Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1» 11 Hörmungar blasa viö innan 10 ára Samtal við prófessor Borgström, matvœlasérfrœðing EINS og skýrt var frá í Morg- unblaðinu sl. sunnudag, flyt- ur matvælasérfraeðingurinn, Greorg Borgström prófessor þrjá fyrirlestra í Norræna húsinu nú í vikunni. Fyrsta fyrirlesturinn flutti hann í gærkvöldi, sem kallaðist: „Bylting í fisikveiðum heims- ins“. Um þetta sama efni hef- ur prófessor Borgström gefið út bók fyrir nokkrum árum: Revolution i várldsfisket. Tema LTs förlag. Hamlstad 1966. Er þar m.a. gerð grein fyrir því, að fiskiveiðar 'heims ins hafi aukizt um helming frá 1954 til 1966 og andstætt landbúnaði hafi fiskveiðum tekizt að fylgja eftir auknum fólksfjölda. En takmörk fram- leiðslumöguleika hafsins hafi einnig komið í ljós, og því sé næsta viðfangsefni mannkyns ins að rækta höfin. Fréttamaður Mtol. hitti próf essor Borström að máli á Hótel Sögu í gær og barst tal- ið fyrst að hungrinu í heim- inum. Sagði prófessor Borg- ström ,að augu sín hefðu opn- ast fyrir því að ekki væri allt með felldu um skiptingu mat- væla á milli jarðarbarna, er hann var á ferð í Suður-Ame- ríku árið 1946. í>á befði sér orðið ljóst, að reyndin var öll önnur en það sem haldið var fram í opinberum og hálf op- inberum skýrslum um ástand- ið víðsvegar í heiminum. Hér hefði komið fram sá flótti frá veruleikanum sem hann hefði síðar lagt áherzlu á í bókum. Sá veikleiki er víða fyrir hendi að gylla veruleikann og reyna að sýna hann bjartari en hann er. En þetta er alvar- leg blekking á tímum, er 2500 milljónir manna í heiminum líða skort. Borström hefur nýlega rit- að bók um þetta efni, sem heitir Flótti frá veruleikanum og kom út í byrjun þessa árs (Georg Borgström: Flykt frán verkligheten. Tema LTs för- lag. Stockholm 1969). Hann vitnar nú í eftirfarandi kafla úr þessari bók: „Við verðum að líta á heiminn sem eina heild og byggja smám saman upp traust þjóða í milli. Við höfum ekki ráð á því að leyfa stéttabaráttu á milli norður- og suðurríkja, þ.e.a.s. á milli sadda og ríka heimsins ann- ars vegar og hins vegar fá- tæku og hungruðu landanna, sem flest liggja á heitustu svæðum heimsins. Jörðin á ekki eftir nein ný ónumin lönd. Við erum í raun réttri komnir að yztu mörkum. Það sem eftir er er smáræði fyrir heim, sem vex um milljarð á áratug“. — Eiginlega eru ekki nema um 400 milljónir manna, sem búa við raunverulegar alls- nægtir, heldur Borgström áfram, þ.e. í Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu m.a., um 800 milljónir búa við Georg Borgström þolanleg kjör, en lifa ekki við neitt sérstaklega góð kjör, hlutlægt séð, þ.e. Rússar, Jap- anir o.fl. Þeir sem þegar líða skort eru langflestir og þeim fjölgar örast, m.a. vegna þess að ungbarnadauði hefur minnkað mikið í vanþróuðu löndunum. Þessi lönd þurfa á hjálp að halda og hún þarf að berast þeim fljótt. Vígbún- aðarkapphlaupið á milli Ameríku og Rússlands verður að stöðva, mannkynið hefur ekki efni á slíkum kostnaði. Og möguleikar mannkynsins til að lifa af þá erfiðleika, sem f yrirsj áanlegir eru í náinni framtíð ,eru í því fólgnir, að Bancjaríkin og Rússland taki höndum saman. í stað vígbún aðarkapphlaupsins þarf að koma skipulögð nýting á hugs anlegri matvælaframleiðslu heimsins. Því að enda þótt takast mætti að hafa taum- hald á mannfjöldaaukningu kemur það fyrir lítið ef farið er ránshendi um matarbúr ftiannkynsins. Kemur mér þá fyrst í hug rányrkja hafsins. Nýting hafsins er enn meira aðkallandi en rannsókn geims ins og getur verið alveg jafn æfintýraleg. Það sem nú er gert á þessum sviðum er sem dropi í hafið í samanburði við það sem nauðsynlegt er að gera í framtíðinni. Samein- uðu þjóðirnar ættai að gefa yfirlýsingu um að hafsvæðin tilheyrðu öllu mannkyni jafnt, væru sameiginlegt matartoúr mannkynsins og nýtt með hliðsjón af því að geta orðið sem flestum jarðartoörnum til góðs. Með stuðningi í róm- verskum lögum hefur til þessa verið litið á auðæfi hafs ins sem einskis manns eign — resnullius, en mannkynið ætti að líta á þessi auðæfi sem sam eign sína —- rescommunis Kannski rennur upp ný öld með nýtingu auðlinda hafsins, er maðurinn fer að matreiða fyrir allt mannkyn í stað þess að bera aðeins á borð fyrir lít inn minnihluta. En hér er ekki langur tími til stefnu. Ef ekki verður haf- izt handa um þessi efni af full kominni alvöru innan tíu ára, blasir við hungurdauði, drep- sóttir og örvilnun víða um heim. í kjölfarið myndi fylgja uppþot og styrjaldir, sem ekki yrði séð fyrir endi á. Því er brýnt að hefjast handa sem allra fyrst með skipulegar að- gerðir. En hverjar eru þá þess ar aðgerðir? — Ég vil svara því með því að vitna í bók eftir mig, sem heitir: Tak- mörk tilveru okkar (Georg Borgström: Gránser för vár tillvaro. Tema LTs förlag. Stockholm 1969): „í hverju er hjálpin þá fólg in? Fyrst af öllu verður að fára fram gagnger endurskoð- un á því sem mannkynið sæk- ist eftir. Allt sem við eigum af náttúruauðæfum, fjár- magni og vísindalegri og tæknilegri sérþekkingu, er nauðsynlegt í baráttunni fyrir því að mannkynið lifi áfram. Matur, klæði, húsnæði og menntun er óendanlega miklu miikilvægara fyrir framtíð okkar en geimferðir og kjarn- orkustöðvar. Við þurfum að leggja áherzlu á frelsi frá neyð í stað frelsis frá ótta, sem um þessar mundir gagn- tekur gersamlega vestræna heiminn og Sovétrikin. Við verðum að hefja baráttu fyr- ir málefni mannsins og spara ekkert erfiði til að maðurinn nái aftur taumhaldi á fram- þróun mála“. - MAGNÞROTA Framhald af bls. 28 stað. Einar var kominn í land á undan mér og var ekki eins þrekaður, því að ég hneig niður í fjöirunni, al- gjörlega magnþrota. Ég spurði þá Einar, hvort hann væri svo hress, að hann gæti komizt í næsta hús og náð í hjálp. Hann taldi svo vera, enda tókst honum að gera aðvart í húsf Sigurðar Ólafs- sonar í Laugarnesi. Þaðan kom svo maður mér strax tii aðstoðar, og einnig var hringt í lögreglu og sjúkra- bifreið. Lögreglumennirnir v o r u komniir á undan, og óku þeir okkur beint í Slysavarðstof- una í Borgarsjúkrahúsinu. Þar vorum við látnir dvelja í tvo tíma, en fengum þá að fara heim, enda algjörlega búnir að ná okkur. — Nei, okkur virðist ekki ætla að verða neitt meint af þessu vol'ki, enda þótt mér hafi fundizt ég nær dauða en lífi, þegar í land kom — sjór- inn var óskaplega kaldur, og því erfitt að synda þennan spöl. - EINAR PÁLSSON Framnald af bls. 3 9) Svonefndir Stríðsöxar- menn fluttu þá tegund heiðin- dóms til Norðurlanda um 2000 fyrir Krist, sem nú nefnist Ásatrú. Á frUmmyndum þeirra trúarbragða byggist meginþáttur þess heiðindóms, sem varðveizt hefur í fornrit,- um íslendinga. 10) Konungssietur það á Jót landi, er nú nefnist Jelling, en Snorri nefnir Jalangur og Saxi nefnir Jalungo, er fast- bundið heimsmynd, sem les- in verður af táknmáli ís- lenzkra goðsagna. Sú heims- mynd er tengd þeirri tölvísi, sem getið er í grein 7. 11) Sama heimsmynd verð- ur lesin af táknmáli Brennu- Njálssögu. Leifar hennar finn ast í mörgum öðrum sögnum íslendinga. 12) Táknmál Kristindóms er náskylt táknmáli Ásatrúar. Báðir trúarstraumarnir miða við sömu heimsmynd fornald- ar. Tengsl flestra sameigin- legra hugmynda Ásatrúar og Biblíunnar eru eldri en Gyð- ingdómur og eiga sér rót í táknmáli síðsteinaldar. Báðir trúarstraumarnir miða við svipaða 'heimsmynd, enda þótt inntak trúarinnar sé annað“. Fyrirlestrarnir verða sem hér segir: 1. fyrirlestur, pálmasunnu- dag 30. marz kl. 15.00. Inngangur: Ríkjandi skoð- anir á íslenzkum heiðindómi. Táknmál. Goðsagnir. Verklag. Hugmyndafræði landnáms. Kenningin um heimsmynd Skjöldunga og tengsl hennar við landnám á íslandi. 2. fyrirlestur, þálmasunnu- dag 30. marz kl. 16.30. Gerð heimsmyndarinnar, vinmutilgátur 1—-20: Sköpun. Rúnir. Tölvísi. Árið. Völsa- dýrkun. Hönd. Miðjungur. Þríhyrningur. Ní-alu-vangur. Æsir og árstíðir. Höfuðskepn- ur. Tunglöld. Jól. 3. fyrirlestur, skírdag (fimmtudag) 3. apríl kl. 15.00. Gerð heimsmyndarinnar, vinnutilgátur 20—40: Tíma- skil. Fórn. Fingur. Karl- og kveneðli. Fenrisúlfur. Hring- ur. Askur. Grundvöllur rúna- kerfa. Skipting hjóls. Dellings dyr. Brúðkaup elds og vatns. Skipting dags og nætur. Dauði og getnaður. Meyfæð- ing. Huginn og Muninn. Bjarn artönn. Skip Freys. Flóðið. Krossarnir þrír. Orðið. Öxi og Miðgarðsormur. 4. fyrirlestur, Skírdag (fimmtudag) 3. apríl kl. 16.30. Gerð heimsmyndarinnar, vinnutilgátur 40—60: Ragna- rök. Æsir og höfuðskepnur. Loki og gyðjur. Dráp Loka. Jöfnunin. Hönd Týs. Mikra- kosmos. Hauskúpan. Tíðir tungls. Kross og höfuðskepn- ur. Eldur og ís. Tvieðlið. Skjöldur. Málmar. Sfðusárið. Þjófshugtakið. Fórn Njarðar. Tölur hringkross. Trén tvö. Dauði Árs. Sólarlag. Skot Vinguls. Nýtt ár. 5. fyrirlestur, mánudag annan í Páskum, 7. apríl kl. 15.00. Uppruna kerfisins. Rann- sókn tímamarka og ársetn- inga. Aldur frummyndanna. Tímaákvarðanir fornleifa- fræðinnar. Stríðsöxarmenn. Landnám stríðsöxarmanna á Jótlandi. Mælieiningin. Stonehenge. Hjól Ní-alu- vangs og menningarsaga Ev- rópu. 6. fyrirlestur, mánudagur annan í Páskum, 7. apríl, kl. 16.30. Orðin Danir og Skjöldung- ar. Barði. Helgi vatns. Rúnir Ní-alu-vangs. Skipting úr 24 rúna röð yfir í 16 rúna röð. Rætur stríðsöxarmenningar. 7. fyrirlestur, miðvikudag 9. apríl kl. 2'0.30. Arfur Indó-Evrópumanna. Kornguð Indó-Evrópumanna. Menningarhættir síðsteinald- ar. Tímastuðullinn. Landmæl- ingar Súmera og Egypta. 8. fyrirlestur, mfðvikudag 9. apríl, kl. 22.00. Heimsmynd og landnám. Tengslin við hugmyndafræði Hellenismans. Maðurinn sem Mikrokosmos. Tengsl Ásatrú- ar og kristni. Tölvísi forn- Indverja og hjól Ní-alu- vangs. Árósar og landmæling- ar. Niðurstöður. Þeim einum er ráðlagt að hlýða á fyrirlestra þessa, sem geta gefið sér tíma til að sökkva sér niður í viðfangs- efnið og fylgja erindaflokkn- um öllum. Mynda erindin eina heild. Tekur hvert er- indi um 50 mínútur, og verða tvö erindi flutt hverju sinni, kaffihlé á milli. Aðgangseyrir er kr. 50.00 fyrir hver tvö erindi, kr. 200.00 fyrir erindin öll. Þeir, sem óska að tryggja sér mi'ða á alla fyrirlestrana, geta feng- ið þá á skrifstofu Norræna hússins (sími 17030). - MIKILL ÁHUGI Framhald af hls. 12 gr. er gert ráð fyrir því, að Norð vesturlandsvirkjun verði heimil að að reisa allt að 6 megawatta orkuver í Svartá í Skagafirði eða öðru fallvatni í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Þess er ekki að dyljast, að áhugi okkar heima manna beinist mjög að því að Svartá í Tungusveit verði virkj- uð og sú áætlun, sem þetta frum- varp gerir ráð fyrir, er miðuð við Svartárvirkjun, að Svartá verði virkjuð við Reykjafoss. All umfangsmiklar athuganir hafa verið gerðar á þessari virkjun og benda þær athuganir til, að þar megi virkja með sæmilega hag- kvæmum hætti. f Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum eru nú tvær vatnsaflsvirkjanir. Það er Göngu skarðsárvirkjun, sem framleiðir 1200 kw og Laxárvatnsvirkjun, sem framleiðir 500 kw eða virkj- un afls á þessu svæði er samtals 1700 kw eða l,7megawatt. Þetta hefur að sjálfsögðu reynzt alltof lítil orka fyrir svæðin og hafa því verið settar upp dieselaflstöðvar sem framleiða samtals 2600 kw. eða 2,6 mega- iwött og sjálfsagt þarf ef ekkert ler gert í því að reisa ný virki á þessu svæði að auka dísilafl mjög bráðlega. Þetta er að minu ‘vibi hreint neyðarúrræði. Mér ihefur skilizt að framleiðsla dísil- stöðvanna hjá Rafmagnsveitum .ríkisins sé nú 4 sinnum dýrari 'heldur en framleiðsla þeirra vatnsaflsstöðva sem rafmagns- iveiturnar hafa yfir að ráða. Á iN-Vesturlandi myndi virkjun Svartár leysa að mestu af hólmi 'hinar óhagkvæmu dísilstöðvar, Ihún myndi verða þáttur í því 'að spara dýrmætan gjaldeyri og 'fullnægja orkuþörf svæðisins um árabil og gefa einnjg not- endum kost á meiri notkun raf- orku en nú er. Það mun hafa verið árið 1964 eða 1965 sem Knútur Ottersted rafveitustjóri ■á Akureyri var fenginn til þess að gera kostnaðarsamanburð á imismunandi leiðum til orkuöfl- ■unar fyrir N-Vesturland. Leið- iirnar voru sem um var að velja, tþað var aukning dísilvéla, teng- .ing við Laxárvirkjun og virkj- un Svartár við Reykjafoss. Þessi isamanburður var miðaður við itímabilið 1968—1979, niðurstöð- 'ur þessara athugana voru þær iað virkjun Svartár væri hag- istæðasta lausnin í orkuöflun ifyrir N-Vesturlandið. Notkun idísilstöðva væri dýrari leið, og ihún þykir áreiðanlega vera orð- 'in nú ennþá dýrarf leið, hún 'væri óheppileg vegna olíukaup- 'anna og olíuflutningsins. Teng- 'ing við Laxá væri einnig dýr- 'ari leið en virkjun Laxár og töryggi notenda minna með línu lyfir Öxnadalsheiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.