Morgunblaðið - 25.03.1969, Side 21

Morgunblaðið - 25.03.1969, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1999 21 SIEEÁJV HALLDÓnSSON á slódum œskunnar TRAUSTIVALSSOHI MARY HOPKIN hefur loksins ákveðið hvaða lög eiga að vera á naestu tveggja laga plötu, en ekki gat hún gert upp á milli þeirra tveggja, sem bezt þóttu. Þess vegna eru bá'ðar hliðar nýju plötunnar jafngildar og verða sennilega líka jafnvinsæl- ar. Annað lagið er eftir Bítilinn Paul og heitir „Goodbye". Hitt lagið heitir „The Sparrow“ og er samið af tveim lagasmiðum, sem vinna hjá APPLE-fyrir- tækinu. Heita þeir Gallagher og Lyle. Mary Hopkin hefur einnig sent frá sér hæggenga hljóm- plötu, sem ber heitið „Postcard". Hefur sú plata hlotið góða dóma gagnrýnenda. Þar er m.a. að finna þrjú lög eftir Donovan og ýmis gömul, vinsæl lög. FLÓTTAMANNAHJÁLP Sam- einuðu Þjóðanna hefur gefið út nýja hæggenga hljómplötu, „World Star Festival", til ágóða fyrir starfsemi sína. Þeir lista- menn, sem leika á plötunni eru: Diana Ross and the Supremes, Dionne Warwick, Ray Charles, Herb Albert, Simon and Gar- funkel, Tom Jones, Sonny and Cher, The Bee Gees, Shirley Bassey, Andy Williams, Julie Andrews, Paul Mauriat, Sammy Davis, Dusty Springfield, Frank Sinatra og Barbra Streisand. Flóttamannahjálpin hefur áð- ur gefið út h'ljómplötur til styrkt ar flóttamönnum og er sú þekkt- asta þeirra án efa „AU Star Festival“. Seldist hún í meira en milljón eintökum urn allan heim, og var miUjónasta eintak- ið selt hér á landi. EQUflLS VILJfl HERVERND UM þessar mundir eru the Equals í ísrael á hljómleika- ferðalagi, og munu þeir koma fram í stórborgum eins og Haifa og Tel Aviv, að ógleymdri Jerú- salem, en þar eiga þeir að troða upp í Arabaihverfinu. Sennilega er þetta fyrsta hljómsveitin með meðlimi af tveimur kynþáttum, sem kemur til ísraels, og þess vegna hafa Equals krafizt vernd ar ísraelska hersins, þegar þeir leika í Jerúsalem. En nú er ann- að vandamál komið til sögunnar. Leikhúsið í Jerúsalem, sem nota átti undir hljómleikana, var lagt í rúst í síðustu viku. Hafði einhver óvinur Ísraelsríkis eða þá Arabanna í hverfinu komi'ð fyrir sprengju í leikhúsinu. Sú skoðun hefur einnig komið fram, að það hafi verið einhver ákafur aðdáandi blues-tónlistar, sem stóð fyrir sprengingunni, en það virðist vera samnefnari blues-a’ðdáenda, að þeir hata Equals allra hljómsveita mest. SMALL FACES AÐ HAETTA? SMALL FACES sendu nýlega frá sér nýja tveggja laga plötu með aðallaginu „Wham Bam Thank You Man“. Daginn eftir léku þeir svo í síðasta skipti op- inberlega a'ð því, er talið er. Mik il óvissa ríkir um framtíð hljóm- sveitarinnar, en talið er', að Steve Marriott, söngvari, gítar- leikari og aðaldriffjöðrin, muni stofna nýja hljómsveit með Pet- er Frampton, fyrrverandi söngv- ara, gítarleikara og aðaldrif- fjöður hljómsveitarinnar Herd. Hver verður söngvari, gítarleik- ari og aðaldriffjöður þeirrar hljómsveitar, vitum við ekki. Og enn hættir Dave MASON, CAPALDI, Wood og Frog, hljómsveitin, sem tók við af hljómsveitinni Traffic, hefur hætt. Dave Mason, gítarleikari og söngvari, er hættur og hyggst fara til Ameríku. Hann vakti á sínum tíma mikla at- hygli fyrir að hætta í Traffic og byrja síðan aftur, aðeins til að hætta í annað sinn. Talsmaður Island-hljómplötu- fyrirtækisins sagði um þessa nýj ust.u ákvörðun Masons: „Dave vill ekki vera í hljóm- sveit vegna þess, að hann þarf að sjá um allan sönginn, en Dave vill aðeins vera frjáls til að semja lög og leika inn á plötur í Ameríku“. Hinir fyrrverandi félagar hans hafa ekki látið uppi nein- ar fyrirætlanir enn, seim komið er. En af Stevie Winwood, sem áður var aðalmaður Traffic, er það að frétta, að hann er að hefja plötuupptökur ásamt Er- ic Clapton og Ginger Baker og jafnframt er þess vænzt að þessi stórhljómsveit komi fram á hljóm 'leikum í Royal Albert Hall í London í sumar. BOOM BANG-A-BANG NÚ HAFA BREZKIR sjónvarps- áhorfendur valið lagið, sem söng konan Lulu á að syngja fyrir hönd Breta í hinni árlegu dæg- urlagakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, Eurovision-keppn- inni. Heitir lagið „Boom Bang-a -Bang“. Telja má, að brezkir sjónvarpsáhorfendur hafi þar með einnig kosið næsta topplag í Bretlandi, Danmörku, Noregi Spáni og Hollandi og að ó- gleymdu íslandi, ef miða má við reynslu síðustu ára. Fyrir tveim árum völdu þeir lagið „Puppet On A String“ og í fyrra lagið „Congratulations", og allir muna hvílíkar vinsældir þessi lög hlutu hér á landi, sem og ann- ars staðar. Þess má einnig geta, að „Puppet On A String" sigr- aði í Eurovisior keppninni fyr- ir tveimur árum og „Congratu- lations“ komst í annað sæti í fyrra, og höfundar þessara laga voru þeir sömu. Lulu má því teljast örugg um að auka enn vinsældir sínar um állan heim. Hún hefur að und- anförnu staðið í ströngu við gerð sjónvarpsþátta, en gaf sér þó tíma einn daginn til að ganga IBÍTLARNR munu ekki taka ) tilboði upp á fjórar milljón- I ir dollara fyrir að leika á , fjórum hljómleikum í Amer- ! íku á sumri komanda. Blaða j fulltrúi þeirra, Derek Tay- i lor, skýrði frá þessu í síð ustu viku. Það var ameríski fjármála | maðurinn Sid Bernstein, sem : bauð þeim þessa upphæð fyr i ir það að troða upp á hljóm- ’ leikum í New York, Los Ang * eles, Chicago og Miami. Bern i stein var maðurinn, sem stóð fyrir hljómleikum Bítlanna í I Shea Stadium, New York, I ágúst 1965. Laun Bítlanna fyr j ir 35 mínútna tónlistarflutn- ing voru 160 þús. dollar-1 ' ar eða um 14 milljónir ísl. króna, og er það algjört met. Áhorfendur í það skiptið voru um 56 þús. 1 Bítlarnir eru, að sögn Tay | lors, enn þá önnum kafnir við j upptöku á væntanlegri, hæg- , gengri plötu og undirbúning ’ sjónvarpsþáitar. í það heilaga ásamt söngvaran- um Maurice Gibb. Þátttaka í kosningunum um keppnislagið var að þessu sinni með dræmara móti. Aðeins 125 þús. manns greiddu at- kvæði um lögin sex, sem voru I úrslitakeppninni, en í fyrra fékk topplagið eitt 173 þús. atkvæðL Petta er hljómsveitin GEISLAR, sem nýlega lék inn á sína fyrstu hljóm- plötu á vegum S.G. hljómplatna. Parna er um að ræða fjögur lög, þrjá ía- lenzk og eitt erlent. Islenzku lögin eru öll eftir meðlimi hljómsveitar^- innar, en það erlenda varð vinsælt i flutningi amerískrar hljómsveitar, the Box Tops, og hét £að þá ''Choo Choo Train", en hefur núna vafalaust fengið íslenzkt nafn og texta. (Ljósm. Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.