Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 28
FUJICOLOR Litmyndír á 3 dögum í öllum Ijósmynclaverslunum FUJICOLOR Lítmyndír á 3 dögum í öllum Ijósmyndaverslunum FIMMTUDAGUR 7. ÁGÍJST 1975 Grunaðir um ólög- legar síldveiðar í Norðursjónum TVÖ sfldveiðiskip, Loftur Bald- vinsson EA og örn KE, eru sterk- lega grunuð um að hafa veitt rnikið af síld í Norðursjó, án þess að hafa nokkra heimild til þess. Sem kunnugt er þurfa sfldveiði- skipin sérstaka heimild til sfld- veiða f Norðursjð frá 1. júlf sl. og það sem þau mega veiða austan við 4. gráðu v.l. er 135 lestir. Þegar er vitað að Loftur Baldvins- son hefur landað 233 lestum, fram yfir þessi 135 tonn, og örn 100 lestum. Sumir gætu sagt, að skipin hafi fengið þennan afla fyrir vestan 4. gráðu, en til þess hafa skipin landað alltof þétt, þar sem hátt f tvo sólarhringa tekur að sigla á þær slóðir frá Dan- mörku eða um 4 sólarhringa fram og til baka. En þessi skip hafa Þrumuskaði á Fáskrúðsfirði komizt upp f það að landa annan hvern dag upp á sfðkastið. Jón B. Jónsson fulltrúi í sjávar- útvegsráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að skipin hefðu ekki sent neinar skýrslur um hvar þau hefðu veitt þessa síld, en verið væri að kanna málið. Mál sem þetta yrði að taka föstum tökum og ef það sannaðist að skipin hefðu veitt meira en 135 tonn af síld, sem er leyfilegt sam- kvæmt kvóta fyrir austan 4. gr. v.l., mundi sjávarútvegsráðu- neytið eðlilega svipta þessi skip leyfi til síldveiða f Norðursjó. Síðan yrðu skipin að líkindum kærð. Þá sagði Jón, að í fyrra og árin þar á undan hefðu skipin skilað skýrslum um veiðisvæði jafnóð- um og þau hefðu veitt síldina, en núna þegar kvótaskipting og tak- mörkun á veiði væri komin á, gengi mjög treglega að fá skýrsl- ur frá skipunum. Orð Guðs til þfn. — I gær var sett í Laugardalshöllinni norrænt kristilegt stúdentamót. Þátttakendur í mótinu eru um 1400 frá öllum Norðurlandaþjóðum. Sjá frásögn á bls. 3. Ljósm. Brynjólfur. Heyskaparhorfur ekki eins slæmar um árabil Flestir bændur aðeins búnir að heyja 20-30% heyfengs, segir búnaðarmálastjóri „HEYSKAPARHORFUR Fáskrúðsfirði 6. ágúst FEIKILEGT regnveður með þrumum og eldingum gekk hér yfir um 6-leytið í dag og laust tveimur eldingum niður hér á svæðinu, annarri í aðveitu- stöð Rafmagnsveitnanna og hinni í 11 þúsund volta línu ofanvert við bæinn. Ekki er vitað hve miklar skemmd- ir hafa orðið í aðveitustöðinni, en hér hefur verið rafmagnslaust í hluta bæjarins sfðan eldingunum laust niður og línan f staurnum brann f sundur. Viðgerð er hafin og lýkur henni sennilega í nótt og mun þá aftur verða hægt að veita rafmagni til bæjarins. — Albert. Beðið eftir skýrslu RANNSÓKN á láti piltsins sem fannst í Sundlaug Kópavogs s.I. laugardagsmorgun er lokið í bili. Hefur ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til annars en að þarna hafi orðið slys. Beðið er eftir krufnings- skýrslu. eru slæmar“, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri í samtali við Morgunblaðið, þegar við höfðum samband við hann í gær til þess að fá almennar fréttir af hey- skap bænda. „Það spratt seint vegna kulda i júni og mjög fáir bændur gátu því notað ágæta tíð fyrri hluta júlí, en bændur byrjuðu þó heyskap. Síðan var síðari hluti júlí mjög votur og allt fram til þessa þótt komið hafi tveir-þrír þurrkadagar víða á landinu og sumir náð tuggu, en aðrir varla heystrái. örfáir bændur hafa heyjað meira en helminginn, flestir aðeins 20—30%, og nokkrir ekki neitt. Seinni hluta júlí hef- ur grasspretta hins vegar verið mjög góð í votviðr- inu, en gras er nú víða farið að spretta úr sér. Ef ekki bregður til þurrviðris á næstunni, lítur mjög illa út, því að hey verða þá skemmd. Þetta er óvenju- slæmt ástand miðað við síðastliðin ár og heyskapur seinna á ferðinni en ég man eftir í fjöldamörg ár. Þótt úrkoman hafi verið mikil í sumar var hún þó meiri 1955 og 1969, en ef bregður til betri tíðar á næstunni getur þetta lag- azt mikið, þótt illa horfi nú“. r I gæzlu vegna gruns um kvn- ferðisafbrot SAKADÖMUR Kópavogs hefur úrskurðað 65 ára gamlan mann I allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna gruns um kynferðisafbrot. Rannsókn þessa máls stendur nú yfir og hafa lögregluyfirvöld í Kópavogi varizt allra frétta af því á þessu stigi. Fékk 60 tunn- ur af síld FYRSTA sfldin á þessu sumri barst til Grindavfkur f gær, en þá kom reknetabáturinn Reykjaröst með 60 tunnur af sfld, sem hann fékk 6—7 sjómflur út af Krýsu- víkurbergi. Sfldin var sfðan fryst f Keflavfk. Báturinn fékk þennan afla f 30 net, eða 2 tunnur f net að meðaltali, sem þykir ágætt. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur sagði f gær, að sfld hefði stundum veiðzt á þessu svæði á þessum árstfma, og þessi fyrsti sfldarafli sem þarna fengist núna, benti til að sfldin væri komin á nokkuð stórt svæði meðfram suðurströnd landsins og að stofnin væri að stækka nokkuð eins og menn hefðu gert sér vonir um. Morgunblaðinu er kunnugt um að margir útgerðarmenn hafa hug á að senda báta sína til rekneta- Framhald á bls. 27 Kanadamenn taka ákvörð- un um útfærslu í haust Mikill skilningur á málstað íslendinga, segir Einar Ágústsson, utanríkisráðherra ÞORSTEINN Matthíasson fréttaritari Mbl. við hátfðar- höldin f tilefni aldarafmælis landnáms tslendinga f Vestur- heimi átti f fyrradag viðtal við Einar Agústsson utanrfkisráð- herra í Gimli um viðræður hans við kanadfska ráðamenn og viðtökur f Kanada. Fara ummæli Einars hér á eftir I aðalatriðum: — Okkar mikla áhugamál, út- færsla fiskveiðilögsögunnar, hefur vissulega borið á góma í samtölum við kanadfska ráða- menn. Ég fékk viðtal við Mac- Eachen utanríkisráðherra og Kopinson aðstoðarutanríkisráð- herra fyrsta daginn sem við vorum í Ottawa. Það var hálfs- annars tíma viðtal og mjög gagnlegt fyrir báða a.m.k. fyrir okkur Islendinga. Þeir sýna okkur mikla samúð og vinsemd. Hins vegar heyrist mér einna helzt að þeir mundu vilja bfða til haustsins með ákvörðun um einhliða útfærslu. I kvöldverði hjá landsstjóranum í Ottawa átti ég því láni að fagna að sitja við hliðina á Mitchell Sharp sem er aðstoðarforsætisráð- herra Kanada og vil ég segja, góður kunningi minn frá utan- ríkisráðherratfð hans. Við ræddum landhelgismál mjög mikið og hann er áhrifamaður hér. Hann sýndi mikinn skiln- ing á málstað okkar og sagði að Kanadastjórn væri undir sterk- um þrýstingi frá sjómönnum á austurströnd Kanada, sem krefðust þess að hún gerði eitt- hvað f landhelgismálinu strax, vegna þess að Rússar, Spán- verjar og Portúgalir eru að þurrka upp miðin við austur- strönd Kanada. Það er þvf ekki nokkur vafi að þeir styðja mál- stað okkar. Ég vil fullyrða að allt sem um þetta hefur verið talað hér ber vott um samúð og skilning á málstað okkar. I þessari ferð hefur land og fólk tekið okkur vel og við erum furðu lostin yfir þeirri stórkost- legu gestrisni sem okkur hefur verið sýnd og höfum fengið áþreifanlegar sannanir fyrir því hve íslenzka þjóðarbotið er vel séð og virðist eiga greiðan aðgang að yfirvöldum. Allt sem þeir hafa farið fram f sambandi við heimsókn forsetans hefur verið leyft með glöðu geði til þess að gera heimsóknina sem áriægjulegasta. Mér finnst stór- merkilegt að hitta hér fólk sem er af þriðju kynslóð frá land- nemunum og talar íslenzku eins og þú og ég. Þetta kom mér mjög á óvart. Hins vegar virðist fjórði ættliðurinn vera að tapa málinu, en nú er verið að endurvekja það með þvf að taka upp íslenzkukennslu f skólum, og mér er sagt að það sé mjög mikill áhugi meðal Islendinga á því aó börnin læri málið. Mér virðist að Islendingar hér og þeir sem eru af íslenzku bergi brotnir séu stoltir af að vera það, þeir séu hér f áliti og"þeir hafi fullkomlega til þess unnið. Kanadastjórn hefur tekið á móti forseta Islands eins og um opinbera heimsókn væri að ræða og landsstjórinn sýndi honum og okkur öllum mjög mikla vinsemd sem m.a. kom fram f því að forsetinn og við öll bjuggum í húsi ríkis- stjórnarinnar f Ottawa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.