Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 2

Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 2
2 MORGUNBL,AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1909 Sérstök rannsóknarstofnun starfi árið að endurskoðun menntamála ANNAÐ Landsþing menntaskóla nema, sem haldið var í Mennta- skólanum við Haanrahlíð 21.—24. marz gerði ýmsar ályktanir í skóiamálum, m. a. um endur- skoðun skólakerfisins, náms- hátta og námsefnis, uan ítök nemenda í skólaráðum og um sérstök nemendaráð og nem- endadómstóla. í ályktun þingsins segir: ,,Landsþing ályktar, að endur- skoðun skólakerfisins, náms- hátta og námsefnis af einstök- um aðilum á margra ára fresti sé óraunhæf og nái ekki nema í einstaka tilfellum æskilegum árangri. Því ályktar landsiþing að stofna beri sérstaka rann- sóknarstofnun , er starfi að reglulegri endurskoðun mennta- mála allt árið um kring.“ í framhaldi af þessu setur Landsþing menntaskólanema fram hugmyndir sínar um skólakerfið. Þar er m. a. gert ráð fyrir, að þegar barn hafi náð fimm ára aldri, sé því gef- inn kostur á fordeild barna- skóla. Sú fordeild skal vera fólgin í sérfræðilegri könnun sérmenntaðra manna á hæfni barnsins til að hefja barna- skólanám. Þegar barnið telst hafa náð þeim andlega þroska, byrjar barnaskólanám þess, sem skiptisrt í fimm stig ög skal úr- skurða í lok hvers stigs, hvort ‘barnið sé hæft til að hefja nám ó næsta stigi. Með þessu telja menntaskólanemar, að nám barnsins miðis't ætíð við þroska þess en ekki aldur. Unglinga- 'skóli skai skiptast í 4 stig, sem Ijúki með landsprófi en það •ásamt umsöign kennara og sál- fræinga ráði síðan mestu um fræðinga ráði síðan mestu um Um námsefni og kennsluhætti beinast ályktanjrnar í þá átt, að „nemendur verðj sem virkastir þátttakendur í náminu" en ekki er farið nákvæmlega út 1 niður- röðun námsefnis hvers stigs. „Landsþingið álítur að reglu- gerð fyrir menntaskólana verði að vera vandlega undirbúin og telur eðlilegt, að fullt samráð •verði haft við nemendur menn+a skólanna um samningu hennar“. Tekið er fram, að gera verði ráð fyriir auknu valfrelsi „með því að jafna hlutfallið milli kjarna kjörsviðs og frjálsra val- greina“. „Þingið telur sjálfsagt, að fulltrúar nemenda í skólaráði hafi þar full réttindi og telur eðli-legt, að með aukinni reynslu og afskiptum nemenda af stjórn skólanna aukist áhrif þeirra til jafns við kennara". Um nemendaráð gerði þingið þessa ályktun: „Nemendaráð er opinber fulltrúi nemenda og fjallar um sérmál þeirra. Nem- endaráð hefur rétt tiil þess að skipa nefndir eða einstaklinga úr hópi nemenda til að starfa við sérmál. Nemendaráð fjallar um breytingar á kennsluháttum og öðrum starfsháttum skól- »anna“. Tekin eru fram nokkur frek- ari starfssvið Nemendaráðs og þar á meðal gert ráð fyrir nem- endadómstól á þeSs vegum, er tfjalli um „agamál og agabriot“ — „bæði þau mál, sem lögð eru fyrir hann af hálfu nemenda og þau, sem skólastjórn kann að leggja fyrir hann“. Er gert ráð fyrir, að skólastjórn geti ekki breytt úrskurði nemendadóm- stólsins, „nema í mjög sérstök- um tilfellum“. En þess getið, að við Menntaskólann að Laugar- vatni hafi verið gerð tilraun með nemendadómstól, „og hefur sú tilraun nú þegar sannað, að slík stofnun er nauðsynlegur liður í þeirri viðleitni skólanna að undirbúa nemendur sína siem bezt undir framtíðina“. Landsþingið „lýsdr yfir ein dreginni andstöðu við þá hug- mynd, að Kvennaskólanum í 'Reykjavík verði veitt réttindi til að brautskrá stúdiena". Meðal annarra ályktana þings- ins er áskorun til Æskulýðs- sambands íslands um að hraða sem mest rannsókn sinni á út- breiðslu eiturlyfja (vanalyfja) hér á landi og verði niðurstöður hennar birtar hið bráðasta. Bendir þingið á, að eiturlyfja- neyzla sé nú þegar að ná fót- festu meðal íslenzks æskufólks og krefst þingið þess, að Al- þingi geri allar þær ráðstafanir, sem komið geta í veg fyrir, að sú þróun, sem orðið hefur á ■Norðurlöndum í þessum efnum, eigi sér stað á íslandi. UM 1400 sígarettupökkum, á ann- að hundrað vindlapö'kkum, pen- ingakassa og nokkru magni af bensíni var stolið úr verzluninni Þverholti í Mosfellasveit á nýjárs nótt. Tveimur dö'gum síðar fannst mestallt þýfið í mannlaus- um sumarbústað í Eiðislandi við Gufunes og nú hafa þrír þeirra manna, sem rannsóknarlögregl- an hefur að undanförnu haft í- trekuð afskipti af vegna töfluáts, viðurkennt innbrotið. Við yfir- heyrslur kom fram, að heldur bet ur slettist upp á vinskap þre- menninganna, þegar þeir hugð- ust sækja þýfið nokkrum dögum Á landgrunnið að ákvarðast af fjarlægð eða dýptarlínu ? Samtal við dr. Gunnar G. Schram, sem situr fund landgrunns- og hafsbotnsnefndar S.Þ. FUNDI landgrunns- og hafs- botnsnefndar Sameinuðu þjóð- anna, sem haldinn er í New York lýkur nk. föstudag. Á laugardaginn flutti Haraldur Kroyer ræðu í undirnefnd þeirri, sem fjallar um efnahags- lega og tæknilega hlið undir- búningsins og í gær hélt dr. Gunnar G. Schram ræðu í und- irnefndinni, sem fjallar um lög- fræðilegu hliðina á undirbún- 140 ferðir til Biafra Sao Tome 23. marz NTB Á MÁNUDAG lenda á Sola- flugvelli í Osló tvær norsk- Þorsteinn Jónsson ar flugvélar, sem sl. hálft ár hafa unnið þarft verk í þágu mannúðarinnar. Þá munu láta af störfum ein norsk flugáhöfn og önnur „blönduð", skandi- navísk, og mennirnir munu halda heim til fjölskyldna sinna. Flugvélarnar, sem eru orðnar æði slitnar af kúlugöt- um, munu þarfnast verulegra viðgerða. Vélar þessar eru lítil Curt- is C-46 í eigu Fred Olsens og DC-6 frá flugfélagi Braat- hens. Þær hafa tekið þátt í „óvopnuðum styrjaldaraðgerð um“, ef svo mætti að orði kom ast. Þær hafa flogið,algjörlega óvopnaðar, vistum til bág- staddra Biafrabúa, og átt í höggi við sprengjuflugvélar Lagosstjórnar, fallbyssubáta á ánni Níger, og sovézkar MIG- þotur, sem gert hafa á þær ár ásir eftir lendingu á Anna- belle-flugbrautinni í Biafra. 10-12 flugáhafnir frá þrem ur heimshlutum hættu nú lífi sínu til þess að ferja vistir og lyf frá Sao Tome til Biafra. ÞOR^EINN Á METIÐ Skandinavíska „tríóið" á Braathenflugvélinni hefur þannig flogið meira en 100 ferðir til Biafra. Olle Hög- brandt deilir líklega metinu með íslendingnum Þorsteini E. Jónssyni, sem flýgur Loft- leiðavélum í leigu hjá holl- enzka flugfélaginu Transavia. Þeir hafa báðir farið 140 flug ferðir til Biafra frá því að flutningarnir frá Sao Tome hófust. ingi samnings reglna um land- grunn og hafsbotn. Gerðu þeir þar grein fyrir því hvernig ís- land lítur á helztu atriði þessa máls. Mbl. átti í gaetr s’ímtal við dr. Gunnar G. Schram og spurði hann fregna af fundum nefnd- arinnar. Hann sagði m. a. — Það sem mest er fjallað um er hve langt út landgrunnið eigi að ná og hvar alþjóðleg markalína landgrunns ög hafs- botns eigi að vera. Tala sumir um 500 metira dýptarlínu en aðrir um að fjarlægð frá strönd- um eigi að vera ákveðin, en skoðanir eru skiptar um hve mikil sú fjarlægð ætti að vera og hefur verið minnzt á allt frá 50 mílum upp í 200 mílur. — Það er mikið rætt um hvers konar fyrirkomulag eigi að vera á eftirliti með auðæfum hafsins og vinnslu þeirra. Er þar rætt um hvort einstök ríki eigi að stjórna eftirliti eða hvort ný alþjóðastofnun á veg- um SÞ eigi að framkvæma eftir- lit með vinnslu á auðæfum hafsbotnsins. Er skoðun okkar fslendinga sú að framkvæmdar- aðili á vegum SÞ sjái um þetta eftirlit. Eru menn yfirleitt sam- mála um það að tekjur af nýt- ingu auðæfa hafsbotnsins eigi að renna til SÞ og standast straum af kostnaði við áfram- haldandi rannsóknir og vinnslu. — Það hefur mikið verið tal- að um hættuna sem fiskistofn- um stafar af mengun sjávar af Sjdlistæðisiélog Gurða- og Bessa- stoðahiepps MUNIÐ næsta spilakvöld félags- ins nik. miðvilkudag kl. 20.30 á Garðaholti. Sjálfstæðisfólik, mæt ið vel og takið með ykkiur gesti. völdum vinnslu auðlinda á hafs- botni. Héfur verið lögð mikil áh'erzla á að hraða rannsó'kn- inni, sem SÞ eru að byrja að framkvæma, en hún var sett á laggirnar með tillögu sem ís- lenzka sendinefndin fékk sam- þykkta á Allsberjarþinginu í vetur. Höfum við að sjálfsögðu tekið undir það. Magnús Magnússon. Lézt í bílslysi í Ástralíu CNCUR fslendingur, Magnús Magnússon lézt í bílslysi í Sid- ney í Ástralíu 9. marz sl. Magnús var fæddur í Reykja- vfk 5. desemberl944, en bjó í Hafnarfirði, þar til hann fór til Ástralíu um miðjan janúar sl. ásamt konu sinni Guðnýju Magn úsdóttur og tveimur börnum, 4 ára og 9 mánaða. Hafði hann þá nýlokið trésmíðanámi. Er Guðný væntanleg heim með börnin, en Maignús heitínn verður jarðsettur hér heima. Foreldrar Magnúsar eru Magnús Marionsson og Dröfn Snæland, Hólmgarði 37, Reykja- vík. eftir innbrotið. Grunuðu þeir hvern annan um græsku lengi vel en svo féll allt í ljúfa löð og þeir brutust inn í lyfjaverzlun í Reykjavík til að verða sér úti um taugaróandi töflur. Þá voru þeir handteknir en þegar þeir urðu lausir aftur brutust tveir þeirra á ný inn í lyfjaverzlun og leiddi handtaka þeirra þá til þess, að upp komst um innbrot þeirra í verzlunina Þverholt. — Á mynd inni sjást rannsóknarlögreglu- mennirnir Hellert Jóhannesson og Guðmundur T. Guðmundsson með hluta þýfisins, sem fannst í sumarbústaðnum. Þórarinn Grettir Reynisson. Féll fyrir borð og drubknaði ÞÓRARINN Grettir Reynisson, tvítugur skipverji á vélbátnum Kristjáni Guðmundssyni frá Eyr arbakka drukknaði er hann féll fyrir borð er báturinn var á leið á veiðar sl. sunnudagsmorgun. Kristján Guðmundsson var rétt kominn út úr rennunni á Eyrarbakka er hann varð að stanza, vegna þess að eitthvert ólag var á vélinni. Tóku menn þá eftir að Þórarinn Grettir var hvergi sjáanlegur, en síðast þeg ar sézrt hafði til hans var hann einn uppi á dekki. Skipinu var þegar snúið við og svipazt um eftir Þórarni Gretti, en án árang urs. Var maður settur í land til að tilkynna slysið og skipinu snú ið út aftur til leitar, en hún bar engan árangur. Sjópróf fóru fram á Eyrar- bakka í gær og það sem fram hefur komið bendir ekki til ann- ars en að hér sé um slys að ræða. Þórarinn Grettir var frá Mjó- sundi í Villingaholtshreppi. Missögn Ieiðrétt Á LAUGARDAG sL var missagt hér í blaðiniu, að dagpeninga- greiðslur til opinbera starfs- manna væru ekki framtalsskyld- ar. Hið rétta er, að dagpeninga- greiðslur eru alltaf framtals- skyldar, en til frádráttar leyfður sannanlegur kostnaður, þó eigi hærri en sem dagpeningagreiðsl- unum nem/ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.