Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 25 fclk í fréttum + Danir minntust þess með ým- iskonar minningarathöfnum, 5. maí síðastl. að þá voru liðin 35 ár frá því að hersveitir nasista lögðu niður vopn í landinu og gáfust upp fyrir Bandamönnum. Athöfn fór t.d fram í Kaup- mannahöfn er Ingrid drottning afhjúpaði minningartöflu í hafn- arhverfi Kaupmannahafnar, þar sem heitir Tuborg Havn. Á töfluna eru letruð nöfn yfir 500 flugmanna Bandamanna úr síðustu heimsstyrjöld, sem fór- ust við strendur Danmerkur, er flugvélar þeirra voru skotnar niður. Myndin er af Ingrid drottningu við þá athöfn. Við hlið hennar stendur sérstakur fulltrúi frá félagssamtökum fyrrum flugmanna í brezka flughernum, R.A.F. Sydney Holroyd. Hann var skotinn niður í síðustu heimsstyrjöld að vísu ekki yfir Danmörk heldur Hollandi. Hollenskir föðurlands- vinir brugðu skjótt er hann lenti í fallhiíf og björguðu honum og tókst Holroyd að komast alla leið til Sviss. Gamlir hermenn deyja ekki + Þessi aldurhnigni serbneski hermaður, klæddur þjóðbúningi sínum, kveður með hermannakveðju marskálk sinn og þjóð- höfðingja, Bros Tito, við líkbörur mar- skálksins í Belgrad. Gamli hermaðurinn hefur sótt ofan í skúffu sína þau heiðurs- merki, sem hann hlaut fyrir frækilega framgöngu fyrir föðurland sitt, á vígvöll- um tveggja heimsstyrjalda. Hann gæti verið að hugsa um þessar óhugnanlegu stundir í lífi sínu. Hann gæti líka verið að hugsa til þeirra orða, sem eitt sinn voru látin falla um gamla hermenn: Gamlir hermenn deyja ekki. Travolta fram í dagsljósið + Mjög hljótt hefur verið um John Travolta í um það bil 365 daga, segja erlend blöð. En nú mun hann aftur láta til sin taka. Ilann er kominn í nýja kvik- mynd. þar sem hann dansar baki brotnu og sjarmerar kvenfólkið heil ósköp. Þessi kvikmynd heit- ir „Urban Cowboy“. Segja blöðin að þessi mynd sé svar við diskó-kvikmyndinni sem gerði hann frægan frá Raufarhöfn og suður fyrir Alpafjöll, „Saturday Night Fever“. En nýja myndin er með hinni svonefndu country hljómlist. Kvikmyndina á að frumsýna i næsta mánuði. Á myndinni hér að ofan sem er úr „Urban Cowboy“, má sjá að Travolta leikur í kúrekabún- ingi. Snorri Lárusson — Minningarorð Fæddur 26. ágúst 1899. Dáinn 6. maí 1980. Fregnin um andlát Snorra Lár- ussonar að morgni 6. maí kom illa við mig og um stund fylltist hugur minn tómleika og vonleysi. Að- stæður höguðu því svo, að fregnin hafði meiri áhrif á mig en ella, enda erfitt að sjá á eftir sínum nánustu með stuttu millibili. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki gert mér grein fyrir að hverju stefndi, því Snorri hafði átt við mikla vanheilsu að stríða um langt skeið, heldur vegna þess, að ég átti erfitt með að sætta mig við þau þungu högg, sem minn þröngi fjölskylduheimur hafði orðið fyrlr á stuttum tíma. Þegar stundin kemur og manns nánustu kveðja þennan heim þá er skilnaðar- stundin alltaf jafnsár. Snorri Lárusson fæddist á Seyð- isfirði 26. ágúst 1899 og voru foreldrar hans hjónin Lárus Tóm- asson og Þórunn Gísladóttir Wium. Þau hjón áttu fjögur börn og var Ingi T. Lárusson tónskáld bróðir Snorra. Á uppvaxtarárum Snorra hafði Seyðisfjörður á sér heimsborgarablæ, sem hafði mikil áhrif á þá sem ólust upp þar á þeim árum. Hjá Snorra kom það fram í mörgum hans háttum, en Snorri hafði yfir sér einhverja sérstaka fágun í daglegri um- gengni. Snorri hóf störf sem bankarit- ari við Islandsbanka á Seyðisfirði árið 1918, en gerðist síðan fljót- lega símritari hjá Landssíma Islands og starfaði hjá þeirri stofnun allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir að undanskildum stuttum tíma sem hann starfaði hjá Stóra Norræna Ritsímafélaginu. Var hann fyrst á símstöðinni á Seyðisfirði, en flutt- ist til Akureyrar árið 1939 og síðan til Reykjavíkur 1950. Snorri var ákaflega samviskusamur og nákvæmur starfsmaður og trú- mennska hans við stofnunina sem hann starfaði hjá var einstök. Eftir að Snorri hætti störfum hjá Landssíma íslands starfaði hann um skeið m.a. hjá Vita- og hafna- málaskrifstofunni og Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Alls- staðar þar sem Snorri starfaði ávann hann sér hylli samstarfs- manna, enda hafði hann einstakt lag á að hæna fólk að sér fyrir sakir ljúfmennsku og góðvildar. Snorri kvæntist 3. nóvember 1923 Unni Sveinsdóttur, dóttur Sveins Árnasonar fiskimatsstjóra og konu hans, Vilborgar Þorgils- dóttur. Snorri og Unnur eignuðust tvö börn, Svein hæstarréttarlög- mann, og Eddu, sem nú býr í Zambíu. Ég man fyrst eftir Snorra þegar þau Unnur fluttust til Reykja- víkur. Bjuggu þau fyrst að Úthlíð við Sundlaugaveg og man ég hve gaman var að koma í heimsókn til þeirra þangað, en á þeim árum var þetta í útjaðri Reykjavíkur. Þótti mér mikið til koma að hjóla í gömlu sundlaugarnar og fara svo á eftir í heimsókn til Snorra og Unnar og fá mjólk og kökur og annað góðgæti. í þá daga þótti þetta óralöng leið vestan af Mel- um og talsvert ævintýri. Var félögunum úr Vesturbænum stundum leyft að koma með til að kynnast því hvernig kökur ættu að vera. Síðustu árin bjuggu þau við Jökulgrunn og þar eins og annars- staðar sem Snorri og Unnur voru sat umhyggjan fyrir gestum í fyrirrúmi. Síðan Snorri og Unnur fluttu til Reykjavíkur hef ég vanið komur mínar á notalegt heimili þeirra og aldrei hefur liðið langur tími, að ég ekki kæmi þar, stundum voru heimsóknir daglega, en oftast nokkrum sinnum í viku. Snorri var einstakur höfðingi í sér og gestrisni honum í blóð borin. Minnist ég sérstaklega allra heim- sóknanna á yngri árum þegar setið var við spil, stundum heilu dagana og kvöldin með. Snorri var ákaflega söngelskur og hafði næmt eyra fyrir góðri hljómlist. Á Seyðisfirði söng hann lengi með karlakórnum Braga og síðan með karlakórnum Geysi á Akureyri. Unnur er mjög músik- ölsk líka og voru þær stundir ógleymanlegar þegar hún í góðra vina hópi sat við píanóið og lék lög Inga Lár og við sungum með. Ekki voru síður ánægjulegar samveru- stundirnar með Snorra og Unni þar sem setið var við spjall i ró og næði og rætt um heima og geima. Snorri var mikill grínisti og sagði oft skemmtilegar sögur af atburð- um sem höfðu hent hann um ævina. Frásagnarlistina hafði hann í sér auk þess sem hann las alla tíð mikið og var því ákaflega fróður um ólíklegustu hluti. Fátt er betra börnum og ungl- ingum en að hafa átt þess kost að alast upp með góðu fólki og slíkt hefur mikil áhrif á persónuleika einstaklinganna síðar. Frá Snorra stafaði svo mikil góðmennska og hlýja, að það hefur óhjákvæmilega haft bætandi áhrif á alla þá sem umgengust hann. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Snorra fyrir allar samverustundirnar fyrr og síðar og munu minningarnar um þær eiga eftir að verma manni um hjartaræturnar. Unni frænku minni, sem nú á um svo sárt að binda, votta ég samúð mína og bið þess að góður Guð styrki hana. Börnum þeirra Snorra og Unnar svo og barnabörnum og barna- barnabörnum sendi ég samúð- arkveðjur. Sveinn Björnsson Afstýrt prentara- verkfalli í Færeyjum Þórshöfn 13 maí. Frá fréttaritara Mbl. Jogvan Arjío. PRENTARAR og prent- smiðjueigendur samþykktu aðfaranótt þriðjudags miðl- unartillögu um að prentlaun hækki um 2,07 færeyskar krónur á tímann — sem svarar til rösklega 200 ísl. króna. Þetta samsvarar launa- hækkun sem nemur fjórum prósentum. Prentarar skrif- uðu þó undir með fyrirvara um samþykki félagsfundar sem verður að líkindum hald- inn á þriðjudagskvöld eða mið- vikudagsmorgun. Prentarar höfðu sett fram kröfu um sautján prósenta hækkun, en prentsmiðjueigendur buðu til að byrja með einseyrings- hækkun á klukkustund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.