Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 13

Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAI1980 13 Kaupfélag Austur-Skaftfellinga: Veltan jókst um 69% frá fyrra ári KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga hélt aðalfund sinn laugardaginn 3. maí sl. Stjórnarformaður félagsins, Birgir Bjarnason, og kaupfé- lagsstjóri Hermann Hansson, fluttu skýrslur um hag og rekstur félagsins á liðnu ári. Heildarveltan nam kr. 9.875 milljónum og hefur aukist um 69,3% frá árinu 1978. Mest aukning varð í fiskvinnslu félagsins, en útflutningsverðmæti sjávarafurða nam kr. 4.335 millj- ónum. Keypt hráefni var samtals 15.342 tonn og hafði aukizt frá árinu 1978 um 23,2%. Nokkur samdráttur varð í landbúnaðar- framleiðslu á félagssvæðinu. Að vísu var nú slátrað 33.265 kindum, eða 936 fleiri en árið áður, en meðalfallþungi dilka minnkaði um 5% og varð 13,61 kg haustið ‘79 og innvegið kjötmagn minnkaði um 11,6 tonn þrátt fyrir aukinn fjölda sláturfjár. Þá varð einnig samdráttur í mjólkurframleiðslu, sem nú reyndist 1.804 þúsund lítrar í stað 1941 þúsund lítra árið 1978. Nær algjör uppskerubrestur varð einn- ig hjá kartöflubændum og nam kartöfluframleiðslan haustið 1979 aðeins 41 á móti 500 tonnum haustið ‘78. Heildarlaunagreiðslur félagsins námu 1.438 milljónum króna og að meðaltali voru 360 manns á launa- skrá á sl. ári. Rekstrarafkoma varð allgóð, en miðað við uppgjör samkvæmt nýjum skattalögum varð tekjuafgangur 329,2 m.kr. ef gert hefði verið upp samkvæmt fyrri venju hefði tekjuafgangur orðið tæpar 44 milljónir króna, en fjármunamyndun í rekstrinum varð rúmlega 144 milljónir. Af- skriftir eigna námu samtals 278 milljónum. Meginhluta tekjuaf- gangsins var ráðstafað upp i rekstrartap fyrri ára, en sam- þykkt var arðsúthlutun í stofnsjóð félagsmanna kr. 28,8 m.kr. og er það tvöföldun á þeim stofnsjóði sem fyrir var. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Sigurður Hjaltason sveitar- stjóri á Höfn og Páll Þorsteinsson fyrrum alþingismaður Hnappa- völlum sem höfðu lokið kjörtíma sínum gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. I þeirra stað voru kjörnir þeir Jón Sveinsson útgerð- armaður Höfn og Þorsteinn Jó- hannsson bóndi Svínafelli. Þá var Páll Helgason Stóra-Bóli Mýrar- hreppi kjörinn í stjórnina í stað Arnórs Sigurjónssonar Brunnhól, en hann lézt á sl. ári. Aðrir í stjórn félagsins eru: Birnir Bjarnason Höfn, Þrúðmar Sigurðsson Miðfelli Nesjahreppi, Þorsteinn Geirsson Reyðará Lóni, og Örn Eiríksen Reynivöllum í Suðursveit. (Fréttatilk.) Allsherjaratkvæða- greiðsla um slit GSF AÐALFUNDUR Grafíska sveinafélagsins, sem haldinn var 2. maí samþykkti að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu með- al félagsmanna um slit á félag- inu i þeim tilgangi að stofna ásamt félögum í Hinu islenzka prentarafélagi og Bókbindara- félagi íslands Félag bókagerð- armanna, sem yrði sameiginlegt félag alls starfsfólks i prentiðn- aði og tengdum greinum. Á aðalfundinum var sömuleið- is kjörin stjórn Grafíska sveina- félagsins, sem er félag offset- prentara og prentmyndasmiða. Hana skipa: Ársæll Ellertsson, formaður; Ómar Harðarson, varaformaður; Gísli Elíasson, ritari; Geir Þórðarson, gjaldkeri og Hörður Árnason meðstjórn- andi. il..t "í f 7 v«v« fy™ <if£c l isi’kzf J <**/<■( &*£t**s <* fy „ n s-,: ^ ‘yf 7-T' >■**}*< uí fitfti - k <*T ík*. ú k 1 <****&« pyf .*«/<« p/ , ; ‘j2y***» «-< * vkt**/ -7~ &£*****', £JL-r>í ru*t kz*y*c*-t £***? fCÁr *r.-~<^ejy M+v****- < u"‘ i J. ' f&ki: **'S#«"*«* , t & 1 -4- *Qj____ Tilraunastöðin sem Egede stýrir og heitir Uperatviarsssuk. Fyrsta ár græn- lenzkrar heima- stjórnar Aðild okkar að EBE stendur fram- förum í fiskiðnaði mjög fyrir þrifum Rabbað við Kaj Egede landbúnaðarráðunaut Þessa dagana er liðið eitt ár frá því Grænlendingar fengu heimastjórn. Þótt ár sé ekki langur tími á mælikvarða eilífðarinn ar, er forvitnilegt að ihuga, hvernig Grænlendingum finnst mál hafa skipast þennan tíma og hvort heimastjórnin hafi haft mikil áhrif í daglegu lífi þeirra. Hérlendis er staddur Kaj landbúnaðar- ráðunautur, frá Quaqortog, sem við könnumst reyndar öllu betur við sem Julianehaab. Hann stýrir þar tilraunarstöð í landbúnaði og hans hlutverk er að vera ráðgefandi um eflingu atvinnugreinar- innar og m.a. framfylgja áætlun, sem miðar að því að sauðfjárrækt á Grænlandi tvöfaldast á næstu tíu árum. Egede er hingað kominn nú til að vitja nokkurra grænlenzkra nemanda sem eru hér við störf úti á landi við að kynna sér sauðfjárrækt. Hann segir það að flestu leyti hagstætt Grænlendingum að leita hingað í því augnamiði, vegna þess, hve sauðfjárrækt er hér fyrirferðarmikil og aðstæður og veðurfarsleg skilyrði um margt áþekk. Svo er líka fróðlegt að spyrja hann um þetta fyrsta grænlenzka heimastjórn- arár. — Þessi tími hefur einkum farið í að byggja upp alls konar stjórnunarmál og gera upphafs- breytingar á ýmiss konar fyrir- komulagi á stjórnsýslunni, segir hann. — Það er ekki hægt að tala um mikinn árangur enn, vonandi á hann eftir að skila sér, því að upp hefur verið lagt. Við stefnum auðvitað að því, að allt færist smátt og smátt á okkar hendur í innanlandsstjórnsýsl- unni. Meðal þess, sem við lögðum fyrir heimastjórn mikla áherzlu á, var að hefja umsvifalausar endurbætur á menntakerfi Grænlands og það skyldi stefnt að því t.d. að gera veg græn- lenzkunnar meiri. Þar til í fyrra var danska mál númer eitt, síðan grænlenzkan, kennd sem út- lenzkt mál. Þessu hefur verið breytt. Við verðum að vinna að því að Grænlendingar geti notið sinnar menntunar sem lengst heima og þurfi ekki að leita utan í jafn ríkum mæli og nú. Það hefur verið mörgu ungu fólki fjötur að geta ekki fengið sína starfs- eða framhaldsmenntun í Grænlandi og hefur vitanlega haft slævandi áhrif á að ungt fólk aflaði sér menntunar. Það er fjarska margt, sem við þurf- um að takast á við, og það er okkur hvatning við hversu margt er að kljást. Þegar á allt , er litið er kannski réttara að segja, að við merkjum ekki endilega mjög mikið til heima- stjórnarinnar í daglega lífinu — heldur eru fyrst og fremst þau sterku sálrænu áhrif sem til- koma hennar hefur haft fyrir Grænlendinga. — Um framtíðarmöguleika í atvinnulífi? Ég lít svo á, að við getum eflzt mjög á sviði land- búnaðar í Suður-Grænlandi. Hann mun áfram byggjast á sauðfjárræktinni og þar eru ágætir kostir fyrir hana, þótt staðbundnir séu. Beitilönd og fjallabeit á þessum slóðum er ágæt, jafnvel betri en hér á íslandi. Með því að styrkja landbúnað, verður ekki aðeins um að ræða aukningu á kjöt- framleiðslu, heldur kemur þar og til vaxandi ullariðnaður. Við stefnum og að því að verða sjálfum okkur sem mest nægir með matvæli s.s. kartöflur, sem við höfum fram til þessa flutt inn. Fiskveiðar eiga verulega framtíð fyrir sér og við erum byrjaðir að færa út kvíarnar, keypt hafa verið nokkur ný og stærri skip, m.a. rækjutogarar. Það veldur okkur svo ómældum erfiðleikum, að við höfum ekki frjálsar hendur í sambandi við veiðarnar, vegna þess kvótakerf- is, sem við lútum sakir aðildar að Efnahagsbandalaginu. Það kom fram í þjóðaratkvæða- greiðslu 1972, áður en Grænlend- ingar fengu heimastjórn að um 70% voru andsnúnir aðild að EBE. Nú er stjórnin að undirbúa að halda aftur þjóðaratkvæði um málið, fyrirhugað árið 1982. Verði niðurstaðan sú, að meiri- hlutinn sé sém fyrr andvígur þátttöku okkar þar, býst ég við, að næsta skrefið væri að taka upp einhvers konar samninga við Efnahagsbandalagið, sem við gætum unað betur við. Eins og nú háttar stendur fiskveiðimálið okkur og öllum framförum, að mínum dómi, mjög fyrir þrifum. Samkvæmt þessu núverandi fyr- irkomulagi moka t.d. Þjóðverjar upp fiski á okkar miðum, meðan við höfum vægast sagt magran kvóta hjá Efnahagsbandalags- löndunum. í sambandi við þetta og almenna atvinnulega upp- byggingu í landinu má líka geta þess að verið er að gera áætlun um eflingu fiskveiða frá austur- ströndinni og í nyrztu héruðum landsins, þar sem fólk hefur fram til þessa haft sitt lífsvið- urværi af veiðiskap, er í bígerð að koma á laggirnar smáfyrir- tækjum til að gera atvinnulífið fjölbreyttara en nú. — Þegar Grænland fékk heimastjórn kváðust íslendingar hvetja til aukinna samskipta þjóðanna í millum. Hvernig finnst þér það hafa artað sig? Kaj Egede — Ég hef á tilfinningunni, að samstarf við íslendinga hafi byrjað ágætlega. Við höfum sér- staklega góða samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og hefur hún staðið drjúga tíð. Ég held að Grænlendingar séu jákvæðir gagnvart því að auka samskiptin við íslendinga. En enn setur vera okkar í EBE okkur þar stólinn fyrir dyrnar. Mér finnst líka bagalegt að ekki skuli vera neinar skipasamgöng- ur milli landanna. — Hafa flokkarnir tveir á grænlenzka þinginu einhverja samvinnu? — Það er ekki beinlínis. Siu- mutflokkurinn, sem er vinstri- flokkur, fékk tólf þingmenn og Atassutflokkurinn átta. Stjórn- ina skipa einvörðungu menn úr fyrrnefnda flokknum. Hins veg- ar má ég segja, að allar ákvarð- anir, sem einhverjum sköpum hafa skipt, hafi verið teknar einróma. — Hvernig eru Grænlending- ar staddir t.d. í húsnæðismál- um? — Við glímum við meirihátt- ar vanda þar. Fram að heima- stjórn voru allar byggingar á vegum ríkisins, en nú eru þær að færast meira á hendur bæjar- og sveitarfélaga og í þær hefur færzt verulegur fjörkippur sem betur fer. Heilbrigðismál okkar hafa komizt í betra horf með árunum, dregið hefur úr ung- barnadauða og langlífi er meira, en þó er enn langt í land með að við höfum náð tökum á þessu. Þetta vandamál gerir vart við sig í flestum byggðum landsins En sem fleira horfir þetta auð- vitað til bóta. — Það er auðvitað ljóst, að Grænlendingar geta ekki orðið efnahagslega sjálfstæðir og óháðir um langa hríð. Við þurf- um því margt að sækja til annarra þjóða. En með eflingu atvinnulífs, félagslegri uppbygg- ingu og bættri menntun verðum við smátt og smátt betur í stakk búnir en nú til að taka á okkur meira og m.a. færa yfir á okkar hendur ýmislegt af því sem við þurfum nú að láta vera i Dana höndum, sagði Kaj Egede að síðustu. h.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.