Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1980 17 Hlutu O.B.E. orðuna Breski sendiherrann í Reykjavík afhenti nýlega þeim dr. Alan E. Boucher prófessor við Háskóla íslands og Ólafi Johnson forstjóra 0. Johnson & Kaaber orðuna O.B.E. (Order of the British Empire) fyrir hönd Bretadrottn- ingar. Meðfylgjandi mynd er af orðuhöfunum ásamt eiginkonum þeirra. Skiptar skoðanir um stofnun kristilegs stjórnmálaflokks hér MENNTAMÁLANEFND Þjóðkirkjunnar efndi síðastliðinn sunnudag til umræðufund- ar í Hallgrímskirkju um áhrif og ábyrgð kristinna manna í stjórnmálum. Á fundinum fluttu framsöguræður þeir Ingólfur Guð- mundsson æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar og Páll V. Daníelsson, forstjóri og formaður I ræðu sinni lagði Ingólfur Guðmundsson áherslu á að í hvaða formi, sem stjórnmálaleg afskipti kristinna manna væru, ættu þau að mótast frekar af kristinni ábyrgð heldur en hér væri á ferðinni þrýstihópur. Páll V. Daníelsson ræddi meðal annars um með hvaða hætti mætti fá fram ákveðnari stefnumörkun stjórnmálaflokkanna varðandi ýmsa málaflokka í anda kristinna viðhorfa, svo sem í áfengismálum. Nefndi hann í þessu sambandi, hvort rétt væri að láta reyna á vilja stjórnmálaflokkanna til að heimila að boðnir yrðu fram í nafni þeirra sérstakir listar, skip- Landssambandsins gegn áfengisbölinu. í um- ræðum á fundinum var meðal annars rætt um, hvort rétt væri að stofna hér á landi kristlegan stjórnmálaflokk eða vinna með öðrum hætti að auknum áhrifum kristilegra viðhorfa á stefnu stjórnmálaflokka. aðir mönnum með kristileg lífs- viðhorf. Illa hefði gengið að fá stuðning við ýmis kristileg mál- efni innan stjórnmálaflokkanna og því kynni að vera nauðsynlegt að láta reyna á afstöðu kjósenda í þessu efni, ef ekki yrði breyting á afstöðu stjórnmálaflokkanna. Ekki sagðist Páll hafa trú á því að unnt væri að stofna hér á landi kristilegan stjórnmálaflokk með líkum hætti og starfandi eru á hinum Norðurlöndunum, því ógjörningur væri að ná samstöðu um ýmis þjóðmál, sem réðu skipt- ingu manna nú milli stjornmála- flokkanna. Miklar umræður urðu á fundin- um og í þeim lögðu þeir Árni Gunnlaugsson, lögfræðingur í Hafnarfirði og Hilmar Jónsson, bókavörður í Keflavík til að stofn- aður yrði hér á landi kristilegur stjórnmálaflokkur. Björn Björns- son, prófessor í Reykjavík vildi hins vegar að menn innan Þjóð- kirkjunnar beittu sér fyrir stofn- un þjóðmálahreyfingar. Menntamálanefnd Þjóðkirkj- unnar hefur ákveðið að efna í haust til ráðstefnu um tengsl kristindóms og stjórnmála og verður sú ráðstefna með líku sniði og ráðstefna, sem nefndin hélt í júní 1976 í Skálholti undir heitinu „Kristni og þjóðlíf“. 10 milljarða skattauki í bensínverði: Ekki króna af skattaukanum í vegagerð LÁRUS Jónsson (S) veittist harkalega að stefnu stjórnvalda í vegamálum. sem hann sagði koma fram i stórskertu fram- kvæmdagildi fjármagns til vega- gerðar, samhliða verulega auk- inni skattheimtu af umferðinni, sem færi í ríkishítina. Megin- punktarnir i máli Lárusar voru þessir: • 1. Engin einasta króna af 10 milljarða króna skattahækk- un á bensín umfram verð- lagsbreytingar, sem orðið hafa síðan 1978, fer til vega- framkvæmda. Þvert á móti hefur raungildi markaðra tekjustofna og beinna eða óbeinna framlaga ríkissjóðs til vegamála minnkað ná- lægt 1 milljarði í fyrra og á þessu ári, ef þessi tillaga verður samþykkt. • 2. Á yfirstandandi ári kæmi 4050 millj. kr. hærri fjárhæð til vegaframkvæmda af bensínsköttum en þessi til- laga gerir ráð fyrir skv. útreikningum Vegagerðar ríkisins, ef sama hlutfall þessara skatta gengi til vegaframkvæmda og raun varð á 1978. (Sjá fskj. IV) • 3. Bein framlög úr ríkissjóði að meðtöldum afborgunum og vöxtum af lánum til vega- gerðar væru skv. útreikning- um Vegagerðarinnar og fjár- laga- og hagsýslustofnunar 2810 millj. kr. hærri að raungildi en tillagan gerir ráð fyrir miðað við framlög- in 1978 (Sjá fskj. III og IV). 4. Ríkisframlög af skatttekjum til vegagerðar eru því skv. þessari tillögu skorin niður í raun um 6860 millj. kr. skv. útreikningum fyrrgreindra stofnana miðað við þessi framlög 1978. Þetta fjár- magn er notað til eyðslu ríkissjóðs í stað vegafram- kvæmda. 5. Á þessu tímabili hefur heild- arskattlagning ríkisins á bensíni aukist á föstu verð- lagi (fjárlaga 1980) um 9938 millj. kr. skv. útreikningum Þjóðhagsstofnunar. • 6. Framkvæmdamagn nýbygg- inga vega og brúa skv. þess- ari tillögu er svo til það sama og meðaltal áranna 1975— 1978 að báðum meðtöldum þegar skattlagning á um- ferðina var milljarðatug minni. • 7. í tillögunni er gert ráð fyrir 3.5 milljarða króna auknum lántökum að raungildi miðað við lántökur til vegagerðar 1978 til þess að standa straum af vegaframkvæmd- um í ár, sem ekki eru meiri en meðaltal áranna 1975— 1978. Islendingar eru vanþróuð þjóð í vegamálum og eyða milljörðum króna í vonlítið viðhald malar- vega, viðhald og eldsneyti bifreiða, sem við gætum sparað með því að leggja sem fyrst bundið slitlag á fjölförnustu þjóðvegi. Víða kemst fólk ekki leiðar sinnar á vetrum, jafnvel í neyðartilfellum, vegna skorts á vel uppbyggðum vegum. Auknar framkvæmdir í vegamál- um eru við hlið orkuframkvæmda arðbærasta og mesta félagslega verkefni þjóðarinnar sem bíður úrlausnar. Stuðningsmenn Alberts opna skrif stofu á Selfossi Skagafjörður: Kosninganefnd stuðningsmanna Yigdísar stofnuð STUÐNINGSMENN Al- berts Guðmundssonar í forsetakosningunum hafa opnað skrifstofu á Sel- fossi. Er skrifstofan til húsa á Austurvegi 38, Selfossi. í framkvæmdanefnd eru m.a.: Brynleifur Steingrímsson, Sighvatur Eiríksson, Guðmundur Sig- urðsson og Benedikt Jó- hannssen. Albert og kona hans Brynhildur Jóhannsdóttir heimsóttu stuðningsmenn og skoðuðu vinnustaði og stofnanir á Eyrarbakka, Stokkseyri og á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Alberts á Selfossi undirbjuggu þessa heimsókn, eða skipu- lögðu hana. Fyrst var ekið til Stokks- eyrar, þar sem frystihúsið var skoðað og rætt var við starfsfólkið þar og eins fólk er starfar við saltfisk- vinnsluna. Frá Stokkseyri var hald- ið austur og elliheimilið í Kumbaravogi heimsótt, þar sem Albert ræddi við gamla fólkið. Þaðan var haldið til Eyrarbakka, þar sem starfsstöðvar voru skoðaðar. Frá Eyrarbakka var ekið með viðkomu á Litla Hrauni til Selfoss og þar heimsóttir margir vinnu- staðir og um kvöldið var haldinn fundur á Hótel Selfossi. Auk Alberts Guð- mundssonar og Brynhildar töluðu margir heimamenn á þeim fundi og gestur fundarins var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verka- kona. Fundarstjóri var Bryn- leifur Steingrímsson héraðslæknir. NÝLEGA komu saman til fundar á Sauðárkróki áhuga- menn um kjör Vigdísar Finn- bogadóttur í forsetakosning- unum. Á fundinum var kosin 7 manna kosninganefnd í héraðinu og skipa hana: Aðalheiður Árnadóttir, form. Verkakvennafél. Sr., Sauð- árkr., Síra Ágúst Sigurðsson, Mælifelli, Lýtingsst.hr., Ást- hildur Öfjörð húsfreyja, Sól- görðum, Haganeshr., Gunnar Baldvinsson bílstjóri, Hofsósi, Helga Kristjánsdóttir hús- freyja, Silfrastöðum, Akrahr., Rannveig Þorvaldsdóttir tryggingarfulltrúi, Sauðár- króki, Sveinn Sölvason verka- maður, Sauðárkróki. (Úr fréttatilkynningu). (Fréttatilkynning) Albert á vinnustaðafundi í Hveragerði. Athugasemd ritstj. Mbl. HÉR eru birtir kaflar úr fréttatilkynningum frá stuðningsmönnum þriggja forsetaframbjóðenda. Eins og sjá má, eru fréttatilkynningarn- ar ekki birtar í heild, þar eð í þeim öllum er áróður, sem á að mati ritstj. Mbl. ekki heima í slíkri upplýsingamiðlun. Fréttatilkynningar stuðningsmanna forsetaframbjóðendanna hafa að mestu verið lausar við áróður fram að þessu og því verið birtar orðréttar hér í blaðinu. En það ætti að vera óþarfi af Mbl. að geta þess, að fréttatilkynningar fullar af áróðri um forsetaframbjóðendur, fundi þeirra og ferðalög um landið, verða að sjálfsögðu ekki birtar í blaðinu, heldur einungis þær upplýsingar, sem heima eiga í fréttum. Eru viðkomandi aðilar beðnir um að taka tillit til þessarar sjálfsögðu afstöðu blaðsins. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.