Morgunblaðið - 14.05.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.05.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 5 Sumarið ’80 hefst í Ársöl- um 22. maí Undirbúningur á lokastigi UNDIRBÚNINGUR undir al- þjóðavörusýninguna Sumarið ’80, sem haldin verður í Sýn- ingahöllinni Ársölum 22. maí til 2. júní n.k., er nú kominn á lokastig að sögn Ámunda Ámundasonar, sem hefur vcg og vanda af sýningunni. „Það má segja að allt pláss sé þegar útleigt og sýningarsvæðið er að verða tilbúið," sagði Ámundi. Ámundi sagði að miðaverð á sýninguna yrði á bilinu 1800 til 2000 krónur. Á sýningunni er hugmyndin að kynna flest það sem nauðsynlegt er fyrir fólk að hafa í sumarfríið og í sumarbústaðinn. „Við sýnum í raun og veru allt frá sólgleraugum upp í uppsetta sumarbústaði, bæði úti og inni, auk þess sem ferða- skrifstofurnar kynna sína starf- semi,“ sagði Árni. Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi Trúmála- deilur Það er staðreynd, að Norð- menn eru ólíkir og mikill munur á hugsanahætti fólks eftir því hvar er í landinu. I sumum héruðum Vestur- og Suður- Noregs stendur kristin trú föst- um fótum og fjölmennur hópur fólks sækir kirkjur og bænahús að staðaldri. I Austur-Noregi, t.d. í Guð- brandsdal, eru menn ekki jafn trúhneigðir. Bændur þar um slóðir ganga að heyvinnu á sunnudögum, en slíkt er synd- samlegt athæfi í augum hinna strangtrúuðu. Þeir strangtrúuðu halda hvíldardaginn heilagan, bragða hvorki áfengi né nota tóbak, og ekki heldur formæla þeir en biðja heldur Guð að hjálpa sér ef illa gengur. Hinir trúlitlu, svo sem Guð- brandsdælir, drekka áfengi (sem þeir búa til sjálfir), formæla kröftuglega og sækja dansleiki um helgar og dansa þar og slást sér til hressingar. Þeir hafa meiri áhuga á slíkum samkom- um en að sitja á kirkjubekkjum og hlusta á boðskap kirkjunnar manna. Það gefur auga leið að í landi, þar sem slíkar andstæður eru, hljóta að verða miklar trúar- bragðadeilur. Prestar og biskup- ar landsins, sem vaxið hafa upp við mismunandi kringumstæður, hafa ólík viðhorf til boðskaps biblíunnar og túlka orð hennar á mismunandi hátt. Fyrir nokkru var deilt um það sem á norsku er nefnt „demon- utdrivelse", eða útrekstur illra anda. Er því haldið fram, að illir andar geti tekið sér bólfestu í lifandi manneskju, en með kröft- ugum bænum sé hægt að reka þessi öfl út. Læknar og sumir kirkjunnar menn telja að þar sé aðeins um að ræða vissa tegund geðveiki, en enga illa anda, og bænir og Guðsorð megi stundum nota til að róa viðkomandi sjúkl- inga. Þeim sem láta trúmál til sín taka, má skipta í tvo meginhópa: Annars vegar mjög strangtrúað fólk, sem tekur orð biblíunnar bókstaflega og heldur því fram að sá, sem ekki breyti í samræmi við boðskap Nýja testamentis- ins, hafni eftir dauðann í eldstó helvítis. Hins vegar eru það þeir sem ekki taka orð Biblíunnar bók- staflega, heldur túlka þau á mismunandi hátt. Þeir álíta að aðalatriðið sé að koma vel fram við aðra og taka sjálfir þátt í gleðisamkomum, þar sem áfengi er haft um hönd. Adorjan — Hiibner VII Adorjan var greinilega niður- brotinn, þegar hann stóð upp frá níundu skákinni, enda hafði sig- urinn runnið honum úr greipum á klaufalegan hátt. Daginn eftir tefldu þeir tíundu skákina og beitti Hiibner Petroffs vörn öðru sinni. Þetta virtist koma Adorj- an í opna skjöldu og tefldi hann skákina máttleysislega. Húbner átti þægilegan dag og jafntefli var samið eftir 34 leiki. Þar með hafði Húbner tryggt sér sigur í einvíginu með 5'/2 vinning gegn 4V2. Þessi úrslit komu fáum á óvart. Húbner hefur náð miklu betri árangri á sínum ferli held- ur en Adorjan nokkru sinni. Athygli vekur hins vegar hversu erfiðlega Húbner gekk að vinna einvígið. Fyrstu fimm skákirnar teflir Húbner eðlilega, þ.e. í samræmi við styrkleika og nær tveggja vinninga forskoti. En í síðari helming einvígisins er hann óþekkjaniegur. Hann tapar sjöttu skákinni, lendir í tap- hættu í þeirri sjöundu og fær tapað tafl í níundu skákinni, jafnar taflið um síðir, en leikur því jafnharðan niður í tap, en bjargast að lokum fyrir stór- kostlega slembilukku. Reyndar er langt síðan ég hef orðið vitni að þvílíkri heppni og átti sér stað í þessari skák. Við getum því ekki talað um sannfærandi sigur. Adorjan kom mér ekki mjög á óvart. Hann fór sér hægt, þegar hann hafði hvítt og skákirnar urðu flestar stutt jafntefli. Hon- um lét betur að bíða færis og nýta sér mistök Húbners, en af þeim var nóg í síðari hluta Skák ef tir Guðmund Sigurjónsson einvígisins. Honum brást hins vegar hrapalega bogalistin, þeg- ar hann reyndi að vinna unnin töfl og eru lok níundu skákarinn- ar hápunkturinn. Einvígi, sem þetta tekur mjög á taugar keppenda. Tefla átti fjórar skákir á viku, en Adorjan nýtti öll sín þrjú veikindafrí og því dróst einvígið á langinn. Húbner á hinn bóginn tók sér aldrei frí. Ég var eini aðstoðarmaður Húbners meðan á einvíginu stóð og var það ærinn starfi. Húbner reyndi ávallt að koma andstæð- ingi sínum á óvart í byrjuninni og þess vegna þurftum við alltaf að rannsaka nýja og nýja byrj- un. Ég held að mér sé óhætt að segja að við höfum unnið vel og lært mikið, enda er oft árang- ursríkt að vinna undir pressu. Við gengum daglega í tvo tíma að minnsta kosti, enda eru skemmtilegar gönguleiðir þarna um slóðir. Og nú er Húbner kominn í undanúrslit, og þegar þetta er skrifað er ekki vitað hver verður andstæðingur hans. Ég vil fá Portsch honum til handa, en Húbner vill frekar fá Spasský. Boris hefur löngum verið honum erfiður, en Húbner langar til að reyna að rétta hlut sinn gagn- vart honum. Reiðtygjum stolið AÐFARANÓTT sunnudags var brotizt inn í eitt af hesthúsum Fáks í Víðidal og stolið hnakk og tveimur beizlum. Ummerki bentu til þess að þjófurinn hefði komið á hesti og haft með sér stóran naglbít, sem hann síðan hefur gleymt. Hann notaði naglbítinn til að vinna á lásnum, reyndi einnig fyrir sér á öðrum stað, en án árangurs þar. Húsið var opið og hestarnir úti, þegar að var komið og tjónið er tilfinnanlegt fyrir ungan mann, sem er þarna með tvo hesta. Því er hér með beint til hestamanna, að þeir aðstoði lög- regluna við að upplýsa þjófnaðinn og láti hana vita, ef vísbending er fyrir hendi. SNORRABRAUT 56 SÍM113505 Austurstræti 10 sínii: 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.