Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1975 11 Þórður Möller y fir- lœknir — Minning F. 13. janúar 1917 D. 2. ágúst 1975. Fyrir réttum sautján árum, 2. ágúst 1958, lézt faðir minn, sem var yfirlæknir Kleppsspítala. Þórður Möller tók þá við starfi hans. Þórður hafði verið aðstoðar- læknir við Kleppsspítalann siðan vorið 1949 og raungar gegnt störf- um yfirlæknis siðasta tæpa árið fyrir andlát föður míns. Kynni okkar Þórðar, sem brátt urðu að órjúfanlegri vináttu, hóf- ust vorið 1949. Hann var að byrja sérnám sitt í geðlæknisfræði á Kleppsspítalanum, en ég var þar þá í námi sem stúdent. Upp frá þessu hefur Þórður unnið samfellt við Kleppsspítal- ann að undanskildum tíma, sem hann dvaldist við framhaldsnám erlendis á árunum 1954—1955. Hann hafði og dvalið erlendis við framhaldsnám áður, á árunum 1946—1948, fljótlega eftir að hann lauk kandidatsprófi. Auk þeirra starfa, sem venju- lega fylgja því að vera yfirlæknir, sá Þórður sérstaklega um heilarit- un á Kleppsspftalanum. Innan geðlæknisfræðinnar beindist áhugi hans sérstaklega að geðlyfj- um, iðjuþjálfun (ergoterapi) og réttargeðlæknisfræði. Hafði hann sennilega betri yfirsýn yfir þessi svið geðlæknisfræðinnar heldur en flestir aðrir íslenzkir geðlækn- ar. Þá hafði hann mikið með mál drykkjusjúkra að gera og hafði með höndum lækniseftirlit á heimilinu að Akurhóli. Um tfma var hann og læknir Bláa bands- ins. Samstarf okkar Þórðar hófst fyrir alvöru eftir að ég kom einn- ig sem yfirlæknir að Kleppsspftal- anum árið 1962. I þessu samstarfi fann ég hvern mann Þórður hafði að geyma. Einlægari og traustari samstarfsmaður hygg ég að sé vandfundinn. I nánu samstarfi lækna um stjórnun og lækningar reynir oft mjög á samstarfsvilja og getu og ekki sfzt þegar ólíkir menn vinna saman. I þau 13 ár, sem við Þórður unnum saman sem yfirlæknar Kleppsspftalans, man ég ekki eftir, að snurða hafi hlaupið á þráðinn okkar f millum án þess að við gætum fljótlega jafnað hana. Fyrir þetta sérstak- lega mun ég ætið minnast Þórðar með þakklæti. Störf sfn öll vann Þórður af mikilli samvizkusemi og alúð. Þórður var ekki margmáll maður og gekk að störfum sínum án alls yfirlætis. Stóryrði voru honum fjarri, en með svip og látbragði gat hann oft gefið til kynna meira en mörg stór orð fá sagt. Var stundum ekki örgrannt um, að sumum fyndist hann þurr á manninn og erfitt að nálgast hann, einkum ef um smákvabb var að ræða. Væri hins vegar eitt- hvað alvarlegt á seyði var ekki betra að leita til annarra. Þá gaf hann allan þann tfma sem á þurfti að halda. I slfkum tilvikum gat ekki að finna alúðlegri og nota- legri mann, og því betri því meiri sem raunir annarra voru. Um hann átti vel við þýzkur orðskvið- ur, sem stóð á skrifborði fyrir- rennara hans: „Nur ein guter Mensch kan ein guter Artz sein“, „aðeins góður maður getur verið góður læknir". Frístundir sínar helgaði Þórður einnig geðverndarstörfum á viss- an hátt. Mest af þeim notaði hann f starfi K.F.U.M. Þar var hann öt ull forgöngumaður og vann þar að uppeldismálum og auknum þroska barna og ungs fólks. Hann var alla tíð mjög ungur f anda og hugsunarhætti, svo að börn og unglingar hændust að honum, honum sjálfum til ánægju og þeim til uppbyggingar og aukins þroska. Þegar starfi og frístundastarfi í þágu annarra lauk, hafði Þórður mikið yndi af að hlusta á sfgilda tónlist. Fyrr á árum, er hann var ógiftur aðstoðarlæknir, nutum við félagar hans góðs af plötusafni hans. Lék hann þá oft konserta Bachs af plötum, er við drukkum saman hádegiskaffi. Á seinni ár- um varð tími naumari og þá ekki unnt að hlusta á plötur nema á sfðkvöldum. Þórður var söngmaður góður og söng bæði einsöng og í kórum. Hann kom águðsþjónustuhaldi í Kleppsspftalanum, er samkomu- salur spftalans var fullgerður. Um byggingu hans og húss fyrir iðjuþjálfun á spítalanum hafði Þórður forgöngu. Kórinn sem söng við guðsþjónustur á spítalan- um samanstóð iðulega af Þórði og frú Kristfnu ásamt ættingjum þeirra. Er mér til efs að annars staðar hafi fundizt betri kirkju- söngur. Þórður var mjög einarður og hafði fast mótaðar skoðanir, sem hann rökstuddi af hyggindum og gætni. Þrátt fyrir þetta var hann umburðarlyndur vel, og reyndi aldrei að þröngva skoðunum sfn- um upp á aðra. Tilfinningar sínar lét hann f ljós af hógværð og einlægni, án alls æsings og var jafnan seinþreyttur til vandræða. En færi svo fylgdi hann fast eftir og hefði ég ekki viljað hafa hann á móti mér f mörgum málum. Minnist ég raunar ekki nema eins slfks máls, þar sem grundvallar- skoðanir okkar rákust á. Að sjálfsögðuhlóðustmörg störf á mann meðþæfileika og skapgerð Þórðar. Margir föluðust eftir starfskröftum hans. Starfa hans í þágu K.F.U.M. er þegar getið. Hann var um hrfð formaður Geð- læk'nafélags Islands og jafnan fulltrúi þess f norrænu samstarfi geðlækna. Hann var meðritstjóri Nordisk Psykiatrisk Tidsskrift. Er haldið var norrænt geðlækna- þing á tslandi 1973 tók hann að sér ritstjórn og útgáfu á bók með úrdrætti af því sem þar var flutt af fræðilegu efni. Hann var kenn- ari f geðlæknisfræði við lækna- deild Háskóla tslands frá 1958— 1962 og aftur frá 1968 til dauða- dags. Sá hann þá einkum um kennslu f notkun geðlyfja auk kliniskrar kennslu. Um Iangt ára- bil kenndi hann hjúkrunarnem- um geðlæknisfræði. Eftir hann liggja nokkrar greinar um sér- grein hans í innlendum og erlend- um læknaritum, blaði læknanema og timariti Geðverndarfélags ts- lands. Þar til Þórður veiktist í fyrravor gaf hann sér einnig tfma til að reka lækningastofu utan spítalans þrjá eftirmiðdaga vik- unnar. Fyrir rúmu ári síðan veiktist Þórður af sjúkdómi þeim, er dró hann til bana. Eftir velheppnaða aðgerð fékk hann góðan stundar- bata og gat gengið að störfum á spítalanum fram í maí á þessu ári. Þórður vissi vel að hverju dró og tók örlögum sínum í fullri sátt við guð sinn. Honum þótti auðvitað miður að þurfa að yfirgefa margt, sem hann átti eftir ólokið. Fyrir skömmu, er hann var lagstur banaleguna, ræddum við um framtíðaráform á spítalanum. Var hann fullur áhuga að venju og glaðnaði mjög yfir honum, er ég sagði honum frá, að líkur bentu til að mál gengju vel fram þann veg sem hann vildi. Ljóst er, að nú er mikið skarð fyrir skildi í fslenzkri geðlækna- stétt. Ég sakna vinar í stað og óviðjafnanlegs samverkamanns. Svo er einnig um marga aðra sam- starfsmenn okkar og sjúklinga Kleppsspítaans. Við munum jafn- an minnast Þórðar, er við heyrum góðs manns getið og reyna að feta f fótspor hans. Minningu hans höldum við bezt í heiðri með þvf að vinna að heill sjúklinganna, sem gætu þurft á spítalanum að halda. Þórður var kvæntur Kristfnu Magnúsdóttur. Hennar er mestur missirinn. Frú Kristínu, foreldr- um hennar, séra Magnúsi Guð- mundssyni og frú Rósu Einars- dóttur, systkinum hennar og systkinum Þórðar votta ég inni- lega samúð. Tómas Helgason. Kveðjafrá K.F.U.M. Margir af máttarstólpum K.F.U.M. f Reykjavík hafa verið kallaðir brott á fáum árum og nú seinast Þórður Möller, yfirlæknir. Hann var ritari stjórnar félagsins um margra ára skeið og fram á þetta ár, meðan kraftar leyfðu. Við fráfall hans er oss, samverka- mönnum hans f kristilegu sjálf- boðastarfi um áratuga skeið, efst f huga þakklæti til Guðs fyrir góð- an liðsmann og ötulan forystu- mann áýmsumsviðum. Fyrstu kynni hans af K.F.U.M. munu hafa verið þau, að honum var boðið á fermingardrengjahá- tfð félagsins árið sem hann fermd- ist. Frá þeim degi var hann bund- inn félaginu órofa böndum og tók þátt í störfum þess á flestum svið- um af sérstakri trúmennsku og alúð. Hann eignaðist ungur bjarg- fasta trú á Jesúm Krist, sem var honum dýrmætari en allt annað, já, Iffið sjálft. Sú trú gaf honum einnig hugró og djörfung í dauða, sem hann tók með æðruleysi kristins manns. Vér sem lengst áttum með hon- um samleið, minnumst með þakk- læti fjölmargra dýrmætra sam- verustunda f drengja- og ungl- ingastarfinu á fyrri árum ekki sízt f sumarbúðunum f Vatnaskógi og við stjórnarstörf að þeim mál- um. Síðari árin verða oss hug- stæðust fyrir framlag hans í söng- lífi félagsins og við störf í aðal- stjórn þess. Verða þau störf hans seint metin að verðleikum. Hann hafði hljómfagra söngrödd, og eru óteljandi þeir fundir og sam- komur, sem hann auðgaði með söng sínum, bæði einn saman og i kórum félagsins. Hann var vand- virkur og vandlátur um söng og tónlist og hafði mikla nautn af þeim hlutum. Hann var ekki tiður gestur f ræðustóli félagsins á sam- komum, en þegar svo vildi til, bar mál hans vott um sömu vand- virkni og góðan undirbúning og þar hljómaði jafnan skýr tónn fagnaðarerindisins. Þórður var mörgum góðum kostum búinn, en þeir eiginleikar hans, sem verða mér og sjálfsagt öðrum samverkamönnum hans minnisstæðastir og fegurst for- dæmi eru tryggð hans, bæði við félagsskap vorn og málefni Guðs- ríkis yfirleitt. Sæti hans á fund- um og samkomum var ekki autt, þó að beztu hljómleikar eða aðrir álíka eftirsóknarverðir hlutir væru í boði annarsstaðar á sama tíma. Sama tryggð kom fram f garð þeirra, sem áttu vináttu hans, ekki brást Þórður, hvað sem fyrir kom. Á stundum gat mönn- um fundist hann nokkuð þurr á manninn, eins og sumir embættis- bræður hans verða stúndum að vera, en sú hlýja og einlægni í viðmóti sem hann átti í rfkum mæli, verður oss öllum ógleyman- leg. Þessum fáu orðum er ekki ætl- að að vera greinargerð um líf hans og starf, ætt hans eða upp- runa, enda ekki á mfnu færi að gera slíkt. Þess má þó geta, að hann var Reykvíkingur fæddur 13. jan. 1917, sonur þeirra mætu hjóna, Þóru Þórðardóttur Guðj- ohnsen og Jakobs Möller, fyrrum ráðherra. 20. marz 1953 var fagn- aðardagur f lífi Þórðar, er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Kristínu Magnúsdóttur, Guðmundssonar fyrrum próffasts f Olafsvfk og Rósu Einarsdóttur Thorlacíus. Þau áttu mörg gæfu- rík ár saman, enda um alla hluti mjög samrýmd, bæði í einkamál- um og félagsstarfi. Það var engin tilviljun, að sungið var á brúð- kaupsdegi þeirra: Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda, því að málefni hans var þeim helgast í heimi þessum. Þessi fáu orð áttu fyrst og fremst að flytja frú Kristínu og fjölskyldu Þórðar hugheilar sam- úðarkveðjur með bæn um styrk í djúpri sorg. Sá Drottinn, sem er herra lifs og dauða gefur þann styrk, svo að vér þurfum ekki að láta hugfallast, og í honum er eilífa lífið fólgið. Ég minni að lokum á orð postulans i síðara Korintubréfi: „Því að vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, inni, sem eigi er með höndum gjört, eilíft á himn- um.“ Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drotin vorn Jesúm Krist! Guði séu þakkir fyrir Þórð Möll- er, lif hans og störf og blessuð sé minning hans. Árni Sigur jónsson. Kveðja frá skólabróður Er vér f dag kveðjum Þórð Möll- er, yfirlækni, er hugur minn full- ur þakklætis og ljúfra endur- minninga. Leiðir okkar Iágu saman allt frá skóladögum til sfð- ustu stundar, tengdir sameigin- legum áhugamálum. Á ungum aldri mættum við báð- ir þeim frelsara, sem var okkur meira virði en allt annað alla æfi. Síðan hafa leiðir okkar legið saman f starfi í K.F.U.M., Kristi- legu stúdentafélagi og víðar. Við það starf eru margar kærustu endurminningar lífsins bundnar. Þórður kvæntist Kristfnu Magnúsdóttur, prófasts f Ólafs- vík, og þá varð hið fagra heimili þeirra opið vinum og samstarfs- fólki. Þar áttum við margar ógleymanlegar ánægjustundir bæði á fundum og öðrum vina- mótum. Það var þungt áfall öllum, sem til þekktu, er Þórður veiktist fyrir nærri hálfu öðru ári. Það var sér- staklega erfitt fyrir konu hans og nákomna vandamenn að fylgjast með þvf hvernig sjúkdómurinn heltók hann. Er vér skólasystkini Þórðar minntumst fjörutíu ára stúdents- afmælis vors á síðast liðnu vori, lá hann helsjúkur og mátti ekki mæla. Og nú, er hinn mikli fjöldi stúdenta frá öllum Norður- löndum safnast hér saman á kristilegt stúdentamót, er hann borinn til hinstu hvfldar. Það var öllum, sem til þekktu, fagnaðarefni f þessari þungu sorg, að bæði Þórður og ástvinir hans þekktu þá huggun, sem hinn upprisni frelsari vor getur einn veitt. Nú gleðjumst vér, er hin langa þraut er liðin og vinur vor hefur mætt frelsara sfnum á Iandi lif- enda. Vér biðjum Kristfnu og ást- vinum þeirra beggja blessunar og styrks frá Drottni. Vertu sæll, vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ástráður Sigursteindórsson. Þegar kvaddur er góður vinur og samferðamaður, sækja á hug- ann ótal minningar um liðnar samverustundir og átvik, sum gömul og löngu liðin, önnur nýrri en þó lítt ferskari i minningunni. Leiðir okkar vinanna lágu fyrst saman er ég var sextán eða saut- ján ára. Kynntumst við ekki þá strax, en vorum báðir með í K.F.U.M. starfinu hér i Reykja- vík. Ég minnist þess hve ég leit upp til þessa hávaxna unga og gjörvi- lega pilts. Fórum við stundum á reiðhjólum f K.F.U.M. skálann í Kaldárseli, sem Hafnarfjarðarfé- lagið á. Þórður var þar hrókur alls fagnaðar og setti ávallt mikinn svip á hópinn. Hann var kvikur í hreyfingum, kappsamur og óragur við að halda fram skoð- unum sfnum, söngrödd hafði hann bæði mikla og fagra og var auk þess óvanalega músíkalskur, eins og hann á lfka ættir til. Það hefur ávallt verið til fyrirmyndar hve rfk áherzla hefur verið lögð á almennan söng á fundum f K.F.U.M. Stundum voru drengir feimnir að láta heyra sfna rámu og óvissu mútu rödd, en þegar Þórður var kominn f hópinn og hóf upp rödd sína, tók hann þegar við forsöngvarahlutverki og þá þurfti heldur ekki að kvíða því að neinn væri hikandi, hér var á ferðinni sterkur og öruggur söngvari sem óhætt var að fylgja. Þórður átti þá þegar örugga trú og vissu f hjarta sér, um það að Guð sendi son sinn í heiminn til að frelsa synduga menn. Það var þessi trú sem einkenndi allt líf hans og starf þá og ávallt sfðar, og sem gaf honum hugrekki til að gleðjast í sínu langa hel- strfði, svo að hann gat glaður sagt: „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir drottin vorn Jesúm Krist.“ Honum var það hjartans mál að fleiri mættu eignast þá gleði í hjarta sitt, sem það veitir að setja traust sitt á frelsisverk Guðs i Jesú Kristi. Það liðu ekki mörg ár frá fyrstu kynnum okkar Þórðar, þar til við vorum orðnir góðir vinir og nánir samstarfsmenn. Þórður var óþreytandi að hjálpa til í félagsstarfi K.F.U.M. og fékk ég drjúgum að njóta lið- sinnis hans. Laugarnesdeildin var þá nýr vaxtarbroddur í félaginu, sem skotið hafði rótum i garðhúsi félagsins við Reykjaveg, sem síðar fékk nafnið Drengjaborg. Þar var minn stárfsvettvangur á þeim árum. Mér býður f grun að margir muni þeir drengir, er nú lesa þessar fátæklegur lfnur mínar, sem renna þakklátum huga til föður okkar á himnum og þakka fyrir Þórð. Hann var óþreytandi að koma á fundina, syngja fyrir okkur og með okkur, lesa sögur og síðast en ekki sízt að segja okkur frá Jesú og beina huga okkar til hans. Margt var það sem Þórður átti frumkvæði að innan félagsins. Allir sem þekktu hann vissu hve mikið yndi hann hafði af að hlýða á vandaða hljómlist. Lét hann þá hlið félagsstarfsins því mjög til sfn taka. Frumkvöðull var hann líka að því að í Vatna- skógi var reist bænahús, í stað bænatjalds, sem áður var notast við þar. Hafa margir sótt þangað styrk og næringu fyrir trú sína. Ein ógleymanleg minning er mér sérstaklega hugstæð. Þórður hafði lengi þráð að eignast eigin- konu og heimili, var mér sem vini hans vel kunnugt um þetta. Svo var það dag einn að Þórður leitaði mig uppi, þar sem ég var að vinnu í húsgrunni inni við Kirkjuteig. Hann ljómaði svo af fögnuði og hamingju, að ég hreyfst strax af fögnuði hans. Erindi hans var að segja mér frá trúlofun sinni og Kristínar Magnúsdóttur. Það var mikil hátíð og gleði að Hólatorgi hinn 7. marz 1953, er haldið var brúðkaup þeirra. Man ég einnig vel hve glaður og hlýr Jakob faðir Þórðar var á þeim degi. Voru brúðhjónin bæði full þakklætis til Guðs, fyrir ham- ingju þá er þeim féll í skaut. Saman bjuggu þau sér fagurt og hlýtt heimili, þar sem gaman var að koma. Já minningarnar eru margar, minningar frá námsárum Þórðar. Hvernig saman fléttaðist nám og félagsstarf í K.F.U.M. Minningar frá fögrum sumarkvöldum, þegar unað var við leiki og útiíþróttir, og þegar sezt var niður að leik loknum til að segja drengjunum frá Jesú. Þá fundum við allir að Jesús sjálfur var okkur svo nærri. Minningar frá bænastundum, þegar beðið var fyrir vinum og kunningjum. Svo fléttaðist inn i lff hans al- vara lífsstarfsins. Stundum varð hann að brynja sig með kaldrana- legri framkomu. Öðrum þurfti hann að sýna hlýju og umhyggju. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.