Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1980 Símamynd AP. Lík írananna tveKKja, sem voru myrtir við töku íranska sendiráðsins í Lundúnum. komu til Teheran í dag. Meðal þeirra, sem báru kisturnar, var Sade«h Ghobtzadeh, utanríkisráðherra írans. Sjómenn í N-Nor- egi ekki ánægðir SJÓMENN í Norður-Nor- með þessi samningsdrög, egi eru alls ekki ánægðir sem gerð voru um Jan Libya: 2000 handteknir ellegar líflátnir Zurich. 13. maí. AP. SVISSNESKA biaðið Neu Zur- Samtölin heyrðust BrliKsrl. 12. mai. AP. HLÉ VARÐ á leynifundi evrópskra herráðsforseta i aðalstöðvum NATO í dag þar sem tæknimenn komust að raun um að samræður þeirra heyrðust í öðrum herbergj- um byggingarinnar. Herforingjarnir skrúfuðu fyrir hljóðnemana þar til í ljós kom hvað þessu olli, en það reyndist vera j bilaður rofi. I „Engin leyndarmál láku út,“ sagði talsmaður bandalagsins. Umræðuefnið var dýr fjarskipta- búnaður sem kostar milljarða doll- ara. icher Zeitung, sagði i dag að yfir tvö þúsund Libyumanna sé saknað siðustu mánuði og muni flestum hafa verið varpað i fangelsi án dóms og laga og margir væntaniega verið teknir af lífi í hreinsunum að undan- förnu. Blaðamaðurinn kvaðst hafa þetta frá ýmsum áreiðanlegum heimildum, m.a. aðstandendum fólks sem hefur horfið. Hann segir að samkvæmt heimildum sínum hafi verið gripnir menn úr hernum, sem grunaðir eru um ótryggð við Gaddafi þjóðhöfð- ingja, óbreyttir borgarar, námsmenn og kaupsýslumenn. Hann kveðst hafa fyrir satt að um þriðjungur þessa fólks hafi verið líflátinn eða pyndaður til dauða. Mayen-málið í Ósló á laug- ardag sagði Tore Skog- lund blaðamaður á blaðinu Nordlys í Tromsö í samtali við Morgunblaðið í gær. — Hins vegar hafa þeir einn- ig sagt, að þrátt fyrir allt, hefði sennilega ekki verið hægt að komast lengra í samningunum við íslend- inga. Blöð í Norður-Noregi tóku ekki afstöðu til samkomulagsins á mánudag, en í gær fjallaði Nordlys um málið í leiðara. Þar er tekin jákvæð afstaða til þess og sagt, að í heild sinni sé samkomu- lagið skynsamlegt, ýmislegt hefði að vísu mátt betur fara, en fyrir mestu sé að með samningum megi koma í veg fyrir að skerist í odda milli sjómanna frá frændþjóðun- um íslandi og Noregi. í gærmorgun fjallaði stjórnin í Norges fiskarlag, sem eru samtök útgerðarmanna og sjómanna, um málið og þar var samningsdrögun- um alfarið hafnað. Eyvind Bolle var spurður að því í fréttatíma norska útvarpsins í gær, hvort afstaða þessara samtaka breyttu í einhverju afstöðu ríkisstjórnar- innar í málinu. Sagði hann svo ekki vera, ríkisstjórnin stæði við það samkomulag, sem gert hefði verið á laugardag. Harðskeyttir hvalverndunarmenn: Sprengdu í loft upp þrjú hvalveiðiskip TVEIMUR hvalveiðibátum var í fyrri viku sökkt í höfninni í bænum Marin á norðvestur- hluta Spánar. Þar voru hval- verndunarmenn að verki, en þeir höfðu áður lagt til atlögu við hvalveiðiskipið Sierra. Sprengjum var komið fyrir í hvalveiðiskipunum tveimur, en þau hétu Ibsa I og Ibsa II, keypt frá Noregi fyrir tveimur árum. Engin slys urðu á mönnum, en skipin skemmdust það mikið að ekki er talið svara kostnaði að gera við þau. Hermt er að verðmæti skipanna hafi verið um 400 milljónir, en þau voru ekki tryggð gegn skemmdar- verkum. Á síðastliðnu ári létu hval- verndarmenn á skipi sínu Sea Shepherd til skarar skríða gegn hinu alræmda hvalveiðiskipi Sierra. Sigldu þeir á Sierra undan ströndum Portúgal og löskuðu skipið svo að sigla varð Sierra til hafnar. Eigendur Sierra höfðuðu mál á hendur eigendum Sea Shepherd, sem færður var til hafnar. Eigandi Sea Shepherd sökkti svo skipi sínu í höfn í Portúgal í byrjun þessa árs til að útiloka það að skipið yrði afhent eigendum Sierra, og til að mótmæla því að gæzla skyldi ekki höfð um skipið, en stolið hafði verið búnaði úr Sea Shepherd fyrir um 60 millj- ónir króna. Viðgerð á Sierra lauk í Jok síðasta árs, en í febrúar var skipið sprengt í loft upp í. höfninni í Lissabon. Hvalverndunarmenr. segja að eina leiðin til að koma í veg fyrir hvalveiðar sé að sprengja hval- veiðiskipin í loft upp. Þeir segja að búast megi við frekari að- gerðum af þessu tagi, en láta í ijós þá von að ekki verði slys á mönnum. Herinn í Úganda tekur öll völd Kampala. 13. maí. AP. HERINN í Úganda gaf í dag út tilkynningu, þar sem sagði að hin borgara- lega stjórn Binaisa, for- seta landsins, hefði verið leyst upp og við tæki stjórn hersins. Binaisa var ásakaður um getuleysi og víðtæka spillingu. Yfirlýs- ingin var lesin í útvarpinu í Kampala, höfuðborg landsins. Herforingjar úr öllum deildum hersins munu skipa sérstakt for- sætisráð. Þá sagði, að hin nýja stjórn myndi vinna að undirbúningi forseta- kosninga og þingkosninga í júní 1981 og að öllum flokkum landsins væri frjálst að taka þátt í kosn- ingunum. Það er ljóst, að herinn hefur haft betur í deilum sínum við Binaisa forseta og að einræðis- stjórn hefur tekið völdin í landinu — aðeins 13 mánuðum eftir að Idi Amin var steypt af stóli. Tilkynn- ing hersins í dag þótti draga taum fyrrum forseta landsins, Milton Obote, en vitað er, að yfirmaður hersins, Paulo Muwanga, styður Obote. Heimildir í Dar es Salaam, höfuðborg Tanzaníu, sögðu að Nyerere, forseti landsins, beitti sér nú fyrir málamiðlun í deilum Binaisa og hersins. Binaisa Bahama vill aðgerð- ir Öryggisráðsins S.Þ. New York, 13. maí. AP. STJÓRN Bahamá áskildi sér í dag rétt til þess að krefjast þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gerði ráðstafanir gegn Kúbu vegna árásar kúbanskra orrustu- vélar á skip frá Bahama í land- helgi eynnar, með þeim afleiðing- um að fjórir menn að minnsta kosti létust. Sendiherra Bahama hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að bréf þessa efnis hefði verið afhent forseta Öryggisráðsins Ide Oum- arou frá Níger. Bjórinn og barneignir Stanley. 12. maí. AP. FASTAGESTIR á Graziers- bjórkránni í Stanley í Jórvík- urskíri halda því fram að Bass- bjórinn sem þar er seldur hafi yfir sérstökum eiginleikum að búa. Sagt er að hin skyndilega aukn- ing barneigna í bænum sé bjórn- um að kenna. Eiginmenn hafi venjulega vart verið búnir að dreypa á bjórkollu þegar þeir vildu ólmir fara heim. Veitinga- maðurinn á kránni segist fá bjór- inn frá brugghúsi í Sheffield og bæti hann engu í bjórinn, haldi honum aðeins köldum. „Þrátt fyrir þessar auknu barneignir fastagestanna, hefur það ekkert dregið úr bjórdrykkju þeirra, en það er þó eftirtektarvert að eig- inkonur þeirra fá sér nú aðeins eitt glas af minni gerðinni," sagði veitingamaðurinn. Frakkar til Moskvu París 13. mai. AP. FRANSKA Ólympíunefndin ákvað á fundi sínum í dag, að Frakkland sendi íþróttafólk til Olympíuleikanna í Moskvu í sumar. Ákvörðunin var tekin sam- hljóða, 22 vildu senda lið til Moskvu en hins vegar sat einn fulltrúi í nefndinni hjá. Claude Collard, formaður Olympíunefnd- arinnar sagði, að ákvörðunin hefði eingöngu verið tekin á grundvelli íþróttasamskipta og að pólitísk viðhorf hefðu ekki ráðið sam- þykktinni. Norrænum forsætis- ráðherra- fundi lokið Ósló. 13. maí AP. FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda hvöttu til þess eftir tveggja daga fund sinn hér, að stórveldin jöfnuðu ágreining sinn sem allra fyrst og fyndu leiðir til að hefja á ný samstarf eftir þá spennu, sem ríkt hefur á milli þeirra eftir innrás So- vétmanna i Afganistan. Á blaðamannafundi sagði Odvar Nordli, að ráðherrarn- ir væru hlyntir því, að leið- togar 25 landa kæmu saman til fundar í því skyni að ræða samskipti ríkra þjóða og snauðra á grundvelli skýrslu þeirrar, sem nefnd undir for- ystu Willy Brandts samdi. Iðnaðarráðherrar Norður- landa tóku einnig þátt í forsætisráðherrafundinum og voru orkumál til umræðu á þeim sameiginlega fundi. Var rætt um bráðabirgða skýrslu um samvinnu Norð- urlanda á sviði orkumála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.