Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 16

Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1980 ptofgAtttliIflMfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Landgrunnið milli Is- lands og Jan Mayen Iþingsályktunartillögu þeirri, sem Eyjólfur Konráö Jóns- son flutti ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á fyrsta degi Alþingis 1978 var ríkisstjórninni falið að taka þá þegar upp samninga við Norðmenn um fiskveiðiréttindi og hagnýtingu auðæfa hafsins utan 200 mílna efnahagslögsögu íslands í norðurhöfum umhverfis Jan Mayen. Því miður dróst það úr hömlu undir þáverandi ríkisstjórn, þar sem Olafur Jóhannesson var forsætisráðherra og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, að grípa til einbeittra aðgerða í málinu. Má segja, að í raun hafi ekki legið fyrir fastmótuð stefna Islands fyrr en að frumkvæði Matthíasar Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í júlí 1979. Greip Matthías til þess í stjórnarandstöðu að reyna að hafa vit fyrir ríkisstjórninni og þoka henni til rétts vegar. Þegar svo var komið tóku hins vegar önnur pólitísk mál bæði í Noregi og á íslandi yfirhöndina og Jan Mayen-málið þokaði. Þráðurinn var fyrst tekinn upp að nýju fyrir réttum mánuði hér í Reykjavík og nú liggur fyrir samkomulag, sem ríkisstjórnin er að vísu ekki einhuga um, en einsýnt er að stjórnarand- staðan muni veita brautargengi á Alþingi. Af þessari raunasögu Jan Mayen-málsins í tíð tveggja vinstri stjórna, er ljóst, að þetta mikla hagsmunamál hefði aldrei verið til lykta leitt nema fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins og óánægja manna nú á ekki síst rætur að rekja til þess hvernig með málið hefur verið farið af þeim vinstri stjórnum, sem bar skylda til forystu, en höfðu hana ekki. Hér var í gær fjallað um fiskveiðiþátt samkomulagsins. Það hefur einnig að geyma ákvæði um yfirráðaréttinn yfir landgrunninu. Samkomulagið gerir ráð fyrir skipan sátta- nefndar, sem á að gera tillögur um skiptingu landgrunns- svæðisins milli íslands og Jan Mayen. Við gerð slíkra tillagna skal nefndin hafa hliðsjón af hinum miklu efnahagslegu hagsmunum íslands á þessum hafsvæðum, svo og landfræði- legum og öðrum sérstökum aðstæðum. I þessu orðalagi felst óneitanlega, að ekki ætti að vera erfitt fyrir íslendinga, sé rétt á málum haldið, að fá veruleg ítök á landgrunnssvæðinu utan 200 mílnanna. í málflutningi sínum hefur Eyjólfur Konráð Jónsson til dæmis fært sterk rök að víðtækum rétti íslendinga til landgrunnsins, sem byggist á tilvísun til vísindalegra jarðfræðirannsókna og ákvæða í drögunum að hafréttarsáttmála. Ríður á miklu, að til formennsku í sáttanefndinni veljist hæfur maður með viðurkennda þekk- ingu og áhrif á þessu sviði, þar sem álit hans getur ráðið mjög miklu, þótt ríkisstjórnir landanna séu óbundnar af tillögum nefndarinnar. Þegar menn huga að auðlindum í eða á hafsbotninum milli íslands og Jan Mayen, staðnæmast þeir helst við olíu. Fátt bendir þó til þess að ástæða sé til að vera bjartsýnn um að svarta gullið muni flæða þar í stríðum staumum, finnist það á annað borð. Hvað sem því líður hefur nýgert samkomulag að geyma ákvæði, sem mæla fyrir um náin samráð og náið samstarf um umhverfisvernd á svæðinu. Þetta er okkur mjög mikilvægt, því að það kynni að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir fiskveiðar við ísland, ef olíuslys yrði á þessum slóðum. Nú er tryggt, að öryggisreglur til að forða slíkum hamförum verða ekki settar án samvinnu við okkur þótt hitt sé ljóst, að við slíka vinnslu verður ávallt tekin mikil áhætta. Samkvæmt samkomulaginu eiga aðilarnir einnig að kynna hvor öðrum fastmótaðar áætlanir um rannsóknir eða vinnslu auðlinda á landgrunninu eða í því. Með hliðsjón af þessum ákvæðum hljóta íslensk stjórnvöld að íhuga, hvort ekki sé heppilegt að ganga til samstarfs við Norðmenn um stofnun fyrirtækis, sem hafi einkarétt til rannsókna á landgrunninu milli íslands og Jan Mayen og til úth' tunar vinnsluleyfa beri rannsóknirnar jákvæðan árang- ur. * málgagni norsku ríkisstjórnarinnar var slíkri hugmynd hr : t, á meðan viðræðurnar í Ósló fóru fram. Hins vegar virí t hún ekki hafa verið rædd á fundum samninganefnd- anna. Norðmenn hafa aflað.sér einnar haldbestrar þekkingar allra varðandi olíuvinnslu á hafi úti. Til þeirra höfum við sótt þann litla vísi að þekkingu um rannsókna- og öryggisreglur á þessu sviði, sem við búum yfir. Samvinna þjóðanna myndi stuðla að skipulegum rannsóknum með fullkomnasta tækja- búnaði án þess að koma þyrfti á fót mjög flóknu og kostnaðarsömu stjórn- eða eftirlitskerfi hér á landi. Það væri mikil skammsýni, ef ekki yrðu skoðaðir kostir og gallar slíkrar samvinnu með opnum huga, þar sem endanlegt ákvörðunarvald miðaðist við eignarréttinn á landgrunninu. Þvagsykurskönnun á Akureyri: Sykursýki miklu al- gengari þar en ann- ars staðar á landinu Akuroyri, 13. maí. SAMTOK sykursjúkra á Akureyri ok náKrenni, hin fyrstu sinnar tejíundar hér á landi, áttu 10 ára afmæli snemma á þessu ári. TiÍKangur samtakanna er að stuðla að bættum hag sykursjúkra ba-ði á læknisfræðileKan og félags- lcgan hátt. ÞannÍK hafa margir læknar flutt erindi og fræðslu fyrir félagsmenn á liðnum 10 árum. Langstærsta átakið á þessu sviði tókst þó að vinna árið 1977 þegar samtökunum, i samvinnu við Sjúkrasamlag Akureyrar, tókst að koma á reglubundnum heimsóknum Þóris Helgasonar. yf- irlæknis og sérfræðings í sykur- sýki. Ilann hefur síðan. ásamt matarsérfræðingi, komið þrisvar til fjórum sinnum á ári frá Reykjavík til Akureyrar til leið- beiningar og eftirlits með sykur- sjúkum, en þessar heimsóknir eru þeim ákaflcga þýðingarmiklar. Hinn félagslegi þáttur samtak- anna cr ekki síður mjög mikilvæg- ur. því að sjaldan er sjúkiingum jafn mikil nauðsyn á að vita sem mest um sjúkdóm sinn og hvernig búa skal með honum eins og þegar um sykursýki er að ræða. í samtökunum eru nú um 100 manns, þar af rúml. 70 með sykur- sýki á mismunandi stigi. í sam- bandi við 10 ára afmælið — svo og af ástæðum, sem hér koma fram á eftir — ákváðu féla^smenn að gefa öllum Akureyringum á aldrinum 25—65 ára kost á að athuga sjálfir heima hjá sér, hvort þeir kunni að hafa sykur í þvagi, sem gæti vcrið vísbending um sykursýki. Nákvæm athugun á fjölda syk- ursjúkra á landinu öllu hefur ekki enn farið fram, en ætlað er, að hlutfallslegur fjöldi þeirra sé svip- aður og í nágrannálöndum okkar eða í kringum þrír af hverjum þúsund íbúum. Það er hins vegar staðreynd, að þeir eru hlutfallslega mun fleiri hér á Akureyri og Eyjarfjarðarsvæðinu en annars staðar á landinu. Orsakir þess eru ókunnar. Sykursýki er meðhöndluð með sérstöku mataræði, töflum eða insúlíni, allt eftir eðli sjúkdómsins hjá hverjum sjúklingi. Rannsóknir meðal sykursjúkra erlendis hafa leitt í ljós, að á móti hverjum einum sjúklingi, sem notar insúlín, eru um þrír, sem nota töflur við sjúkdómnum. En hér í bæ virðist þessu öfugt farið, því að meðal félaga í Samtökum sykur- sjúkra á Akureyri eru insúlín-not- endur nær helmingi fleiri en töflu- notendur. Af 294 insúlín-notendum á öllu landinu er kunnugt um 30 á Akureyri. Enda þótt ljóst sé, að ekki séu allir sykursjúkir bæjar- búar meðlimir í þessum samtökum, er sú spurning mjög áleitin, hvort margir Akureyringar kunni að ganga með sjúkdóminn eða vísi að honum án þess að gera sér það Ijóst. Þessa einstaklinga væri þá bráð nauðsyn að finna til að koma í veg fyrir alvarlegar líkamsskemmdir hjá þeim af völdum ómeðhöndlaðr- ar sykursýki. Með góðri þátttöku bæjarbúa í þessari þvagsykurat- hugun má vænta svars við fyrr- nefndri spurningu. Samtökin hafa notið mikilvægs stuðnings nokkurra fyrirtækja og einstaklinga, sem hefur gert þeim mögulegt að framkvæma þessa at- hugun, því að samtökin hafa úr mjög litlum sjóði að taka. Eru þessum aðilum færðar innilegustu þakkir. Pélagsmenn hafa lagt fram mikla vinnu í þessu sambandi, einkum við undirbúning og útburð bréfanna, sem eru um 5.700 talsins. Þvagsykurathugunina er harla einfalt fyrir hvern mann að fram- kvæma. Til þess eru notaðir svo- nefndir Tes-Tape strimlar, sem framleiðandinn, Lilly Research Laboratories í Bandaríkjunum, var svo vinsamlegur að gefa til þessar- ar athugunar. Nákvæmt leiðbein- ingabréf fylgir hverjum strimli, svo og sérstakt bréf, sem merkja skal inn á niðurstöðu athugunarinnar og koma síðan í merkta kassa í apótekum bæjarins eða Lækna- miðstöðinni. Það er afar mikil- vægt, að allir skili þessum bréfum, því að á þeim byggjast heildarnið- urstöðurnar. En kassarnir verða opnaðir og svörin athuguð af Ólafi H. Oddssyni, héraðslækni. Með niðurstöðu athugunar hvers manns verður farið sem trúnaðarmál. Samband mun síðan haft við þá, sem ástæða þykir til að athuga betur. Samtök sykursjúkra eru opin öllum sykursjúkum svo og öllum, sem gerast vilja styrktarfélagar. I sjórn Samtaka sykursjúkra á Akur- eyri og nágrenni eru: Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður, Stefán Ingólfsson, ritari, Jóhann Bjarmi Símonarson, gjaldkeri, og María Pálsdóttir og Þóra Franklín með- stjórnendur. — Sv.P. Félagar í Samtökum sykursjúkra á Akureyri vinna að undirbúningi þvagsykurskönnunarinnar. STUÐNINGSMENN Péturs J. Thorsteinssonar efna öðru sinni til kynningarfundar í Sigtúni á uppstigningardag kl. 15. Á þessum fundi munu þau Pétur og Oddný kona hans flytja ávörp ásamt fleirum og Skúli Halldórsson tónskáld mun leika á píanó, fleira er hugsað til skemmtunar. M.a. verður sérstök aðstaða fyrir börn, þar sem verður kvik- myndasýning o.ff. Pétur hefur gert víðreist að undanförnu, og sótt heim mörg byggðarlög á Norður- Reykjavík: Mynd frá fundi stuðningsmanna Péturs í Sigtúni á sumardaginn fyrsta. Stuðningsmenn Péturs efna til kynningarfundar landi. Á Ólafsfirði kom hann fram á kynningarfundi og fundi hjá Rotary og heimsótti jafnframt vinnustaði. Á Dalvík fór hann á vinnustaði og sat á fjölmennum kynn- ingarfundi, þar sem hann svaraði fjölda fyrirspurna. Svipaða sögu er að segja af kynningarfundum á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri, en síðustu staðina þrjá sótti hann alla heim á einum degi. Sunnudaginn 11. maí fór hann til Grímseyjar ásamt Oddnýju konu sinni. Um þessar mundir er Pétur á Siglufirði og Sauð- árkróki. Pétur hefur nú farið um mörg byggðarlög landsins. T.a.m. var hann í Vestmanna- eyjum í síðasta mánuði. í stuttri viðdvöl í Vestmanna- eyjum heimsótti Pétur rúm- lega 20 vinnustaði og sótti auk þess nokkra félagafundi, og í kjölfarið er verið að opna skrifstofu stuðningsmanna hans þar. (Úr fréttatilk.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.