Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1975 13 Dómurinn yfír Indiru ógiltur Nýju Delhí 6. ágúst AP INDVERSKA ríkisstjórn- in fékk í dag samþykki ind- verska þingsins fyrir lög- um sem ætlað er að gera að engu dóminn um kosninga- svik Indiru Gandhi forsæt- isráðherra, en þingmenn stjórnarandstöðunnar neit uðu enn að sækja þing- fundi eins og þeir hafa gert undanfarnar tvær vikur. Efri deild þingsins samþykkti einróma breyt- ingartillögur stjórnar- innar á hinum 24 ára gömlu kosningalögum landsins, en neðri deildin hafði gert slfkt hið sama á þriðjudag. Fóru lögin til Fakruddin Ali Ahmed for- seta til formlegrar undir- skriftar og tóku gildi f kvöld, — fimm dögum áður en hæstiréttur á að taka fyrir áfrýjun frú Gandhi á dómnum. H.R. Gokhale dómsmála- ráðherra sagði við lok stuttra um- ræða, að hann styddi hugmynd eins stjórnarþingmanns um að sum embætti sem kosið er til ættu að vera undanþegin afskiptum dómstóla t.d. forsetaembætti-, for sætisráðherraembættið og þing- forsetaembætið. Hann sagði ekki hvenær væri að vænta laga um slíka friðhelgi æðstu valdaem- bætta Indlands. Gokhale gagnrýndi óbeint dómarann sem kvað upp dóminn yfir Gandhi. „Það er fáránlegt að halda að maður, sem kosinn hefur verið af gifurlegum fjölda fólks og viðurkenndur er af þjóðinni, eigi yfir höfði sér ógildingu af hendi einstaklings, — hversu háttsettur sem hann kann að vera og í hvaða hásæti sem hann kann að sitja I dag“. Þetta er harðasta opinbera árás indverskra stjörn- valda á dómarann, en dómur sá sem hann kvað upp Ieiddi til neyðarástandsins og stjórnarfars- kreppunnar sem verið hefur I landinu. Frakkar útíloki sovézka togara St. Johns, Nýfundnalandi, 6. ágúst. — AP. FORSETI samtaka sjómanna og matvælaverkamanna I Nýfundna- Iandi hefur beðið alrfkisstjórnina að beita áhrifum sfnum við skipum. Það kom mjög sjaldan fyrir að sovézk skip notuðu höfn- ina í St. Pierre áðúr en Kanada- menn lokuðu höfnum á austur- ströndinni fyrir sovézkum togur- um. Pólskir og austur-þýzkir Frakka og fá þá til að loka höfn- togarar koma aftur á móti oft inni f St. Pierre fyrir sovézkum fiskiskipum. Richard Cashin sagði að embættismenn f St. Pierre-Miquelon, frönsku eyjun- um úti fyrir suðurströnd Ný- fundnalands, teldu að f höfninni væri ekki aðstaða til að veita sovézku togurunum á NV- Atlantshafi þjónustu. Tvö lftil sovézk skip komu til St. Pierre á mánudag til að sækja vatn og vistir handa sovézkum þangað. Cashin sagðist hafa sent skeyti til sjávarútvegsráðherra alrfkis- stjórnar Kanada, Romel Leblanc, þar sem hann fór fram á að Frakkar væru beðnir að útiloka sovézk skip frá höfnum sinum. Kanadastjórn bannaði sovézkum skipum að nota hafnir á austur- ströndinni, eftir að Sovétríkin höfðu hundsað beiðni Kanada um að ofveiði við Nýfundnaland yrði stöðvuð. Chile: Óttazt um vinstrimenn Santiago 6. ágúst — Reuter HERFORINGJASTJÓRNIN f Chile lofaði f gær að láta rannsaka afdrif 119 byltingar- sinnaðra vinstrimanna. Loforð stjórnarinnar var gefið eftir að rómversk kaþólski biskupinn f Santiago, Enrique Alvear, bað um upplýsingar um menn þessa, sem voru f „Byltingarhreyfingu vinstri aflanna" í Chile. Uggur um afdrif mannanna kom upp, er suðuramerfsk blöð birtu lista yfir félaga f hreyfingu þessari sem sagðir voru hafa verið myrtir eft- ir byltingu hersins, sem steypti Allende forseta af stóli 1973. Mannúðarfélög f Santiago hafa talið að meir en 1000 vinstrimenn hafi horfið eftir byltinguna. AF—mynd. Ólga í sögufrægum bæ.— Á myndinni sjást portúgalskir vinstrimenn sem tekið hafa á sitt vald bæjarstjórnar- skrifstofurnar í Sintra, sem eru frá miðöldum. Var mótmælum þessum beint gegn hægri öflunum og stóðu þau fyrir helgina í þessum sögufræga bæ um 40 km norðvestur af Lissabon. Norska alþýðusambandið: Framlengja ber banniðáinnflutn- ingi vinnuafls Osló 6. ágúst — AP ARSBANN á innflutning erlends vinnuafls, sem sett var 1. febrúar s.l. hefur ekki borið árangur og ætti að framlengja það um eitt ár til viðbótar, segir Odd Höjdal, varaformaður norska alþýðusam- bandsins f viðtali við Oslóarblaðið Arbeiderbladet f dag, en það blað er talið birta stefnu Verkamanna- flokksins. Segir Höjdal f við- talinu að atvinnuleysi næsta haust og vetur kunni að aukast verulega f Noregi. I júlí s.l. voru 169.711 útlend- ingar skráðir f Noregi, þar af 23.000 með atvinnu og er fyrri talan 6000 hærri en 1. júlf 1974. Flestir útlendinganna eru danskir eða 14.000, 10.181 eru frá Norður- og Mið-Ameríku, 8.400 eru sænskir, 4000 frá Vestur- Þýzkalandi, 3900 frá Pakistan, 2000 Hollendingar og 1790 Júgóslavar. Skæruliðar til Lýbíu gíslunum 15 sleppt Kuala Lumpur 6. ágúst — Reuter FORSÆTISRAÐHERRA Malay- sfu, Tun Abdul Razak, sagði f kvöld að japönsku skæruliðarnir sem bfða um borð f flugvél á Kuala Lumpur flugvelli fari til Lybíu f morgunsárið, og að gfslum þeirra 15 verði sleppt.For- sætisráðherrann sagði at skæru- liðarnir færu um klukkan 0.30 að fslenzkum tfma og að með þeim færu tveir japanskir og tveir malayfskir embættismenn. Nfu menna áhöfn er á flugvélinni sem fer með þá. Gíslunum 15, sem skæru- liðarnir höfðu með sér á flug- völlinn, verður sleppt f 4 áföng- um, að sögn Tun Razak. Japanski sendiherrann, Michiaka Suma, Yfirlýsing öryggisráðstefnunnar lítils virði en vekur góðar vonir MIKIÐ hefur verið fjallað um sambúð stórveldanna f erlend- um blöðum að undanförnu og þá þfðu f alþjóðasamskiptum, „detente", sem náði hámarki með undirritun Helsinki- yfirlýsingarinnar f sfðustu viku. Hér verður getið ummæla nokkurra blaða um þessi mál. Markmiö Sovétrfkjanna óbreytt Bandaríska dagblaðið Daily American fjallar í forystugrein um Helsinki-fundinn og segir m.a., að skuldbindingar yfirlýs- ingarinnar séu aðeins pólitisks eðlis en hafi ekki lagalegt gildi. Moskvumenn séu hins vegar ánægðir með þetta samkomulag þar sem með þvf séu yfirráð þeirra yfir Austur-Evrópu stað- fest og varanlegt ástand þar tryggt meðan Sovétríkin ein- beita sér að deilunum við Kfna. I staðinn hafi Vesturveldin talið Rússa á að samþykkja að landamærum mætti breyta með friðsamlegum hætti og þar með hafi hurðinni verið haldið opinni f orði kveðnu a.m.k. fyrir sameiningu Þýzkalands einhvern tfma f framtfðinni. Blaðið segir að rangnefni hafi verið að kenna ráðstefn- una við öryggismál, þar sem nær ekkert hafi verið um þau fjallað og löndin ekki gengizt undir neinar raunverulegar skuldbindingar í þeim efnum. Veigamesta atriði yfirlýsingar- innar að sögn blaðsins er fólgið í þvf sem kommúnistarríkjun- um í Austur-Evrópu er heitið um að ekkert rfki hafi rétt til íhlutunar í málefni annarra. I heild sé árangur ráðstefnunnar harla léttvægur, en yfirlýsingin sem undirrituð var geti þó orðið grundvöllur að frekari viðleitni til sátta i álfunni. Mikilvægt sé að Vesturlönd kætist ekki um of yfir þessum takmarkaða árangri, því að pólitfsk markmið Sovétrikj- anna hafi ekki breytzt. Þau vilji öðru fremur að hin vestrænu ríki sofni á verðinum og telji ekki lengur stafa neina hernaðarhættu af Sovétríkjun- um og áliti þvi varnarbandalög óþörf. Tækist Sovétríkjunum að ná þessu marki væri mikil hætta á ferðum. Nú sé hins vegar rétti tíminn til þess að snúa sér að þeim viðfangsefn- um sem raunverulega snerta öryggi ibúa álfunnar og hraða viðræðum um gagnkvæman samdrátt herafla og takmörkun kjarnorkuvopnabúnaðar. Helsinki-yfirlýsingin betri en ekkert Observer í Bretlandi segir i forystugrein í síðustu viku og Helsinki-yfirlýsingin muni ekki bjarga neinum andófsmanni í Sovétríkjunum úr fangelsi eða af „geðveikrahæli", en samt sé yfirlýsingin betri en engin. Samkomulagið sé einn liður i hinum fjölþættu samkomulags- umleitunum „detente"- Framhald á bls. 27 sagði að spurningunni um, hvort skæruliðarnir hefðu vopn sín með sér um borð i flugvélina, væri enn ósvarað. En hann bætti þvi við að svarið við þvi fyndist f tíma. Tun Abdul Razak kom til flugvallarins í kvöld, en þar voru fyrir 4 ráðherrar úr stjórn hans. Meðal gislanna 15 eru ræðis- maður Bandarikjanna i Kuala Lumpur, Robert Stebbins, og verzlunarfulltrúi sænska sendi- ráðsins, Fredrik Bergenstráhle. Embættismennirnir 4, sém fara með flugvél skæruliðanna, eru Keiska Ochi deildarstjóri i japanska utanríkisráðuneytinu, R. Murata fulltrúi í sama ráðu- neyti Ramli Omar aðstoðar- samgöngumálaráðherra Malaysiu og Osman Cassim ráðuneytisstjóri innanrikisráðuneytisins í Malaysfu. Áreiðanlegar heimildir segja, ! að Japanarnir séu óánægðir með I áhöfn flugvélarinnar. Upphaflega báðu þeir um aðeins þriggja ! manna áhöfn. Shafie innanríkisráðherra Malaysiu lýsti aðgerðum skæru- liðanna sem martröð, sem menn stæðu hjálparvana gegn. Sagði hann fréttamönnum á flugvell- inum að Malaysiustjórn vildi skæruliðana úr landi hið fyrsta. Hann sagði ríkisstjórnina þráfaldlega hafa spurt skæru- liðana síðustu þrjá daga hvert þeir vildu fara. Að lokum sögðust þeir vilja fara til Arabalands. Sagði Shafie að allt^amband sitt við skæruliðana hefði verið í gegnum síma. „Ég gelymi aldrei rödd hans“, bætti hann við. Hann fayði þakkir japönskum, sænskum og bandarískum embættismönnum fyrir þátt þeirra i lausn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.