Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen og á öllu harðvelli, sem vantar rækt og áburð, harla lágvaxið, en kringum stein- ana og þar, sem kindurnar hingað og þangað voru vanar að bæla sig, stóðu upp fagrir og þéttir grastoppar, grænir sem smaragð. Þar af mátti sjá, hvílikur frjóvgunarkraftur lá þar dulinn í jörð- inni. Veðrið var blítt og hvammurinn ofur hýr, og því var ekki að furða, að blíða og fegurð náttúrunnar yrði að fá á hvern þann, er guð hafði gefið athugasöm augu og viðkvæmt brjóst til að skoða og dást að hans handaverkum. Indriði víkur sér það að konu sinni og segir: Elskan mín! Ég sé, að þér lízt hér vel á þig. Þenna hvamm hefur guð ætlað til þess, að einhver skyldi búa í honum og gjöra grundina þá arna að túni, eða held- urðu ekki það? Þetta er nú Fagrihvamm- ur, sem ég hef talað um við þig, og hvergi vil ég búa annars staðar en hér; skoðaðu, herna á balanum sést enn fyrir tóftinni af húsinu mínu; nú verður að reisa það við og stækka það, svo að við getum bæði verið í því, því nú skilur áin okkur ekki lengur. /^-COSPER Slapp górillan frá ykkur... jam . .. en ég gel ómögulega séð hvaö þetta kemur mér við maður minn... j Onei, hjartað mitt, sagði Sigríður og hljóp í fangið á manni sínum og lagði báðar hendur um hálsinn á honum; þökk- um við guði fyrir, að hann hefur látið æskuóskir okkar rætast. Þau hjónin skemmtu sér um hríð og skoðuðu landið í og umhverfis hvamminn og riðu síðan heim, og s'agði nú Indriði konu sinni greinilegar frá fyrirætlun sinni, aðreisaþarbæíhvamminumog að faðir hans hefði gefið honum land þar fram um dalinn, og hefði þó Indriðahóll ærið landrými eftir. Sigríður féllst á þessa ráðagjörð; og þegar um vorið lét Indriði efna til bæjargjörðar og hafði að þeim starfa marga menn, og sjálfur telgdi hann viðu alla; en til þess að koma sem fyrst rækt í túnstæðið og afla sér áburðar til næsta vors, fékk hann af föður sínum að hafa selstöðu í Fagra- hvammi um sumarið og hafði þar færi- kvíar á vellinum, en lét kýrnar liggja inni um nætur. Um haustið var Indriði búinn að koma upp flestöllum bæjarhúsum, en ekki fluttu þau hjón þangað það haust, en höföu þar um veturinn nokkra menn og allan þann pening, sem þau áttu; og næsta vor eftir fór Indriði frá Tungu Pétur prangari almúginn,kannski konungurinn viti um leiðina til drekans, hugsaði hann. Konungur spurði hvaðan pilturinn væri og hvert hann ætlaði að fara. „Ég ætla að fara til drekans í Dimmu- fjöllum og ná þrem fjöðrum úr stélinu á honum. Bara að ég geti fundið þenna dreka“, sagði piltur. „Gæfumaður verðurðu þá“, sagði kon- ungur, því enn hefi ég aldrei heyrt, að neinn kæmi aftur, sem ætlaði að heim- sækja hann. En ef þú hittir hann, þá gætirðu gjarna spurt hann frá mér, hvernig ég eigi að fara að því, að fá hreint vatn í brunninn minn, það er alltaf gruggugt, hvernig sem ég fer að“. „Já, það skal ég gera“, sagði pilturinn. Konungurinn lét veita honum vel og gaf honum bæði nesti og peninga, þegar hann fór. Eftir nokkra ferð kom hann að annarri konungshöll. — Þegar hann kom inn I eldhúsið þar, kom konungur fram þang- — Hann lifir sig inn I hlutverkið, þegar hann leikur skautavalsinn. Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell ÞýSandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 14 var tlagsins var helgaö allt öðru en vinnunnt. En strax riaginn eftir gekk allt betur. Ég hafði f eitt skipti fyrir öll gengist inn á skilmála hennar — það hélt ég að minnsta kosti. Hvorugt okkar var f vafa um að samband okkar var aðeins vakið af þvf að við vilrium gera þessa mynd til hjálpar okkur báðum og á sama andartaki og myndin væri fullgerð hlytum við að skilja. Ég bjóst við að komast yfir það með iéttum leik, en ég skrokvaði að sjálfum mér. Eftir þvf sem aðskilifaðurinn nálgaðist fann ég upp á hverri afsökuninni af annarri Jil að halria f hana, en loks var það hún sjálf sem sá að ekki var meiru við að bæta ... myndin var fullgerð. Eftir að hún hafði klætt sig þennan sfðasta dag okkar saman kom hún til mfn og starði lengi þegjandi á málverkið. — Jæja, hvað finnst þér? spurði ég. Hún varp djúpt öndinni. — Ég er miklu meira en ánægð. Eg andvarpaði Ifka. — Ég hef hugsað mér að senda hana á Presnell-sýninguna. Áður höfðum við orðið sam- mála um að halria upp á þetta með veizlu fyrir svokallaða vini mfna, svo að þeim gæfist kostur á að sjá málverkið. — Já, þvf ekki það? sagði hún og yppti öxlum. — Þú átt mynd- ina. En auðvitað var málið ekki svo einfalt. — Fresturinn rennur út á morgun, og ég verð að hafa hraðan á ef ég á að koma henni þangað. — Og hvað verður þá um veizluna okkar? — Presnellverðlaunin eru ein virðulegasta viðurkenning sem listmálari getur fengið, ef þú skyldir ekki hafa vitað það. — Hvernig getur þú verið viss um að þú hljótir verðlaunin? Svar var óþarft. Við vissum bæði að ég myndi vinna. — Jæja, allt f lagi mfn vegna, sagði hún. — En ég spyr nú bara, hvaða gagn hef ég af þessum verðlaunum? Gagnrýnenriur hæla þér f hástert fyrir þinn persónu- lega stfi, fyrir myndbyggingu og túlkun þína á mótfvinu, en ÉG — fyrirmyndin skipti þá ekki máli lengur. Hún hafði tekið ákvörðun sína og ég vissi það þegar ég sfarði á einbeitt andlit hennar. Skamma stund sá ég bregða fyrir þóröargleði f andliti hennar. — Það var afleitt þú skyldir ekki Ijúka henni aðeins fyrr.... Ég átti engra kosta völ og ég vissi það. — Gerðum við ekki samkomu- lag? spurði hún. Ég kinkaði kolli og hún varð ögn mildari. — Það koma fleiri verðlauna- samkeppnir, vinur minn, sagði hún. Þessi mynd er ekki sfður prófsteinn minn, því að ég hef hvorki þolimpæði né hæfileika til að vinna mig upp í gegnum sjónvarpið eða einhver smáleikhús eða vona stöðugt að einhver komi kannski auga á mig á götu og fái trú á mér. Og hvaða gagn hef ég af mynd sem verður hengd upp f einhverjum salar- kynnum f New York .... — Eins og þú vilt Marietta. — Það eina sem fyrir mér vak- ir er að Jarius Kroneberg sjái þessa mynd. Sfðan geturðu gert við hana hvað sem þú vilt. En ef þú getur fengið Kroneberg tii að koma hingað strax f kvöld þá .... — Hvers vegna ertu að hugsa um Kroneberg? — Vegna þess að fyrirtæki hans á f erfiðleikum. Hann hefur jafnmikla þörf fyrir að kynnast mér og ég honum. Saman gætum við, ég og hann, náð jákvæðu takmarki, á svipaðan hátt og við tvö unrianfarnar vikur. Ég játa að ég þjáðist af afbrýði- semi, enda þótt hún styddist ekki við neitt. Auðvitað hafði ég ekkert yfir Mariettu að segja, en samt sem áður fannst mér sem ég væri rekinn hnffi við tilhugsun- ina um að hún tilheyrði öðrum manni. Án þess að hafa neina hugsun á kvölum mfnum hélt hún áfram — eða kannski hefur hún fyrirlitið mig fyrir þessa afbrýðisemi. — Crown Pictures eiga í mikl- um erfiðleikum. Ég hef kynnt mér það allt saman. Ef þeir verða ekki heppnir með mynd og það fljótlega eru dagar þeirra taldir. En Kroneberg hefur efni á þvf að byggja mig upp ... Ein stjórstjarna dugar til að koma Crown Pictures aftur til vegs og virðingar. — Og þú trúir þvf að þú værir þess megnug? — Já. Áuðvitaö ekki á svipstunriu ... en á örfáum árum. Kroneberg er enn ekki svo langt leiddur að hann gæti ekki leyft sér að verja nokkrum árum til þess. — Og ef hann kemur ekki f kvöld? — Hann kemur áreiöanlega, svaraði hún og horfði á mig með einkennilegum glampa f augum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.