Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST 1975 21 + Hún var aldeilis heppin, hún frú Mennie Persón frá Memphis, í Tennesseefylki f Bandarfkjunum. Mennie hitti rokksöngvarann fræga Elvis Presley og sagöi honum sf svona að henni litist dægilega á „limousfnið" hans. Elvis lfkaði hólið vel og gerði sér lftið fyrir og keypti annan eins og gaf frúnni. — Mennie, sem sézt hér á myndinni ásamt dðttur sinni Bassöntu, og svo að sjálfsögðu bflnum fræga, sagðist vera svo furðu lostin vcgna gjafarinnar, að hún hafi varla fundið skóna sfna um morguninn. — Og finnst engum mikið ... + Kvennamál Karls prins munu vera mikið rædd f Eng- landi um þessar mundír. Sagt er að hann sjáist nú mikið með júgóslavnesku prinsessunni El- izabetu, en hún er orðin 38 ára gömul. Nýlega sáust þau Charl- es og Elizabeth saman á polo- leikum f Windsor Park í London og virtist fara vel á með þeim. Eftir leikana óku þau svo burtu saman f hinum + Leikarinn Ryan O’Neal, sem við munum eftir úr „Love Story“, hefur allt sfðan hann lék f þeirri mynd verið önnum kafinn við að skemmta sér og staðið f mörgum ástarsambönd- um. En núna eys hann allri sinni ást yfir frönsku leikkon- una Anouk Aimee. Hún er sögð nfu árum eldri en O’Neal og varð amma sl. ár. Þau Ryan og Anouk eru um þessar mundir f sumarhúsi Ryans f Malibu Beach í Kalifornfu, meðan eiginmaður Aimees — sá fjórði bláa Aston Martin sportbfl prinsins. — Eins og við munum kannski eftir var mikið rætt um prinsessuna þegar hún yfir- gaf eiginmann sinn vegna Ric- hard Burtons. Samband þeirra stóð að vfsu frekar stutt. Sfðan mun Burton hafa snúið sér að kvikmyndaleikkonunni Jean Bell. ... Lff og fjör hjá leik- örum ... f röðinni — leikarinn Albert Finney, húkir áhyggjufullur á heimili þeirra f London. „Anouk er stórkostlegur kven- maður og ég er ástfanginn upp fyrir haus. Við njótum hverrar sekúndu sem við erum saman,“ er haft eftir Ryan O’Neal f við- tali við „National enquirer“. Dóttir Ryans, Tatum, mun vera ánægð með val föðurins og eyðir sumarfrfinu hjá þeim föður sfnum og Aimee. Haft er eftir Joanna Moore, fyrrver- andi eiginkonu Ryans: „Ryan á f erfiðleikum með að umgang- ast sömu konuna f meir en einn tfma, og ef satt er að hann hafi verið með Aimee f marga sólar- hringa, hlýtur að vera að tala um hina stóru ást.“ Alhert Finney stjórnar um þessar mundir uppfærslu á nýju leik- riti á Royal Theatre f London og vill hann ekkert um málið segja. „Lœtur nœrri að ég hafi staðið á sviðinu annað hvert kvöld” — segir Erling- ur Vigfússon söngvari við Kölnaróperuna ERLINGUR Vigfússon óperu- söngvari hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur í sumarleyfi' frá Kölnaróperunni f Vestur- Þýzkalandi, en þar hefur hann starfað nokkur undanfarin ár. Til tslands kom Erlingur sfðast fyrir fimm árum. Dvölina hér að þessu sinni hefur Erlingur fyrst og fremst notað til hvfldar og hress- ingar. Hann hefur aðeins haldið eina opinbera tónleika, f fæðinga- bæ sfnum Hellissandi 25. júlf s.l. Voru tónleikarnir haldnir til minningar um foreldra Erlings. Húsfyllir var á tónleikunum og fékk Erlingur afbragðsviðtökur eins og komið hefur fram hér f Morgunblaðinu. Vegna fjölda áskorana ^etlar Erlingur að halda eina opinbera tónleika enn, að Borg í Grfmsnesi á laugardaginn, 9. ágúst klukkan 17. Auk þess mun hann syngja f útvarp og ef til vill í sjónvarp. Erlingur Vigfússon f hlutverki f Elisabet Tudor eftir Fortner. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Erling sem snöggvast að máli i síðustu viku. Var Erlingur fyrst beðinn að rifja upp námsferil sinn. „Ég byrjaði mitt nám í Reykjavík hjá Sigurði Demetz. Árið 1963 hélt ég til náms í Mílanó á Italiu og dvaldi þar í þrjú ár. Árið 1966 lá leiðin til Þýzkalands ogþarinnritaðistég í Reinische Musikskola og var þar í eitt ár. Síðan fór ég í Óperuskól- ann í Köln sem starfar samhliða óperunni þar I borg og þar var ég við nám unz ég var fastráðinn við Kölnaróperuna 1970. Aðalkennari minn í Köln hefur verið hin fræga söngkona Walborga Wegneh. Við þá óperu hef ég síðan starfað og mun starfa áfram.“ — Eru hlutverk þfn hjá Kölnar- óperunni orðin mörg? „Hlutverkin min þar eru orðin milli 20 og 30 talsins. Má nefna sem dæmi málarann í Lilu, aðals- manninn i Cardillac og Arbace í Idomeneo. Af verkefnum sem bfða mín i vetur má nefna Andrés í Wozzeck og Otensky í Eugenonegin." — Hvernig hefur þú kunnað við þig hjá Kölnaróperunni? „Ég kann alveg ljómandi vel við mig. I Köln er mikill áhugi á óperulífi og hann fer vaxandi. Köln er ein af mestu menningar- borgum Þýzkalands með yfir 20 listasöfn og óperan er mjög lífleg. Til dæmis voru fluttar þar allar Mozartóperurnar á siðasta starfs- ári og er það einsdæmi I heim- inum. Köln er mjög alþjóðleg borg og má sjá þess merki á óper- unni.“ — Hefur þú ferðast eitthvað um með óperunni? „Já, óperan ferðast mikið um heiminn og ég hef átt því láni að fagna að fara með í þau ferðalög. Ég hef verið með I ferðum til mjög margra landa og hef t.d. sungið I London, Genf, Brussel, Haag, Róm og Búdapest. Þá eru fyrirhugaðar ferðir til Japans og Rússlands.” — Þú hefur væntanlega komið eitthvað fram utan óperunnar? „Já, ég hef töluvert komið fram utan hennar, bæði á tónleikum og hjá öðrum óperuhúsum. Á þetta við um Þýzkaland og mörg önnur Evrópulönd. Þá má geta þess að í fyrrasumar var mér og þremur öðrum söngvurum boðið í tón- leikaferðalag til Suður-Afríku og stóð menntamálaráð landsins fyrir boðinu. Við vorum þarna í mánuð og komum fram á alls 18 tónleikum. Þetta var ákaflega vel heppnað ferðalag að minum dómi Heldur tónleika að Borg í Gríms- nesi á laugardaginn og mikíi lifsreynsla fyrir mig. Væntanlega hefur menntamála- ráðið lika verið ánægt því okkur hefur verið boðið að fara I 6 vikna ferðalag til Suður-Afriku sumarið 1977. Nú þá er framundan hjá mér að syngja í þýzka útvarpið. Er það I upptöku á Gianniscicci en þar syngur Dieter Fischer Diskau titilhlutverkið, en hann er fræg- asti barytonsöngvari Þjóðverja (Erlingur er hins vegar tenór- söngvari eins og allir vita).“ — Megum við eiga von á þvi að þú komir hingað og syngir með Kölnaróperunni? „Það mun einhverntima hafa verið á dagskrá að Kölnaróperan kæmi hingað en ekkert varð úr þvi. Og ég veit ekki til þess að það sé nú i bigerð að óperan komi hingað. Hins vegar væri það mjög skemmtilegt ef af þvi gæti ein- hverntíma orðið og væri þá vissu- lega gaman að vera með í hópn- um.“ — Hvernig finnst þér að koma hingað eftir allan þennan tíma? „Það er alltaf gaman að koma heim til Islands og ekki síst eftir langa fjarveru. Mér finnst margt hafa breyst á þessum fimm árum sem liðin eru frá því að ég var hér sfðast. Ég hef hitt hér ættingja og vini og skroppið á bernskustöðv- arnar á Snæfellsnesi. Það eina sem hefur skyggt á dvöl mína hér er veðrið. En það er kannski minn klaufaskapur að hafa ekki dembt mér í sólina fyrir austan.” — Og að lokum Erlingur, er það ekki erfitt starf að vera óperu- söngvari? „Jú, það er ekki tekið út með sitjandi sældinni. A síðasta starfs- ári söng ég á 113 óperukvöldum og kom fram á 25 tónleikum. Læt- ur því nærri að ég hafi verið á sviði annað hvert kvöld. Þar fyri'r utan eru fleiri eðafærri æfingar á hverjum degi. Ekki er óalgengt að vinnudagurinn sé frá þvi kiukkan 10 á morgnana og til klukkan 11 á kvöldin. En ánægjan sem starfið veitir manni vegur margfalt upp á móti þessari miklu vinnu.“ — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.