Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 Rætur íslenzkrar menningar — heims- mynd Skjöldunga Atta fyrirlestrar Einars Pálssonar í Norrœna húsinu í páskavikunni EINAK Pálsson, B.A., for- slöðumaður Málaskólans Mím is, kynnti í gær blaðamönn- um fyrirlestra, sem hann mun halda í páskavikunni í Nor- ræna húsinu. Efni þessara fyrirlestra er um táknmál is- ienzkra fornsagna og nefnir Einar fyrirlestraflokkinn: Rætur íslenzkrar menningar. Einar segir táknmálið gefa eíndregnar ábendingar um sióð menningarinnar til Norð- urlanda, um stofn Njálssögu og fleiri sagnminna íslend- inga, um hugmyndafræði rúna og eðli íslenzkra goð- sagna. Mbl. ræddi í gær við Einar í tilefni þessa og spurðum við hann fyrst um upphaf þessara rannsókna hans. — Þetta hefur verið mitt aðaláhugamál um 20 ára skeið og fyrir 6 árum, árið IS'63, þá gerði ég það upp við mig, að við mundum aldrei komast lengra, fyrr en við réð umit til atlögu við sjálft tákn má'ið. Og síðan hef ég unnið við það á hverjum degi í 6 ár — að i.eyna að komast að me:'kingu hinna einstöku tákna. Smátt og smátt komst ég að því, að heiðindómur- inn var ekki, eins og hingað til hefur verið ríkjandi skoð- un, tvístringurinn einn, held- ur þæði kerfisbundinn og fast mótaður. Það er þetta kerfi, sem ég ætla að sýna í 69 myndum, sem fylgja fyrir- lestrunum. — Hvað er það, sem kerfið skýrir? —- Það skýrir m.a., að ása- trúin íslenzka var ekki ein- angrað fyrirbæri heldur 'hluti af evrópskri menningar'heild. Það skýrir ennfremur það baksvið, sem unnt er að bera ísiendmgasögur og Eddur við og auk þess sjálfan búning bugtakanna, mál goðsagnar- innar, notkun þess máls og merkingu. Kerfið er fast tengt vi;sum kennileifcum í Danmörku og það er stikað út í samræmi við vissa talna- speki, sem er fastur hluti trú- arbragðanna. Þetta kerfi er byggt utan um heilagt kon- ungdæmi Dana og miðdepill þess er konungssetrið í Jell- ing á Jótlandi. — Þú gazt þe = s, að unnt notað þetta Jótlandi og á Talnakerfið væri að nota þetta kerfi við áttamiðanir? — Flest bendir til, að vik- ingar hafi notað rúnirnar sem áttamiðanir. Sömuleiðis hafa þær verið notaðar sem eins konar klukka og er þá sjón- deiidarhringurinn allur notað ur til þess að miða við Sól og Tungl. — Hefur þú sjálfur? — Já, bæði a Rangárvöllum. sjáift er alveg fast og hvergi frá því brugðið. Þetta er g'eysi lega þægilegt og ætti að taka það upp aftur. Ef maður kann sjálft kerfið veit maður alltaf nákvæmiega hvar maður er staddur innan kerfisins. Allt er kerfið tengt árstíð- unum og mætti raunar kalla það Hjól Árstíðanna. Þetta hjól er grundvöllur heims- myndar Skjöldunga. Þeir menn, sem færðu þetta með sér til íslands hafa því vænt- anlega talið sig Skjöldunga- ættar. Ég hef fundið sams kon ar kerfi í trúarbrögðum menn ingarsamfélaga, sem þróuðust við fljótin Indus, Efrates og Níl, en þar skal þó tekið fram, Ijóst, að þetta er sameiginleg- ur indó-evrópskur arfur, en um hitt er of snemmt að spá, hvort eða hve mikið af þeim arfi er runninn beint frá Súm er eða Egyptalandi. Sá mögu- ieiki er til í stöðunni, að arf- urinn sé jafnvel eldri en menningarsamfélag Mesopóta- míu og Nílardals. Það sem við getum sagt með nokkurri vissu með aðstoð dönsku forn leifafræðinnar er, að heims- mynd þess indó-evrópska fólks, sem nefnist Stríðsöxar- menn í fornleifafræðinni og rann inn í Suður-Jótland um 2000 fyrir Krist, var byggð á sömu tölvísi og sömu megin- stuðlum og heimsmyndir þess fólks, sem bjó frá 3600 til 2000 fyrir Krist við Indus, Efrates og Níl. Verk fornleifafræðinn Hugmyndafræði rúna var geymd á fingrum — líkt og fingrarím siðar. Þeir sem kunnu rúnir sáu flest í hendi sér cða kunnu allt upp á sína tíu fingur. að ég hef að sjálfsögðu ekki fundið teng lin við sjálft land ið, en álít hins vegar vafalaust að þau muni finnast, þegar menn taka að leita þeirra. — Hvaðan álíturðu að þetta sé upprunnið? — Það er nokkurn veginn Heiðin jól — ein hinna 69 skýringamynda Einars. ar er ómetanlegt, því að frá þessari undirstöðu má svo rekja þræði menningarinnar bæði aftur og fram í tímann. — Hvernig tengist þetta Njálu? — íslenzka kerfið er, ef svo má segja vettvangur Njáls sögu, og áhrif þess sjást víða í sögunni, þannig að ljóst er að sá sem ritaði Njálu þekkti kerfið vel og notfærði sér það, sagði Einar Pálsson að lokum. Morgunblaðinu er kunnugt um að meginefni fyrirlestr- anna verður væntanlega flutt við háskólana í Toronto, Ro- éhester og Pennsylvania næsta vetur. Hafa prófessorar í mannfræði og trúarbragða- sögu metið vhindalegt gildi verksins og kveðið upp þann dóm, að það standist ítrustu kröfur sérfræðinga í þessum greinum. Helztu niðurstöður fyrir- lestranna eru: „1) Kjarni þe-s heiðindóms, sem íslenzkir landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi er byggður á menningarháttum síðsteinaldar, akuryrkju og Einar Pálsson. kvikfjárrækt. 2) Þjóðir sem töluðu indó- evrópsk mál fluttu þennan kjarna til Norðurlanda. 3) Sá kjarni heiðindómsins, sem nú er yfirleitt nefndur Ásatrú, er runninn af — eða r.áskyldur — heimsmynd fornra samfélaga, sem þróuð- ust við fljótin Indus, Efrates og Níl. 4) Ætla má, að nokkrar leifar þeirra trúarbragða, sem fyrir voru á Norðurlönd- um, þegar Ásatrú hélt innreið sína, hafi sameinast og aðlag- ast Ásatrú. Þá má einnig ætla, að leifar annarra trúarbragða ýmissa tímaskeiða fyrirfinnist á fornum bókum íslendinga. 5) Æsir og Vanir voru tvær hliðar sama heiðindóms alR frá upphafi Ásatrúar á Norð- urlöndum. 6) Ásatrú var fastmótuð og kerfisbundin. 7) íslenzkir landnámsmenn bundu stuðla trúarbragðanna vissu landssvæði, vissu tíma- tali og áttavísan. Landnámið bundu þeir talnaspeki, er í megin atriðum studdist við einingarnar: a. 1728 — 1296 — 864 — 432 b. 432 — 288 — 216 — 144 — 72 Kenning þessi er miðuð við landnámsmenn, sem töldu sig „danska" eða „Skjöldunga" — ekki í landfræðilegri merk ingu, heldur í merkingu ætt- ar, blóðs, trúarbragða éða samfélags, og bundu landnám sitt tölvísi Skjöldunga. Það er þá rannsókarefni út af fyrir sig, hvort reglan gilti einnig um aðra. 8) Speki rúnaleturs var bundin áttavisan, tímatali, töl visi og reginmögnum. Framhald á bls. 11 Nýtt borðstofusett fyrir ferminguna Eitt þúsund og fimm hundruð krónur út tyrir borðstofuborð og 6 stóla eftir eigin vali og 1500 á mánuði. Vér bjóðum yður 10 mismunandi tegundir af borðstofustólum. Margs konar hringborð, ilöng borð og köntuð borð AÐEINS 1500 KRÓNUR usqgqno Uk V- <J <J® 22900 LAUC STAKSTEIHAR Rætnar átdsir Kommúnistablaðið hefur att undanförnu birt rætnar og illyrt ar árásir á tvo starfsmenn Reykja víkurborgar og einn fyrrverandi starfsmann borgarinnar. Þessar árásir dæma að visu ekki aðra en þá, sem að þeim standa, en ástæða er til að vekja athygli á þeim, ekki sízt vegna þess, að þær lýsa glögglega því sérstæða hugarfari, sem ríkir á ritstjórn- arskrifstofum kommúnistablaðs- ins. Árásirnar á tvo af núver- andi starfsmönnum borgarinnar eru sprottnar af því einu, að þeir hafa tekið liluta orlofs síns nú með samþykki réttra aðila, og í fullu samræmi við ákvæði reglu gerðar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkur. í þessu tilviki er um að ræða tvo unga embættismenn, sem hafa getið sér alveg sérstakt orð fyrir dugnað í starfi. Árásin á fyrrv. starfs- mann borgarinnar var rætn- ari en flest af því, sem sézt hefur á prenti í kommúnista- blaðinu og er þá langt til jafn- að. Greinilegt er, að kommún- istablaðið hafði ekki fyrir því að kynna sér njálavexti þess áður en þessi rógsherferð gegn honum var hafin. Róg- burður kommúnistablaðsins um þessa þrjá menn er blaðinu til skammar og lýsir einkar vel sál arlífi þeirra manna sem að slík- um skrifum standa. Skrýtin kenning í kommúnistablaðinu á suniMI daginn segir svo í grein um „úr- ræði“ kommúnista í atvinnu- og efnahagsmálum: „Eitt þýðingar- mesta atriðið við þær ráðstafan- ir, sem hér hafa verið nefndar er þó ótalið; með þessu móti mætti tryggja landsmönnum at- vinnu til frambúðar við íslenzk- an atvinnurekstur. Arðurinn af vinnu islenzks launafólks rynni til landsmanna sjálfra en ekki í vasa erlendra peningafursta, eins og sá arður, sem íslenzk- ar hendur skapa við álverið í Straumsvík." Þet+a er skrýtin kenning. Svo sem kunnugt er, standa þær tekjur, sem við höf- um af raforkusölu til álversins í Straumsvík alejörlega undir greiðslu vaxta og afborgana af virkjun Búrfells. Á tilteknu ára bili eignumst við íslendingar þetta mikla mannvirki við Búr- fell, skuldlaust, vegna raforku- sölunnar til álversins í Straums vík. Þetta er raunar ekki eini arðurinn, sem við hefum af ál- verinu í Straumsvík. Aðrar tek j ur, sem við höfum af því mikla fyrirtæki munu renna til upp- byggingar atvinnulifsins út um allt land. Verkamenn og iðnað- armenn í Hafnarfirði og víðar hafa haft verulegar tekjur af starfi við þessar framkvæmdir síðustu árin, svo og fjölmörg at- vinnufyrirtæki í landinu og starfs lið þeirra. Er þetta ekki arður í vasa íslendinga? MYNDAMÓT hf. PRENTMYN DAG ERÐ AÐALSTRÆTI 6 SlMI 17152 22900 LAUGAVEG 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.