Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST 1975 Blað um málefni Breið- holts hefur göngu sína Breiðholt og önnur borgar- hverfi“ nefnist nýtt blað sem hefur hafið göngu sína f Reykja- vfk og er, eins og nafnið bendir til, helgað málefnum Breiðholts- hverfis. Utgefendur blaðsins eru nokkrir óháðir borgarar í Breið- holtshverfi og er Ásgeir Hannes Eirfksson ritstjóri og ábyrgðar- maður. Á forsfðu blaðsins er grein um „furðuskrif félagsráð- gjafa um Breiðholtshverfi — rakalaus stóryrði f garð hverfis- ins“ og í samtali við Mbl. f gær sagði ritstjórinn, að skýrsla fél- agsráðgjafann'a hefði einmitt orð- ið kveikjan að útgáfu þessa blaðs. Nokkrir menn f hverfinu hefðu „Ýmsar setningar úr skýrslunni hafa orðið fleygar manna á meðal. Sérstaklega þær sem lúta að áfengis- og fíkniefnaneyzlu hús- mæðra og skemmdarfýsn barna hér í hverfinu. Það er ekki stefna þessa blaðs að amast við rit- smíðum undarlega innréttaðra starfshópa, jafnvel þó þeir þiggi meira og minna af almannafé. Við teljum það þeirra prívat sálar- flækjur. Þó verður ekki hjá því komizt að drepa aðeins við fæti þegar eiginkonum okkar og börn- um er stillt jafn miskunnarlaust upp við steinvegg." Er í blaðinu óskað eftir skýr- ingum á skýrslunni og „órök- breiðholt □g önnur borgarhverfi Furðuskrif félagsráð gjafa um Breiðholtshverfi Rakalaus stáryrSi i garS hverfisins MóTkiJ.e'jt. rak í rey::<35,st véra ro*tnfi' *?r*ViCur Jhritdaríieivi r.orrwr’.rta :-e- ’.»vv.rá-Ví.iáfa. ,y»r skýTBtar he?r:r skkí. iif.rc c.f— irt'o'rrl'vjá, J»étt. henni. virðist hafa vtriJ ðroiff tit Pér- \xr*. c.c. Páj.s } ítttndraðSMiU , c.nf, Vi-íðiÝ sVíi ivttna hana 1 v.ei :ö sinni. r,Výrslan er boldtrr ekk;. skriftrft A {sxsitzkr nbi. <■'ift botin?*óö anin»«rrar sfcýringar S titoré hi rrá vír.nuv béirra. fað M \t>r< s’.isviiv 'iifíhmr*. Vorfintj fiii f.xnnr hóo j j.ausu« í «j.nhver hi ó: ur^ týl-.y.w •’>* i bój hy<j<jjtarj.ags lar.ér.rr Hvi 'tr<rir> i-ó ww-Srir rkkí 'tr flúút Jafin btaúí'j ho?ur ?l.« •<Ve?r,a t>«.";*;a : ’ rtrét.tétðre 'tb <?'íÍXV*S ■•r * jw «i t 't':íi l'íik'.r. V{?> ósk'.rp k\rrtt!í> Áfíf fasfeignasalc: ,Staðhæfingarnar gefa lœltkaS ibúSaverSiS" V'frS ihó',a í Hroióholts- hvftrfx er óflkiir sae'r'-rri- isftt vift aftrs b«i«rhltita, fcó v.eláur unðír ir-«?ða’. - Ví-rói. Binri: hat-a i v;.ft {fttrttir hvftrfír, ftrt b.rr stirrri eru aieius íöýrari. A hc-rbcr'í.ia <r*tw hó WJttft.ft ft.xit. aft ::-ép0 þr.jÁr 5t. ftr tjóft sala oo fttftr.flt vei samo.r.burft Víft 5Clvr < OSr-;r. ibíðar- bvtrtfu*. Innan SreiftV.oits siftiís, .ansróftsjaía u« Br«iftb';i: berrfj fasVvt Onasalft s: • V'fttooor hiá v i nnd^ar Annars t-r <;?t.trftr>:irn m.tkiX A par.toj onamiriusftnu.'fl ? dan o<i aj.j r ur.J.j.r fvrír *Ac- nrft i abftrf A narflta íri. >á Jw-VVa allar eiunír fliálf- krafa í. Hict ';r ftvn ortit't* tnftx aft st«áhs?ír.fl*r ;:n ibi* á- Vvoftj.r.s tvr.iarniuta. '-i nv 05 birtor «r-> í sVÝrslv: ?'-lft'r»r«{ft'Tjo?<i, 'rftt.r. rireo- ift fttórjpoa ftr eftirspurn •' ast-.'i -;r.a { bv{ kv'-r/i. Xfttu { í.'igir, barir.. bó f.ytvr ft^.ja-'-nnrt ncS o<Jr-nu- núaóamtr <r- ctíirftgaftir •Xi.pic.far 0:1 fyll íiryttur, ert hfirrt;.rt * ke«flr<i*rvár'o«r. í sreiftboltino er» aft vt*i> ytoikrar blokkir, þar ser. íbúftrnir iAta sér ekki allt f-yrir briftsti bronns. Bn cltV >-ó.», or» nst al.Jan b». t. nokkurra metra fi*r- X*<jft frA htnufli dftru V.gynx- «ei» ibóftofli, arit nókknr Cjölbýlíshlis, som Jonul voru á stiJ.J j fanna fftilc. Hfi bvyrir, swftur varift A Þau 3» j r.nst. ?rei ðf.o i t i ft hefur Jevct þav »f hftxmi í barjarslfiftr.ínu. Aft lokuvt ná fieta 5>ecc aft hingaft { r:;-rt«»arkaft;r.r. ke.fli'.'X' oít fftxk, snm r.venrj. ft.nnftrs staftar vi 11 bfia c-r, í 8roi ftf.ol t inn .*• verið að ræða saman og fundið slg knúða til að svara þessari skýrslu á einhvern hátt. Skýrslan, sem ekki hefur verið birt opinberlega, er Vinnuplagg, sem nokkrir íslenzkir félagsráð- gjafar sömdu og Iögðu fram sem umræðuefni á ráðstefnu nor- rænna félagsráðgjafa á Islandi fyrir skömmu. Ýmislegt hefur þó verið ritað og rætt um innihald skýrslunnar og segir m.a. í hinu nýútkomna blaði: studdum dylgjum um ibúa stærsta byggðarlags landsins". Ásgeir sagði f samtali við Mbl., að viðtökur við fyrsta tölublaði hefðu orðið mun betri en aðstand- endur þess hefðu þorað að vona og fyrsta prentun selzt upp á skömmum tíma og önnur jafnstór prentun væri langt komin I sölu. Væri því hiklaust grundvöllur fyrir útgáfu blaðsins þar sem svo mikill áhugi væri á þvi meðal fbúa hverfisins. Þá hefði einnig gengið ágætlega að fá auglýsingar Ferðaskrifstofa ríkisins opnar land- kynningarskrifstofu í New York Norðurlandaþjóðirnar hafa rekið sameiginlega landkynn- ingarskrifstofu i New York og Los Angeles um nokkurra ára skeið. Samstarf þetta hefur gengið vel og hefur bandariskum ferða- mönnum fjölgað mjög á Norður- löndum. tsland var þátttakandi í þessu samstarfi fram yfir áramótin 1974, en þá var samstarfinu sagt upp af hálfu tslands og starfs- stúlka islenzku skrifstofunnar hætti þá störfum og kom heim. Starfsemi þessi hafði kostað Ferðaskrifstofu ríkisins nokkurt fé og starfið verið mjög árangurs- ríkt. Þeir aðilar, hér á landi, sem annast fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna, þótti þetta mjög miður og töldu þetta skref aftur á bak, þar sem allar þjóðir, hvar sem er í heiminum, verja miklu fé til landkynningarstarfsemi. Upplýsingastarfið vestra hefur að undanförnu mest beinst til skrifstofu aðalræðismannsins í New York og sendiráðsins í Washington svo og hingað heim til Ferðaskrifstofu ríkisins. Haustið 1974 fól samgönguráðu- neytið Birni Vilmundarsyni, for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, að leita eftir samstarfi um þessi landkynningarmál að nýju og þá um leið að Ieita eftir hagkvæmari kjörum en áður. Mál þetta hefur siðan verið á dagskrá á nokkrum fundum for- stjóra ríkisferðaskrifstofanna á Norðurlöndum og hefur nýlega verið gengið frá samningi um, að Ferðaskrifstofa ríkisins komi aftur inn í samstarfið frá 1. janúar 1976. Mun Ferðaskrifstofa ríkisins opna sérstaka landkynningar- skrifstofu f húsnæði Norðurland- anna f 75 Rockefeller Center í New York frá þeim tima og hafa þar sérstakan starfsmann. í blaðið. — Ætlunin var að reyna að fá íþróttafélög til að annast sölu blaðsins, en ekki varð þó af þvi, heldur hefur það verið selt i verzlunum hverfisins og á nokkr- um stöðum öðrum í borginni, og er verð þess 60 kr. Ætlunin er að blaðið komi út á tveggja vikna fresti og er vinna við annað blaðið langt komin og vinna hafin við tvö þau næstu. Að sögn Ásgeirs mun blaðið kynna málefni Breiðholtshverfis út á við og styðja framgang þeirra, en einnig mun það fjalla um borgar- og landsmálefni eftir því sem þau tengjast Breiðholti. Þá mun blað- ið einnig verða fréttablað fyrir hverfið. I fyrsta tölublaðinu eru m.a. greinar um Leikni, viðtöl við kaupmann, fasteignasala um íbúðaverð í Breiðholti, formann Framfarafélags Breiðholts III og samanburður á skiptingu afbrota milli hverfa í borginni, svo að eitthvað sé nefnt. Blaðið er 12 síður I stóru broti. Tromsdalenkirkja. Ragnar Björnsson fær frábæra dóma í Noregi Grjótskriða lokaði veginum um Enni Hellissandi, 5. ágúst. SL. laugardagsmorgun féll mikil skriða í Ölafsvíkurenni. Klofnuðu úr berginu stór stykki og lokuðu veginum. Voru sumir steinarnir mörg tonn á þyngd. Mikil mildi var, að slys skyldi ekki hljótast af, þar sem mikil umferð var hér á Nesinu um þessa helgi. I tilefni þessa hélt hreppsnefnd Neshrepps fund í morgun til að ræða um ástand vegarins og þá hættu sem getur skapazt á honum. Eftirfarandi ályktun var gerð: „Hreppsnefndin áréttar fyrri samþykktir um þessi mál og skor- ar á samgönguyfirvöld að gera nú þegar eftirtaldar lagfæringar á veginum I Clafsvíkurenni: a) að láta hreinsa lausagrjót og klettadranga sem komnir eru að falli og gætu valdið stórslysum. b) að láta gera við veginn þar sem skörð hafa myndazt í hann, einnig að breikka vestari hluta vegarins. Hreppsnefnd telur nauðsynlegt að meira eftirlit verði haft af ábyrgum aðilum með veginum og honum lokað þegar hrun er mest.“ — Rögnvaldur. Ragnar Björnsson dómorgan- isti var f vor á hljómleikaferð um Noreg. Var hann þrjár vikur I ferðinni hélt tónleika á tveimur stöðum f N-Noregi og þremur stöðum i sunnanverðu landinu. Morgunblaðinu hafa sfðan borizt umsagnir tveggja norskra blaða — annars frá Tromsö en hins frá Fredrikstad og er í þeim báðum farið mjög lofsamlegum orðum um leik Ragnars. t Tromsö hélt Ragnar tónleika í Tromsdalenkirke að viðstöddum fjölda áheyrenda, og á efnis- skránni voru' fyrst og fremst verk eftir J.S. Bach. Tónlistargagnrýn- andi Tromsö-blaðsins Einar Mel- vær, segir i blaði sinu um þessa tónleika, að hann hafi átt von á þvi, — vegna þess hversu erfið efnisskráin var — að hljómburð- urinn i kirkjunni myndi á stund- um reynast þrándur í götu, en í ljós hefði komið að þarna fór org- anisti er kunni að taka tillit til aðstæðna i leik sínum. Þá er Ragnari hælt fyrir að vera fund- vís á kímnina er leynist í verkum Bach, og raunar auðnist Ragnari að koma boðskap tónskáldsins til skila eins og frekast sé unnt. Gagnrýnandinn nefnir sérstak- lega, að honum verði minnisstæð- ur flutningur Ranars á lokaverk- inu á tónleikunum — Toccötu og fúgu f d-moll, þrátt fyrir að það hafi verið jaskað út i kvikmynd- um og öðrum fjölmiðlum og nán- ast eyðilagt. Raunin hafi orðið önnur á þessum tónleikum og hafi því valdið sérlega góð túlkun Ragnars Björnssonar. „Ég hef heyrt þetta verk vel leikið á tón- leikum í Englandf, en fékk nú að heyra það ennþá betur leikið í kirkjunni í Tromsdalen. Maður vonar aðeins, að Ragnar Björns- son láti fljótlega aftur til sln heyra hér I bæ,“ segir Melvær. Um orgeltónleika Ragnars i Eystri-Fredriksstadkirkju er skrifað í blað eitt þar um slóðir, og kemur fram, að fyrir utan tvö verk eftir Pál tsólfsson, hafi nær eingöngu verið verk eftir núlif- andi höfunda á efnisskránni. Raunar lék Ragnar þar eitt verk eftir sjálfan sig — Fantasia funé- bre, og segir tónlistargagnrýn- andi blaðsins að þar hafi Ragnar fengið tækifæri til að sýna að hann hafi einnig hæfileika sem tónskáld. Nútimalegast þykir gagnrýn- andanum Inter Mediae Noctis eft- ir Atla Heimi Sveinsson. Má sjá að gagnrýnandanum þykir til um tónverkið og segir að áheyrendur hafi getað glaðst yfir hljómum þess og töktum. Einnig flutti Ragnar Fantasia Trionfale eftir Knut Nystedt og Dieu Parmi Nous úr La Nativité du Seigneur eftir Messiaen, sem norski gagn- rýnandinn telur eitt mikilsverð- asta framlag til orgelbókmennt- anna á þessari öld. „Ragnar Björnsson lék þetta meistaraverk af miklu öryggi og sannfæringu, og sannaði hann með þessum tón- Ieikum að hann er framúrskar- andi organisti," segir i niðurlagi greinarinnar. Tvær nefndir til starfa að raforkumálum Vestfjarða Blaðinu hefur borizt eftirfarandi frá iðnaðarráðuneytinu: Hinn 28. júli skipaði iðnaðar- ráðherra, dr. GunnarThorodúsen, tvær nefndir til starfa að raforku- málum Vestfjarða: 1. Nefnd til þess að vinna að orku- málum Vestfjarða og kanna við- horf sveitarfélaga á Vestfjörðum til stofnunar Vestfjarðavirkjun- ar, sbr. ályktun Alþingis frá 5. apríl 1971 um raforkumái Vest- fjarða. Skal nefndin gera tillögur um framkvæmdir, sem nauðsynlegar eru til þess að nægileg orka fáist frá vatnsaflsvirkjunum og jarð- varma til að fullnægja orkuþörf á Vestfjörðum, þannig að tekið sé tillit til sennilegrar aukningar i næstu framtíð á orkuþörf til al- mennrar notkunar og iðnaðar og jafnframt séð fyrir nægilegri orku til upphitunar húsa. Ennfremur er nefndinni falið að gera tillögur um hvernig staðið verði að stofnun Vestfjarðavirkj- unar, sem verði sameign ríkisins og sveitarfélaganna þar, og hafi það verkefni að annast fram- leiðslu og dreifingu raforku og hagnýtingu jarðvarma I þessum landshluta. Nefndina skipa: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Orkuráðs, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar. Jóhann T. Bjarnason, framkv. stjóri Fjórðungssambands Vestfjarða. Ölafur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, Bolungar- vík. Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi, Hnífsdal. Ingólfur Arason, hreppsnefndarmaður, Patreksf. Engilbert Ingvarsson, rafveitustjóri, Snæfjallahreppi. Karl E. Loftsson, oddviti, Hólma- vík. 2. Nefnd til að undirbúa vatns- aflsvirkjun i Suður-Fossá á Rauðasandi og sjá um fram- kvæmdir í samræmi við ályktun Alþingis frá 14. maí 1975. Nefndina skipa: Jóhannes Arnason, sýslumaður, Patreksfirði, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Ágúst H. Pétursson, fyrrv. oddviti, Patr- eksfirði. Hafsteinn Davíðsson, rafveitustjóri, Patreksfirði. Run- ólfur Ingólfsson, rafstöðvarstjóri, Bíldudal. Össur Guðbjartsson, oddviti Rauðasandshrepps. Verkefni nefndarinnar eru nánar tiltekið sem hér segir: 1. Að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna orkuvers- ins. 2 Að láta hanna orkuverið, ásamt nauðsynlegum búnaði 3. Að láta gera fullnaðaráætlun, byggða á þeirri hönnun, sem um getur i 2. lið, um stofn- kostnað, rekstrarkostnað og orkuvinnslugetu stöðvarinnar. 4. Að annast útboð, þar með talin gerð útboðslýsingu, á þeim mannvirkjum, vélum og bún- aði sem til stöðvarinnar þarf. 5. Að rannsaka tilboð, sem berast og gera tillögur til iðnaðar- ráðuneytisins um hverja þeirra skuli tekið 6. Að annast, eftir nánari fyrir- mælum ráðuneytisins, samn- inga við verktaka. 7. Að hafa, eftir nánari fyrirmæl- um ráðuneytisins og í umboði þess, yfirumsjón með fram- kvæmdum við orKuverið. Gert er ráð fyrir, að strax og Vestfjarðavirkjun hefur verið stofnuð og henni sett stjórn, flytj- ist það af verkefnum nefndarinn- ar, sem þá kann að vera ólokið, yfir til stjórnar Vestfjarðavirkj- unar og að störfum nefndarinnar sé þar með lob:,;. (Frá iðnaðarráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.