Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40.00 kr. eintakið Arúmu ári féll kaup- máttur útflutnings- tekna þjóðarinnar um 30%. Afurðaverð útflutn- ings okkar seig verulega á sama tíma og alþjóðleg verðbólga og olíukreppa færði upp úr öllu valdi verð á innfluttum nauð- synjum þjóðarinnar. Þessi þróun kom í kjölfar ógæti- legra stjórnarhátta á undangengnum góðærum, þann veg, að þjóðin bjó ekki að neinum fyrningum til að mæta aðsteðjandi vanda, hvorki í gjaldeyris- varasjóði né fjárfestingar- sjóðum innanlands. Engin þjóð er háðari út- flutningi sjávarafurða en við né innflutningi margs konar, sem fellur að neyzluþörfum og venjum fólks í dag. Það mátti því ætla, að áhrif alþjóðlegrar efnahagskreppu kæmu þeim mun harðar niður hér en í öðrum vestrænum ríkjum, sem verðmæta- sköpun okkar er einhæfari og við háðari utanaðkom- andi verðsveiflum. Bitrasta afleiðing efna- hagskreppunnar víðast í hinum vestræna heimi var og er umfangsmikið at- vinnuleysi, sem víða sér merki, bæði með stórum þjóðum og smáum. Er nú- verandi ríkisstjórn tók við völdum, í endaðan ágúst á sl. ári, blés heldur ekki byr- lega í atvinnu- og efnahags- málum þjóðarinnar. Við blasti stöðvun helztu at- vinnuvega okkar, sem bjuggu við sívaxandi rekstrarkostnað á sama tíma og söluverð útflutn- ings okkar hríðféll. Án skjótra aðgerða í efnahags- málum hefði atvinnuleysi haldið hér innreið sína á sama hátt og jafnvel í rík- ara mæli en gerðist með öðrum þjóðum. Jafnframt var sýnt, að við ríkjandi aðstæður, þ.e. versnandi viðskiptakjör þjóðarinnar, hlutu óhj.ákvæmilegar efnahagsaðgerðir að fela í sér nokkra lífskjaraskerð- ingu, a.m.k. um sinn. Það var þessi staðreynd sem réð því, þegar rætt var urn myndun nýrrar vinstri stjórnar, að Alþýðubanda- lagið kaus fremur að hlaupast frá vandanum en axla 'þá ábyrgð, sem hlaut að fylgja fyrirbyggjandi aðgerðum til að stjaka vá atvinnuleysis frá dyrum þjóðarinnar. Að vísu hafði Alþýðubandalagið staðið að því í endaðan feril fyrri ríkisstjórnar, að rjúfa tengsl kaupgjalds og vfsi- tölu. Það hafði ennfremur fallist á nauðsyn gengis- lækkunar, söluskatts- hækkunar og verð- jöfnunargjalds á raforku. En þegar til kastanna kom urðu þau öfl ofan á innan þess, sem töldu pólitískt hagkvæmara að standa utan ríkisstjórnar, ábyrgð- ar og aðgerða, þrátt fyrir hlutdeild flokksins í arf- leifð fráfarinnar ríkis- stjórnar. Slík viðbrögð eru e.t.v. mannleg en stór- mannleg eru þau ekki. Þegar litið er yfir feril núverandi ríkisstjórnar á því tæpa ári, sem hún hefur setið að völdum, verður sá árangur fyrst fyrir, að það tókst að koma í veg fyrir hliðstætt at- vinnuleysi hér og nú hrjáir nágrannaþjóðir okkar. Jafnframt tókst að tryggja vinnufrið, m.a. fyrir til- stilli ríkisstjórnarinnr, sem tók á sig margvíslegar kvaðir til að auðvelda samninga á almennum vinnumarkaði. Fyrirgreiðsla ríkisstjórn- arinnar kom m.a. fram í skerðingu tekjuskatts, sem einkum kom til góða lág- launafólki, og niðurgreiðsl- um á landbúnaðaraf- urðum, sem eru helztar neyzluvörur almennings. Samningum á almennum vinnumarkaði hlaut og að fylgja veruleg útgjalda- aukning rikissjóðs vegna launagreiðslna sem og hækkana á lífeyrisgreiðsl- um almannatrygginga, en sú hækkun hefur numið 2200 milljónum króna á valdaferli ríkisstjórnarinn- ar. Fyrirgreiðsla ríkisstjórn- arinnar batt ríkissjóði marga bagga, sem gerði erfiðara um vik að fást við fyrirhugaða lækkun ríkis- útgjalda. Þó tókst að lækka ríkisútgjöld, bæði í rekstri og framkvæmdum, um 2000 m.kr., frá áætluðum útgjöldum í fjárlögum. Óbein lækkun ríkisút- gjalda varð þó verulega meiri, þar eð útgjaldaaukn- ing, vegna gengislækkunar og nýrra kjarasamninga, var ekki látin koma fram í hækkuðum ríkisfjárveit- ingum, nema að því marki, sem náði til launa ríkis- starfsmanna. 1 fyrsta skipti um langt árabil hefur tek- ist að lækka hlut ríkisút- gjalda í þjóðartekjum, sem var raunar kominn í há- mark. Auk þess að bægja frá dyrum þjóðarinnar vofu at- vipnuleysis, tryggja frið á almennum vinnumarkaði og lækka hlut ríkisútgjalda í þjóðartekjum, hefur ríkisstjórnin stigið tvö veigamikil skref til að tryggja framtíðarvel- megun og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Hið fyrra er ákvörðun um út- færslu fiskveiðilögsögu okkar í 200 sjómflur, sem var nauðsynlegur undan- fari friðunar og skynsam- legrar nýtingar helztu fisk- tegunda á íslandsmiðum. Hið síðara eru markviss raftnsóknarstörf og fram- kvæmdaákvörðun um nýt- ingu innlendra orkugjafa, fallvatna og jarðvarma, sem gerir okkur óháðari öðrum á sviði orkumála. Að sjálfsögðu hefur ríkis- stjórnin sinnt margvísleg- um öðrum málaflokkum, sem ekki verða gerðir að umræðuefni að þessu sinni. Á heildina litið hefur ríkisstjórnin farið vel af stað og reynst farsæl í störfum. Vonandi ber þjóð- in gæfu til að veita henni þann stuðning sem til þess þarf að leiða okkur út úr þeim efnahagsvanda, sem enn er við að stríða. Farsæl störf ríkisstjórnar Gestur Olafsson arkitekt/skipulagsfræðingur; Einn af þekktustu skipulagsfræðingum heims, Grikkinn Con- stantinos Apostolos Doxi- adis er látinn, 62 ára að aldri. Doxiadis var mennt- aður bæði í Grikklandi og Þýzkalandi og vann í upphafi starfsferils síns við borga- og héraða- skipulag f Grikklandi. Árið 1951 stofnaði hann ráðgjafafyrirtækið Doxiades Associates og rak ráðgjafarskrifstofur á vegum þess í 11 löndum. Starfsmenn þessa fyrirtækis unnu að miklum fjölda verkefna undir handleiðslu Dox- iades, m.a. í Pakistan, ír- ak, Brasilfu og Banda- ríkjunum. Doxiadis skrifaði fjölda bóka og greina sem hafa verið þýddar á flestar menningar- tungur og var frumkvöðull EKISTICS-kerfisins, sem fjallar um vandamál og vísindi borgarsamfélaga. Hann sá fyrir áframhaldandi þéttbýlisþróun i flestum löndum jarðar og gagn- rýndi hve illa við værum undir þessa þróun búnir og benti á að við þyrftum ekki staðnaðar borgir heldur síbreytilegar sem hann nefndi DYNAPOLIS. Hann hélt því fram að byggða- þróun heimsins stefndi óðfluga i óefni vegna skipulagslausra og tilviljanakenndra ákvarð- ana. Eina raunhæfa leiðin til þess að beina þessari þróun inn á æskilegar brautir væri að lita samtimis á alla þætti borgar- skipulags, en ekki einn og einn I einu, eins og oft er gert hér á landi t.d. með skipulagi nátt- úruverndar, umferðar og hús- næðismála, úr tengslum við aðra þætti mannlegs samfélags. Hélt hann því fram að með sam- starfi skipulagsfræðinga, arki- tekta, verkfræðinga og annarra sérfræðinga innan þess ramma sem EKISTICS-kerfið markaði væri unnt að ráða bót á aðsteðj- andi vandamálum og byggja ECUMENOPOLIS — eða vel skipulagða og fagra borg með hugsanlega 25 billjón Ibúa sem teygðist yfir heilar heimsálfur. Nú þegar má sjá upphafið að þessari borgarmyndun, þar sem stórborgir renna saman og mynda eina heild eins og t.d. á austurströnd Bandarikja N- Ameríku. Doxiadis lagði áherzlu á að arkitektúr ætti á þjóna fólkinu og deildi oft hart á arkitekta fyrir sofandahátt, og að hugsa ekki nógu mikið um vandamál samtímans og þess fólks sem þeir væru eða ættu að vera að vinna fyrir. Hann taldi að arki- tektar hefðu þá menntun og hæfileika fram yfir aðrar stéttir tæknimanna að þeir gætu betur dæmt um hvað væri gott og slæmt heildarumhverfi Constantinos Apostolos Doxi adis. og auk þess mótað gott og manneskjulegt umhverfi. Þessir hæfileikar og menntun legðu arkitektum öðrum frem- ur þá megin ábyrgð á herðar að rannsaka vandamál fólks I byggðu umhverfi samtíðarinn- ar og finna þeim lausnir og framkvæmdagrundvöll. Hann benti á hve litil áhrif arkitekta væru víðast hvar í heiminum á manr.virkjagerð og lagði áherzlu á mikilvægi þess að allir þyrftu að geta veitt sér þjónustu þeirra til þess að unnt væri að bæta heildarumhverfi okkar verulega. Doxiadis sérhæfði sig öðru fremur í skipulagi og hönnun íbúðarhverfa og íbúðarbygg- inga I þróunarlöndunum og þannig hafði hann mjög mikil áhrif á umhverfi fólks svo milljónum skipti í þessum lönd- um. Hann átti mikinn þátt í að inrileiða borgarskipulag í þró- unarlöndin og sannfæra ráða- menn þar um mikilvægi góðs skipulags. Tugmilljónir manna í þessum löndum geta þakkað honum betra byggt umhverfi en ella og við verðum að sjá á bak manni sem stöðugt kom nýjum og ferskum hugmyndum á framfæri við þá sem vilja byggja nýjan og betri heim og hvatti þá til dáða. Gestur Ólafsson. Fátækrahverfi f stórborg f þriðja heiminum. Mikill hluti af inuum jarðar býr I áþekku umhverfi, en vandamál þessa fólks áleit Doxiadis að ætti að vera helzta viðfangsefni arkitekta. DYNAPOLIS: — 1 stað borga, þar sem bætt er við byggðahverfum umhverfis einn miðbæ — en þannig voru lang flestar borgir byggðar fram á 17. öld — lagði Doxiadis til að borgir væru byggðar þannig að þær gætu vaxið lfnulega. Mirinst eins þekktasta skipulags- fræðings heims, Grikkjans Doxiadis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.