Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1909 > * 1 0 BÍLALEIGANWf car rental service © 22*0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 1-44-44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR stciPHoixi21 mmah21190 eftir lokun slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðaotraeti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN AKBRAUT Mjög hagstætt leigugjald. SÍMI 8-23-47 [ BIRGIR ÍSL GUNNARSSON1 HÆSTARETTARLÖGMÐUR LÆKJARGÖTU 6B SÍMI22120 HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaráttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 símar 10332 og 35673. Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir. Rover, bensín, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. Taunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jónsson S Co. Sími 84515 og 84516. Skerfan 17. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Þeir eru svo lánsamir að hafa afburða kennara. Þá á ég við kennara, sem lætur börnin hlýða sér (enda þótt mörg þeirraþekki það lítt frá heimilum sínum), gengur fast eftir því, að þau Ijúki heimaverkefnum og þau læra hjá honum svo framarlega sem einhverju verður troðið í kollinn á þeim. Ég fylgist nokk- uð með námi sonar míns og sé á öllu, að það er gífurleg vinna, sem kennarinn leggur á sig. Munu nú ekki margir foreldrar segja: „Ja, ég vildi óska þess, að barn- ið mitt hefði svona kennara“.En hann gerir meira én að kenna þeim og láta þau hlýða sér í stofunni — hann gerir sér veru- legt far um' að ala upp í þeim manngildishugsjón. T.d.veit ég, að hann ræðir oft við þau um skyld- ur þeirra við forledra sína og hegðun utan skólans. Hann tekur hart á uridirferli og svikum, en hann er svo sannarlega réttlátur Nú gerðist það um daginn, að sonur minn kom afar aumur heim úr skólanum, og fyrst í stað vildi hann lítið við mig ræða. Ég gekk á hann og fékk loks upp úr honum, að kennarinn hefði gefið honum lauslega utan Tilboð vikunnar NEÐANGREIIMDA FASTEIGN HÖFUM VIÐ TIL SÖLU: 5 herbergja hlaðið parhús við Sogaveg. Húsið er hæð og ris. Á hæðinni er stofa, 1 herbergi, eldhús og baðherbergi. 1 risi eru 3 lítil svefnherbergi. Heildargólfflötur er um 105 ferm. Nýleg eldhúsinnrétting. Lóð girt og ræktuð. Húsnæðinu fylgir bílskúr, 28 ferm. að stærð með 3ja fasa rafmagni. IBÚÐ ÞESSI FÆST FYRIR KR. 850.000.00, SEM GÆTI GREIÐZT ÞANNIG: kr. 180.000,00 kr. 150.000,00 kr. 70.000,00 kr. 234.000,00 kr. 216.000,00 Kr. 850.000,00 AFHENDING GETUR FARIÐ FRAM MJÖG FLJÓTLEGA. Fasteignaþjónusian Austurstræti 17 3. hæð (hús Silla & Valda) Símar: 16870—24645. 1. Við undirritun samnings 2. Fyrri hluta sumars 1969 3. Hinn 1. október 1969 4. Lán til 9 ára með 7% vöxtum 5. Lán til 10 ára með 7% vöxtum Q Hvor dró af því já- kvæðari reynslu? Anna Árnadóttir skrifar: Reykjavík 18.3. Kæri Velvakandi Aðeins nokkrar línur um at- vik sem mig og nágrannakonu mína greinir á um. Svo er mál með vexti, að við eigum báðar syni í sama bekk í skólanum. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar. púströr og fleiri varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Sími 24180. undir. Meiddi höggið! ,,Nei!“ En skömmin var mikil. Hver var ástæðan. Jú, eftir langa mæðu! „Við skrökvuðm að kennaran- um. “ Var x gefið utanundir? „Já“! Síðan kom öll sagan. Ég ræddi málið mjög ítarlega við soninn og við komumst að þeirri niðurstöðu, að í rauninni hefði kennarinn í fyrsta lagi haft fyllstu ástæðu til þessa (atvikin voru þannig) og 1 öðru lagi hafi kenn arinn viljað vera fáorður en hafa refsinguna þannig, að það mætti af henni læra. Niðurstaða! Sonurinn fer til kennarans á morg un, biður afsökunar og gerir hreint fyrir sínum dyrum. Það er gert. Hann kemur glaður úr skólanum (um hádegi) Kennarinn tók honum svo vel, fyrirgaf og þetta átti allt að vera gleymt. Gerði x hið sama? Nei, x kom ekki í skólann. Síminn hringir stuttu síðar. Móðir x í símanum Hún gerir sig sko svo sannar- lega ekki ánægða með svona at- hæfi hjá kennaranum. Ekki um annað að ræða, en klaga fyrir skólastjóra og fá mig í lið með sér. X svo móðgaður, að hann vill ekki fara til kennarans aft- ur. Veit hún, hvað þeir brutu af sér? „Það skiptir litlu máli úr því, að þetta varð endirinn". „Börn eru þó börn, en kennar- inn er fullorðinn." Nú spyr ég, eru svona börn eins og x fær um að greina rétt frá röngu? Ég veit með vissu að það er oft tek- ið óþyrmilega í hann heima og jafnvel fyrir minni yfirsjónir. Að endingu, ég þekki þennan kenn- ara það vel og að það góðu, að ég veit með vissu, að hann beitir ekki slíkum brögðum nema í ýtr- ustu neyð og að hann vilji fyrir- byggja eitthvað sérstaklega al- varlegt og hann vill börnunum vel. Aðra sögu heíi ég að segja af einstaka kennara eldri sonar míns, sem er í gagnfræðaskóla. Þeirra vopn er að draga nem. (jafnvel þá, sem mega sín minnst) sundur og saman í háði, svo að þeir eru vægast sagt miður sín. Fyrir slíkt er aldrei klagað — það er nefnilega svo erfitt að koma með sannanir. Nei, þá tel ég nú heilbrigðara, að kennar- inn hristi prakkarana aðeins til, hafi þeir unnið til þess — það geri ég gjarnan sjálf — og það er áreiðanlega saklausara en að særa tilfinningar ungs fólks Hvor skyldi hafa dregið jákvæðari reynslu af þessu atviki sonur minn eða x? Anna Árnadóttir- 0 Alpafífill heitir það Til Velvakanda Kristinn Helgason skrifar á þessa leið: Nýlega hefur verið þýtt á ís- lenzku ljóðið „Edelweiss úr söng leiknum Tónaflóð (Sound of Mus- ic). Svo illa hefur tekizt til, að ís- lenzka heiti lagsins, Alparós, er ekki rétt, sennilega af vangá. Alparós er íslenzkt heiti á jurt sem á latínu er nefnd Rhode- dendron. í kvæðinu um Edelweiss keomur fram nokkur lýsing á þessari sérstæðu jurt, sem að sjálfsögðu kemur engan veginn heim við heiti ljóðsins, Alparós. Nafn ljóðs ins á frummálinu tel ég vera bundið þessari jurt, en ekki tákn (symbol) fyrir aðra og víðtækari merkingu. Ef þýðandi kvæðisins, eða ein- hver annar færu á gróðrarstöð og bæðu um alparós, hvað mundi hann fá? Auðvitað Rhododentr- on: Ég vil ekki trúa því að þýð- andinn hafi notað þetta nafn vegna rímsins. það er af og frá. Þessi misnotkun á nafninu, alpa- rós á vissulega eftir að rugla marga varðandi þessar tvær um- ræddu jurtir. Hvernig kæmi það heim og sam an, ef fallegt kvæði um hest væri þýtt á íslenzku, en vegna ríms- ins væri nafnið asni notað í stað hests: fslenzka heitið á Edelweiss er alpafífill. Kristinn Helgason g Frábær loftskeyta- þjónusta Frá Danmörku hefur Velvak- anda borizt eftirfarandi bréf: M.S. Dísarfelli í Skagin Þ. 17.3. 1969 Fyrir nokkru rakst ég I dálkum þínum á skrif eftir Sverri Erlendsson skipstjóra á b.v. Úr- anusi, þar sem hano gerir ýmsar athugasemdir við þjónustu Lands- símans. Get ég vel fallizt á flest það, sem hann skrifar um þau mál. En mjög finnst mér ómak- leg ummæli hans um þjónustu Hotrnafjarðarradío svo og það, sem hann segir um starfsfólk stöðvarinnar. í þau 23 ár, sem ég hef haft viðskipti við þá stöð, hef ég aldrei orðið var við anrtað, en einstaka lipurð og að öllu leyti frábæra þjónustu og veit ég með vissu að yfirgnæfandi meiri hluti loftskeytamanna og aðrir þeir aðilar, sem viðskipti hafa átt við stöðina á undanförnum árum, munu taka undir orð mín. Væri réttara af skipstjóranum að kynna sér fyrst alíar aðstæður og starfsskilyrði stöðvarinnar áður, en hann gagnrýnir hana. Vil ég að endingu nota þetta tækifæri til að þakka stöðvarstjóra og starfsstúlkum stöðvarinnar þjónustuna á undanförnum árum. Pétur Goldstein loftskeytamaður. Stofnlánasjóður matvöruvenlana Aðalfundur sjóðsins er í kvöld I Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga til lagabreytinga. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Afgreiðslustúlkur 3 afgreiðslustúlkur óskast strax i kjörbúð. — Æskilegt er að þær hafi starfsreynslu. Hálfs dags vinna kemur til greina. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kaupmanna- samtakanna, Marargötu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.