Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1975 25 VELA/AKAIMDI Velvakandi svarar I sjma 10-100 kl. 14—1 5,'frá mánudegi til föstu- dags. 0 „Þjóðsmæddar- mennirnir“ íslenzkufræðingur útvarps- ins, sá sem talaði um íslenzkt mál á mánudagskvöld, ætti að kynna sér rækilega það sem hann ræðir um; détente er alþjóðaorð og merkir ekki endilega sama og „friðsamleg sambúð“, eins og hann hélt fram, heldur merkir orðið: það að slaka á, þ.e. að draga úr vígbúnaði og þar með spennu, en engin ástæða er til að nota ekki détente á íslenzku, eins og öðrum tungum; t.a.m. merkir sovét ráð eða eitthvað þvíumlíkt, en samt eiga Sovétríkin jafnt rétt á sér og 1 Ráðstjórnarríkin á islenzku. ' Hundruð slíkra dæma mætti | nefna svipaðs eðlis (op, popp, j merkantilismi, abstrakt, I kommúnismi, sósialismi o.s.frv.). Þá merkir pragmatiskur ekki endilega tækifærissinnaður eins og fullyrt var, heldur sveigjan- legur eða eitthvað þessháttar, þ.e. orðið þarf alls ekki að vera nei- kvæðrar merkingar, þó að það geti verið það. Aðfinnslumenn útvarpsins ættu ekki að stunda orðhengils- hátt, þá hættir fólk að leggja við hlustirnar. Af nógu er að taka, því að ekki skortir ambögurnar í fjöl- miðlum, nú jafnvel í þætti um íslenzkt mál. En menn skyldu varast að prédika það sem eitt sinn var kallað „kennaraskóla- íslenzka", þ.e. dauðhreinsað mál, þó að íhaldsemi eigi að vísu hvergi betur við en þegar í hlut á mál fámennrar þjóðar, eins og íslenzk tunga. Og íslenzkufræð- ingar mega vel vera íhaldsmenn fyrir mér. En viö megum ekki belgjast svo út af „þjóðsmæddar- tilfinningunni", sem Þórbergur Þórðarson nefndi svo, að við getum ekki notað alþjóðleg tízku- orð, ef svo mætti að orði komast, af einni saman minnimáttar- kennd. Ef lýðræðisþjóðirnar lifa af détente og pragmatiska pólitík Kissingers jafnörugglega og ís- lenzk tunga þessi erlendu að- skotadýr, þurfum við engu að kviða, — ekki einu sinni „þjóð- smæddarmennirnir". En illa væri komið okkar málum, ef við færum að snara t.a.m. détente á íslenzku og kalla það slökunarstefnu, eða afslöppunarstefnu, en það er sú stefna sem rikir I morgunleikfimi útvarpsins. Með kveðju og virðingu fyrir þeim sem talar máli íslenzkrar tungu, í útvarpi og annarsstaðar. 0 Tónlistarstefna útvarpsins A.R. skrifar: „Nýlega var veitzt harkalega að tónlistardeild útvarpsins hér í þessum dálkum. Var gagnrýnd sú ráðstöfun að útvarpa á laugar- dagskvöldum Hljómplöturabbi Þorsteins Hannessonar tónlistar- stjóra. Mér er ekki kunnugt um tónlist- arsmekk þeirra, sem að þessum skrifum stóðu, en ég held, að ekki sé ofmælt þótt fullyrt sé, að tón- listardeildinni hafi tekizt bæri- lega að gera flestum tónlistar- stefnum nokkurn veginn jafnhátt undir höfði. Utvarpið hefur borið gæfu til þess að flytja landsmönnum góða tónlist, þótt ekki hafi alltaf allir verið sammála um það, hvað teljast skuli góð tónlist og hvað ekki. Ég heyrði eitt sinn sögu af manni, sem átti mikinn þátt í því að móta tónlistarstefnu útvarps- ins, meðan það var enn ung stofn- un. Forráðamenn hennar voru þá skammaðir látlaust fyrir að flytja „bölvaðar sinfóníurnar“ yfir landslýðnum í tíma og ótíma. Það sem sett var I flokk með sin- fónlum var reyndar allt annað en dægurlög, gamanvlsur og har- monikulög. Þá sagði tónlistarfrömuðurinn: „Mér er alveg sama þótt einhverj- ir vilji ekki hlusta á sinfóníur, — þeir skulu fá sinfðníúr samt“. Hvaða þátt þessi hugsunar- háttur hefur átt i þvi að gera íslendinga að tiltölulega tónlistar- menntuðu fólki, skal ég ekki full- yrða, en víst er það, að ábyrgð útvarpsins að þessu leyti er mikil, og skyldi ekki vanmetin. í útvarpsdagskránni eru nokkr- ir fastir tónlistarþættir, sem unn- endur sígildrar og æðri tónlistar kunna vel að meta. Mér finnst þeir þó of fáir þegar miðað er við alla þá þætti, sem flytja popp og dægurtónlist. Að sjálfsögðu verður útvarpið, sem hefur aðeins eina dagskrá, að gæta þess, að sem flestir fái að heyra eitthvað við sitt hæfi. Þeim sem sjá ofsjónum yfir því, að þáttur með sígildri tónlist, aðallega söng, skuli fluttur á dýr- mætum útvarpstíma eins og á laugardagskvöldum, skal ein- ungis bent á það, að frá því að lestri kvöldfrétta lýkur og fram til miðnættis, eru leikin „létt Iög“, popptónlist og annað I þá veru. Við Þorsteinn Hannesson get- um kannski huggað okkur við að það hefur löngum verið vanþakk- látt starf að kasta perlum fyrir svln. Með bezti kveðjum til Þorsteins og starfsliðs hans I tónlistardeild útvarpsins, og áskorun um að hvika ekki af farsælli braut I tón- listarvali. A.R.“ 0 Hitafar „Veðurglöggur“ skrifar: „Velvakandi góður. I dag talar maður nokkur um hitafarið hjá Veðurstofunni. — Það er bláttáfram hættulegt mál- inu, þegar einhver aðili, sem hefur greiðan aðgang að eyrum almennings tekur sér fyrir hendur að nota alls kyns orðskrípi að eigin geðþótta. Hver hefur áður heyrt talað um hitafar? Ég hef heyrt talað um skýjafar, kvennafar og tveggja- mannafar o.s.frv., en um hitafar hefi ég aðeins heyrt frá Veður- stofunni nú nýverið. Þá heyrist oft sagt „skýjað með köflum". Með hvaóa köflum? Svari nú Veðurstofan. Svo er það annað I fari Veður- stofunnar, sem vert er að minnast á. Það er að Reykjavík er skrifað með k, en ekki með g, og skal þetta orð því borið fram með k- hljóði, en ekki g-hljóði. Veðurstofa Islands verður að vanda til flutnings veðurfrétta og hafa til þess verks ómálhalta menn. Þá dugar ekki að segja „hiti fjögur stig“ — það á blátt áfram að segja „fjögurra stiga hiti“, eins og ein ágæt stúlka segir I veður- lýsingum sínum. Vandið málfarið, en sparið hita- farið. „Veðurglöggur“. Bersýnilegt var að fyrir henni vakti eitthvað sérstakt. En ég var með hugann bundinn við aðeins eitt. — Kemur ÞtJ Ifka I kvöld? — Auðvitað ekki! Ef portrettið hefur þau áhrif, sem ég held, efast ég ekki um að hann leiti mig uppi... sjálfs sfn vegna. — Marietta. ég get ekki sleppt þér, sagði ég og greip um hönd hennar. — Ég get ekki hugsað að þú farir til Kronebergs. — Þannig eru leikreglurnar og þú veiz.t það. — Þú GETUR ekki yfirgeflð mig, Marietta. — Við yrðum hvort öðru aðeins til trafala f framtíðinni. Þú veizt það, Gene. Þú ert að byggja upp þína framtfð ... og ég veit að nú fer að rofa til. Svo finnurðu fljótlega góða stúlku sem þú getur orðið hamingju- samur með.... Brahm sat þögull nokkrar mfnútur. Svo varp hann þunglega öndinni. HÖGNI HREKKVÍSI Hann er að dansa kattadansinn: Fressið á heita þakinu! lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4 — 6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI SÍMI 51455 Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi á Kirkjubæjarklaustri, Hellu og Flúðum Um næstu helgi verða haldin 3 héraðsmót Sjálfstæðisflokksins. Kirkjubæjarklaustri föstudaginn 8. ágúst kl. 21. Ávörp flytja Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra og Steinþór Gestsson, alþm. Hellu laugardaginn 9. ágúst kl. 21. Ávörp flytja: Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, Ingólfur Jónsson, alþingismaður og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri. Flúðum sunnudaginn 10. ágúst kl. 21. Ávörp flytja: Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, Guðlaugur Gíslason, alþingismaður og Valdimar Bragason, prentari. Skemmtiatriði á héraðsmótunum annast hljómsveit Ólafs Gauks ásanit Magnúsi Jónssyni, óperusöngvara, Svanhildi, Jörundi og Hrafni Pálssyni. Hljómsveitina skipa Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atlason, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Efnt verður til ókeypis happdrættis og eru vinningar tværsólarferðirtil Kanarieyja með Flugleiðum. Verður dregið i happdrættinu að héraðs- mótunum loknum, þ.e. 20. ágúst n.k. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur til kl. 2 e.m. þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveit- arinnar koma fram. HESTAMENN Ótrúlegt en satt Nýkomiö: Spaðahnakkar. Verð kr. 21.490.— Höfuðleður m/múl og taum. Verð kr. 2.150.— Póstsendum ^TXXiXS1 Glæsibæ — sími 30350.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.