Morgunblaðið - 14.05.1980, Page 2

Morgunblaðið - 14.05.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 Sjónvarpið. Italskri kvikmynd mótmælt harðlega Útvarpsráð gerði bókun um málið SÍMALÍNUR sjónvarptsins voru rauðglóandi um helgina og var ástæðan sú að fólk hringdi í tugatali til þess að mótmæla sýningu ítölsku kvikmyndarinnar „Faðir minn og húsbóndi“ í sjón- varpinu s.l. laugardagskvöld. Upplýstu forráðamenn sjón- varpsins á útvarpsráðsfundi í gær. að aldrei fyrr hefði verið Þingflokkur sjálfstæðismanna: Gunnarsmenn fái tima í út- varpsumræðum ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins samþykkti í gær þá tiliögu Jóns Helgasonar forseta sameinaðs Alþingis að sjálfstæA ismcnn sem styðja ríkisstjórnina fái 20 mínútna ræðutíma í út- varpsumræðunum í þinglok. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur samþykkt að standa ekki í vegi þess að afbrigði verði veitt til þessa, en málið þarf að fá þinglega meðferð. Tveir Eyjabát- ar seldu ytra TVEIR Vestmannaeyjabátar seldu afla í Bretlandi í gærmorg- un . Bylgja VE seldi 64,8 lestir í Grimsby fyrir 30,9 milljónir króna, mcðalverð 477 krónur og Huginn VE seldi 81,4 lestir fyrir 36,2 milljónir, meðalverð 445 krónur hvert kíló. Uppistaðan í afla Bylgju var ýsa en afli Hugins var blandaður, þorskur, ýsa og 25 tonn af ufsa. Finnbjörn í nýtt starf FRÁ því er skýrt í nýjum Félags- pósti Flugleiða, að Finnbjörn Þorvaldsson, sem áður gegndi starfi skrifstofustjóra félagsins, hafi tekið við starfi skrifstofu stjóra Hótels Esju 1. maí sl. Hrafn Sigurhansson gegndi áð- ur því starfi, en hann hefur tekið við starfi viðskiptafræðings við- gerða- og verkfræðideildar. kvartað jafn mikið yfir nokkru sjónvarpsefni. Af þessu tilefni gerði útvarps- ráð samhljóða bókun um að ekki mætti bregðast að aðvara fólk ef myndir væru ekki við hæfi barna, en slíkt var ekki gert vegna ítölsku myndarinnar og var það vegna mistaka, sem urðu hjá sjónvarpinu. Viðtöl við formenn og forsætisráðherra Þá var samþykkt á útvarps- ráðsfundi í gær að viðtöl verði í sjónvarpinu við formenn stjórn- málaflokkanna og Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra í til- efni af þinglokum og verður fyrsta viðtalið á dagskrá 21. maí og mun þá forsætisráðherra sitja fyrir svörum. Vikulokin óbreytt Loks er þess að geta að útvarpsráð samþykkti í gær með 5 atkvæðum gegn einu að um- sjónarmenn þáttarins „I viku- lokin“ sjái um þáttinn fram til 1. september. Núverandi um- sjónarmenn eru Þórunn Gests- dóttir, Guðjón Friðriksson, Guð- mundur Árni Stefánsson og Óskar Magnússon. Dagskrár- stjóri hafði gert tillögu um að Jónas Jónasson, Ólafur Gaukur og Sigurveig Jónsdóttir tækju að sér umsjón þáttarins. Færeyski báturinn Sjóborgin, sem reyndar var upphaflcga smíðaður á Seyðisfirði 1884, lenti í erfiðleikum við Vestmannaeyjar í ofsaveðrinu á föstudaginn. Varðskipið Óðinn kom bátnum til aðstoðar, sigldi á undan sundið milli Heimaeyjar og Bjarnareyjar og dældu varðskipsmenn olíu í sjóinn. Sjóborgin náði heilu og höldnu í Vestmannaeyjahöfn, en þessa mynd tók Helgi Hallvarðsson, er Sjóborgin lagði í framangreind sund á eftir varðskipinu. 80 til 90 uppsagnir í kex- og sælgætisiðnaði UPPSÖGNUM starfsfólks í sæl- gætisverksmiðjum og kexverk- smiðjum linnir ekki og nýlega barst skrifstofu Iðju, félags verk- smiðjufólks tilkynning um 40 uppsagnir hjá tveimur fyrirtækj- um, Freyju og Opal, 20 uppsagn- ir frá hvoru fyrirtæki. Þá var nýlega sagt upp 5 manns í Holtakexi, kexverksmiðju SÍS og munu nú þar vera eftir 2 eða 3 starfsmenn, félagar í Iðju, af 19 starfsmönnum, sem þar unnu þegar bezt lét. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið í gær hjá Bjarna Jak- Hæstiréttur: iiæatnutiui. Sýkna í refismáli vegna út- gáfu taxta útseldrar vinnu HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær °g sú háttsemi ákærðu að hlutast ríkissjóð, þar með talin tals- HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær stjórnir og framkvæmdastjóra Landssambands rafverktaka og Sambands málm- og skipasmiöja vegna refsimáls sem ákæruvaldiö höfðaði á hendur þessum aðilum í janúar 1978. Var þeim af ákæru- valdsins hálfu gefið að sök að hafa í heimildarleysi gefið út taxta útseldrar vinnu rafvirkja, málmiðnaðarmanna og bifvéla- virkja í kjölfar kjarasamninga i júní 1977, en taxtar þessir voru hærri en verðlagsnefnd hafði heimilað og auglýst. í dómi Hæstaréttar segir svo: m.a.: „Ekki verður talið, að útgáfa taxta þessara varði við þau refsi- ákvæði, er greinir í ákæruskjali, og sú háttsemi ákærðu að hlutast eigi til um afturköllun á töxtunum eftir útgáfu og birtingu tilkynn- ingar nr. 18/1977 verður eigi talin varða við refsiákvæði þessi. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærðu af kröfum ákæruvalds í máli þessu og leggja allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, þar með talin tals- mannslaun skipaðs verjanda ákærðu, samtals 400.000 krónur." Dóm þessa kváðu upp hæsta- réttardómararnir Björn Svein- björnsson, Ármann Snævarr, Logi Einarsson, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Fimm umsóknir um rektorsembætti Fær Skúli á Laxa- lóni 50—60 m. í skaða- bætur frá ríkinu? NEFND, sem skipuð var í fyrra- vor til þess að kanna ýmis mál er vörðuðu fiskirækt Skúla Pálssonar í Laxalóni, hefur skilað áliti til Alþingis, en nefndin var skipuð í samræmi við þingsályktunartillögu er þar var samþykkt. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun nefnd- in m.a. gera það að tillögu sinni að ríkissjóður greiði Skúla Pálssyni 50—60 milljónir í skaðabætur fyrir tjón, sem nefndin telur að hann hafi orðið fyrir. Morgunblaðið reyndi í gær- kvöldi að hafa tal af Pálma Jónssyni landbúnaðarráðherra vegna þessa máls en án árang- urs. Skýrslu nefndarinnar hefur ekki verið dreift á Alþingi, en ýmsir þingmenn hafa gert um það kröfu. í nefndinni áttu sæti dr. Jónas Bjarnason sem var formaður hennar, Kristján Gíslason og Jón Sveinsson. FIMM umsóknir bárust um embætti rektors Menntaskólans við Hamrahlíð, en umsóknar- frestur rann út sl. föstudag. Umsækjendur eru: Heimir Pálsson, settur aðstoð- arrektor M.H., Ólafur S. Ás- geirsson, skólameistari Akra- nesi, Hjálmar Ólafsson, mennta- skólakennari, og fyrrum aðstoð- arrektor, dr. Vésteinn Rúni Eiríksson eðlisfræðingur, Örn- ólfur Thorlacius menntaskóla- kennari. Forseti íslands veitir embætt- ið að tillögu menntamálaráð- herra. Guðmundur Arnlaugsson hef- ur verið rektor Menntaskólans við Hamrahlíð frá stofnun en hann lætur nú af störfum að eigin ósk. Skólinn útskrifaði fyrst stúdenta árið 1970. obssyni, formanni Iðju. Hann kvað aðrar kexverksmiðjur, t.d. Frón, ætla að láta starfsfólk sitt taka sumarfrí fyrr og sjá svo til eftir þau, hvort nauðsynlegt verð- ur að fækka starfsmönnum. Munu þeir reyna að halda fólkinu. Bjarni Jakobsson kvað alla ugg- andi yfir þessum mikla innflutn- ingi, sem nú væri á sælgæti og kexi og kvaðst hann telja, að verðið á súkkulaðinu hér væri á svokölluðu kynningarverði, þannig að það væri selt hér á lægra verði en það jafnvel kostaði erlendis. Bjarni Jakobsson kvaðst vona, að hér væri um erfiðleika að ræða vegna þess nýjabrums, sem fylgdi þessum skyndilega innflutningi. Hann kvað innlend fyrirtæki að gæðum vera fyllilega samkeppnis- fær við þessar erlendu verksmiðj- ur, en verr væri þó búið að þessum innlendu fyrirtækjum, sem t.d. þyrftu að greiða mun hærri vexti en hin erlendu. Hér væri ekkert gert til þess að létta undir með slíkum rekstri. Bjarni kvað fyrirtækin tilkynn- ingaskyld við Iðju, ef sagt er upp fleiri en 4 starfsmönnum. Hann kvað félaginu vera kunnugt um fleiri uppsagnartilfelli, þar sem aðeins væri um eina eða tvær uppsagnir að ræða og slyppu þá fyrirtækin við tilkynningarskyld- una. Samtals kvaðst hann því ætla að uppsagnirnar væru á milli 80 og 90 í þessum tveimur fram- leiðslugreinum, sælgætisiðnaði og kexiðnaði, auk þess sem ekki væri ráðið nýtt starfsfólk, þar sem það starfsfólk, sem fyrir væri segði sjálft upp. Flugmannasamn- ingarnir i hnút O INNLENT SAMNINGAMÁL flugmanna og Flugleiða eru nú öll i hnút, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér i gær. Hefur samningancfnd FÍA, Félags íslenzkra atvinnuflug- rnanna. neitað að setjast að samn- ingaborði. Ástæðan mun vera deila félags- ins við Flugleiðir um greiðslu í sjúkrasjóð FIA. Telja flugmenn að Flugleiðum beri að greiða í sjúkra- sjóð félagsins sem í sjúkrasjóði annarra stéttarfélaga, en Flug- leiðir telja að ákvæði laga um þetta efni eigi aðeins við aðildarfélög ASÍ. Auk þess greiði Flugleiðir í svokallaðan hjálparsjóð flugmanna og telja Flugleiðir að það fullnægi þessu lagaákvæði. Félag Loftleiðaflugmanna mun ekki hafa sett þetta atriði fyrir sig, en vegna þessarar afstöðu FÍA eru flugmannasamningar nú allir í hnút.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.