Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 19

Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 19 - BYLTINGIN... Framhald af bls. 15 ur. Og jafnvel betur, þegar færri sáu til. Nýr eftirlitsmaður kom að verksmiðjunni. Frá upphafi sýndi hann mér sérstaka at- hygli. Oft kallaði hann mig inn á skrifstofu sína eða kom og settist hjá mér við vélina. Hann var sífellt að fylgjast með, meira að segja kom hann í eft- irlitsferðir að næturlagi. Hann var kurteis og sýndi fyllstu virðingu. Hann sagði, að vissu- lega myndi sá dagur renna upp, þegar ég yrði á ný þýðing- armikið pólitískt afl í landinu. Hann varð undrandi, þegar ég svaraði stutt í spuna, að ég kærði mig ekki hætis hót um slíka framtíð. Hann 'hrakyrti ýmsa forystumenn, og virtist taka það nærri sér, þegar ég sagði honum umbúðalaust, að ég þekkti þá og kærði mig ekki um að farið væri um þá niðr- andi orðum í mín eyru. Svo hann tók smám saman upp aðra aðferð. Hvers vegna spurði hann, fór ég ekki út og skemmti mér, og hvers vegna hafði ég ekkert samneyti við karlmenn? — Þér vitað ofurvel, að með tryggð yðar við Slánsky eruð þér að láta í ljós andflokkslega afstöðu. Ég bað hann að skipta sér ekki af einkamálum mínum. Þar kom, að hann nálgaðist kjarna mákins. Hann var ný- kominn frá Prag og hann kom á fund minn að lokinni nætur- vakt. — Þér verið að taka annað nafn. Þvermóðska yðar brýtur í bága við vilja flokksins og ríkisins. Hann sagði ég þyrfti ekki annað en gefa út stuttorða yfir lýsingu. — Voruð þér beðinn fyrir þessi skilaboð? — Já. — Ég mun leita staðfestingar á því hjá miðnefndinni. — Nefndinni er ókunnugt um þetta. Ég hef skipanir mínar frá æðstu stö'ðum, en þér megið ekki skýra nefndinni frá því. Þannig byrjaði það. — Breytið um nafn. — Nei. Hann greip til sinna ráða og lét beita mig alls konar refsi- aðgerðum í verksmiðjunni. Allt miðaðist við að beygja mig. Þegar það tókst ekki þá átti að minnsta kosti að reyna að gera mig tortryggilega í augum yfir- boðaranna, bæði hvað snerti af- köst og framleiðslugæði. Hann lét líka lækka ábatahlut minn. Ég var kölluð á fund forstjór- ans, en mér tókst að skýra mál mitt og bera hönd fyrir höfuð mér. En þá var gripið til annarra ráða. Að loknum ákveðnum tíma á morgunvakt átti ég að taka næturvakt. En vegna þess ég var of þreytt til að vera á tveim ur vöktum sama dag, afþakk- aði ég næturvaktina og fór aftur á dagvakt. Þegar ég kom til vinnu næst, komst ég að raun um að eldur hafði brotizt út í vérksmiðjunni, í þeirri álmu sem ég var í. Þar var inni miki'ð af eldfimu efni. Undir gluggunum hafði verið komið fyrir olíutunnum. Ég gekk að verki, eins og ekkert hefði í skorizt. Skömmu síðar var sent eftir mér. — Þér voruð á næturvakt. Gerið svo vel að segja okkur, hvemig þetta vildi til. — Yður skjátlast, ég var ekki á næsturvakt. Ég var að- eins á dagvakt. Og ég gekk í burtu og þeir sátu eftir ráðþrota í bili, og mér er ekki kunnugt um, að frekari rannsókn hafi farið fram á upptökum eldsins. Næst var reynt að gera Rudi son minn tortryggilegan. Fram- kvæmdastjórinn sakaði hann um óráðvendni og að hann hefði skrifað hjá sér vinnu og hluti, sem aðrir starfsmenn hefðu átt með réttu. Þetta varð að hatrammri deilu. Starfsliðið var einhuga á bandi Rudis. Þetta var alltof bert. Skömmu síðar var Rudi kallaður í herþjónustu. Ég sakn aði hans ákaflega mikið. Þá fór ég að taka fleiri næturvaktir, þar sem mér stó'ð ótti af því að sofa einsömul í kofanum. En mælirinn var fullur, þegar stór flutningabíll ók skyndilega að mér í verksmiðjuportinu, þar sem hann virtist alls ekkert erindi eiga. Ég mátti þakka við- bragðsflýti mínum, að mér tókst að forða mér. Þetta gat ég ekki afborið öllu leng- ur. Næsta sunnudag á eftir, þegar systir mín kom í heimsókn, kvartaði ég við hana. í fyrstu hlustaði hún á mig og réyndi að sefa mig. En þegar ég sagði henni, meira í gamni en alvöru, frá atburðinum með bílinn, greip hún fram í fyrir mér og sagði: -—Við verðum að biðja ömmu að fara á fund miðnefndarinn- ar. Ég segi henni, hvað hún á að gera. Daginn eftir fékk ég skeyti frá ömmu, þar sem hún sagði, að ég skyldi vera róleg og bréf væri á leiðinni. í bréfinu sagði hún mér, að hún hefði hitt Václav Kopercky, upplýsinga- málaráðherra. Hann hefði full- vissa'ð hana, að flokkurinn og stjórnin hefði ekki haft minnsta hugboð um hvílíkri meðferð ég sætti, og hann sagði einnig, að þess hefði aldrei verið krafizt að ég tæki upp annað nafn. Þó átti ég ekki að minnast á þetta við neinn. Hún fór til Prag og hún hitti Kopecky, sem fagnaði henni vel og kallaði hana gælunafninu hennar Starling, hann talaði ástúðlega og í viðurkenningar- tón um eiginmann hennar og um góðu, gömlu dagana, þegar þeir voru báðir samstarfsmenn í neðanjarðarhreyfingunni. Hann lofaði henni peningum og frelsi til að fara hvert á land, sem hún vildi. Öllu myndi nú verða kippt í lag. „ Stuttu síðar fékk ég skeyti frá ömmu, þar sem hún sagði mér að koma tafarlaust til Prag í opinbera yfirheyrslu. í þetta skipti var Milka systir mín með mér. Hún hvatti mig til að ganga á fund innanríkisráð- herrans og kom með mér þang- að. Ritari rá'ðherrans tók á móti okkur. Við áttum langar sam- ræður, hreinskilningslegar og ánægjulegar. Hann fullvissaði mig um, að ráðherrann ynni að því öllum árum, að gera gott úr öllu og bæta fyrir öll óþæg- indi sem ég hefði orðið að þola og þann órétt sem mér hefði verið sýndur. Mér var heitið peningum til að kaupa ný hús- gögn og mér var boðin dvöl á hressingarheimili fyrir mig og börnin, endurgjaldslaust Ég átti a'ð vera um kyrrt í Prag og innan viku hefðu þeir útvegað mér íbúð. Hvort ég vildi ekki koma aftur eftir hálfan mánuð. En þegar ég kom næst hafði enginn neitt við mig að tala. Og úr þessari einu viku teygð- ist frá því í desember 1955 og fram í apríl 1958. Allan þann tíma sváfum við Marta litla á flatsæng I íbúð móður minnar. Atvinnuleyfi fékk ég ekki held- ur. Ég fékk það raunar ekki fyrr en í febrúar 1960. Og enn einu sinni virtist svo sem Félagarnir „vissu ekkert um þetta" „þá hafði aldrei órað fyrir þessu.“ Og Kopecky lét ritara sinn tjá mér að ég skyldi ekki leita til hans aftur, ég yrði a'ð gera mér ljóst að samræður okkar hefðu auðvitað verið al- gerar einkasamræður. Öllum djrrum var skellt á nefið á mér. Og hringdansinn hófst að nýju, hann stóð endalaust, og alltaf var gefið í skyn öðru hverju, að „þeir væru svo aldeil is hlessa" og „að vissu leyti hefur náttúrlega ekkert verið gert á hluta yðar“, og svo fram vegis í það óendanlega. Ég gat þó ekki varizt að minnast öðru hverju orða HVERS VEGNA HAFA BÁTAFOR- MENN Á ÍSLANDI í ÁRATUGI NOTAÐ SVO AÐ SEGJA EIN- GÖNGU H MU5TAD ÖNGLA * Þeir eru sterkir. * Herdingin er jöfn og rétt. * Húdunin er haldgód. * Lagid er rétt. * Verdid er hagstætt. Vertiðin bregzt ekki vegna öng- lanna, ef þeir eru frá O. MUSTAO B SÖN OSLO MUSTAD önglar fást hjá öllum veiðarfæraheildsölum og kaup- mönnum á landinu. Aðalumboð: O. JOHNSON &KAABER H.F. MUSTAD (S) KEYriBRAND FISH HOOKS Kopeckys. „Það var lærdóms- ríkt, Starling, þú veizt það — dásamlegur lærdómur, athyglis verð reynsla, ertu ekki sam- mála? í eldinum herðumst við, skilurðu . . . Jú, köllum það lærdóm . . .“ Slánsky var opinbera „endur- reistur" árið 1963, nær ellefu árum eftir að hann var hengd- ur. Ári síðar fékk ekkja hans dálinn böggul með stimpli for- seta lýðveldisins: Ég skrifaði undir og tók utan af bögglinum og við mér blöstu fjölmargar skrautlegar orður og heiðursmerki og ég las: „Sam- kvæmt 8. grein laga nr. 62 frá 1962 hefur Or'ðu sósialismans og Febrúarorðunni verið haldið eftir ..." Og hvernig gat ég þá annað en munað, að flest starfs liðið við Ruzyne hafði borið Febrúarorðuna. Það var ekki fyrr en í apríl 1968, þegar stjórn Dubceks hafði tekið völdin, að síðari orð urnar tvær voru sendar til frú Josefu Slánska. Þá fyrst mátti ræða um mál Slánskys, réttar- höldin og líflátið í Tékkóslóvak íu. Húsbyggjendur athugið Byggingameistari getur bætt við sig verkefnum, getur tekið skuldabréf upp í vinnulaun. Upplýsingum um gerð byggingar og framkvæmdahraða sendist afgr. blaðsins merkt: „2706". Veggfóður — ódýrt og gott Japanska CONFIX veggfóðrið er ekki eingöngu vinyl-húðað, það er vinyl allt í gegn. Það er mjög sterkt. Verður selt á gömlu mjög lágu verði meðan birgðir endast. Verzlunin ÁLFHÓLL, Álfhólsvegi, Kópavogi. SÍS, Hafnarstræti, Reykjavík. íbúð til leigu Ný 3ja herb. íbúð í fjölsbýlishúsi til leigu í Árbæjarhverfi. fbúðin er teppalögð og laus nú þegar. fbúðinni fylgir aðgangur að þvottahúsi með fullkomnum vélum. Þeir sem áhuga hafa, sendi nafn og fjölskyldustærð til Mbl. fyrir 30. marz merkt: „6412". Törring’ Divina þekktasta merki í sírmm flokki í Danmörku. Langir, mjóir fallegir. Léttir-en pó bragðgóðir. Dásamlegirað kveikjaíá morgnanna, já og á hvaða tíma dagsins sem er. Divina er allra tíma vindill. Reynið sjálf Divina og njótió þessa eftirsótta tóbaksilms sem hefir gjört Törring’s vindla svo eftirsótta hjá vandlátum viðskiptavinum. 'ÉP ___LEVERAND0R TIL DET KONGELIGE DANSKE HOF N. T0RRING CIGARFABRIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.