Morgunblaðið - 25.03.1969, Side 12

Morgunblaðið - 25.03.1969, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1909 Ráöuneytisstjórar andvígir stjórnarráðs- frumvarpi í meginatriðum Eru mótfallnir fjölgun ráðuneyta Upplýsingar forsœtisráðherra við umrœður í þinginu í gœr VIÐ aðra umræðu um Stjórn arráðsfrumvarp í Neðri deild Alþingis í gær, skýrði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, frá því, að honum hefði sl. föstudag borizt bréf frá ráðuneytisstjórum í stjórnarráðinu og eins konar álitsgerð um frv- það um Stjórnarráð íslands, sem nú liggur fyrir Alþingi. Sagði forsætisráðherra, að svo virt- ist sem ráðuneytisstjórarnir væru í meginatriðum andvíg- ir frumvarpinu og teldu höf- uðbreytingu þess, fjölgun ráðuneyta, vera til ills eins. Matthías Bjarnason (S) mælti fyrir nefndaráliti alls- herjarnefndar og skýrði m.a. frá því, að Starfsmannafélagi stjórnarráðsins hefði verið gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við frv. og hefði félagið sent nokkrar ábend- ingar um breytingu á því. Matthías Bjarnason sagði, að allsherjarnefnd hefði ekki séð ástæðu til að gera aðrar breyt- ingar á frv. en þær, að breytt væri heiti 5 ráðuneyta þannig, að niður falli „mála“ í heitum þeirra. Iðnaðarmálaráðuneyti verði iðnaðarráðuneyti og enn- fremur menntaráðuneyti, sam- gönguráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneyti og við;kiptaráðuneyti. Sagði Matthías Bjarnason, að nefndin teldi betur fara að hafa þessi heiti á náðuneytinu og væri þá m.a. fullt samræmi í heiti atvinnuráðuneytanna, þar sem talað væri um landbúnaðar- ráðuneyti. Með frv. þessu, sagði Matthías Bjamason, er lagt til að atvinnu- málaráðuneyti verði lagt niður en í þess stað komi þrjú ráðu- neyti fyrir hvern hinna þriggja höfuðatvinnuvega þjóðarinnar: sjávarútveg, iðnað og landbúnað. Heilbrigðismál sem nú tilheyra Þingmál EFRI DEII.D Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvörpum um Fiskveiðasjóð Islands og Afla- tryggingasjóð. Fjögur frv. voru afreidd sem lög frá Alþingi. 1. Ráðstafanir vegna flutninga síldar af fjar- lægum mi'ðum. 2. Listasafn Is- lands. 3. Yfirráðaréttur ísler.zka ríkisins yfir landgrunninu. 4. Lífeyrissjóður barnakennara. NEÐRI DEILD Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra mælti fyrir stjórnar- frv. um eyðingu refa og minka. Matthías A. Mathiesen (S) mælti fyrir nefndaráliti um frv. um Vöruhappdrætti S.Í.B.S. Bjartmar Guðmundsson (S) mælti fyrir nefndaráliti um frv. um fjallskil. Guðlaugur Gíslason (S) mælti fyrir nefndaráliti um frv. um kjarasamninga opinberra starfs- manna. dóms- og kirkjumálaráðuneyti og tryggingarmál sem nú eru undir félagsmálaráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðuneyti, sem nefnist heilbrigðis- og trygging- armálaráðuneyti. Annað atriði í þessu frv. sem er nýmæli, sagði þingmaðurinn, er að skv. því á ekki að skipta ráðuneyti upp milli ráðherra eins og svo oft hefur tíðkazt við myndun ríkis- stjórna, þegar tveir eða fleiri flokkar semja um myndun rík- isstjórnar. I nokkrum tilvikum hefur sami ráðuneythstjóri heyrt undir þrjá ráðherra. Þriðja atriðið í frv. er að ráð- herra hefur heimild til að velja sér aðstoðarmann utan ráðuneyt- is meðan hann gegnir ráðherra- embætti. Loks er gert ráð fyrir að öli mál, sem forseti íslands Matthías Bjarnason þarf að staðfe ta verði tekin til meðferðar á láðherrafundum, en það hefur tíðkazt að ráðherra- fundir fjölluðu ekki um mál áð- ur en þau eru iögð fyrir forseta. Matthías Bjarnason undirstrik aði í lok ræðu sinnar, að með þessu frv. væri verið að leggja framtíðarstefnu varðandi stjórn- arráðið en ekki væri ætlunin að hefja stórfellda útþenslu þess eins og nú stæði. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, skýrði frá því, að sl. föstudag hefði honum borizt bréf frá ráðuneytisstjórum í stjórnar- ráðinu, eins konar áli.tsgerð eða athugasemdir við frv. Skv. því virðast ráðuneytisstjórarnir í meginatriðum vera andvígir frv. og telja fjölgun ráðuneytanna til ills. Og þá geri ég ráð fyrir að þeir séu einnig andvígir banni við skiptingu ráðuneyta, því að annan hvorn háttinn verður að hafa á þeisu til þess að svipaðir stjórnarhættir og afgreiðsla mála 'haldizt og reynslan hefur skorið úr að vaíru nauðsynlegir, þ.e.a.s. að töluverður sveigjanleiki sé í skiptingu starfa og á milli ráð- herra. Ráðuneytiistjóarnir telja, að með því að fjölga ráðuneytum muni þau verða of smá og að þeim geti ekki vaxið svo fiskur um hrygg, sem þeir telja nauð- syn vera á, þ.e. að það fáist mann afli ,sem sinni ekki aðeins af- greiðslu daglegra mála heldur vinni einnig að frambúðarverk- efnum. Og ég tek vissulega und- Mikill áhugi á virkjun Svartár í Tungusveit sagði Gunnar Gíslason í þingrœðu um frv. um Norðvesturlandsvirkjun GUNNAR Gíslason (S) mælti í gær fyrir frv. sem hann flytur ásamt þeini Pálma Jónssyni (S) og Birni Pálssyni (F) um Norðvestur- landsvirkjun. Skýrði Gunnar Gíslason frá því áð mikilJ áhugi ríkti á því heima í hér- aði að virkja Svartá í Tungnasveit en allumfangs- miklar athuganir hafa verið Séra Gunnar Gíslason. gerðar á slíkri virkjun og benda þær til að þar megi virkja með hagkvæmum hætti. Hér fer á eftir kafli úr ræðu Gunnars Gíslasonar: Ég vil alveg sérstaklega benda hér á það, sem ég tel mjög mik- ilsvert atriði í þessu máli, en það er hversu mikil samstaða virðist hafa skapazt heima í héraði um þetta mál, og án þessarar sam- stöðu mundi ég ekki telja eðli- legt, að frumvarp sem þetta væri flutt hér á þingi, því að þess er ekki að dyljast, að frumvarpið boðar verulega stefnubreytingu í raforkumálum í þessum lands- hluta og hefur í för með sér fjár hagslegar skuldbindingar fyrir viðkomandi bæjar- og sveitarfé- lög. Öll orkuvinnsla og orkudreif ing á þessu svæði er nú rekin af ríkinu að undanskilinni rafmagns eitu Sauðárkrókskaupstaðar, sem rekin er af bænum og er þar að finna eina frumkvæðið í raforku málum heima fyrir,en með þessu frumvarpi, sem mjög er byggt á löggjöf um Landsvirkjun og Lax árvirkjun er ráð fyrir gert, að rík ið annars vegar, en sveitarfélög Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslna ásamt Sauðárkrókskaup- stað hins vegar setji á stofn sam eignarfyrirtæki, sem taki við og annist raforkuvinnslu og raforku flutning á Norðvesturlandi. Til er ætlazt, eins og segir í 1. gr. frumvarpsins, að stjórn þessa fyr irtækis verði skipuð 5 mönnum, sem heima eiga á svæðinu og heimili þess og varnarþing verði á Sauðárkróki. Það er svo ráð fyri- gert, að hvor aðili um sig eigi helming fyrirtækisins og skuli það starfrækt sem sjálf- stætt fyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. í 2. gr. frumvarpsins er upptalið, hvert skuli vera hlutverk þessa fyrirtækis. Það er í fyrsta lagi að byggja og reka virki til fram leiðslu og flutnings raforku til almenningsnota og iðnaðar, í öðru lagi að selja í heilsölu raf- orku til héraðsrafmagnsveitna, í þriðja lagi að annast áætlanir og undirbúning nýrra virkja til vinnslu og flutningsraforku og i fjórða lagi að annast í umboði sveitarfélaga og ríkisins rekstur héraðsveitna samkv. samningi við viðkomandi eigendur. í sam bandi við það ákvæði 2. gr., að fyrirtækið annist áætlanir og undirbúning nýrra virkjana til vinnslu og flutnings raforku er á það bent í greinargerð, að fyr- irtæki af þessari stærð, geti trauðla haldið starfslið til þess að sinna slíkum undirbúnings- störfum að fullu. En það er talið mikilsvert atriði, að heima í hér- aði sé maður eða menn, sem hægt sé að fela stjórn á slíkum áætl- unum og gerð mannvirkja, þó að þeir geti ekki unnið þær að öllu leyti sjálfir.Með því ætti að fást trygging fyrir því, að allur und- irbúningur og gerð mannvirkja sé í nánu samræmi við þær að- stæður, sem fyrir eru auk þess sem það ætti að stuðla að því, að allur undirbúningur verði hrað ar unninn og dragist ekki úr hömlu svo að skaði sé að. f 5. og 6. gr. frumvarpsins er fjallað um orkuöflunina. Þar er engu slegið föstu um það, hvaða leið skuli fara í þeim efnum, held ur heimilað að vélja þá lausn til orkuöflunar, sem forráðamenn Norðvesturlands virkjunar ásamt þeim aðilum, sem ákvörðun um þau mál taka af hálfu stjórn- valda telja bezt henta. En í 6. Framhald á bls. 11 Bjarni Benediktsson ir það, að þetta er ágalli á okk- ar stjórnar háttum, en hann kem- ur fyrst og fremst af mannfæð okkar og af fjárskorti, miklu fremur en vegna þess að menn hafi ekki geit sér ljósa.nauðsyn þess að stjórnkerfið þyrfti að vera öflugra en það er. Hins vegar held ég að úr þessum gaila verði ekki bætt, þótt staðið sé gegn fjölgun ráðuneytanna sem þetta frv. ráðgerir. Þvert á móti hygg ég, að hann mundi nokkuð lagast við samþykkt þessa frv., en að öðru leyti verður ekki úr honum bætt nema með því að efla stórlega starfslið stjórnar- ráðsins og við erum væntanlega sammála um að þetta sé ekki tim inn til þess. Ég er því á allt annarri skoð- un en hinir ágætu ráðuneytis- stjórar, þó að ég teidi sjálfsagt að frá þeirra skoðun væri skýrt, því að þeir búa yfir mikilli reynrlu og virðast vera sammála um þessa skoðun sína. Þá telja þeir einnig, að það mundi leiða til árekstra og samkeppni milli atvinnuvega fiekar en orðið er, ef höfuðatvinnuvegirnir fengju hver sitt ráðuneyti eins og frv. gerir ráð fyrir. Mér kemur þessi ^koðun g.ersamlega spánskt fyrir og held að hún standist ekki með nokkru móti. Eins og við vitum er gamla atvinnumálaráðuneytið margsplundrað og þróun hefur leitt til þess og hlýtur að leiða til þess að sérfræðingar í hverri af þesium höfuð atvinnugreinum fáist til að starfa að málefnum þeirra en reyni ekki að spanna yfir öll mál eins og áður var gert. Það þarf miklu dýpri orsak- ir til þess að koma af stað skað- ^amlegri samkeppni milli höfuð atvinnugreinanna heldur en slík- ar ráðstafanir, sem hér um ræð- ir. Þetta eru höfuðathugasemdir í áðuneytisstjóranna við frv., en ég tel sjálfsagt að nefndin, sem fjallar um málið fái þessa álits- gerð til athugunar. Sfjórnarfrumvarp á Alþingi: Ákvæðl um atvinnu málanefndir lögfest — 300 milljón króna lánsheimild í GÆB var lagt fram á Al- þingi stjórnarfrv. um aðgerð- ir í atvinnumálum en með þessu frv. er stefnt að því að lögfesta ýmis atriði úr því samkomulagi um aðgerðir í atvinnumálum, sem gert var í janúarmánuði sl. milli rík- isstjórnarinnar, atvinnurek- enda og verkalýðssamtak- anna. I frv. er gert ráð fyrir að í hverju kjördæmi landsins skuli vera atvinnumálanefnd og enn- fremur er lögfest ákvæði um at- vinnumálanefnd ríkisins. Þá er hlutverk atvinnumálanefndar af- markað í frv. Samkv. frv. er ríkisstjórninni heimilað að taka lán allt að 300 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til atvinnuaukningar og eflingar atvinnulífs í landinu. Skal fé þetta vera í umsjá Atvinnujöfn- unarsjóðs sem annast fyrir- greiðslu þess skv. þeím reglum er Atvinnumálanefnd ríkisins setur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.