Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1980 KArr/NU Hvernig er það. — Er ég tíður gestur hér? Nei það vill bara svona til með hendur minar. — Þær eru þannig af guði gerðar! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spilið í dag vakti umtal á Sunday Times mótinu í vetur. Spii beggja vængja gáfu tilefni til skemmtilegra tilþrifa. sem meistararnir nýttu eins og að líkum lætur. Allir utan hættu, suður gaf. Norður S. D75 H. Á9643 T. 1076 L. K2 Vestur S. G1094 H. G2 T. 932 L. Á987 Suður S. Á H. KD105 T. 854 L. D10653 Austur S. K8632 H. 87 T. ÁKDG L.G4 COSPER Gæti ég fengið að hringja hjá þér, áður en trymbillinn kemur? Hreysti og sjúkdómar Ég undirrituð leyfi mér að biðja Velvakanda fyrir innilegt þakk- læti til Þórarins Björnssonar, höf- undar bréfsins. „Drykkjuskapur er sjálfskaparvíti", birt 12. apríl sl. og einnig til annarra, sem á opinberum vettvangi hafa mót- mælt slagorðinu: Alkóhólismi er sjúkdómur. Og með fylgja nokkrar athugasemdir mínar. Varla miðaldra varð ég sjálf harla erfitt viðfangsefni nýjustu læknavísindum, og væri örugglega komin í tölu hinna framliðnu, ef þeirrar tækni hefði ekki notið við. Aðrir lífshættulegir sjúkdómar höfðu næstum lagt að velli tvo unga ættingja mína, og eru þeir ekki síður en ég þakklátir fyrir framlengingu jarðlífsins. Sú full- yrðing, að alkóhólismi sé eins og hver annar sjúkdómur, glymur því í eyrum mínum sem frekleg móðg- un við hinn stóra hóp fólks, sem á við raunverulegt sjúkdómsböl að stríða, og verður sumt að sætta sig við dauðann á blómaskeiði ævinn- ar. í þeim stóra hópi teljast einnig þeir, sem orðið hafa fyrir óbætan- legum slysum. Og muna skyldu menn, að ekki hljóta allir sama þrek í vöggugjöf. Sumum finnst ef til vill að þeir hafi veikst eða slasast vegna eigin gáleysis, en hvað sem því líður, leggur þetta fólk sig fram til að endurheimta heilsu sína með skynsamlegum lifnaðarháttum, og er slík viðleitni dýrmæt aðstoð við ómetanlega læknishjálp, hjúkrun og endur- hæfingu. En á hinn bóginn stendur svo hinn einkennilegi hópur óreglu- fólks, sem brýtur niður heilsu sína og hæfileika, og veldur ófáum slysum á sjálfum sér og öðrum, vegna óseðjandi græðgi í eitur. Að ógleymdum þeim, sem síreykja seigdrepandi tóbakið, en oft fylgj- ast þeir að, herrarnir Bakkus og Nikot. Ekki hefur þó enn verið reynt að innprenta í fólk að nikótínismi sé sjúkdómur, ef til vill hefur það aðeins gleymst, enn sem komið er. „Veikur er viljinn og veik eru börn“, sagði Jón Thoroddsen skáld í sínu fagra vögguljóði, og vissi hvað hann söng. Varla er von á góðu, þegar hættuleg nautnalyf liggja hvarvetna í seilingarfjar- lægð frá óhlýðnum og oft eftir- litslausum unglingum, og landslög eru þverbrotin til að hjálpa þeim að „detta í það“. Langflest eru þau þrælar tískunnar. Erfitt er fyrir ómótaða sál að segja nei, og vera talinn skrýtinn. Og lengi getur vont versnað, um hin lögbönnuðu eiturlyf berast sögur af harmleikj- um, þyngri en tárum taki. • Algert bindindi eina leiðin Alkunna er, að fólk er mis- jafnlega veikt fyrir víni, sumir hafa illviðráðanlega tilhneigingu til að fá sér sífellt of mikið, og gera sig smám saman, vísvitandi, að sjúklingum, vegna skorts á sjálfstjórn. Aðeins ein örugg leið er til lækninga, algert bindindi og breyting á lifnaðarháttum. Þá þýðir nú lítið að fara að kveina um ofstæki eða fanatík. Mikið og gott starf er unnið þessu ólánsama fólki til hjálpar, en ætlast verður til þess að það sýni einlæga viðleitni til sjálfsbjargar. Á því virðist nokkur misbrestur vera,og er þá fátt til ráða. Fyrirbyggjandi starf í mynd aukinnar fræðslu og gerbreytingar á skemmtanalífinu, sem alla er að æra, svo að unglingunum sjálfum ofbýður, virðist eina framtíðarlausnin. Vel skyldu þeir, sem að eigin sögn kunna að fá sér í glas, varast að freista þeirra, sem þeir vita að ekki þola alkóhól. Slíkt er ljótur leikur. Það sama gildir um reyk- ingavandamálið. Hinn 17. apríl sl. var gleðileg myndskreytt frétt á forsíðu Dagblaðsins um merkilega sam- keppni á Hótel Sögu. Þar hafði Barþjónaklúbburinn haldið hóf gott, og kepptu meðlimir um besta óáfenga drykkinn. Ýmsar góðar blöndur komu fram, og voru þeim gefin furðulega frumleg nöfn, og nokkur verðlaun voru veitt. Þessi frétt virðist boða góð tíðindi, hver Þegar Bandaríkjamennirnir Hamman og Wolf voru með spil norðurs og suðurs opnaði Hamm- an í suður á einu hjarta, sem norður hækkaði í þrjú, suður sagði fjögur hjörtu, anzi hreint frekju- leg lokasögn. I sögnunum hafði austur ekki komið að tígulstyrk sínum og vestur spilaði því út spaðagosa. Hamman beitti þá vel þekktri blekkispilamennsku, lagði drottninguna á gosann og hún tók með sér kóng og ás. Þá spilaði sagnhafi laufi á kónginn, aftur lauf, gosi, drottning og ás. Eðli- lega reyndi vestur þá að taka slag á spaðatíuna en það reyndist ekki vel þegar suður trompaði, tók síðan tvisvar tromp og að því loknu gat hann látið tígla frá blindum í laufin og unnið sitt spil. Þegar Brasilíumennirnir Chag- as og Assumpaco voru með spil austurs og vesturs sagði suður pass í upphafi. Austur varð síðan sagnhafi í þrem spöðum og suður tók fyrsta slaginn á hjartakóng. Hann fann næst besta framhaldið þegar hann skipti í lágt lauf, lágt frá blindum og norður fékk á kónginn. Hefði norður spilað aftur laufi þá hefði sagnhafi misst mikilvæga innkomu á blindan. En norður sá það ekki, skipti heldur í tígul og þá tók Chagas við stjórn- inni. Eftir andartaks umhugsun spilaði hann lágu trompi og gat eftir það seinna svínað fyrir trompdrottninguna og þar með unnið sitt spil. Fyrsta listaverka- uppboðið á Norðurlandi Akureyri 12. mai 1980. Fyrsta listaverkauppboðið á Akureyri var haldið að Hótel KEA á laugardaginn á vegum Listhússins sf. Þar voru 40—50 listaverk á boðstólum og fjöldi fólks var viðstaddur. Hér sést uppboðshaldarinn, Jón G. Sólnes, munda uppboðshamarinn, en við hlið hans stendur Óli G. Jóhannsson, listráðunautur Listhússins sf. _ o p Fundur í nemenda- félagi Fósturskóla íslands Vel menntað starfsfólk á dagvistar- heimili FUNDUR haldinn í Nem- endafélagi Fósturskóla íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fagnað er skipun starfshóps á veg- um Dagvistarnefndar til at- hugunar á innra starfi dag- vistarheimila og væntir mik- ils af starfi hans. Þá leggur fundurinn þunga áherslu á nauðsyn vel menntaðs starfsfólks á þessum stofn- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.