Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1975 19 lætur vort láð, lýði og byggðum halda“. Ég finn að orð mín rúma ekki allt það, sem I huga og hjarta býr á þessum degi — og því orðlengi ég ekki. Aðeins snillingi er gefið að tjá sig sem verðugt er, þegar á reynir. En hlýja strauma samúðar sendum við hjónin Kristínu, elsk- aðri eiginkonu Þórðar, og öllum ástvinum hans. Nú þegar okkar kæri Þórður er farinn heim, þá látum okkur taka undir sigur- sönginn, sem hann sjálfur söng svo oft af hjarta, fullum hálsi: „Hringið klukkum himna, heilagt dýrðarlag svelli nú og sigurljóðin Iöng; frelsuð sála fagnar frelsi slnu i dag, takið, bræður, undir englasöng: Dýrð og vegsemd! dunar himnum á, Dýrð og vegsemd! hljómar jörðu frá. Yfir heima’ og geyma sem hinn mikli sær svellur þessi frelsis lofgjörð skær“. Fr.Fr. Hermann Þorsteinsson. Við samstarfsmenn Þórðar Möller á Kleppsspftalanum þekktum einlægni hans i trú- málum og vissum að trúin var honum heilagur sannleikur, þótt hann flíkaði aldrei þeirri sann- færingu sinni við starfsfélaga. Við dáðumst oft að þeim hæfi- leika hans að geta haldið trú- málum utan við starf sitt sem læknis og forðast hvers konar sið- ferðilegt mat i viðhorfum sinum gagnvart sjúklingunum. En nú þegar Þórður er allur og læknis- starf hans er skoðað af dýpri skilningi, þá finnst mér ég engum manni hafa kynnzt á lífsleiðinni, sem sýndi trú sína jafn áþreifan- lega í verkunum. Sjúklingahópur hans var mikill og margbreyti- legur, en Þórður var þó alltaf fyrst og fremst læknir okkar minnstu bræðra, ósjálfbjarga geð- sjúklinga, sem hlutu þau örlög að hrærast innan sjúkrahúsveggj- anna, hver í sínum heimi. Hann var ekki siður hinn góði hirðir hinna fjölmörgu villuráfandi sauða samfélagsins, sem ánetjast höfðu ofdrykkju, eiturlyfjum og afbrotum og á máli Bibliunnar eru kallaðir ræningjar og rang- lætismenn, en í íslendingasög- unum þjófar og illmenni. Margir læknar hafa tilhneigingu til að forðast afskipti af slikum mönn- um sakir ýmissa óþægilegra ein- kenna I fari þeirra. Reyna þau oft á þolrif læknanna, að þeir gefast upp á hvers konar meðferð og telja hana jafnvel vera tilgagns- lausa tímasóun. Breytni þessara ólánsmanna sem slik braut að vísu i bága við þá lífsskoðun, sem Þórður hafði tileinkað sér. En virðing hans fyrir manneskjunni var honum svo eðlislæg og samrunnin krist- inni trú hans, að hann virtist lita á sjúklinga af þessu tagi sem hverja aðra heiðursmenn, er ávallt væru aufúsugestir á Kleppsspitalanum, þegar þeir væru i nauðum staddir. Aldrei hvarflaði heldur að Þórði að gef- ast upp við slíka sjúklinga, þótt þeir þyrftu oftsinnis á vistun að halda, eða væru á einhvern hátt erfiðir viðureignar. Umburðar- lyndi hans og þolinmæði áttu oft drýgstan þáttinn I afturhvarfi þeirra til heilbrigðs lífernis, þótt hann færi aldrei mörgum orðum um árangur. Á starfsferli sinum á Klepps- spitalanum hafði Þórður afskipti af fleiri ofdrykkjusjúklingum, eiturlyfjaneytendum og afbrota- mönnum en nokkur annar Is- lenzkur læknir. Þekking hans á vandamálum og persónuleika hundruða slíkra sjúklinga var með slikum eindæmum, að hann hafði jafnan á takteinum upplýs- ingar um hagi og sérkenni hvers og eins þeirra. Hann leit þó aldrei á sig sem neinn postula i þessum efnum fremur en öðrum heldur vann verk sín í kyrrþey og án þess að hirða um lof eða last. Starf hans var alltaf gætt reisn og virð- ingu og hafið yfir alla sýndar- mennsku. Umburðarlyndi Þórðar og aðrir eðliskostir komu ekki siður fram í umgengni hans við okkur starfs- félagana. Hann var maður alvöru- gefinn að eðlisfari, en hlýr og ljúfmannlegur við alla þá, sem þurftu á aðstoð hans að halda eða gerðu honum einhvern greiða. Þessi hlýleiki birtist sérstaklega í brosi hans, sem fól I sér dýpri tilfinningar en margur tjáir með orðum og uppljómaði umhverfi hans. Hann var einnig gæddur sérstæðri kímnigáfu og gaman- semi hans virtist oft hnitmiðuð og djúphugsuð, þótt henni væri slegið fram í viðræðu augnabliks- ins. Kímnigáfa hans nálgaðist oft listræna snilld, sem einungis fá- um útvöldum er gefin. Þórður Möller var einn þeirra fáu manna, sem öðlast höfðu ham- ingju I trúnni, hann var ham- ingjusamur í hjónabandi, hann var hamingjusamur I starfi. Slikir menn hafa meira að gefa en þiggja og gjafir þeirra reynast ávallt varanlegar. Ég veit ég mæli fyrir munn alls starfsfólks á Kleppsspítalanum er ég votta Þórði hinztu virðingu og þakklæti. Eftirlifandi konu hans, frú Kristinu Möller, svo og öðrum ást- vinum hans og aðstandendum, sendi ég hjartanlegustu samúðar- kveðjur. . Jakob Jakobsson KVEÐJA: Kveðjustund. örlagastund. Þar mætast liðin tíð og ókomin ár í umróti á högum og í huga. Á örlagastundu er gott að hafa notið vináttu, leiðsagnar og fyrir- myndar mannsins, kennarans og læknisins Þórðar Möller. Finna á stund saknaðarins að hann skildi svo mikið eftir I sjálfum manni að hann lifir þar áfram þótt hann sé nú i dag til moldar borinn. Hjá Þórði saméinuðust á sér- stæðan hátt góðar og fjölbreyttar gáfur og mannkostir. Trúmaður, vandaður til orðs og æðis, yfir- lætislaus höfðingi. Hann var glað- lyndur og hafði góða kímnigáfu. Engum manni, sem ég þekki, lét betur að tjá sig á knappan, hnit- miðaðan en áhrifaríkan hátt. Fóru þar saman góðir leikrænir hæfileikar ogóbeitámælgi. Hann unni tónlist. Söngmaður góður. Einlægur trúmaður er markvisst flutti boðskap trúar sinnar I lifs- skoðun og hljóðlátri breytni, Hann barði ekki bumbur og bar ekki sjálfan sig á torg. Hann var kjölfesta í starfi Kleppsspítalans, er hann veitti forstöðu frá því fyrirrennari hans, Helgi Tómas- son lést, sama sama mánaðardag fyrir sautján árum. Þórður Möller verður langlífur i hugskoti þeirra mörgu, er honum mættu og áttu við hann samskipti í fjölskyldu- og vina- hópi, i læknisstarfi, félagsstarfi, eða nutu leiðsagnar hans sem kennara. Hans verður sárt saknað. Sárastur verður þó sökn- uðurinn hjá eiginkonu hans Kristínu Magnúsdóttur Möller, sem stóð við hlið hans sameinuð honum I lífi og starfi svo fágætt var. Henni votta ég í dag af alhug samúð mína og vináttu, svo og fjölskyldu hans allri, vinum, sam- starfsfólki og félögum. Jóhannes Bergsveinsson. — Frá Kristilegu stúdentafélagi Þegar vér stöndum frammi fyr- ir staðreynd dauðans, fer einatt svo, að liðnar stundir koma til vor, ekki sizt þegar oss hjartfólgn- ir menn eru gengnir. Minningar þessar verða tiðum á ýmsa lund, þar sem þær eru endurómur mannlegra samskipta i fortíðinnj. Vér I Kristilegu stúdentafélagi getum þó ýkjulaust sagt, að vér eigum einungis góðar og dýrmæt- ar minningar um Þórð heitinn Möller, yfirlækni. Þórður Möller gekk til liðs við félagið, maður um tvítugt. Mun hann hafa verið sá er fyrstur gjörðist félagi á eftir stofnendum þess fjórum. Upp frá þvi naut félagið starfskrafta hans allt þar til þrek hans þraut. Hann sat í mörgum stjórnum félagsins allt frá árinu 1938 og gegndi ýmsum störfum þar þ. á m. formennsku. Síðast sat Þórður í stjórn á árinu 1969. Hann hafði mörg trúnaðar- störf á hendi i félagsins þágu og var jafnan fyrstur manna til að blása í glæðurnar að nýju ef ein- hver hrörleikamerki sáust. Öll störf Þórðar fyrir félagið voru unnin af einstakri samvizku- semi og vandvirkni. Báru þau per- sónu hans fagurt vitni. Frábær nákvæmni I vinnubrögðum var aðalsmerki hans og virtist hann gera takmarkalausar kröfur til sin I þeim efnum. Hann var ósér- hlífinn og greiðvikinn ef leitað var til hans með verkefni, en hafnaði jafnan því, er hann taldi sig ekki geta sinnt, svo vel færi. Þórður var maður skoðanafastur og átti auðvelt með að finna orð- um sínum stað i skynsamlegum rökum. Flutti hann einatt mál sitt mynduglega og með virðingu, en þó hógværð. Þá var Þórður afar gestrisinn og stóð heimili hans og Kristínar félagi voru ætið opið fyrir hinar ýmsu samverur. Var auðfundið, að þar rikti hinn sanni heimilisfriður og eindrægni mill- um hjóna, og voru þau samhent I þvi að gera gestum sinum til hæf- is. Margt annað mætti hér segja Þórði til hróss, en fátt til lasts. Er það vel, að vér, sem ung erum i Kristilegu stúdentafélagi, feng- um að kynnast slíkum manni, er gat orðið oss verðug fyrirmynd i starfi og leik. Minningin um hann vekur söknuð en jafnframt þakk- læti til Drottins, sem blessaði lif hans svo ríkulega. Vér sendum konu hans, Krist- ínu Magnúsdóttur, vorar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurbjörn Sveinsson. Sæll vinur! Þessi kveðja kemur mér fyrst í hug, er ég minnist Þórðar Möller. í munni hans hafði hún merkingu, innihald. Að baki henni lá raunveruleg vin- átta. Fyrir þá vináttu langar mig að þakka með fáeinum fátæk- legum orðum. Tuttugu ára aldursmunur hindraði ekki, að hann þegar á unglingsárum minum gaf mer vináttu sína. I K.F.U.M. var það, sem leiðir lágu saman. Þar var það, sem hlýtt viðmót, fast hand- tak, vingjarnleg orð og boð um samfylgd mörkuðu upphaf vin- áttu sem varði æ siðan. Það var þvi eðlilegt ungum manni á árum umbrota og mótunar að notfæra sér slíka vináttu. Til Þórðar var gott að koma og tala og það, sem sagt var, var vel geymt og ekki borið í aðra en þann, sem öllu ræður. Með Þórði var gott að biðja. Ekki dró það úr vináttunni þegar við Jóhanna bróðurdóttir hans stofnuðum heimili okkar. Sérstök umhyggja hans og kær- leikur til hennar allt frá bernsku blandaðist nú vináttu okkar Þórðar þannig að helst má líkja við föðurlega umhyggju er hann sýndi okkur báðum og dætrum okkar. Þess nutum við I hvað rik- ustum mæli er dætur okkar voru vegna veikinda á heimili okkar, fóstraðar sumpart af þeim Þórði og Kristfnu á Kleppi. í þeim vel- gjörningi voru þau einhuga hjón- in og hlýjuðu svo litlum hjörtum, að enn er hægt að verma sig við minninguna um góða daga á læknisbústaðnum á Kleppi. Æ síðan hafa dætur okkar litið á sig sem heimamanneskjur þar. Smá- fólkið finnur hvað að því snýr. Ég er í skuld .. . Þannig minnir mig að ég hafi kvatt þau Þórð og Kristínu, þegar við sóttum dæt- urnar til þeirra. Ég er enn i skuld. Það sem ég þáði af vináttu var ætíð meira en ég var fær um að gefa. En ég þakka. Ég þakka fyrst og fremst Guði, sem gaf mér vin sem verður var þess heitis. Bæn lærði ég af vörum hans, sem verður mér stöðugt hugstæðari. „Kenndu okkur að þakka þér i öllu okkar lífi.“ Þetta var burðar- ásinn í öllu lifi Þórðar Möller. Hann hafði þegið náð Guðs i Jesú Kristi. Hann segir sjálfur svo i Bókinni um séra Friðrik: ... ég heyrði ekki einasta séra Friðrik og enda marga góða samstarfs- menn hans flytja þetta erindi, heldur varð það mér lifandi veru- leiki fyrir sjálfan mig. Þessi lif- andi veruleiki náðarinnar var kveikjan að þessari bæn til Guðs: „Kenndu okkur að þakka þér I öllu okkar lífi.“ Þetta einkenndi einnig síðustu mánuði Iífs hans, eftir að ljóst varð að hverju dró. Á bænastund með stjórn K.F.U.M., þegar sjúkdómur var farinn að trufla tjáningargetu hans var þetta tamast á tungu: Þökk, Drott- inn, þökk. — Þannig vil ég minn- ast hans i þökk. Fjölskylda mín er fátækari eftir að hann er horfinn. Ég hefi misst vin, kona mín kær- leiksríkan föðurbróður, dætur mínar elskulegan afabróður, öll höfum við misst trúfastan fyrir- biðjanda. Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Þegar aldurhnigið fólk kveður, þarf það ekki að koma neinum á óvart. Þó er það alltaf svo, að dauðinn kemur án þess að gera boð á undan sér. Snöggur dauð- dagi vinar mins og tengdaföður kom því óneitanlega við við- kvæma strengi, sem ég held að sé ávallt fyrir hendi þegar einhver kveður, sem manni er kær. Við lát góðs vinar, kemur óneit- anlega margt fram í hugann, þegar kveðjuorð eru rituð. Sumt af þvi vill maður ekki bera á torg, því að margt er það sem einungis er ætlað þeim sem I hlut eiga. Axel Gunnarsson hefur verið náinn lífsförunautur í rúman aldarfjórðung, verið stoð og stytta við upphaf þess tímabils, þegar hin svokallaða lifsbarátta er að hefjast. Sú leiðsögn var ekki með neinu offorsi, heldur samkvæmt skapgerð hans, stillileg og hóf- söm, en örugg. Hann var lifs- reyndur maður, þegar ég kynntist honum, sjósóknari um árabil á togurum áður en vökulögin voru sett, hætti þeirri vinnu er heilsan gaf sig. Stundaði síðan almenna verkamannavinnu hjá Reykja- víkurhöfn siðustu áratugina, þar til hann hætti vegna aldurs. Axel var ekki sú manngerð, sem sóttist eftir vegtyllum I lifinu. Umsjá og farsæld þess heimilis, sem hann stofnsetti með eigin- konu sinni, Stefaniu Stefáns- dóttur 17. júli 1926, var sá vett- vangur sem átti hug hans. Þar var hann sá, sem aldrei brást. Ég held að allir, sem til þekktu séu mér sammála, að heimili þeirra Stefaníu og Axels á Hringbraut 52, hafi verið sá hyrningarsteinn í þjóðfélagsbyggingunni, sem svo margir i dag eru farnir að gera sér grein fyrir að verði að vera undirstaðan I framtiðarþjóðfélagi okkar. Um þetta mætti skrifa mörg orð, enda hefur það verið gert. Farsælt hjónaband, góð forsjá, traust og vammlaust líferni, er nokkuð, sem segir sina sögu um lifshlaup einstaklings. Þetta átti allt við vin minn, Axel Gunnars- son. Þó svo að Axel verði flestum stundum i lífi sinu til þess að sjá sér og sinum fyrir hófsamlegri velgengni, þá hafði hann ákveðn- ar skoðanir á þjóðmálum og fylgd- ist vel með því sem þar gerðist. Hann var félagshyggjumaður og skoðanir sínar mótaði hann út frá því. Hann þekkti af eigin raun þá erfiðleika, sem hér voru áður en vökulög voru sett, atvinnuleysi þekkti hann einnig á kreppuárun- um og fleira I þessum dúr, sem núverandi kynslóð þekkir ein- Missir Kristinar konu hans er þó mestur. En hann, sem gaf mikið í Þórði Möller er megnugur að hugga og græða. Eða eins og segir í sálmi, sem séra Friðrik Friðriksson orti og gaf Þórði og Þórður söng oft af meðfæddri, fágaðri snilli: Ef vilji bænin bregðast titt og burt sé fró, og ró með fró þá mundu að Jesú blóðið blítt, við borð hans veitir þrekið nýtt og sanna sálarró. Sigurður Pálsson. ungis af blöðum. En um Axel Gunnarsson má segja það sama og stundum er sagt — hann fyllti flokk þess þögla meirihluta, sem sigraðist á öllum erfiðleikum, og hefur skilað rikulegum arfi til þeirrar kynslóðar sem nú hefur tekið við. Valdimar Axel Gunnarsson, en svo hét hann fullu nafni, þó svo að flestir þekktu aðeins Axels nafnið, fæddist að Eyrarbakka 26.11 1899. Hann var sonur Ingi- bjargar Guðmundsdóttur og Gunnars Jónssonar. Þau hjónin bjuggu myndarbúi á Eyrarbakka, ráku meðal annars gististað i Gunnarshúsi og komu mjög við sögu í sinni heimabyggð á sinni tíð. Börn þeirra hjóna voru átta, auk eins uppeldissondr. I dag eru eftirlifandi systkini Axels, Þór- unn, Þórdis og uppeldisbróðirinn Geir. Axel kvæntist eins og áður segir, Stefaníu Stefánsdóttur, 17. júlí 1926. Hún lést 1. júní 1970. Börn þeirra eru Ingibjörg, gift Árna B. Jóhannssyni, Gunnar, kvæntur Hjördisi Þorgeirsdóttur, Unnur gift þeim sem þessar línur skrifar og Axel Stefán, kvæntur Maríu Jónsdóttur. Barnabörn hans eru þrettán, og barnabarna- börn sex. Þessar fáu linur eru ritaðar í þeim eina tilgangi að færa góðum vini þakkir og biðja honum Guðs blessunar á nýju tilvistarstigi. Hjörtur Hjartarson. I dag höfum við mikið að þakka og mikils að sakna þvi borinn verður til moldar góðvinur okkar Valdimar Axel Gunnarsson, Hringbraut 52. Við systkini Stef- aniu konu hans og makar okkar sem í dag stöndum yfir moldum hans og kveðjum hann hinstu kveðju munum minnast vináttu hans sem aldrei bar neinn skugga á frá fyrstu kynnum til æfiloka. Þær minningar og vinátta mun ylja hug og lifa í vitund okkar meðan lif endist og þökkum hjart- anlega öll þau góðu, traustu kynni, glaðværð og góðvild sem aldrei brást. Þó mér finnist að af nógu sé að taka úr blíðri og stríðri lifsbar- áttu hans verður þetta hvorki af- reka- né ættarskrá og hvergi of- lof, aðeins þakklætis vottur frá nánasta venslafólki sem þótti vænt um hann, borið fram af frómum huga af virðingu fyrir mannkostum hans, skrúðmáls- laust eins og hann var sjálfur. Þéttir á velli og þéttir í Iund, þolgóðir á raunastund. Hann var einn af þeim og þar að auki fríður maður. Ekkert víl né vol. Hann lét aldrei deigan siga þótt móti blési, harmur, veikindi eða aðrir erfið- leikar, lifsviljinn mikill karl- mennskan honum í blóð borin, glaðvær alvörumaðúr, sjálfstæður í skoðun og fastur fyrir. Hann var framan af æfi sinni á ýmsum tog- urum og þótti frábær sjómaður sem og til allra verka, síðar starfs- maður hjá Reykjavíkurhöfn i ára- tugi og þótti verkmaður svo af bar og vinnufélagi góður. Þótt hanp væri hagsýnn og færi vel með það sem hann aflaði varð hann aldrei meira en vel bjargálna svo segja má með sanni á sömu leið og Steinn Steinarr að laun munu hafa verið greidd honum i öfugu hlutfalli við gildi starfa hans þótt umbun muni hann einhverja hafa Framhald á bls. 27 VaMimar Axel Gunn- arsson — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.