Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGOST 1975 3 Orð Guðs til þín: 1400 stúdentar frá Norðurlöndum ræða boðskap Guðs í nútíma þjóðfélagi ! GÆR var sett f Laugardalshöll- inni Norræna stúdentamótið REYKJAVlK 75. Þetta er kristi- legt stúdentamót, sem haldið er af kristilegum stúdentafélög- um á Norðurlöndum. Kristi- legt stúdentafélag á Islandi hefur séð um allan undirbúning. Þetta er stærsta ráðstefna, sem haldin hefur verið hér á landi til þessa en þátttakendur I mótinu verða tæplega 1400. Viðstaddir setninguna f gær voru biskup tslands, Sigurbjörn Einarsson, Ólafur Jóhannesson kirkjumálaráðherra og Birgir Is- leifur Gunnarsson borgarstjóri. Jón Dalbú Hróbjartsson fram- kvæmdastjóri mótsins bauð þátt- takendur velkomna til mótsins og sagði að þótt undirbúningur mótsins hefði lent á herðum fárra, hefði þeim verið mikill Inger Svensson frá Svfþjóð. styrkur að finna þann hlýhug, sem mótið hefur notið hjá fólki. Við setninguna fluttu þeir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri og Sigurbjörn Einarsson biskup ávörp, kynnt var tilhögun mótsins og starfs- menn þess. Þá var almennur söngur. Undirbúningur mótsins í Reykjavík hófst fyrir nær 2 árum og hafa félagar f Kristilegu stúd- entafélagi unnið að þessum undir- búningi og meðan á mótinu stend- ur starfa um 100 félagar KSS við það. Þetta er ekki fyrsta mótið af þessu tagi, sem haldið er hér á landi, þvf árið 1950 var haldið sams konar mót og voru þátt- takendur þá um 230. Mótið núna er það fjölmennasta, sem haldið hefur verið. Stærsti hópur er- lendu þátttakendanna kemur frá Hans A. Omland frá Noregi Starfsmenn mótsins kynntir. . Noregi eða 600, 300 koma frá Svíþjóð, 190 frá Finnlandi, 95 frá Danmörku og frá Færeyjum koma 8. Gert er ráð fyrir að islenskir þátttakendur verði 160 en eins og áður sagði eru kvöld- samkomurnar opnar öllum þann- ig að erfitt er að segja fyrir um fjölda þeirra sem koma til með að fylgjast með dagskrá mótsins. Flestir eru þátttakendurnir um eðayfir tvitugt. Erlendu gestirnir gista í skólum i nágrenni Laugardalshallarinnar en um hundrað manns búa á einkaheimilum. Mat snæða þátt- takendur i Laugardalshöllinni en þar er aðalmiðstöð mótsins. Einn dag mótsins verður farið til Skál- Elfsabet kemur frá Danmörku. holts um Þingvelli en þar verður þátttakendum sýndur staðurinn og biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, talar. Þá gefst þátttakendum mótsins kostur á að fara í fleiri skoðunarferðir um landið að mótinu loknu. Það eru Flugleiðir sem sjá um að flytja hina erlendu þátttakend- ur til landssins og er þetta stærsti hópur, sem félagið hefur flutt hingað frá upphafi. Forráðamenn mótsins gera ráð fyrir að mótið gefi af sér yfir 50 milljónir fsl. kr. í beinhörðum gjaldeyri en aðeins flugvallargjaldið gefur ríkissjóði um 3 milljónir. Yfirskrift mótsins er „Orð Guðs til þín“ og verður þar fjallað um ýmis kjarnaatriði kristinnar trúar. Vilja aðstandendur mótsins leggja áherzlu á að Orð Guðs eigi enn erindi til fólks, sem lifir á tíma hraða og tækni. Á hverju kvöldi meðan á mótinu stendur verða kvöldsam- komur í Laugardalshöllinni kl. 20.30. Þær eru opnar almenningi en ræðumenn tala á skandi- navísku. Þeir sem þess óska geta fengið túlkað yfir á fslenzku. Fjóra morgna verða biblíulestrar, sem Bo Giertz, biskup frá Sviþjóð annast. Þá verður þátttakendum skipt í umræðuhópa, þar sem ýmis vandamál, sem ofarlega eru á baugi í nútímanum, verða rædd og skoðuð út frá sjónarmiði krist- innar trúar. Við setninguna I gær náðum við tali af nokkrum erlendum þátt- takendum. Ekki var annað að heyra en þeir væru mjög ánægðir með að vera komnir til Islands og margir sögðust bíða með óþreyju eftir að fá að sjá eitthvað af land- inu. Sumir koma með börn sin með sér enda eru þátttakendurnir ungt fólk, sem ekki á hægt með að fara í langan tima frá ungum börnum. Hans A. Omland kemur frá Flekkefjord í Noregi. Hann er við nám i Osló og tekur þátt í starfi Kristilega stúdentafélags- ins við háskólann þar. Hann sagði, að starfsemi félagsins væri mjög fjölbreytt t.d. væru haldnar stórar samkomur og fram færu biblíulestrar i smáum hópum. Þá fara stúdentar i heimsóknir til fólks. En hvers vegna til íslands til að taka þátt í þessu móti? „Bæði er að þetta er samnorrænt mót og ég vildi hitta fólk með lik áhugamál, og hitt að mótið er haldið á íslandi. Ég hef ferðazt viða um Norðurlönd og langaði alítaf að heimsækja Island, og nú fékk ég tækifærið“. Hans hefur áður tekið þátt I tveimur slíkum mótum, en þau hafa bæði verið í Noregi. I hópi þeirra 95 Dana, sem koma til mótsins er 19 ára stúlka frá Árósum,Elísabet. Hún er ekki við nám I neinum skóla, heldur starfar hún sem fóstra. I Kristi- lega stúdentafélaginu í Árósum eru tæplega 300, en hingað til mótsins koma milli 30 og 40. Ástæðan fyrir því að Elísabet fór til Islands til að taka þátt í mótinu var sú að hana langaði til að sjá landið, enda hyggst hún fara i Framhald á bls. 27 hvílir. Húsin standa eins og við þau var skilið, þetta er allt mjög áhrifaríkt. Eins og ég sagði áðan höfum við aldrei komið hér áður, en heyrt marg- ar frásagnir, m.a. frá læk þeim sem forðum takmarkaði Nýja- Island að sunnan. Það brást heldur ekki að þegar komið var norður fyrir þennan læk blöstu alls staðar við íslenzkir fánar. Þetta land hefur sannarlega fagnað okkur vel, fólkið ákaf- lega gestrisið og skemmtilegt og auk þess má geta að veðrið hefur leikið við okkur. Ég er kannski ekki reiðu- búinn að svara því hvað mér hefur komið hér mest á óvart. Maður hittir hér fólk sem talar islenzku framúrskarandi vel. T.d. hitti ég á Betelheimilinu fólk sem talaði betur en maður gæti ímyndað sér að fyndist hér, næstum því án þess að heyrðist nokkur annarlegur hreimur. Ef til vill vissi maður þetta, en það er samt merkilegt að heyra það og hlusta á sumt eldra fólk sem aldrei hefur verið á Islandi. Málfar þess er mjög athyglisvert. Ég veit að þetta er engin nýjung, sem ég segi hér, en þegar maður heyrir orð, sem voru algeng í bernsku minni og máleinkenni, sem þá voru algeng á Norðurlandi, en nú heyrist ekki á Islandi, vera hér í góðu gengi, það er skemmtilegt og rifjar upp bernskuminningar. Við erum ákaflega ánægð með mót- tökurnar, það er aðdáunarvert hvernig tekið hefur verið á móti ekki aðeins okkur heldur mörgum hundruðum manna, það er alveg stdrkostlegt hvern- ig þeim hefur tekizt það. Ég vil svo sérstakléga nefna það að Framhald á bls. 27 Heimsóknin mjiig vel heppnuð og móttökur allar fránærar — segir forseti tslands 1 samtali nú er kölluð, og eins og nærri má geta er áhrifarikt að koma þangað. Eins og komið hefur fram í fréttum er nýbúið að gera eyna að þjóðgarði og byggðin er að leggjast niður með öllu. En þar stendur kirkjan og þar er kirkjugarður- inn, þar sem fjöldi Islendinga við Morgunblaðið Frá fréttaritara Mbl. í Gimli, Þorsteiní Matthfassyni. FORSETI tslands, dr. Kristján Eldjárn, og forsetafrú, Halldóra Ingólfsdóttir, komu til Winnipeg eftir hádegi sl. föstudag f fimm daga heimsókn til Manitoba f tilefni 100 ára afmæli landnáms tslendinga f Vesturheimi. I fylgd með for- setahjónunum er Einar Agústs- son utanrfkisráðherra og kona hans. Haraldur Kröyer sendi- herra Islands I Kanada og frú. I dag, 5. ágúst, var forseti og fylgdarlið hans komið til Lundar og þar náðum við ör- stuttu viðtali við forsetann. Hann sagði: „Við hjónin höfum aldrei fyrr komið til þessa lands, okkur lfzt ágætlega á landið og höfum fengið hér framúrskarandi móttökur, hitt margt skemmtilegt og gott fólk, sem allt hefur viljað fyrir okkur gera og er ekki nema allt gott um það að segja. Það er fyrst I dag sem við höfum ferð- ast að ráði um byggðina, fyrst og fremst fórum við norður til Mikleyjar, eða Heklueyjar sem Forsetinn, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans, Halldóra, við komuna til Winnipeg á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.