Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST 1975 27 Forsætisnefnd Norfturlandaráfls: Þingað á Húsavík um fjár festingarbanka Norðurlanda FORSÆTISNEFND Norður- landaráðs kemur saman til fundar á Húsavfk dagana 8. — 9. ágúst n.k. Er þetta í fyrsta sinn sem forsætisnefndin kemur sam- an hér á landi utan Reykjavíkur. Forsætisnefndin mun á fundum sínum á Húsavfk taka endanlega afstöðu til þess, hvort boðað skuli til aukafundar Norðurlandaráðs í nóvember vegna væntanlegrar stofnunar fjárfestingarbanka Norðurlanda. Þá mun forsætis- nefndin ræða samstarf aðila vinnumarkaðarins við Norður- landaráð og norrænu ráðherra- nefndina. Þá er á dagskrá fundar- ins tillaga forseta ráðsins um frumkvæði þess til að auka sam- skipti kjósenda og stjórnmála- manna í lýðræðisþjóðfélagi. Á Iaugardag munu fundarmenn ferðast um Norðurland. Forseti Norðurlandaráðs er Ragnhildur Helgadóttir, en aðrir f forsætisnefndinni eru Knud Enggaard, Danmörku, V. J. Sukselainen, Finnlandi, Odvar Nordli, Noregi, og Johannes Antonsson, Svíþjóð. Auk forsætisnefndarinnar sækir talsverður hópur embættis- manna fundinn á Húsavík, m.a. Helge Seip framkvæmdarstjóri Norðurlandaráðs, Harry Gran- berg upplýsingarstjóri ráðsins, og Friðjón Sigurðsson fram- kvæmdarstjóri Islandsdeildar ráðsins. (Frá tslandsdeild Norðurlandaráðs). Bóndinn sem lézt BÓNDINN sem lézt s.l. föstudag f dráttarvélarslysi í Axarfirði hét Kristján Guðmundsson, Núpi Axarfirði. Hann var 42 ára, ókvæntur, en bjó með móður sinni og systur. — Vísir Framhald af bls. 2 skýrslu stjórnarinnar: „Jónas Kristjánsson hefur gefið til kynna að hann hygðist hætta störfum við blaðið að eigin ósk. Stjórnin ákvað því að ráða annan ritstjóra og mun hann hefja störf einhvern næstu daga. Er það Þorsteinn Pálsson lögfræðingur sem hefur verið ráðinn í stað Jónasar". Þessa yfirlýsingu hafði Jónas Kristjánsson lesið yfir og sam- þykkt fyrir fundinn og endanleg staðfesting á brottför hans af blaðinu kom fram með ráðningu Þorsteins Pálssonar. Fram- kvæmdarstjóri blaðsins, Sveinn R. Eyjólfsson, gekk frá ráðningu nýja ritsjórans. Varðandi marg- umtalaða áskorun aðalfundarins um að Jónas endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta störf- um hjá Vísi vil ég segja þetta. — Fyrir þá sem gengið höfðu frá samningum við Jónas vegna þessa máls, þar sem málið var til lykta leitt, þá hljómaði tillaga Alberts Guðmundssonar eins og góðlát- legt grín og var látin afskiptalaus af meirihluta með hjásetu við atkvæðagreiðslu.—“ s „Þá er rétt að geta þess“, hélt Ingimundur áfram „að í skeyti Jónasar til Reykjaprents telur hann að það sé skerðing á mann- réttindum að hann skuldbindi sig til að nota ekki fé það sem hann fengi greitt fyrir hlutabréf sín í Vísi til að stofna til samkeppni við Vísi næstu 5 árin með útgáfu dagblaðs, en fyrir lá samningur þar sem aðrir hluthafar skuld- bundu sig til að kaupa öll hluta- bréf Jónasar og fjögurra annarra aðila fyrir 21 millj. kr. Þetta tel ég ekki skerðingu á mannréttind- um, hins vegar svo eðlilegt sið- gæði að óþarft ætti að vera að ræða það.“' Þá hafði Morgunblaðið samband við Þorstein Pálsson rit- stjóra Vísis. Hann hafði eftir- farandi um málið að segja: „Þetta eru átök milli hluthafa í útgáfufélagi VIsis og þau eru mér með öllu óviðkomandi. Ég lít þau hins vegar mjög alvarlegum augum.“ Sovét vill einangra Bandaríkin THE LONDON Times hefur skýrt frá því að Sovétríkin hafi leynileg áform um að einangra Bandarfkin frá Evrópu og þróunarlöndunum og auka sfðan á vopnakapp- hlaupið. I grein, sem blaðið birti, skýrir Chalfont lávarður, fyrrver- andi ráðherra, frá innihaldi leyni- skjala Varsjárbandalagsins, sem hann segir hafa verið smyglað út úr Tékkóslóvakíu af Jean Sejna hershöfðingja árið 1968. Chalfont lávarður segir skjölin bera titilinn „Langtíma hernaðar- áætlun næstu 10 til 15 ára og áranna þar á eftir“. Er stefnu Sovétrfkjanna þar skipt í fjóra þætti. I fyrsta þætti frá 1956 til 1959, sannfærðu Sovétrfkin Vesturlönd um að þau hefðu látið af hernaðarstefnu sinni og sæktust nú eftir efnahagssamvinnu. Annar þáttur miðaði af því koma á sundrungu og félagslegu umróti fyrir vestan með þvf að ýta undir þjóðerniskennd i Frakk- landi og Þýzkalandi og hvetja verkalýðsfélög og stúdentasamtök til að koma á óeirðum. I þriðja þætti er stefnt að því að brjóta Vesturlönd niður siðferði- lega og nær frá 1972 til 1985. Er stefnt að því að Sovétrfkin nái sem bestum samningum um efna- hags- og tæknimál við Banda- ríkin, en um leið að fá Vesturlönd til að draga úr vörnum sfnum. I sfðasta þættinum, sem ber yfirskriftina „Lýðræðislegur heimsfriður", eru Bandaríkin einangruð frá Evrópu og þróunarlöndunum og mjög við- kvæm fyrir efnahagslegum að- gerðum. Þá mun Varsjárbanda- lagið auka á vígbúnaðarkapþ- hlaupið. — Agreiningur Framhald af bls. 2 máli frá okkar hendi, við munum ekki láta við þetta sitja, maður getur ekki látið traðka alveg á sér. Flugleiðir vilja nú semja við okkur vegna væntanlegs leigu- flugs, en við treystum okkur ekki til að skrifa undir neitt á meðan ekki er búið að ná samkomulagi varðandi atriði í þessum samningi sem við vinnum nú eftir. Við teljum þetta f einu orði svik.“ Ólafur Hannibalsson skrifstofu- sltjóri ASl sagði í samtali við Mbl. að Björn Jónsson forseti ASl og fleiri ASl-menn hefðu haldið fund vegna þessa máls, en Ólafur sagði það skoðun ASÍ að þessar 5300 kr. og 2100 kr. væru verð- lagsbætur. „Við teljum þetta verðlagsbætur", sagði Ólafur, „fastar verðlagsbætur f stað vfsi- tölunnar". Már Gunnarsson starfsmanna- stjóri Flugléiða kvað það túlkun Vinnuveitendasambands Islands og Flugleiða að þessar 5300 kr. og 2100 kr. væru ekki verðlags- bætur, heldur bein kauphækkun, en hins vegar sagði hann að þar sem þessi ágreiningur væri kominn upp væri eðlilegast að málið færi fyrir Félagsdóm. — íþróttir Framhald af bls. 26 SPJÓTKAST: óskar Jakobsson, ÍR 71,34 Snorri Jóelsson, IR 63 28 Elfas Sveinsson, tR 61,78 Stefán Hallgrfmsson, KR 55,74 Þráinn Hafsteinsson, HSK 54,02 4x100 METRA BOÐHLAUP: Sveit IR 45,0 Sveit UBK 45,2 Sveit KR 45,3 KONUR: 200 METRA HLAUP: Erna Guðmundsdóttir, KR 25,7 Ingunn Einarsdóttir, IR 26,4 Asta B. Gunnlaugsdóttir, tR 26,7 Margrét Grétarsdóttir, A 26,8 Sigrún Sveinsdóttir, A 27,5 800 METRA HLAUP: Lilja Guómundsdóttir, tR 2:15,5 Ragnhildur Pálsdóttir, Stjörn. 2:20,1 Svandfs Sigurðardóttir, KR 2:32,4 Anna Haraldsdóttír, FH 2:39,5 Sólveig Pálsdóttir, Stjörn. 2:40,6 100 METRA GRINDAHLAUP: Erna Guómundsdóttir, KR 16,8 HASTÖKK: Þórdfs Gfsladóttir, IR 1,64 Marfa Guðnadóttir, HSH 1,58 Hrafnhildur Valbjömsdóttir, A 1,50 Björk Eirfksdóttir, tR 1,50 Marfa Guójhonsen, ÍR 1,50 SPJOTKAST: Arndfs Björnsdóttir, UBK 33,76 Marfa Guðnadóttir, HSH 33,10 Svanbjörg Pálsdóttir, tR 31,56 Björk Eirfksdóttir, tR 30,32 Katrfn Atladóttir, KR 19,76 KtlLUVARP: Kalrfn B. Vilhjálmsdóttir. HSK 10,43 Halldóra Ingólfsdóttir, UStl 10,23 Lára Sveinsdóttir, A 9,45 Katrfn Atladóttir, KR 8,15 4x100 METRA BOÐHLAUP: Sveit tR 50,6 Sveit Armanns 50,8 Sveit KR 55,6 — 60 tunnur Framhald af bls. 28 veiða og nokkrir eigendur báta á Snæfellsnesi munu nú vera að reyna að ná sér í reknet víðsvegar um landið, en netin eru orðin sjaldgæf hér á landi en þau er frekar dýr í innkaupi. Hinsvegar, ef reknetaveiðarnar gefast vel að þessu sinni, má búast við að menn flytji inn net í nokkrum mæli. — Bretar Framhald af bls. 1 hörku og ákveðni og hún getur“ til að fá íslendinga til að viðurkenna rétt Breta til að fá að veiða á íslandsmiðum, sagði Hattersley. Ráðherrann sagði að Bretar hefðu engin áform um að færa eigin fiskveiði- lögsögu í 200 mílur, þó að einn þingmaður, skozki þjóðernissinninn Douglas Henderson, hefði hvatt til þess að erlendum skipum yrði bannað að veiða síld við vesturströnd Bret- lands. — Orð Guðs Framhald af bls. 3 ferðalag að því loknu, en hvert, var hún ekki búin að ákveða. Hún sagði að afstaða ungs fólks til trúamála í Danmörku væri mjög misjöfn. Margir hefðu spurt hvað hún væri að vilja með því að fara til íslands til að taka þátt f viku- löngu kristilegu stúdentamóti. Inger Svensson frá Svíþjóð hefur tvisvar áður verið á slfkum- mótum. Fyrst var hún á móti í Noregi og i fyrra í Finnlandi. Hún sagði, að bæði þessi mót hefðu verið mjög skemmtileg og ekki hefði það skemmt fyrir hversu fólk hefði verið samtaka um að gera mótin lffleg. I gærkvöldi var kvöldsamkoma og var ræðumaður á henni Torsten Josephsson stúdenta- prestur frá Svíþjóð og bar samkoman yfirskriftina „Guð talar". — Angóla Framhald af bls. 1 þotu, sem Zambfustjórn hefur lánað honum hefur fram til þessa haldið sig fjarri bardagasvæðum. Fregnir bárust um bardaga I Silva Porto í gær. . Mikill straumur flóttamanna er frá Angóla til Zaire og um 20 þúsund manns hafa leitað hælis f næst stærstu borg landsins, Nova Lisaboa. Samkvæmt upplýsingum portúgalskra embættismanna verður mikill fjöldi hvítra manna fluttur frá Angóla til Portúgal næstu daga og hefur Giscard d’Estaing forseti Frakklands heitið aðstoð Frakka við flutning- ana. — Forsetinn Framhald af bls. 3 við komum fyrst í höfuðborg Kanada, Ottawa, og vorum þar gestir landsstjórans. Ég held að okkur muni seint úr minni líða sá viðurgjörningur og vinsemd sem við hittum þar fyrir. Ég átti að sjálfsögðu ekki von á öðru en góðu, en það var allt saman ákaflega skemmtilegt og mjög athyglisvert hvað t.d. landsstjórinn og margir aðrir, sem við töluðum við, vissu mikið um Island og íslendinga, eða öllu heldur Iff íslenzkra landnema hér, og hve góðum orðum landsstjórinn fór um þetta þjóðarbrot. Við vitum að Islendingar í Vesturheimi hafa staðið fyrir sfnu og ég held að það komi greinilega fram hjá annarra þjöða mönnum, sem búa með fólki af íslenzku ætterni. Sú saga, sem byrjaði með miklum erfiðleikum og kom ekki til af góðu, hún hefur endað f sigri. Það þykir mér einsýnt að segja megi nú.“ — Yfirlýsing Framhald af bls. 13 stefnunnar og verði að líta á það f því samhengi. Fallizt sé formlega á skiptingu Evrópu með undirskrift yfirlýsingar- innar, en sú skipting hafi hvort eð var verið orðin óbreytanleg frá og með þeirri stundu þegar Sovétríkin eignuðust kjarn- orkuvopn. Þvf hafi verið ráð- legt að fallast formlega á þessa skiptingu en reyna í staðinn að freista þess að fá Sovétríkin til að slaka til á öðrum sviðum I samskiptum við Evrópulönd. Blaðið segir að Helsinki- yfirlýsingin komi f beinu fram- haldi af austurstefnu Willy Brandts. Með undirskrift hennar falli Brezhnev a.m.k. í orði frá þeirri stefnu sem hann sjálfur sé kenndur við og var notuð til að réttlæta innrásina i Tékkóslóvakíu. Enginn geti þó um það sagt hvort Sovétmenn hyggist standa við orð sfn og ekkert sé til tryggingar því að þeir ráðist á ný inn f eitthvert ríkja Austur-Evrópu. En, segir blaðið, slfk trygging var heldur ekki fyrir hendi áður en yfirlýs- ingin í Helsinki var undirrituð. Tvennt gott geti þó af undirrit- uninni f Helsinki leitt. I fyrsta lagi muni almenningsálit í heiminum verða mun sterkara en áður gegn yfirgangi Sovét- rfkjanna í álfunni og því muni þau fara hægar í sakirnar í þeim efnum. I öðru lagi geti Helsinki-samkomulagið flýtt fyrir árangri í Vfnarviðræð- unum um samdrátt herafla, sem muni þegar til Iengdar lætur verða forsenda þess að takast megi að koma á auknu frjálsræði í löndum Austur- Evrópu, og jafnframt gefa stjórnum landa i austri og vestri aukið svigrúm til að fást við efnahagsleg vandamál. Lítil fórn í þágu annarra markmiða Brezka vikuritið Economist fjallar i nýlegu hefti um þessi mál og ræðir m.a. um hlut sovézka Nóbelskáldsins Solzhenitsyns. Segir blaðið að viðvaranir skáldsins hafi komið á versta tíma fyrir stjórn Fords, sem hafi átt nógu erfitt heima fyrir með að sannfæra hægri sinnaða stjórnmálamenn og gamla dáta kalda stríðsins um að I Helsinki væru Sovétrfkjun- um ekki færðar gjafir á silfur- bakka. Afstaða Fords hafi verið sú að með Helsinki- yfirlýsingunni væri aðeins stigið eitt lítið en nauðsynlegt skref í átt að frekari sáttum f sambúð stórveldanna og Sovét- ríkjunum færð minni háttar fórn til að ná markmiðum á öðrum vettvangi. Economist segir að hegðan Fords og Kissingers f sambandi við komu Solzhenitsyns til Washington hafi verið mikil mistök og til lítils sóma fyrir utanrfkisstefnu Bandaríkj- anna. — Afmæli Björn Framhald af bls. 8 skilið eftir sig minnstu beiskju í hugskoti Björns, eins og stundum vill þó verða um þá sem höfðu alla andlega burði til þess að njóta hennar, en var meinað sökum ýmislegra atvika sem lögðu hindr- un f götu. Ég hygg að Björn uni hag sínum eftir atvikum vel. Þótt hann beri nafn Björns Þorkels- sonar á Sveinsstöðum, eins hinna riku Svaðastaðamanna, þá hefur hann að vísu aldrei orðið rfkur af auðæfum þessa heims, en reynst sveit sinn þarfur þegn og héraði sínu öllu góður liðsmaður um varðveizlu sagnafróðleiks. Ég hygg ennfremur að hann hafi notið margra unaðsstunda i líf- inu, enda þótt gjafari allra góðra hluta hafi hvorki fært honum konu né barnahjörð. Ég trúi að þeir sitji í fullum sáttum fyrir það Björn og hann, því sá Drottinn sem Björn hefur myndað sér skoðun um og er að mestu leyti ofar mfnum skilningi — því hann er lútersk-indverskur — sá Drott- inn gerir ekkert f merkingarleysu né heldur kindarlega eins og stendur í vísunni. Að lokum er við hæfi að þakka Birni Egilssyni góða vináttu og marga sögn og vfsu sem ég hef tekið upp eftir honum á glöðum samfundum jafnt norðan fjalla sem sunnan. Ég flyt honum ham- ingjuóskir mínar og minna á þessum degi og óska honum langrar heiðurselli. Hannes Pétursson — Minning Valdimar F’ramhald af bls. 19 fengi fyrir vel unnin störf hjá Reykjavíkurhöfn þegar hann hætti þar fyrir aldurs sakir og veikinda. Gifturíkasta hamingja á leið Axels var ástrfk eiginkona hans Stefanía Stefánsdóttir, fædd '9. nóv. 1903, dáin 1. júní 1970, og hámark lifshamingju þeirra gott og fagurt barnalán; Ingibjörg gift Árna Byron Jóhannssyni, starfs- manni hjá Flugfélagi íslands, Gunnar píanóleikari og tónlistar- kennari, giftur Hjördfsi Þorgeirs- dóttur, Unnur gift Hirti Hjartar- syni prentara og framkvæmda- stjóra, Axel Stefán skipstjóri, giftur Marfu Jónsdóttur. Þessi elskulegu mannkosta hjón bundust ævarandi tryggða- böndum, sem nánast er hægt að komast því að karl og kona geti verið ein persóna svo ekki verður öðru þeirra f mörgu minnst svo hins verði ekki einnig að góðu getið. Margir sjúkir og sorgmædd- ir sóttu til þeirra styrk og áttu með þeim ánægjulegar stundir. Það var eins og þau gætu ævin- lega huggað. Óteljandi glaðar sameiningarstundir áttum við nánustu ættingjar og vinir á heimili þeirra og ævinlega á erfið- leika- og sorgarstundum þvf þau höfðu sameiginlega alla þá bestu kosti til að létta fólki lund og vekja mönnum traust á bjartari vonir í hretviðrum lifsins. Svo vottum við nánustu vinum þeirra okkar dýpstu samúð og get- um ekki óskað börnum þeirra og barnabörnum betra hlutskiptis en að þau megi erfa frá kynslóð til kynslóðar bestu eiginleika sinna góðu foreldra. Karl Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.