandi með fullum afköstum árið 1972 — í stað 7975 eins og áður var ráðgert — Ríkisstjórnin óskar heimildar til að ábyrgjast lántöku vegna framkvœmdanna ALLAR horfur eru nú á, að álverið í Straumsvík verði komið í fulla stærð með 60 þúsund tonna afköstum á ár- inu 1972 og jafnframt að Ungir ávísanafalsarar TVEIR piltar, 13 og 14 ára, hafa viffurkennt aff hafa stoliff ávís- anahefti og falsaff og selt úr því nokkrar ávísanir. Piltarnir brutust inn hjá fyrir- tæki einu í fyrrahaust og stálu þá m.a. ávísanahefti með nokkr- um eyðublöðum í og sagði for- stjóri fyrirtækisins eftir innbrot- ið, að ávísanaheftið hefði ekki ver ið notað í 14 ár. Fljótlega eftir innbrotið kom fram ein fölsuð ávísun úr þessu hefti, að upphæð 300 krónur, en síðan ekki meir fyrr en nú í marz Framhald á bls. 27 framkvæmdum verði hraðað við Búrfellsvirkjun þannig að lokið verði við seinni áfanga virkjunarinnar á ár- inu 1972. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð stjórnar- frv., sem lagt var fram á Al- þingi í gær og gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni sé heimilt að ábyrgjast lántöku Lands- virkjunar vegna Búrfells- framkvæmdanna að fjárhæð allt að 35,5 milljónir dala. Er hér um að ræða hækkun á heimild sem fyrir er í lögum vegna þess að nú er ætlunin að hraða framkvæmdum við Búrfell. Frv. þetta kemur væntan- lega til umræðu á Alþingi í dag og má þá gera ráð fyrir að fram komi upplýsingar um það m.a. hve mikil atvinna skapast við að þessum fram- kvæmdum er flýtt. í samningunum um álverið var gert ráð fyrir að álbræðslan yrði reist í þremu<r áföngum. Skyldi hinn fyrsti þeirra verða tilbúinn í ár og verða árleg af- köst álversins þá 30 þúsund, öðrum áfanga átti að ljúka eigi síðar en 1972 og árleg afköst þá að verða 45 þúsund tonn og síð- asta áfanga átti að vera lokið „Algjörlega magnþrota þegar í land kom“ Tveir brœður syntu 250 m í land, þegar bát þeirra hvolfdi út af Laugarnesi LITLUM álbát hvolfdi sl. sunnudag meff tveimur bræffr nm innanborffs í Sundunum — um 200—250 metra út af aðalafgreiffslu Olíufélagsins í Laugarneai. Svo heppilega vildi til aff björgunarbelti voru í bátnum, og tókst pilt- unum að koma þeim á sig og synda í land. Voru þeir mjög þrekaffir, þegar þeir náðu landi, en öðrum tókst þó að komast í hús og sækja hjálp. Lögreglan kom á vettvang, og var piltunum ekiff í Slysa- varðstofuna, þar sem þeir jöfnuðu sig fljótlega. Bræðurnir heita Pétur og Einar Maack — 19 og 17 ára — synir Viggós Maack, skipa- verkfræðings hjá Eimskip. Við náðum tali af þeim eldri, Pétri Maack, og fengum hann til að segja okkur frá þess- um atburði. — Við vorum þarna á litl- um álbát með sléttum botni, sem pabbi á, sagði Pétur, — og skiptumst við um að róa honum. Svo var það, að ég stóð upp til að skipta við bróður minn, en mér skrik- aði fótur út á aðra hlið báts- ins. Við það hallaðist hann svo, að sjór rann inn í hann, og honum hvolfdi. — Björgunarbelti voru í bátnum og ’flutu þau strax upp. Okkur tókst að ná í þau, og æluðum síðari að reyna að rétta bátinn við, en það reyndist vonlaust. Þá var ekki um annað að ræða en synda í land, en þangað voru um 200—250 metrar. — Okkur tókst það, en við tókum þó ekki land á sama Framhald á bls. 11 eigi síðar en 1975 og afköst ál- versins þá að vera 60 þúsund tonn. Á sl. hausti fór Jóhann Haf- stein, iðnaðarmálaráðherra til viðræðna við forráðamenn svissneska álfélagsins um mögu- lei'ka á því að hraða framr kvæmdum við uppbyggingu ál- versins í Straumsvík og var af- staða Svisslendinganna jákvæð. Framhald á bls. 27 Með 100 tonn í netin Norðfirði, 24. marz BOLFISKVEIÐI er nú tekin mjög að glæðast hjá bátunum hér Austanlands. f gær kom Sveinn Sveinbjörnsson hing- að með 100 tonn í net eftir 5-6 daga útiveru. Var helming -r aflans þorskur en hitt ufsi. f dag kom svo Barði með 40 tonn af þorski úr tveimur lögnum, og von er á Bjarti í nó.t með 30 tonn, mest þorsk. Er því mjög að lifna yfir I atvinnulífinu hér, þar sem nú er einnig farin að berast hing að loðna af Lónsbugt. Ásgeir. Lestoði síldor- lýsi ú Raufnrhöfn Raufarhöfn, 24. marz. HAFÖRNINN lestaði í gær til útflutnings 2500 tonn af síldarlýsi, sem voru eftirstöðvar af síldaxframleiðslu Síldarverk- smiðju ríkisins hér á Raufar- höfn frá árinu 1967 og 1908. — Skipið fór héðan til Siglufjarð- ar og tekur þar fullfermi. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.